Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 34
34 viðtal 20. ágúst 2010 föstudagur sigríður Sigurðardóttir er einn af drek-unum á Drekaslóð, eins og ráðgjafarn-ir þar kalla sig. Sirrý var misnotuð af mági sínum frá því hún var ellefu ára og þar til hún varð sautján. Mágur hennar er sex árum eldri en hún og var því sautján ára þeg- ar ofbeldið hófst. „Systir mín var barnshafandi. Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég vissi það ekki. Þegar ég var ellefu ára kyssti enginn svona. Foreldrar mínir kysstu mig ekki einu sinni svona.“ Þetta byrjaði heima hjá mömmu hennar og pabba hans. Hann var fullur. Hún bað um sígó. „Já, ef þú kyssir mig,“ svaraði hann. Síðan kom hann að henni og skellti sér í sleik. „Ég hélt að hann ætti bara við koss á kinn- ina. Hann fór svo með mig inn í stofu og lagðist ofan á mig. Lét mig káfa á sér utan klæða.“ Ofbeldið hélt áfram og varð grimmara. Hann fór að sitja fyrir henni þegar hún kom heim úr skólanum. Það var salerni við hlið inn- gangsins heima hjá henni og þar beið hann hennar. Þegar hún kom svo inn um dyrnar kippti hann henni inn á salernið og misnot- aði hana. „Þetta var ógeðslegt. Hann og bróð- ir hans komu nefnilega alltaf heim til mömmu í hádegismat. Eftir matinn var svo hlustað á fréttir og síðan var rætt um pólitík. Hann vissi alveg að hverju hann gekk. Þannig að ég fór að forðast að koma heim.“ Flúði Fjölskylduna Sirrý þagði um ofbeldið sem ágerðist bara með árunum. „Ég fór að heiman sextán ára göm- ul. Ég kom aftur í bæinn ófrísk og fékk inni hjá systur minni og gerandanum. Ég bjóst engan veginn við því að hann myndi halda áfram en hann gerði það og talaði alltaf um að ég væri ástmær hans. Hann fór að játa mér ást sína, ör- ugglega af því að hann vissi að þetta væri ólög- legt. Einu sinni sá systir mín ljóð frá honum þar sem hann sagðist elska mig. Hún spurði hvað þetta væri og benti á bréfið. Ég man ekki hverju ég svaraði, ég fékk bara algjört sjokk. Ég þorði ekki að segja neitt. Þá var ég 16 eða 17 ára göm- ul og með ungbarn. Ég átti hvergi höfði mínu að halla. En ég fór út af heimilinu eins fljótt og ég gat. Ég fékk inni hér og þar og bjó eiginlega með barnið í bílnum þar til ég réði mig í sveit. Það var minn flótti. Eftir að ég komst aftur í ná- vígi við fjölskylduna 15 árum seinna fór ég að finna fyrir afleiðingunum. Ég upplifði mikla depurð. Stundum fór ég í Ríkið og keypti fullt af rauðvíni. Þegar ég lagðist út af bað ég til Guðs um að ég myndi ekki vakna aftur.” Átti að svara Fyrir oFbeldið Af ótta við að missa fjölskylduna þagði hún yfir ofbeldinu. „Hann hafði svo mikið vald yfir mér. Meira að segja þegar ég var komin yfir fertugt. Þá fórum við í útilegu og ég sat á spjalli fram á nótt með annarri systur minni. Hún sagðist hafa heyrt að hann hefði misnotað mig þegar ég var barn og fleira. Ég gat ekkert sagt, ég fór bara að gráta. Daginn eftir kom hann til mín og spurði hvar við hefðum verið. Ég svaraði því strax til að við hefðum bara verið að spjalla, ég hefði ekkert sagt. Þá hreytti hann því í mig að hann hefði bara verið barn sjálfur.“ Það kom líka á daginn að þegar hún sagði loksins frá stóð fjölskyldan ekki með henni. Hún sagði mágkonu sinni frá þessu sem sagði vinkonu sinni frá en sú var tengdadóttir ger- andans. Hún sagði svo í veislu að hún vildi ekki að börnin hennar væru oftar ein með gerand- anum því hún hafði heyrt mína sögu. Í kjölfar- ið varð allt vitlaust innan fjölskyldunnar. Sirrý fékk símtal þar sem henni var gert að mæta á fund og standa fyrir máli sínu. „Ég neitaði að fara á þennan fund. Tveir bræður mínir mættu ekki heldur á hann og ég á þessa tvo bræður að í dag.“ Fjórar systur hennar og einn bróðir tala ekki við hana. Tvær af systrunum voru tilbúnar til þess að vera í sambandi við hana með því skil- yrði að hún myndi ekki tala meira um þetta. „Innst inni vissi ég alltaf að ég gæti ekki treyst þeim fyrir þessu. Þau myndu ekki styðja mig. Þess vegna sagði ég þeim aldrei frá þessu. En það var rosalegt áfall að upplifa það svo í raun. Ég var mjög sár.Kannski átta þau sig ekki á því að þetta snýst ekki um systur mína. Hún er ekki gerandinn og ekki ég heldur. Þetta snýst um hann. En hún var rosalega reið út í mig, kallaði mig hóru sem hefði verið að hórast með mann- inum hennar.“ dreiFðu óhróðri um hana Áður hafði hún sagt einum bróður sínum frá þessu því dóttir hans var svo mikið í kringum Af ótta við að missa fjöl- skylduna þagði sigríður sigurðardóttir í áratugi yfir misnotkuninni sem mágur hennar beitti hana í æsku. Þegar misnotkun- in kom loks upp á yfir- borðið reyndist þessi ótti hennar á rökum reistur og stór hluti fjölskyld- unnar sneri við henni bakinu. Meira að segja móðir hennar neitaði að taka afstöðu með henni. Fjölskyldan stóð með oFbeldismanninum kvaddi fjölskylduna Sigríður Breiðfjörð Sig- urðardóttir var beitt ofbeldi af mági sínum, sem var einnig stjúpsonur móður hennar. Móðir Sigríðar neitaði að taka afstöðu og á dánarbeði hennar var Sigríður svo hrædd við hver síðustu orð hennar yrðu að hún heyrði þau ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.