Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 3. september 2010 föstudagur Ætlaði ekki að særa neinn Móttökudaman kemur inn til blaðamanns: „Kristján Jó-hannsson er kom- inn.“ Blaðamaður þakkar fyrir en það þurfti ekkert að láta hann vita. Það fer ekkert á milli mála að Kristján Jó- hannsson er mættur og á undan áætl- un. Einföld kveðja hans er öflugri en söngrödd hins almenna manns og berst kveðjan um allt hús, ekki ólíkt því þegar hann stendur á sviði fyrir fram- an fjölda manns. Það eru kaflaskil í lífi Kristjáns Jóhannssonar. Hann hef- ur skilið við glamúrinn og frægðina á Ítalíu í bili og býr nú heima á Íslandi. Ekki samt fyrir norðan á Akureyri þar sem hann ólst upp í stórum systkina- hópi. „Ég er næstyngstur sjö systkina, öll eru þau enn þá þokkalega spræk en einn bróðir minn er fallinn frá,“ seg- ir Kristján um uppvöxtinn á Akureyri. „Móður mína missti ég í fyrra en föður minn fyrir þrjátíu árum. Ég naut venju- legs íslensks uppeldis nema að því undanskildu að ég ólst mikið upp við tónlist. Það var mikið sungið og spilað heima og hlustað á tónlist. Pabbi var mjög góður og ástsæll söngvari, þekkt- ur fyrir fallega túlkun á klassískum, ís- lenskum lögum. Ég fylgdi honum al- veg frá því ég man eftir mér og ég er afskaplega þakklátur fyrir það.“ Ætlaði aldrei að græða á söng Vegna föður síns byrjaði Kristján ung- ur að syngja og kom fyrst fram opin- berlega aðeins átta ára gamall. „Það var til siðs á jólunum á Akureyri al- veg frá því ég man eftir mér að sung- in voru jólalög á svölum eins hússins niðri í miðbæ og þar var pabbi oft að syngja, klæddur í jólasveinabúning. Eitt árið þegar ég var átta ára gamall tók hann mig með sér á svalirnar og þá var ég líka klæddur í jólasveinabúning. Ég man að hann sagði fólkinu að ég væri smár en helvíti knár. Þegar hann var búinn að kynna mig svo svakalega var komið að mér að syngja. Ég var al- veg skíthræddur en söng þarna Heims um ból undir harmonikkuspili og gekk vel,“ segir Kristján og hlær dátt. Söngurinn átti hug Kristjáns allan en það stóð aldrei til að leggja hann fyrir sig sem atvinnugrein. „Alveg nán- ast til dagsins í dag er erfitt að lifa af list eða tónlist í landinu. Pabbi, systur mínar og auðvitað Jóki bróðir sungu, þannig að fyrst og fremst gerði ég þetta af ánægju og ástríðu. Það var ekki fyrr en Sigurður Demetz, tónlistarfröm- uður mikill, kom norður og gerbreytti mér og mínum hugsunarhætti að hlutirnir fóru að rúlla,“ segir Krist ján sem lýsir sér ekki sem undrabarni. „Ég myndi ekki segja að ég hafi ver- ið undrabarn en ég hafði umfram aðra góða rödd. Ég var frakkur og aldrei mjög hræddur og mér þótti gaman að fá að gjósa. Flestir sem þekkja mig trúa því kannski ekki en ég var allt að því til baka þegar ég var barn. Það var kannski í einhverri sjálfsvörn að mað- ur gerði prakkarastrik og var óþekkur en alla jafna var ég feiminn og allt að því einfari,“ segir hann. Þjálfaður af Hemma Gunn Eins og Akureyringum sæmir var Kristján á kafi í íþróttum sem ung- ur maður og helst í knattspyrnu. Eins og flestir vita eru tvö lið fyrir norðan, KA og Þór, og ekki hlýtt á milli þeirra. Blaðamaður rak augun í Kristján á leik FH og KA fyrr í sumar og ætlaði að slá um sig með því að þykjast vita að hann væri