Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 52
52 tækni umsjón: aðalsteinn kjartansson adalsteinn@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur
í skólanum?
Hvaða verkfæri notarðu
Netbook-tölvur, eða smátölvur, eru ódýrar, litlar, léttar og
munu að öllum líkindum lifa daginn af án þess að þurfi að setja þær í samband. Þessar litlu
tölvur duga í flest sem þú þarft að glíma við yfir daginn. Tölvurnar eru ekki jafnöflugar og
venjulegar fartölvur en fyrir skólann er það ekkert stórmál, þær duga í að skrifa glósur eða
hanga á YouTube. Netbook-tölvur fást fyrir fjörutíu og fimm þúsund krónur og upp úr. Engin
netbook-tölva ætti að kosta meira en hundrað þúsund krónur.
Diktafónn getur nýst vel í skólanum ef þú ert orðinn leiður á
því að skrifa upp eftir kennaranum. Í löngum fyrirlestrum getur líka verið þægilegra
að sitja og hlusta og taka þátt í umræðum frekar en að vera með augun á tölvu-
skjánum eða stílabókinni til að glósa.
Google Docs getur sparað þér
mörg þúsund krónur og mikið pláss á tölvunni þinni.
Dugar vel í skólann og býður upp á flestalla möguleika
sem venjuleg ritvinnslu- og reikniforrit hafa. Gögnin
sem þú býrð til í Google Docs getur þú nálgast hvar
sem er í gegnum netið. Gögnunum er svo hægt að
hlaða niður í tölvu og geyma ef menn kjósa.
Minnislykill getur verið
þægilegur ef þú þarft að flytja einstaka skjöl á
milli tölva. Lítið
pláss er á lyklinum
og hann því ekki
hentugur til að
geyma öll skóla-
gögnin. Hann getur
hins vegar verið
mesta þarfaþing
þegar kemur að
því að flytja gögn
sem þú þarft að láta
einhvern fá eða setja
á ónettengda tölvu.
Snara.is
er safn af orðabókum
á netinu. Með Snöru
geturðu fundið öll
þau orð sem þú þarft
að leita að á augna-
bliki í stað þess að
bera með þér þungar
og stórar orðabækur
og leita í þeim.
Fjölnota prentari er
nauðsynlegur nema þú ætlir alltaf að hlaupa út
á bókasafn til að taka ljósrit. Þú lendir alltaf í því
að þurfa að prenta út og taka afrit af einhverjum
gögnum. Þægilegast er auðvitað að gera það heima
hjá sér þegar manni hentar. Fjölnota prentarar
Utanáliggjandi harður
diskur getur komið sér vel (sérstaklega ef þú
átt netbook-tölvu) til að geyma skólagögnin á öruggum
stað. Þú getur afritað gögn úr tölvunni þinni yfir á drifið
og verið nokkuð öruggur um að eiga að minnsta kosti eitt
aukaeintak af ritgerðunum þínum ef ske kynni að tölvan
færi að hrynja.
E-lesari, eða lestölva, getur kom-
ið sér vel. Margar af þeim bókum sem þú þarft að
nota fyrir skólann er hægt að fá ódýrari ef þú kaupir
þær af netinu. Þú getur líka sett allt aukalesefni og
leshefti frá kennaranum inn á lestölvuna og kemst
þannig hjá því að burðast með óþarfan pappír.
Þráðlaus heyrnartól
geta komið sér vel þegar þú ert að læra. Engar snúrur
sem trufla þig eða flækjast í bókunum. Svo geturðu
líka spilað óheftur á lúftgítar þegar engar snúrur eru
fyrir hendi.
stílabók og blýantur eru klassísk verkfæri námsmanna. tæknin býður þó
upp á miklu þægilegri og skil-
virkari verkfæri til að ná sem lengst í skólanum. Það er samt algjör óþarfi
að eyða hundruðum þúsunda í
alls kyns dót ef aðeins er sóst eftir nokkrum græjum. dV hefur tekið sama
n lista yfir nokkrar slíkar sem
geta hjálpað þér við námið.