Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 54
Fýlupúkarnirsem fóru í verkfall 54 sport umsjón: sigurður mikael jónsson mikael@dv.is 20. ágúst 2010 föstudagur FRÍTT Í STRÆTÓ Á MENNINGARNÓTT Fleiri ferðir og aukin þjónusta. Nánari upplýsingar á strætó.is Reykjavíkurborg býður strætó.is Í ljósi nýlegra tíðinda þess efnis að bæði Charles N‘Zogbia, leikmaður Wigan athletic, og Hatem Ben Arfa, leikmaður frakklandsmeistara Mars- eille, hafi ákveðið að fara í verkfall til að þvinga fram félagsskipti ákvað dV að taka saman fræg dæmi um aðra fýlupúka sem talið hafa grasið grænna hinum megin við girðinguna og beitt þvingunum til að komast þangað. Pascal Chimbonda Var fenginn fyrir lítinn pening til Wigan árið 2005 og sló strax í gegn. aðeins hálfu ári síðar bauð Wigan honum nýjan fjögurra ára samning sem hann þáði vissulega með þökkum. Nokkrum mínútum eftir lokaleik liðsins á tímabilinu fór hann fram á að vera seldur frá félaginu. Það sauð á Paul Jewell, stjóra liðsins, sem var reiðubú- inn að láta Chimbonda rotna í varaliðinu út samningstímann. tottenham bauð þó að lokum 4,5 milljónir punda í frakkann sem varð að ósk sinni og fékk að fara. Darren Bent Það var alltaf vitað að Bent yrði seldur frá tottenham í fyrra eftir að liðið hafði greitt morð fjár fyrir hann og fengið lítið frá honum í staðinn. Harry redknapp sagði eigin- konu sína geta gert betur en Bent fyrir framan markið. Bent ákvað þó að hjálpa stjórnendum liðsins með söluna og ákvað að fara á twitter: „Hættu þessu kjaftæði Levy. Vil ég fara til Hull? NEI. Vil ég fara til stoke? NEI. Vil ég fara til sunderland? JÁ!“ Bent varð að ósk sinni og blómstraði. Robinho Brasilíumaðurinn varð hundfúll þegar það spurðist út að real Madrid ætlaði sér að nota hann sem skiptimynt upp í Cristiano ronaldo fyrir tveimur árum. Hann hélt sinn eigin blaða- mannafund á meðan real lék upphafsleik tímabilsins 2008/2009 þar sem hann sagðist bara vilja fara til Chelsea. Þegar Chelsea birti ótímabæra mynd af robinho með Chelsea-treyju reiddust yfirmenn real og ákváðu að selja hann á síðustu stundu til Manchester City. Þar vill robinho heldur ekki vera. Joleon Lescott Breyttist úr meðal mnni neðri deildar í landsliðs- mann hjá Englandi á tíma sínum hjá Everton. Orðspor hans jókst og milljarðalið Manchester City vildi fá hann. david Moyes hafði engan áhuga á að selja hann og sagði Lescott ekki vera að fara eitt eða neitt. Lescott var ekki alveg sammála. Eft- ir að Everton hafnaði tilboði City fór Lescott á fjóra fundi með Moyes þar sem hann krafðist þess að fá að fara. Loks gerði hann óskir sínar opinberar. Hann fékk á sig sex mörk í lokaleiknum sínum og var seldur til City á 24 milljónir punda í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.