KA-maður. „Nei, ég er Þórsari,“ svarar Kristján um hæl. „Þar sem ég ólst upp á Suðurbrekkunni á Akureyri voru samt engir Þórsarar, þeir voru all- ir úti í Þorpi og eitthvað á Eyrinni. Ég veit ekki hvort það var rauði liturinn eða hvað sem heillaði mig en ég var allavega á röngum stað,“ segir Kristján og brosir. Aðspurður hvort hann hafi eitt- hvað getað svarar Kristján: „Það sagði nú við mig góður frændi minn að nafni Víkingur Björnsson: „Þú getur orðið mjög góður knattspyrnumaður.“ Þessu gleymi ég ekki því þetta sló mig,“ segir Kristján. Hann var þó ekki sá fallegasti á velli eins og hann viðurkennir sjálf- ur. „Ég var nú svolítill fantur og frek- ar grófur. Ég spilaði þó fjölmarga leiki alveg upp í annan flokkinn og gerð- ist svo frægur að Hermann Gunnars- son þjálfaði mig. Hann var náttúru- lega flottastur þá en ég veit nú ekki enn hvaða afstöðu hann hafði til spila- mennsku minnar,“ segir Kristján og skellir upp úr. „Ég fylgist enn með íþróttum í dag og gerði alla tíð þegar ég bjó á Ítalíu. Ég er það sem kallað er „Juventino“, sá sem heldur með Juventus. Synir mín- ir halda svo með Inter Milan og hinn með AC Milan þannig að það liggur nú stundum við slagsmálum. Báðir voru þeir í knattspyrnu alveg fram á síðustu ár.“ Líður vel á sviði Rétt ríflega tvítugur fór Kristján út til Ítalíu fyrir tilstilli tónlistargoðsagnar- innar Sigurðar Demetz sem hafði tek- ið við honum. „Það var Demetz sem ákvað að óperusöngur yrði mitt fag. Ég skyldi syngja Verdi og ekkert múð- ur um það meir,“ segir Kristján bros- andi og áfangastaðinn var Demetz líka með á hreinu. „Við vorum bún- ir að hugsa um Vín, Þýskaland og jafnvel Stokkhólm. En á endanum sagði Demetz bara að ég ætti að fara til Ítalíu, þar ætti ég heima. Og hann klikkaði ekki,“ segir Kristján og held- ur áfram: „Mér gekk best á Ítalíu og þar sló ég fyrst í gegn. Sennilega vegna þess að skapferði mitt og raddstyrkur hentaði þar vel. Ég er „performer“ og mér líður vel á sviði. Ítalirnir vilja listamann sem þeir geta dáðst að með augunum en helst eyrunum. Þeir vilja láta sér líða vel og vilja finna að listamaðurinn sé þarna fyrir þá, hjarta til hjarta. Þannig hefur mér alltaf liðið, að mín siðferð- islega skylda væri að láta áhorfendum líða vel. Listamaðurinn má alls ekki vera hræddur, Ítalinn vill öryggi og það gat ég veitt honum.“ Var á endanum útlendingur Þrátt fyrir að vera vagga tónlistarinn- ar með aldalanga listahefð tók Ítalía aðkomumanninum vel segir Kristján. Sigurður Demetz fann fyrir hann kenn- ara sem kunni ensku og hóf Kristján að læra óperusöng fyrir alvöru. En þegar kreppan skall á var auðvelt fyrir Ítalana að ákveða hver færi fyrstur. „Mér leið vel þarna frá fyrsta degi. Ég varð aldrei var við neitt nema ég væri mjög vel- kominn. Núna verð ég aftur á móti var við það í kreppu að manni er ýtt aðeins til hliðar. Menn og konur eru að skera niður í leikhúsum um allan heim, al- veg sorglegt ástand. Ítalía fór ekkert betur út úr þessu en önnur lönd þótt ástandið sé hvergi eins og hér,“ segir Kristján og bætir við: „Þegar fer að kreppa að þá eru Ítal- irnir bara rétt eins og við öll. Ég hef fengið margar viðurkenningar og ver- ið kallaður á Ítalíu sendiherra ítalskr- ar tónlistar um heiminn, er meira að segja heiðursborgari þeirrar borgar þar sem við bjuggum. Ítölunum þótti vænt um mig og gerðu mikið til þess að sýna mér mikla virðingu og vænt- umþykju í leiðinni. En þegar það fór að kreppa að þá var ég alltaf útlendingur og það kom að því að manni var ýtt út á kantinn. Ég lét það samt ekkert trufla mig eða væntumþykju mína fyrir Ítöl- unum enda sköpuðu þeir mig.