Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 36
36 viðtal 20. ágúst 2010 föstudagur Þetta var óhugnanlegt og ég er þakk-lát lækninum að hafa túlkað einkenn-in rétt,“ segir Íris Björk Árnadóttir feg-urðardrottning sem hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku síðustu tvö árin. Fjölskyldan ætlaði að dvelja í tvö ár í viðbót úti en ákvað að koma heim eftir að öll fjölskyldan hafði veikst vegna hættulegs myglusvepps sem fannst í íbúðinni sem þau leigðu. „Við skild- um ekki af hverju við vorum alltaf veik og vor- um inn og út af sjúkrahúsi. Við erum núna öll að jafna okkur en þetta bitnaði mest á þeim minnsta. Hann var veikur fyrir en hann fæddist fyrir tímann með vanþroskað ónæmiskerfi og þoldi þetta því mun verr en við hin. Sjálf var ég lögð þrisvar inn á sjúkrahús með það svæsnar sýkingar að ég þurfti sýklalyf í æð. Þegar upp komst um sveppinn ákváðum við að drífa okk- ur heim enda ætluðum við okkur alltaf að snúa aftur. Þetta átti bara að vera nokkurra ára upp- lifun,“ segir Íris en eiginmaður hennar, Kristján Jón Jónatansson, kláraði nám í viðskiptafræði í Danmörku og ætlar í mastersnám hér heima, en sjálf fór Íris í sjúkraliðanám og stefnir á að halda því áfram hér á landi. AlltAf með beinverki og hitA Íris Björk og Kristján fá gömlu íbúðina sína í Grafarvoginum á sunnudaginn en fjölskyldan hefur þangað til búið inni á foreldrum Írisar. „Við finnum þvílíkan mun á heilsu okkar síð- an við komum heim til Íslands. Nú getum við vakað lengur og erum mun orkumeiri,“ seg- ir Íris en myglusveppurinn hafði breitt úr sér á háalofti íbúðarinnar í Danmörku. „Þetta var ekki gömlu íbúð, bara fimm ára, og við höfðum verið að anda þessari gró að okkur og vorum öll komin með astma. Sem betur fer vorum við bara að leigja þessa íbúð og drifum strax í að segja leigunni upp og koma okkur heim. Svona sýkingar eru svo miklar orkusugur, það var ekk- ert sérstakt að vera alltaf með beinverki og hita. Eftir á að hyggja tók maður eftir rakalyktinni þarna inni enda var ekkert eðlilegt að heil fjöl- skylda yrði svona veik.“ mikil sorg Íris og Kristján Jón gengu í það heilaga í sum- ar en þau hafa verið saman í níu ár. „Við höfð- um stefnt á þetta lengi og ætluðum alltaf að gifta okkur árið 2007 en þá var ég allt í einu komin fjóra mánuði á leið svo stóra deginum var frestað. Í vor tókum við ákvörðun og vorum ekki lengi að plana og skipuleggja, ekki miðað við marga. Við höfum upplifað mikla sorg upp á síðkastið því við misstum fimm manns úr fjölskyldunni á fimm mánuðum og vildum við hafa eitthvað jákvætt að stefna að og þrátt fyrir lítinn tíma heppnaðist þetta ótrúlega vel,“ seg- ir hún og bætir við að hún hafi meðal annars misst ömmu sína sem var ein af hennar bestu vinkonum. „Við vorum að vinna í sorginni á sama tíma og veikindunum og stundum áttaði ég mig varla á hvort væri hvað, sorg eða vanlíð- an vegna veikinda.“ kjóll frá kínA Íris hafði ákveðnar hugmyndir varðandi brúð- arkjólinn. Hún hafði ekki áhuga á að leigja sér kjól en notaði leigurnar til að máta og skoða. „Svo kom í ljós að svona einfaldur kjóll eins og mig hafði langað í klæddi mig engan veginn og ég var miklu meiri gella í alvöru rjómabollu- kjól. Ég fann mér heildsala í Kína og sendi hon- um málin og beið svo með öndina í hálsinum eftir kjólnum sem kom til mín þann 22. júní, en stóri dagurinn var 10. júlí svo þetta var orðið tæpt. Ég hafði samt valið mér annan kjól í Dan- mörku til vara ef þetta myndi klikka en leist mun betur á þann frá Kína,“ segir Íris og bætir við að kjóllinn hafi smellpassað eftir að tengda- mamma hennar lagaði hann að mjöðmum hennar. „Þetta er alveg einstakur kjóll og þótt ég segi sjálf frá alveg klikkaður,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að margar konur hafi forvitn- ast um kjólinn og athugað hvort hann væri fal- ur. „Ég var allavega ótrúlega ánægð með hann en nú er spurningin hvað ég á að gera við hann. Selja eða eiga. Dæturnar hafa sýnt áhuga á að fá að vera í honum svo maður veit ekki.