Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 50
50 lífsstíll 20. ágúst 2010 föstudagur
Fimleikabolir Tátiljur Ballettskór Jazz- og dansskór
Háaleit isbraut 68 · Sími 568 4240
Flottar jazz- og ballettvörur
í miklu úrvali
leiðir
til aukins þroska7
Börn eru litlir svampar frá fæðingu. Þau upplifa heiminn með því að sjá, heyra, lykta, koma við hann og
smakka. Gæði upplifana hafa áhrif á þroska heilans. Á markaðnum er fjöldi alls kyns leikfanga, hljómdiska
og mynddiska sem eiga að auka þroska barna en samkvæmt bandarískum sérfræðingum eru einfaldar, end-
urteknar samræður milli þín og barnsins mikilvægastar.
1GönGutúrMargar mömmur fara í göngutúr til að róa og
svæfa og til að koma sér í form
eftir meðgöngu. Göngutúrar eru
einnig tilvalin tækifæri til að þróa
skynfæri barnsins. Stoppaðu hjá
fallegum blómum. Leyfðu barninu
að þefa og koma við blómið,
talaðu um litina og lýstu fyrir
barninu hvað þú upplifir.
2Hreini þvotturinnHrúga af þvotti er aðeins enn eitt verkefnið á listanum fyr-
ir þig en fyrir barnið er þvotturinn
ævintýri fyrir skynfærin. „Leyfðu
barninu að taka þátt í heimilisverk-
unum og ræddu um upplifunina.
Leyfðu barninu að finna hitann
í handklæðum sem koma beint
úr þurrkaranum, lykta af tandur-
hreinum náttfötunum sínum og
finna hvað kasmírpeysan þín er
mjúk,“ segir Jeff Johnson, stofn-
andi Explorations Early Learning
og höfundur bókarinnar Babies in
The Rain: Promoting Play, Explor-
ation, and Discovery with Infants
and Toddlers.
3MikilvæGir MorGnarÞað að klæða barnið og gefa því að borða á morgn-
anna, eða láta það klæða sig
sjálft, krefst þátttöku skynfær-
anna. Börnin þurfa að snerta,
smakka og lykta. Prófaðu að
bæta samræðum við þessa
daglegu reglu. Fáðu barn-
ið til að hlusta á brakið þeg-
ar það borðar morgunkornið
sitt, leyfa því að velja til dæmis
hvort það fær sér vatn eða mjólk
að drekka og fáðu það til að tala
um mismunandi efni í fötunum
og leyfðu því að velja sér liti til að
klæðast. „Með því að
ræða um það sem við erum að gera
lærir barnið best á eigin skynfæri
auk þess sem samræður auka mál-
þroska og bæta persónuleg tengsl,“
segir Johnson.
4Haltu sýninGu„Þú þarft ekki að halda daglegar söng-, dans-
og leiksýningar en það get-
ur skipt miklu fyrir barnið
ef þú leikur þér við það
með hljóðum og hreyf-
ingum,“ segir Joshua
Sparrow, sálfræði-
prófessor við Harvard
Medical School og
annar höfundur bókar-
innar Touchpoints-Birth
to Three. „Rödd þín vek-
ur miklu meiri athygli
barnsins en tónar sem
koma úr einhverju dóti
og leikur þinn fær barn-
ið til að herma eftir og
tjá sig. Auk þess sem
barnið getur ekki
svarað dótinu.
Hugsaðu
um þig sem besta mögulega leik-
fang barnsins – þú getur
verið fyndin, ró-
andi, dansað
hratt, sungið hátt, allt eftir því sem
andlit barnsins segir þér.“ 5taktu þér tíMaÞótt þú fylgir þessum leið-beiningum og öllum álíka
sem til eru verður barnið þitt lík-
legast ekki „ofurbarn“. Hvert barn
þroskast á eigin hraða. „Markmið-
ið er ekki að koma barninu á næsta
þroska stig,“ segir Sparrow en bæt-
ir við að ef ungbarn getur ekki fylgt
eftir með augunum um fjögurra
mánaða aldur eða sýnir ekki við-
brögð við rödd þinni eða hávaða
ættirðu að tala við barnalækni.
6takMarkaðu sjón-varpsGlápEf þú þarft á tíma fyrir
sjálfa/n þig að halda þarftu ekki
að hafa samviskubit yfir því að
kveikja á barnaefninu, samkvæmt
Harvard-geðlækninum Sparrow.
„Foreldrar verða að vita að það er
í lagi að hugsa stundum um sig.
En takmarkaðu sjónvarspstímann.
Leyfðu barninu að horfa í hálf-
tíma. Því lengur sem barnið glápir
á kassann því styttri tíma hefur það
til að læra á veröldina.“
7ekki GanGa of lanGtÞegar þú ert að kenna
barninu þínu á umhverfið
skaltu passa að ofreyna
það ekki. Johnson mæl-
ir með einföldum
leikjum og athöfn-
um. „Flest barna-
herbergi eru yfir-
full af hlutum og
litum sem örva
svo barnið á í erf-
iðleikum með að
einbeita sér.“