Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 48
49 útlit umsjón: INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR ingibjorg@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur Una Hlín Kristjánsdóttir var í áhuga-verðu starfi á góðum launum þeg-ar hún ákvað að freista gæfunnar og stofna eigið fyrirtæki. Hún sagði upp störfum og stofnaði merkið Royal Extreme. „Ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði bara að vinna við eitthvað sem ég hefði gaman af. Ég var í skemmtilegu starfi hjá Anderson & Lauth en ég vildi gera meira. Þannig að ég lét slag standa og stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Ég hef þá trú að maður eigi að rækta hæfileika sína. Ef maður geri það þá muni maður ná árangri. En ég vissi það líka að ég myndi alltaf redda mér. Ef ekki gæti ég farið að þrífa heima hjá fólki meðan ég gæti ekki náð endum saman, en sem betur fer hefur ekki komið til þess.“ Á TíSKuvIKuNA í New YoRK Una Hlín kynnti sitt eigið merki og sló í gegn á RFF skömmu síðar. Síðan hefur leiðin leg- ið beina leið upp á við. Flestir fjölmiðlar hér á landi fjölluðu um hönnun hennar sem og fjöl- margir erlendir fjölmiðlar. Í kjölfarið hafði Ingi- björg Gréta Gísladóttir hjá Hugmyndahúsi há- skólanna samband við Unu því hún vildi koma henni inn í tískuvikuna í New York. Ingibjörg Gréta rekur fyrirtæki sem kallast Designers Market og er mjög umhugað að koma íslensk- um hönnuðum áfram. Hún sótti um og viti menn: Una var ein af fimm skandinavískum hönnuðum sem komust inn. Ekki nóg með það heldur er hún einnig styrkt af banda- rísku fyrirtæki til þess að fara út og halda sýninguna, en hún verður bæði með catwalk-sýningu og sölusýningu. „Þetta er alveg æðislegt,“ sagði Una. „Það var alltaf markmið að komast inn í New York Fashion Week en þetta gerist svo hratt. Ég átti ekki von á því. Ég hélt að það myndi taka mig mörg ár að kom- ast þangað. En ég er ofsalega glöð og þakklát. En ég fékk rosalega góða um- fjöllun eftir RFF. Ég þakka RFF þessa velgengni. Hópurinn sem stóð að baki Reykjavík Fashion Festival gerði frábæra hluti, það hjálpaði mér mikið og þau eiga hrós skilið. Ég ætla pottþétt að vera með aftur næst og ekki nóg með það, heldur ætla ég að hjálpa til eins og ég get við framkvæmdina,“ segir Una. SeluR flíK- uRNAR um Öll BANDARíKIN Þessa dagana er hún á fullu við að undirbúa sýninguna úti í New York. Fatnaður Unu er tjáningarríkur og fötin tala sínu máli. „Ann- ars ætla litli bróðir minn Guðlaugur Halldór Einars- son og Hrafnkell Flóki Ein- arsson, félagi hans í Captain Fufano, að gera flotta tónlist fyrir mig. Svo er ég bara að velja módel, ég er að vinna með ákveðið lúkk, norður- og austurevrópskt lúkk. Ég verð með 85 flíkur þannig að þetta er stærra fatasafn held- ur en ég var með á RFF og ég kem oftar fram með fötin mín.“ Una Hlín segir að þar sem um sumarlínu sé að ræða sé hún léttari en sú síðasta þó að hún sé að sjálfsögðu í anda Royal Ex- treme. „Rauði Royal-liturinn er alltaf vörumerki og merk- isberi fyrir Royal Extreme. Hann er enn áberandi sem og flétturnar. Ég hef líka unnið mikið með perlur og print. Þessi lína er mjög tignarleg, þar má finn- an þennan rauða Royal- lit, gulan með ryðleit- um lime-lit, túrkisbláan og fallega gráan. Línan er kvenleg. Í hönnun- inni minni reyni ég að halda í form líkamans og vinna með klass- ísk snið sem gera eitthvað fyrir kvenlík- amann. Síðan vinn ég mikið með skemmti- leg smáatriði. Ég var með mikið af þungum og tjáningarríkum flíkum Fjölmargir hönnuðir flykkjast til New York á næstu vikum því nú styttist óðum í tískuvikuna. Nú ætlar íslensk stelpa að slást í hópinn. una Hlín Kristjánsdóttir heitir hún og fer út með Royal Extreme. Una er óhrædd við að hugsa stórt og stefnir á að opna Royal Extreme-veldi. Hún er þegar farin að hanna skó og ilmvatn og er búin að koma fatnaði sínum í sölu um öll Bandaríkin. Hún segir frá þessu og skósöfnuninni sem hún stendur fyrir vegna fátæku barnanna á Indlandi. „Ég er ofvirkur andskoti“ Ég ætla að búa til royal Extreme-veldi. Það er minn draumur. Á leið til NY una Hlín tekur þátt í tískuvikunni í new York og er komin með fötin í sölu í Banda- ríkjunum. mYND RÓBeRT ReYNISSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.