“ Kom heim fyrir konuna Kristján er elskulega giftur eins og hann orðar það sjálfur. Kona hans heitir Sigurjóna Sverrisdóttir og saman eiga þau þrjú börn og hann önnur tvö úr fyrra hjónabandi. Drengirnir þeirra fluttu ungir út með hjónunum til Ítalíu og tólf ára gömul dóttir þeirra hjóna er fædd og uppalin á Ítalíu. Kristján, kon- an og dóttirin eru nú komin heim og fundu sér samastað í Garðabæ. Þau hjónin ákváðu að nýta sér þrengingar í starfi Kristjáns til að láta drauminn rætast um að koma heim, að minnsta kosti í nokkur ár. „Augnablikið kom að konuna mína langaði til að gera eitthvað. Konunni fannst vanta einhverja fyllingu og hvað gat ég gert annað en að gefa henni nokkur ár? Mér fannst hún bara eiga það alveg milljón sinnum skilið. Hún er í MBA-námi í Háskóla Íslands og á þar eftir eitt ár. Við fundum yndislegt húsnæði í Garðabæ og eigum núna fjögur barnabörn. Það tosaði í mann að koma til Íslands þannig að það var annaðhvort að gera þetta núna eða gera það ekki,“ segir Kristján sem er fyrstur til að viðurkenna hversu mikil viðbrigði það eru að koma heim. „Þetta er ofsalega mikið öðruvísi en það vill nú þannig til að hjartað slær á Íslandi og hefur gert það núna í sex- tíu ár. Þú gleymir aldrei uppruna þín- um. Mér hefur tekist mjög vel að skipta um ham, bara eins og snákurinn sem rífur hann af sér í grasinu. Við höfum ferðast í allt sumar um landið sem við höfum ekki gert í yfir tuttugu ár. Við fórum líka á tvö ættarmót, annað sem við höfum ekki gert í jafnlangan tíma. Vissulega höfðum við lifað lúxuslífi í tuttugu og fimm ár og það gerum við líka hér, bara svolítið öðruvísi,“ segir hann. En hversu lengi á að vera hér heima? „Við ætlum að gefa þessu tvö til þrjú ár. Jóna ætlar að klára skólann, sem hún er að gera með stæl. Eftir það sjáum við bara til.“ Ferillinn gerður upp Kristján hefur undanfarna mánuði verið að vinna að plötu sem mun gefa fólki skýra mynd af því hvað og hvar hann hefur verið að syngja undanfarin þrjátíu ár. Á plötunni verða upptökur allt frá því þegar hann var ungur mað- ur á Akureyri til stærstu og virtustu óperuhúsa heims en Kristján hefur sungið í þeim öllum. „Það hefur ver- stórtenórinn Kristján Jóhannsson er kominn heim, að minnsta kosti í bili, og unir hag sínum ágætlega á Íslandi. Hann heldur sér uppteknum með kennslu og söng auk þess sem hann er að gefa út ferilsplötu og einnig bók um fjörutíu ára söngferil sinn. Kristján hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum heims og verið á toppnum í faginu árum saman. Tómas Þór Þórðarson settist niður með Kristjáni og ræddi um heimkomuna, frægðina, hvernig Íslendingar hafa ekki alltaf náð honum og hvernig Pavarotti tapaði alltaf í póker. Kennir nú sönG Kristján fékk góða kennslu þegar hann var ungur en í dag kennir hann við Söngskóla Sigurðar Demetz. mynd siGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.