Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 42
SkólaStúlkna- morðinginn Paul Bernardo er kanadískur morðingi sem dæmdur var til tuttugu og fimm ára fangelsis fyrir tvö morð. Í félagi við þáverandi eiginkonu sína rændi hann, nauðgaði og misþyrmdi tveimur ungum stúlkum. Glæpina festi hann á filmu. Þegar dómur var kveðinn upp yfir Paul Bernardo, sem fékk nafngift-ina „skólastúlkna- morðinginn“, í Toronto í Kanada, og hann sakfelldur fyrir morð á tveimur stúlkum sýndi hann engar tilfinningar, enda kannski ekki við því að búast. Bernardo hafði rænt, nauðgað, pyntað og myrt tvær ung- ar stúlkur og tekið upp á mynd- band aðfarirnar og árangurslausar beiðnir stúlknanna um miskunn. Í febrúar 1993 var Bernardo, sem þá bjó með konu sinni Körlu Homolka, handtekinn vegna kyn- ferðislegs ofbeldis gagnvart nítj- án konum. Nágrannar Bernardos voru slegnir vegna handtökunnar og ekki bætti úr skák að síðar kom í ljós að hann var sekur um alvarlegri glæp en nauðganir. Aðalvitnið gegn Bernardo var engin önnur en eiginkona hans, Karla, sem samdi um vægari dóm fyrir vikið. Fyrir tólf ára fangelsis- dóm, sem þótti vægur miðað við eðli glæpsins, samþykkti Karla að vitna gegn Bernardo, en frásögn hennar af hjónabandi þeirra, lík- amlegu ofbeldi og óeðlilegu kynlífi hefði allt eins getað verið fengin úr grófustu skáldsögu. Blátt áfram og blygðunarlaus Þá sjö daga sem Bernardo bar vitni sjálfur kom hann viðstödd- um í opna skjöldu. Hann var hvort tveggja í senn blátt áfram og blygð- unarlaus í viðleitni sinni til að víkja sér undan því að svara. Bernardo viðurkenndi að hafa rænt Leslie Mahaffy og Kristen French. Þær höfðu verið sérstak- lega valdar því þær voru ungar og aðlaðandi. Markmið Bernardos var að breyta þeim í kynlífsþræla. Bernardo viðurkenndi einnig að hafa farið með stúlkurnar á heim- ili þeirra hjóna þar sem hann mis- þyrmdi þeim kynferðislega og pyntaði þær, en hann þvertók fyrir að hafa orðið þeim að bana. Paul Bernardo hélt því fram full- um fetum að hann hefði verið í bíl- skúrnum þegar Leslie Mahaffy dó, og að Kirsten hefði með einhverj- um hætti tekist að hengja sig í raf- magnssnúru sem hún var bund- in með. Bernardo sagði einnig að hann og Karla hefðu setið við sama borð við glæpina. Tólf klukkustunda upptaka Það var ekki fyrr en mörgum mán- uðum eftir handtöku Pauls Bern- ardo sem lögreglan komst í feitt. Þá fann hún myndbönd sem hann hafði falið á heimili hjónanna. Upp- tökurnar sögðu aðra sögu en Bern- ardo og voru þess eðlis að einungis dómari, kviðdómendur og lögfræð- ingar fengu að berja þær augum. Upptökurnar sýndu Bernardo nauðga Kirsten French sem var bundin. Kirsten hafði verið rænt 16. apríl 1992 þegar hún var á leið heim úr skólanum og Bernardo hélt henni fanginni í nokkra daga áður en hann myrti hana. Hann neyddi hana ítrekað til að segja „ég elska þig“ í sömu andrá og hún veinaði vegna sársauka og ótta. Leslie Mahaffy hafði verið rænt úr eigin bakgarði árla morguns 15. júní 1991. Á upptökunum sést Paul Bernardo misþyrma henni kynferðislega með óhugnanleg- um hætti aðeins örfáum klukku- stundum áður en hann myrti hana. Samkvæmt saksóknaranum Ray Houlahan sýndi eitt myndskeiðið Mahaffy í bakgrunninum öskrandi og Paul horfandi brosandi beint í upptökuvélina. Þáttur Körlu Homolka Reyndar var það ekki svo að Paul Bernardo væri einn um að nauðga stúlkunum því Karla Homolka sést einnig nauðga Leslie á upptökun- um, en ólíkt Paul þá gaf hún ekki frá sér bofs meðan á nauðguninni