Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 35
föstudagur 20. ágúst 2010 viðtal 35
Fjölskyldan stóð með
oFbeldismanninum
gerandann. „Ég bað hann um að passa upp
á hana. Hann sagði að það væri ekkert slíkt
í gangi. Seinna kom í ljós að hann hafði setið
með hana í fanginu og verið að lesa fyrir hana
og leitað í klofið á henni um leið. Þetta gerðist
uppi í sumarbústað fyrir framan alla fjölskyld-
una en það sá enginn neitt. Litla stelpan var níu
ára.
En systkini mín sögðu við alla sem það vildu
heyra að ég væri geðveik. „Þið hafið séð hvernig
líf hennar hefur verið,“ sögðu þau. Líf mitt hafði
auðvitað mótast af þessu. Einn bróðir minn
hringdi út um hvippinn og hvappinn til þess
að segja öllum frá því hvað ég væri mikil hóra.
Þetta var hræðilegt. En ég á yndislegan mann,
börn og barnabörn sem komu mér í gegnum
þetta.“
Á þessum tíma var Sirrý hjá sálfræðingi. „Ég
hafði verið lengi hjá honum þegar hann sagði
að ég gæti ekki verið að koma og borga allt-
af fyrir það án þess að geta gert það sem hann
vildi. Ég ætti að skrifa gerandanum bréf og
koma ábyrgðinni yfir á hann. Þetta var í maí en
ég treysti mér ekki til þess að skrifa þetta bréf
fyrr en í ágúst.
Þegar gerandinn fékk bréfið hringdi hann og
spurði hvaða vitleysa þetta væri. Ég hefði viljað
þetta sjálf, ég hefði kunnað allt. Hvað kann ell-
efu ára barn? Ég er af þeirri kynslóð að foreldr-
ar mínir kenndu mér um býfluguna og blómið.“
Kvaddi systKinin
Eftir að hún hafði sent bréfið leitaði hún ásjár
systur sinnar. „Hún sagði að það yrði spenn-
andi að sjá hvað kæmi út úr því. Hún sagði mér
líka að hann hefði káfað á dóttur sinni og hún
vissi að þetta væri allt satt. En hún sagði líka það
sem aðrir höfðu sagt áður að fyrst ég hefði þag-
að yfir þessu á sínum tíma hefði ég átt að þegja
alla ævi. Hún væri ósátt við að ég væri að segja
frá þessu núna. Fyrst systir mín tók þessa af-
stöðu gat ég ekki treyst henni. Ég spurði systur
mína líka hvort hún hefði heyrt kjaftaganginn
um mig eða tekið þátt í honum. Þá sagði hún:
„Kjaftagangur og kjaftagangur. Við vitum ekk-
ert hvort þetta er satt eða ekki.“ Ég benti henni
á að ég hefði sagt henni frá þessu fyrir mörgum
árum. Hún sagðist nú ekki muna eftir því, hún
hlyti að hafa verið svona full. Ég tók þá utan um
hana og sagði henni að mér hefði alltaf þótt
vænt um hana en ég gæti ekki treyst henni aftur
og myndi því ekki tala oftar við hana.“
Tíu dögum eftir að Sirrý skrifaði bréfið lét
systurdóttir hennar lífið. Hann notaði það sem
yfirskin til að segja engum frá bréfinu. „Það liðu
samt tíu dagar þar á milli og hann hafði ekki
sagt orð. Hann ætlaði aldrei að gera það. Hann
gerði bara það sem hann vissi að hinir ætluð-
ust til af honum. Hann vissi að honum yrði út-
skúfað ef hann myndi játa þetta. Ég hélt samt
að hann myndi gera það og leita sér hjálpar. Ég
sendi þeim svo bréf og sagði þeim að ég gæti
ekki verið í sambandi við fólk sem klappaði of-
beldismanni og hlustaði ekki á þá sem hefðu
verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Ég valdi að
standa með sjálfri mér. Enda var mér ýtt út úr
fjölskyldunni. Ekki bara mér, heldur líka bræðr-
um mínum sem töluðu enn við mig.“
Móðirin neitaði að taKa afstöðu
Sirrý sagði móður sinni aldrei frá þessu og hélt
að þau systkinin hefðu gert með sér þegjandi
samkomulag um að hún fengi aldrei að vita af
þessu. Uppgjörsfundurinn var í september en
um jólin fór systir hennar með gerandanum
í heimsókn til móður hennar og sögðu henni
allan sannleikann, sinn sannleika. „Mamma
spurði hann af hverju hann hefði gert þetta þeg-
ar hann hefði átt konu. Hann grenjaði og sagði
að ég hefði aldrei látið hann í friði. Hann hefði
ekki staðist freistinguna. Mamma trúði því og
kallaði mig til sín. Þegar ég kom sagði hún:
„Elsku Sirrý mín, hvað ert þú að reyna að gera?“
Þá útskýrði ég það fyrir henni hvað hefði gerst.
