Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 6
Hagnaðarvon Björgólfs Thors Björ- gólfssonar fjárfestis í skuldauppgjör- inu við kröfuhafa sína gæti numið allt frá tugum milljarða króna og upp í meira en 100 milljarða króna. Hversu mikið Björgólfur Thor mun standa uppi með eftir skuldauppgjörið velt- ur á því hversu mikið fæst fyrir sam- heitalyfjafyrirtæki Björgólfs, Actavis, sem verður selt innan nokkurra ára. Stöð 2 greindi fyrst fjölmiðla frá eðli skuldauppgjörsins í fréttum sínum á miðvikudaginn og ríma heimildir DV við þá frétt í flestum aðalatriðum. Í uppgjörinu felst að lánar- drottnar Björgólfs, Deutshche Bank, Landsbankinn, suðurafríski Stand- ard-bankinn og fleiri aðilar, fá sam- tals um 5 milljarða evra, meira en 750 milljarða króna á núvirði, af sölu- verði Actavis. Deutshce Bank fær 3,5 milljarða í sinn hlut og innlendir og erlendir kröfuhafar, meðal annars Landsbankinn, skipta með sér 1,5 milljörðum evra. Ef söluverð Acta- vis verður hærra en þessir 5 millj- arðar evra munu Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn Actavis fá 30 pró- senta hluta af söluandvirðinu þegar búið er að taka þessa 5 milljarða evra frá sem ákveðið er að fari til áður- nefndra kröfuhafa hans. Tökum dæmi. Ef Actavis verður selt fyrir meira en 5 milljarða evra, til dæmis fyrir 7 milljarða, munu Björ- gólfur Thor og lykilstarfsmenn Acta- vis fá 30 prósent af 2 milljörðum evra, eða um 600 milljónir evra, rúmlega 90 milljarða króna. Björgólfur Thor fær 80 prósent af þessari upphæð sem gera 480 milljónir evra, eða um 74 milljarða króna. Ef Actavis verð- ur selt á 9 milljarða evra verður hlut- deild Björgólfs nærri 150 milljarðar króna. Fjögurra milljarða evra boði hafnað Samkvæmt skuldauppgjöri Björ- gólfs getur framtíð hans sem alþjóð- legs fjárfestis hugsanlega byggst á því hversu mikið fæst fyrir Actavis þegar félagið verður selt. Líklegt er því og eðlilegt að Björgólfur Thor og lykil- starfsmenn Actavis muni róa að því öllum árum að hámarka verðmæti Actavis á næstu árum. Þeim mun meira sem fæst fyrir Actavis, þeim mun meira munu Björgólfur Thor og lykilstarfsmenn Actavis fá fyrir sinn snúð. Heimildir DV herma að fyr- ir nokkrum mánuðum hafi borist 4 milljarða evra, rúmlega 600 millj- arða króna, tilboð í Actavis, en að því hafi verið hafnað. „Það skiptir hann miklu máli hvað fæst fyrir Actavis því hann getur fengið hlut af því sem fæst fyrir félagið ef það selst á góðu verði. Fyrir nokkrum mánuðum kom fjög- urra milljarða króna tilboð í Acta vis sem var hafnað. Það eru menn þarna inni sem telja að hægt sé að fá meira fyrir félagið, hugsanlega sex millj- arða evra,“ segir heimildarmaður DV en jafnvel þó að „einungis“ myndu fást sex milljarðar evra fyrir félag- ið myndi Björgólfur fá 240 milljónir evra, eða sem nemur 37 milljörðum króna, í vasann. Þeir greiningaraðilar sem DV hef- ur talað við segja hins vegar að afar erfitt sé að segja til um það á þessari stundu hversu mikið fáist fyrir Act- avis þar sem ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um stöðu þess þar sem það sé ekki lengur á markaði. Ljóst er þó