stóð. Lík Leslie var sundurlimað, lík- amshlutarnir settir í steypuklumpa sem síðan var fleygt í Gibson-vatn sem ekki var fjarri. Lík Kirsten fannst hins vegar þar sem því hafði fleygt eins og hverju öðru rusli í skurð. Engan skyldi undra að það hafi verið foreldrum stúlknanna þung- bær raun að hlýða á hljóðrás upp- takanna við réttarhöldin, hugsan- lega einkum og sér í lagi móður Leslie Mahaffy. Þannig var mál með vexti að þegar Leslie var rænt í morgunsárið 15. júní, 1991, hafði Debbie móðir hennar læst hana úti með það fyrir augum að kenna henni lexíu. Það var eina ástæða þess að Leslie var úti við. Einnig kom fram við réttarhöld- in að Kirsten, sem þá hafði ver- ið nauðgað ítrekað, sagði við Paul Bernardo: „Ég skil ekki hvernig konan þín þolir við í návist þinni.“ Paul Bernardo uppskar hæðn- ishlátur í réttarsalnum þegar hann tjáði Houlahan að hann gæti ekki útskýrt verknaði sína og „yrði þeg- ar frá liði að leita faglegrar aðstoðar vegna þeirra.“ Leslie fannst á brúðkaupsdaginn Við réttarhöldin varpaði Karla ljósi á hvernig hjónabandi hennar og Pauls hafði verið háttað. Þau gift- ust í júní 1991, sama dag og lík- amshlutar Leslie fundust. Þá þegar voru þau djúpt sokkin í afbrigðilegt kynlíf í kjölfar morðsins á Leslie. En vendipunkturinn í sambandi þeirra var miklu fyrr, eða árið 1990, þegar Karla hjálpaði Paul að byrla Tammy, fimmtán ára systur Körlu, lyf og nauðga henni, með þeim af- leiðingum að hún drukknaði í eigin ælu á aðfangadag. Lögreglan gerði sér ekki grein fyrir því að glæpur hefði verið fram- inn og dauði hennar var sagður af slysförum. En Bernardo hafði að sjálfsögðu tekið ofbeldið upp á myndband og við réttarhöldin þurfti Karla að upplýsa um sinn þátt. Karla sagði að hún hefði vonast til þess að ein- ungis væri um að ræða stundar- hrifningu af hálfu Pauls í garð Tam- my sem mundi líða hjá. „Ég elskaði hann og ég vildi gera hann ham- ingjusaman,“ sagði Karla Homolka. Lífstíðarfangelsi og umdeilt frelsi Þann 1. september 1995 var Paul Bernardo dæmdur í tuttugu og fimm ára fangelsi og síðar var hann úrskurðaður „hættulegur glæpa- maður“ sem gerir að verkum að hann mun sennilega aldrei losna úr fangelsi. Karla Homolka losnaði aft- ur á móti úr fangelsi í júlí árið 2005. Almenningur fylltist réttlátri reiði vegna hins væga dóms sem hún fékk vegna samkomulags við ákæruvaldið, ekki síst í ljósi þess að hún hafði verið mun virkari við ódæðin en hún hafði látið í veðri vaka. Almenningi var vart runn- in reiðin þegar Körlu var sleppt úr fangelsi árið 2005 en hún þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði. Karla þurfti að upplýsa lögreglu um heimilisfang sitt, hvar hún ynni og með hverjum hún byggi, og til- kynna allar breytingar þar á án taf- ar. Karla þurfti einnig að tilkynna um nafnbreytingu ef einhver yrði og láta vita með 72 tíma fyrirvara hvort hún hygðist vera að heiman í 48 tíma samfleytt. Ýmis önnur skil- yrði voru sett sem vörðuðu sam- skipti við Paul Bernardo eða fólk undir sextán ára aldri, svo eitthvað sé nefnt. En „skólastúlknamorðinginn“ Paul Bernardo mun sennilega ekki líta sólina á ný sem frjáls maður. 42 sakamál umsjón: KoLBeinn ÞorsTeinsson kolbeinn@dv.is 20. ágúst 2010 miðvikudagur …Kirsten, sem þá hafði verið nauðgað ítrekað, sagði við Paul Bernardo: „Ég skil ekki hvernig kon- an þín þolir við í návist þinni.“ Paul Bernardo og Karla Homolka Á meðal fórnarlamba þeirra var yngri systir Körlu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.