Hún sagðist trúa mér og fór jafnvel á fund hjá
Stígamótum en það breytti engu. Hún lét sem
ekkert væri. Sagði að hún gæti ekki tekið af-
stöðu. Seinna fór hún að koma með kvikindis-
legar athugasemdir sem ég held að hafi ver-
ið vegna þess að hún kenndi mér um þetta.
Ég neitaði að taka á móti þeim þó að hún væri
gömul. Ég man að ég fór einu sinni til hennar og
um leið og ég kom inn og sá hana brast ég í grát.
Ég gat ekki talað, ég grét svo mikið. Ég grét og
grét. Ég kom heim og ég grét enn. Ég fór í sturtu
og ég grét enn. Þá áttaði ég mig á því hversu
djúp sorgin var.“
óttaðist loKaorðin
Þegar móðir Sirrýjar dó höfðu þær varla talað
saman í þrjú ár. „Systir mín hringdi og spurði
hvort ég ætlaði ekki að koma til að kveðja hana.
Hún ætlaði að sjá til þess að ég gæti verið ein.
Þegar ég kom til mömmu voru tvær systur mín-
ar þar. Skömmu síðar kom systir mín með ger-
andanum. Mér fannst það ógeðslega vont. Það
gerði illt verra.“
En hún sat hjá móður sinni og hélt í hönd
hennar þar til hún missti meðvitund. „Hún
reyndi að segja eitthvað en ég heyrði ekki hvað
það var. Ég var svo hrædd um að hún ætlaði að
segja eitthvað neikvætt, eins og að þegar tveir
deila gæti hún ekki tekið afstöðu með öðrum
aðilanum. En við vorum ekkert að tala um deil-
ur, við vorum að tala um barnaníð. En ég veit
ekkert hvað hún ætlaði að segja og ímynda mér
að hún hafi ætlað að segja eitthvað jákvætt.“
ingibjorg@dv.is
Kæri lesandi.
Við erum að stofna ný samtök til að aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis. Við munum gera það með einstaklingsviðtölum, fjölbreyttu hópstarfi og ýmiskonar fræðslu
Við erum hópur fólks sem hefur mikla reynslu og þekkingu á afleiðingum ofbeldis. Að starfinu koma bæði konur og karlar.
Eftir margra ára starfsreynslu með fólki sem hefur verið beitt ofbeldi vitum við hvar þörf-in er mest og hvaða þjónustu skortir enn. Við verðum með aðstoð fyrir þolendur einelt-is, ætlum að hvetja karlmenn til að koma til okkar í auknum mæli og einnig viljum við leggja áherslu á að aðstandendur þolenda geta komið og fengið ráðgjöf. Ofbeldi framið gegn einum hefur oftast áhrif á stóran hóp fólks, ástvini þolandans.
Við vitum að mikið er um ofbeldi meðal geðfatlaðra og heyrnarskertra og þar viljum við mæta þörfinni. Við erum í samvinnu við táknmálstúlk sem mun bjóða upp á viðtöl milli-liðalaust og vera með hópastarf ef nægur áhugi er fyrir hendi.
Við höfum þá trú að því fyrr sem fólk fær aðstoð, þeim mun betra. Þess vegna skiptir miklu máli að ná til unga fólksins eins fljótt í kjölfar ofbeldis og hægt er. Við erum með sérsniðið efni ætlað ungu fólki til að vinna sig frá afleiðingum ofbeldis.
Við ætlum að bjóða upp á framhaldsþjónustu til þeirra sem þegar eru byrjaðir að vinna í sínum málum. Það hefur skort átakanlega mikið á að fólk geti haldið áfram eftir að grunnþjónustu sleppir. Mikið hefur verið sóst eftir því, það hafa kannanir staðfest ítrek-að.
Að sjálfsögðu munum við bjóða upp á grunnþjónustu líka.
Fræðsla um ofbeldi og afleiðingar þess skiptir miklu máli, bæði hvað varðar fagfólk og þolendur og aðstandendur þeirra. Við erum með fjölbreytt efni, byggt á þekkingu, rann-sóknum og reynslu og getum boðið upp á margvíslega fræðslu til stofnana, samtaka, nefnda og fyrirtækja.
Einnig munum við bjóða námskeið til þolenda og má nefna sem dæmi námskeið um ferli kærumála sem haldið er af lögfræðingi sem nú starfar sem kennari við lagadeild Háskóla Reykjavíkur.
Starfsemin er ætluð fyrir karla og konur 18 ára og eldri, nema í samráði við forræðisaðila. Við fylgjum lögum um tilkynningar til barnaverndar komi slík mál upp.
Kveðja,
f.h. allra dreka, Thelma og Ruth Ásdísardætur