að forráðamenn félagsins ætla sér að reyna að fá meira en 5 milljarða fyrir félagið. Geta lögsótt Björgólf Heimildir DV herma jafnframt að í uppgjörinu felist ekki að skilanefnd Landsbankans hafi afsalað sér rétt- inum til að fara í mál við Björgólf Thor ef sannanir finnast fyrir því í gögnum Landsbankans að fara þurfi í skaðabótamál við Björgólf eða sækja að honum á einhverjum öðrum forsendum. „Ef það finnst einhver drulla þarna inni verður að sjálfsögðu farið í mál við hann,“ segir heimildarmaður DV. Í skuldauppgjörinu var einnig samið um að persónulegar ábyrgð- ir Björgólfs Thors við Landsbank- ann upp á nærri 30 milljarða verði felldar niður. Ljóst er hins vegar að Landsbankinn mun fá þessa upp- hæð að mestu leyti í formi þess hluta af söluverðmæti Actavis sem rennur til bankans samkvæmt skuldaupp- gjörinu. Heimildir DV herma að bankinn hafi metið það sem svo að hann fengi meiri fjármuni ef hann tæki þátt í skuldauppgjörinu með Björgólfi og öðrum kröfuhöfum hans frekar en að sækja að Björgólfi vegna persónu- legu ábyrgðanna. Bankinn mat það því sem svo að hagsmunum kröfu- hafanna væri best borgið með því að taka þátt í uppgjöri Björgólfs. „Þetta var langbesta leiðin fyrir bankann. Í staðinn fyrir að fá 3 til 5 prósent af því sem Björgólfur skuldar bankan- um mun bankinn fá tugi milljarða króna frá honum. Þetta veltur allt á því hvað er best fyrir kröfuhafana. Þrátt fyrir að einhverjar ábyrgðir séu felldar núna verða endurheimtur bankans betri fyrir vikið,“ segir heim- ildarmaður DV. Björgólfur opnaði sjóðina Annað sem felst í skuldauppgjöri Björgólfs Thors er að hann opn- ar sameignarsjóði í skattaskjólum í Ermarsundi fyrir kröfuhöfum sínum og greiðir þeim úr sjóðunum, líkt og DV hefur fjallað um. Strangt til tekið hefði Björgólfur Thor getað neitað því að opna þessa sjóði þar sem eitt af hlutverkum þeirra er að verja fjár- festa fyrir lánardrottnum í slíkum til- fellum. Björgólfur lét þessa sjóði hins vegar eftir. „Kröfuhafarnir fá verð- mæti hjá Björgólfi Thor persónulega sem þeim var sagt að þeir kæmust ekki í. Þetta eru fjármunir sem hann geymir í svokölluðum „trusts“ [sam- eignarsjóðum, innskot blaðamanns] sem hann er búinn að setja upp. Það er mjög erfitt að komast í þessa sjóði. Björgólfur hefur sagt að hann hafi tæmt þessa sjóði til kröfuhafanna og haldi engu eftir af því sem í þeim er,“ segir heimildarmaður DV. Ljóst er því að Björgólfur hefur líka gefið eitthvað eftir í samninga- viðræðunum um skuldauppgjörið og lagt fram eignir sem hann hefði ekki nauðsynlega þurft. Hvað sem því líður er margt sem bendir til þess að Björgólfur Thor verði aftur ríkasti Íslendingurinn eftir söluna á Actavis og við lok skuldauppgjörsins. Flóttalegur runólFur n Athygli hefur vakið hversu lítið hef- ur verið rætt um þátt Runólfs Ágústs- sonar fjárfestis í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um starf- semi mennntafyr- irtækisins Keilis í Reykjanesbæ. Run- ólfur stýrði Keili frá 2007 og þar til eftir hrun og stökk svo frá borði hins sökkvandi skips um vorið 2009. Gagnrýni á Keili ætti því fyrst og fremst að beinast að