Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 62
„Anima hefur gert nýnemamyndband á hverju ári en þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum lag líka,“ segir Pálmar Ragn- arsson, formaður Animu, nemendafélags sálfræðinema við Háskóla Íslands, en ný- nemamyndbandið fór eins og eldur í sinu um netið á fimmtudaginn. Pálmar og hin- ir strákarnir í stjórninni, Erik og Stefán, rappa í laginu og fengu Þóru Björgu Sig- urðardóttur, samnemanda sinn, til að syngja. Þóra segist ekki hafa sungið mik- ið en að það sé draumur hennar í fram- tíðinni. „Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar þeir höfðu samband. Þetta var bara skemmtilegt og við höfum fengið ótrú- lega mikla athygli,“ segir Þóra Björg sem er hæfileikarík söngkona og komst meðal annars í topp 20-hópinn í Idol – stjörnu- leit. Pálmar segir myndbandið leið nem- endafélagsins til að kynna sig og starf- semi sína fyrir nýnemum. „Við vorum að kynna félagslífið fyrir krökkunum. Það er mjög góður mórall í sálfræði og aðsóknin hefur verið mjög góð og það er aldrei að vita nema aðsóknin verði enn meiri eftir þetta,“ segir hann hlæjandi og bætir við að sálfræðinemar séu duglegir í djamminu. „Það er mjög mikið um djamm hjá okk- ur og í vetur ætlum við að vera með eitthvað að gerast um hverja helgi. Svo er bara lært á virkum dögum.“ Hægt er að skoða lagið á YouTube undir textanum Velkomin í sál- fræði. 62 fólkið 3. september 2010 föstudagur Þóra Sigurðardóttir: Kærastaleit Kristrúnar Nú þurfa myndarmenni Reykja- víkurborgar heldur betur að fara hafa sig til því fyrirsætan barm- góða Kristrún Ösp Barkardóttir er orðin leið á því að vera ein. „Þarf að fara að finna mér kærasta fyrir vet- urinn, er það ekki eina vitið?“ spyr hún á Facebook-síðu sinni. Krist- rún fluttist til Reykjavíkur í sumar til þess að hefja nám í vetur. Stóð- hestar höfuðborgarsvæðisins hafa smá tíma til að gera sig og græja því Kristrún ætlar að skella sér í létta sólarlandaferð til Portúgal með góðum vinum áður en skól- inn hefst. Hver verður sá heppni? Landsliðskappinn Aron Einar Gunn- arsson er mikill Þórsari og hefur eðlilega miklar taugar til heimahag- anna. KA og Þór áttust við í Akureyr- arslagnum á fimmtudaginn og komst Aron ekki þótt hann væri á landinu enda upptekinn með landsliðinu. Hann var þó vel tengdur og fékk allt það helsta um leið og það gerðist í símann, auk þess sem hann fylgdist með beinni netútsendingu frá leikn- um. Aron var mjög stressaður meðan á leiknum stóð enda hatar hann fátt meira en KA, alveg eins og sönnum Þórsara sæmir. Spenntur ÞórSari Úr Sálfræði í rappið Myndband neMendafélags sálfræðineMa HÍ vekur atHygli á vefnuM: Upprennandi söngkona Þóra komst á sínum tíma í topp 20 í Idol – stjörnuleit. Rapparar Strákarnir ákváðu að gera eitthvað sérstakt til að veka áhuga nýnema á félagslífinu sem þeir segja afar líflegt. Ég byrjaði að skrifa þessa bók nokkrum dögum eftir að strákurinn minn fædd-ist en þegar hann kom í heiminn komst ég að því að ég vissi ekki neitt um for- eldrahlutverkið,“ segir Þóra Sigurðardóttir sem hefur skrifað Foreldrahandbókina sem mun koma í verslanir í byrjun október en það er Salka sem gefur bókina út. Þegar Þóra varð mamma, fyrir rúmum tveimur árum þegar Baldvin Snær kom í heiminn, fékk hún ráð úr öllum áttum auk þess sem hún keypti sér bækur um brjóstagjöf, svefnráðgjöf og annað sem viðkemur nýfæddum börnum. „Ég hélt alltaf að ég væri náttúrutalent en komst fljótt að því að svo var ekki. Eftir að hafa spurt, lesið og gúglað mér til óbóta fór ég að punkta niður og þannig verður þessi bók til. Ég hafði samband við fjölmarga sérfræðinga sem skrifa pistla í bókina sem auðvelda okkur, ný- bökuðum foreldrum, lífið. Auk pistlanna er líka að finna reynslusögur, kvót og skemmtilega töl- fræði,“ segir Þóra og bætir við að megininntak bókarinnar sé á hversu ólíkan hátt við upplifum þetta stóra og mikla hlutverk sem foreldrahlut- verkið er. „Ég lagði 150 spurningar fyrir hóp af foreldrum og fékk ótrúleg og mjög svo hreinskil- in svör. Ég hló mig oft máttlausa. Það sem einum finnst mikið mál er minnsta mál fyrir annan og sumir eru með þetta upp á tíu en aðrir ekki.“ Þóra og eiginmaður hennar, Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður, eignuðust litla dóttur fyrir sex vikum sem heitir því fallega nafni Móey Mjöll. Þóra viðurkennir að það hafi orðið auðveldara að eignast barn númer tvö enda búin að lifa og hrærast í þessum fræðum síðan son- urinn fæddist. „Samt er ég alltaf að fletta upp í bókina og sérstaklega í köflum sérfræðinganna enda ómetanleg viska sem þar er að finna. Ég var algjör taugahrúga þegar Baldvin fæddist en núna tekst mér að slappa meira af og njóta þess,“ segir Þóra sem hefur þó nóg að gera vegna út- komu bókarinnar. Þóra segir svona bók hafa vantað á markað- inn. „Ég fann hana allavega ekki og ákvað þess vegna að skrifa hana. Það stuðaði mig líka að í öllum þeim bókum sem til voru um brjóstagjöf eða svefnráðgjöf var oftast gert lítið úr vanda- málunum, eins og þetta væri svo lítið mál. Með bókinni vil ég auðvelda aðgengi að úrræðunum, benda á hvert skal leita og hvenær,“ segir Þóra og bætir við að bókin sé ekkert endilega fyrir nýbak- að foreldra. „Þarna er endalaus fróðleikur enda er ég búin að vera dugleg að grúska.“ indiana@dv.is Þóra Sigurðardóttir hélt að hún væri náttúrutalent þegar hún eignaðist fyrra barnið sitt en komst að því að svo var ekki. Þóra hefur gefið út foreldrahandbók. Vissi ekkert um Foreldrahandbókin Um leið og lítið barn fæðist verður til foreldri Þóra Sigurðardóttir foreldrahlutverkið Foreldrahandbókin Þóra fékk hugmyndina að bókinni eftir að sonur hennar, Baldvin Snær, kom í heiminn. Fallegar mæðgur Þóra eignaðist dótturina Móeyju Mjöll fyrir sex vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.