Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 64
n Sá kvittur flýgur nú hátt í við- skiptalífinu að Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis, beiti sér nú í því sem mest hann má að reyna að grafa undan Björgólfi Thor Björgólfssyni, núverandi eiganda Actavis, með því að greina frá ýmsu misjöfnu sem hann veit um við- skiptasögu Björgólfs. Þeir Róbert og Björgólfur hafi munnhöggvist í fjölmiðlum upp á síðkastið í kjölfar þess að Björgólfur sagðist hafa rekið Róbert frá Actavis. Þessu neitaði Ró- bert sem hefur stefnt Björgólfi vegna viðskipta sem þeir áttu í saman. Orðaskak þeirra mun svo hafa leitt til þess að talið er að þeir séu farnir að reyna að bregða fæti hvor fyrir annan í gegnum fjöl- miðla. Ljóst er að skær- um þeirra félaganna er hvergi nærri lokið. Það er ekki sama hvor svarar, Karl Th. eða Björgvin! Grefur róbert undan björGólfi? n Nokkuð hefur verið rætt um hver það er sem skrifar textann inn á nýlega heimasíðu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ljóst þykir að Björg- ólfur gerir það ekki sjálfur þar sem vitað er að hann hefur ekkert sér- stakt vald á íslenskri tungu eftir ára- langa búsetu erlendis. Einn þeirra sem dylgjað hefur verið um á net- inu að sé skuggapenni Björgólfs er Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Ekkert mun hins vegar vera hæft í þessu. Hallast menn helst að því sá sem orði hugsanir og söguskýring- ar Björgólfs sé Ásgeir Friðgeirsson, sem lengi hefur unnið með fjárfestinum, eða þá talskona hans, Ragnhildur Sverris- dóttir, en stíllinn á skrifunum þykir minna nokk- uð á hennar áreynslulitla og þægi- lega hand- bragð. SkuGGapenni björGólfS n Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, er með bók í smíðum um íslenska efnahags- hrunið, líkt og DV greindi frá á mið- vikudaginn. DV hafði heimildir fyrir þessu úr nokkrum áttum og hringdi því í Björgvin fyrir nokkrum dög- um. Björgvin gerði lítið úr þessum tíðindum og sagði að ekkert lægi fyrir um skrif og útgáfu bókarinn- ar. Degi síðar var birt viðtal við Karl Th. Birgisson á Vísi þar sem hann staðfesti að hann aðstoðaði Björgólf við skrif bókarinnar og að til stæði að gefa bókina út fyrir jól- in. björGvin Skrifar víSt um hrunið DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 SólaruppráS 06:12 SólSetur 20:40 Fyrsta kennslustundin í masters- námi í endurskoðun í Háskóla Ís- lands á miðvikudaginn fór í að kenna nemendunum siðfræði. Þetta er í fyrsta skipti sem mastersnemum í endurskoðun er kennd siðfræði og er um að ræða viðbrögð við íslenska efnahagshruninu og skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, samkvæmt heimildum DV. Endurskoðend- ur bankanna og stórra fyrirtækja fá harða útreið í skýrslunni. Í tímanum voru lesnar greinar eftir Pál Skúlason, Hvað er siðfræði?, Garðar Gíslason, Um lög og siðferði, og Sigurð Kristinsson, Skyldur og ábyrgð starfsstétta. „Þessu var breytt eftir hrun, það er kominn nýr tíðar- andi með breyttum áherslum. Þetta er nýbreytni, rannsóknarskýrsl- an hefur fellt ákveðna áfellisdóma yfir ákveðnum aðilum, endurskoð- endum, regluvörðum bankanna og starfsmönnum í áhættustýringu,“ segir heimildarmaður DV en meðal þess sem mun hafa verið rætt í tím- anum á miðvikudaginn var hvata- kerfið í íslensku bönkunum fyrir hrunið. Siðfræðikennslan í endurskoðun- arnáminu er þó aðeins bundin við fyrstu tímana. Eftir það munu endur- skoðunarnemarnir fara að læra um reikningshald og annað sem kennt er í slíku námi almennt. Siðfræði- kennslan á þó augljóslega að vekja nemendurna til vitundar um siðferði og rétta og ranga breytni í viðskipta- og efnahagslífinu svo þeir séu betur undir það búnir að glíma við siðferð- isspurningar þegar þeir koma út í at- vinnulífið. ingi@dv.is Viðbrögð við hruninu og rannsóknarskýrslu sjást á námsefni háskólanna: Siðfræði kennd í endurSkoðun VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Dublin í haust GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi í flugflota Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Beint morgunflug, glæsilegur flugkostur. Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur. 21. - 25. október Bjóðum upp á gistingu á besta stað í Dublin. Nóttin frá 8.770 kr. á mann í tvíbýli á Camden Court. Fjölmörg önnur hótel eru einnig í boði. Sjá nánar á www.VITA.is Verð frá 44.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. flug fram og til baka með flugvallarsköttum 21.-25. október. *Almennt verð: 54.900 kr. VITA býður upp á fjögurra nátta haust- ferð til Dublin á frábæru verði. Dublin er einstök borg sem iðar af lífi og stemningu. Gistimöguleikar ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 5 13 56 0 9/ 10 Einstakt verð Frá 8.770 kr. nóttin Páll til prófs Páll Skúlason heimspeking- ur er nú kenndur í fyrsta skipti í mastersnámi í endurskoðun við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.