Runólfi en ekki arftaka hans, Hjálmari Árna- syni. Runólfur hefur reyndar verið þekktur fyrir að koma öllu í kaldakol í kringum sig og yfirgefa svo sökkvandi skip. Þannig yfirgaf hann Bifröst skuldum vafinn, lempaði stórskuld- ugu eignarhaldsfélagi yfir á fyrrver- andi nemanda sinn á Bifröst og hætti svo hjá Keili á besta tíma. Dæmin eru því orðin nokkur. Ágúst og BiFrastar- skuldirnar n Rætt hefur verið um það upp á síðkastið að Ágúst Einarsson, fyrr- verandi rektor Bifrastar, sé ekki heppilegur í starf stjórnarformanns- ins Framtaks- sjóðs Íslands þar sem rekstrarstaða Bifrastar sé ekki góð. Líkt og í tilfelli Keilis gleymist að skuldastaða Bifrastar hefur lítið með Ágúst Einars- son að gera. Ágúst tók við rektors- stöðu Bifrastar af Runólfi Ágústssyni, sem réð sig til Keilis, og var fjárhags- staða skólans langt í frá góð þegar hann tókn við. Syndir Runólfs eru því ekki líka syndir Ágústs og þarf að átta sig á því að hann tók ekki við burðugu búi frá fyrirrennara sínum í rektors- stöðunni. útrÁsarrektorinn n Ein af ástæðunum fyrir því af hverju Runólfur Ágústsson yfirgaf Bifröst á sínum tíma mun hafa verið sú að hann vildi ganga enn lengra með viðskiptamódelið Bifröst og fara í útrás með skólann. Runólfur mun hafa brugðið sér Litháen og fleiri landa með það fyrir augum að skoða skólabygg- ingar sem hann íhugaði að kaupa undir útibú Bifrast- ar. Þar ætlaði Runólfur að bjóða upp á háskólanám gegn skólagjöldum, líkt og gert hefur verið á Bifröst, og mun það hafa verið liður í hugmyndum Runólfs um útrás skólans að hann yrði gerður að hlutafélagi. Yfir þess- um alþjóðlega skóla ætlaði Runólfur að drottna og verða eins konar „global rector“. Þessar hugmyndir féllu ekkert sérstaklega vel í kramið hjá öllum á Bifröst. sandkorn 6 fréttir 3. september 2010 föstudagur Starf blaðamanns DV og DV.is er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku, eiga auðvelt með samskipti, vera hugmyndaríkir, vinnusamir, metnaðargjarnir og heiðarlegir. Reynsla af blaðamennsku er æskileg, en ekki skil- yrði. Góð tök á ensku eru nauðsynleg og kunnátta í norrænum tungumálum er talin til tekna. Tekið er tillit til menntunar, sem nýst getur í starfinu. Áhugasamir sendi umsóknir á atvinna@dv.is og rt@dv.is Viltu vinna sem blaðamaður? frjálst, óháð dagblað Landsbankinn hefur ekki afsalað sér réttinum til að fara í mál við Björgólf Thor Björg- ólfsson telji starfsmenn bankans sig hafa fundið sannanir um mögulegt skaðabóta- skylt athæfi. Skuldauppgjör Björgólfs felur það í sér að hann getur auðgast verulega á sölunni á Actavis og staðið uppi sem ríkasti maður Íslands. inGi F. vilHjÁlmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ef það finnst ein-hver drulla þarna inni verður að sjálfsögðu farið í mál við hann. BJÖRGÓLFUR AFTUR RÍKASTUR á ÍSLAndi verður einn ríkasti maður landsins Björ- gólfurThorBjörgólfsson verðuraðöllumlíkindum áframeinnafríkustu mönnumlandsinsíkjölfar skuldauppgjörsinsvið kröfuhafasína.Uppgjörið tryggirhonumhlutdeild ísöluandvirðiActavisef meiraen5milljarðarevra fástfyrirfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.