“ PAbbi veislustjóri Íris og Kristján Jón eiga saman þrjú börn, Katr- ínu Emblu, 7 ára, Birtu Maríu Huld, sem verður sex ára í desember og Árna Dag, sem er nýorð- inn þriggja ára. „Við erum rík, það má sko alveg segja það. Þau tóku öll þátt í athöfninni. Stelp- urnar voru algjörar prinsessur og Árni Dagur í flottum jakkafötum og gengu öll þrjú á und- an mér inn í kirkjuna,“ segir Íris en athöfnin fór fram í Bessastaðakirkju. „Það var grenjandi rigning þennan dag og myndatakan átti að fara fram úti við kirkjuna en við vorum rennandi og runnum til í drullunni. Karlinn er náttúru- lega viðskiptafræðingur og var fljótur að sjá það jákvæða við það, enda á rigning á brúð- kaupsdaginn að tákna hamingju og peninga. Við enduðum á því að fara í Hellisgerði, bæjar- garð í Hafnarfirði, þar sem við gátum tyllt okk- ur undir tré í von um að skýla okkur,“ segir hún og bætir við að dagurinn hafi verið yndislegur. „Þessi dagur varð alveg magnaður og það var pabbi minn sem sá um veislustjórnina en hann er einn besti vinur okkar Kristjáns. Þeir hafa unnið mikið saman og hafa spilað saman golf og körfu í sjö ár. Mörgum fannst undarlegt að láta pabba í þetta hlutverk en hann stóð sig al- veg frábærlega svo fólk veltist um af hlátri. Páll Óskar sá svo um að trylla lýðinn í veislunni en það var „surprise“ frá eiginmanninum. Hon- um tókst að halda því leyndu frá mér en mér hafði verið sagt að Palli hefði verið uppbók- aður. Mágur minn, sem er þekktur dj, hélt svo áfram fram á nótt.“ ólýsAnlegA ástfAngin Nýgiftu hjónin eyddu nóttinni í turninum á Grand hóteli Reykjavík. „Við höfðum leigt íbúð því við höfðum í svo mörgu að stússast fyr- ir brúðkaupið og þangað kom svo nánasta fjölskylda og fylgdist með okkur opna pakkana. Síðan lá leiðin til Danmerkur til að halda áfram að pakka niður fyrir flutningana en við ætlum að eiga brúðkaupsferðina inni,“ segir hún og bætir við að líklega fari þau tvö í helg- ar- eða vikuferð fyrir jól. „Annars vorum við í viku í dekri á Súðavík en Kristj- án er þaðan og tengda- mömmu finnst ekki leiðin- legt að baka og elda ofan í okkur,“ segir hún brosandi. Aðspurð segist Íris taka hjónabandinu alvarlega. „Þetta er ákveðið sport. Við erum búin að vera lengi saman og sú tilfinning að vera enn jafn ástfangin og jafnvel enn ástfangnari af þessum manni, það er varla hægt að lýsa henni. Við þekkjum hvort ann- að svo vel. Það versta við þetta allt var hvað dagurinn var fljótur að líða eftir allt þetta plan og eftirvæntingu,“ segir hún hlæjandi og bætir við að bónorðið hafi komið í sólarlandaferð á Spáni fyrir sjö árum. „Ég hef verið að skjóta reglulega á hann síðan að nú væri ég komin með þrjú börn en væri enn ógift. Þarna, árið 2003, settum við upp hringana en í febrúar 2007 bað hann mín aftur en við tölum um að við höfum verið trúlofuð frá árinu 2003.“ ÚtgjAldAárið miklA Íris segir frekari barneignir ekki í bígerð en að það sé aldrei að vita. „Ég er bara 29 ára og því er nægur tími. Kannski eftir fimm ár. Maður vill helst að þessi kríli geti notið alls hins besta. Við erum ennþá ung en ég er sátt við stöðuna eins og hún er í dag og væri það áfram þótt við eign- uðumst ekki fleiri börn. Maður þarf að hafa tíma og eiga peninga til að eignast börn en ef það væri ekki vandamál væri ég eflaust til í að drita niður börnum enda hef ég alltaf ver- ið mikil barnagæla,“ segir hún og bætir við að hún eigi eflaust eftir að sakna Danmerkur þeg- ar kemur að málefnum fjölskyldunnar. „Þar snýst allt um fjölskylduna og vinnudagurinn ekki nema til tvö, þrjú og ekki þetta lífsgæða- kapphlaup og stress eins og hér,“ segir hún en bætir við að á Íslandi sé fjölskyldan og sér í lagi ömmur og afar sem börnin séu mjög hænd að. „Auðvitað er smá mál að flytja aftur inn til foreldranna en sem betur fer eiga þau stórt hús því við erum stór fjölskylda. Þetta er mikið fjör en það verður gott að komast í sína eigin íbúð, sérstaklega eftir þessa erfiðu reynslu þarna úti. Við ætluðum að fara stækka við okkur en þetta ár er nú þegar orðið ansi gott útgjaldaár, með flutningum og brúðkaupi, svo það verð- ur seinna. Það verður gott að komast í gamla hverfið okkar þar sem krakkarnir þekkja vini sína aftur.“ indiana@dv.is íris björk árnadóttir fegurðardrottning og fjölskylda hennar urðu að flýja leiguíbúð í Danmörku eftir að hafa veikst vegna hættulegs myglusvepps. Íris og kristján jón eiginmaður hennar eru flutt til Ís- lands en þau gengu í það heilaga í sumar. Enn ástfangnari í dag en áður falleg fjölskylda Börnin þrjú, Katrín Embla, Birta María Huld og Árni Dagur tóku virkan þátt í athöfninni. íris björk Segir óhugnanlegt þegar öll fjöl- skyldan hafi veikst aftur og aftur. Sem betur fer hafi læknir túlkað einkennin rétt og sagt þeim að líta eftir myglusveppum í íbúðinni. myndir guðmundur Örn árnAson, fÖrðun elín reynis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.