Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 3. september 2010 föstudagur
Eftir að hafa orðið fyrir einelti í æsku
og kynferðislegu ofbeldi á vinnustað
fyrir fimm árum fékk Helga Björk
Grétudóttir nóg. Hún ákvað að rísa
upp og hefur síðustu ár helgað sig
mótmælum í þágu öryrkja í landinu.
Í mótmælum sínum reynir Helga
Björk að beita frumlegum aðferðum
við að vekja athygli á málstað sín-
um, baráttunni gegn einelti og kyn-
ferðislegu ofbeldi á vinnustað. Hún
hefur til að mynda reist tjaldborg
heimilanna, hengt mótmælaspjöld
á þvottasnúrur við Alþingishúsið og
sett þar niður kartöflur.
Styðst við gjörninga
„Í mótmælum verður maður að hafa
húmor til að koma skilaboðunum
áleiðis. Ég set aðallega upp gjörninga
sem tjá hvað ég vil segja í hvert skipti,“
segir Helga Björk sem er óperusöngv-
ari og tónlistarkennari að mennt.
Ráðuneytin hafa verið helstu skot-
mörk hennar undanfarin misseri.
„Mér hefur ítrekað verið kastað út
úr ráðuneytum. Í mótmælum mín-
um nýti ég menntun mína sem óp-
erusöngkona, þannig hef ég verið að
kveða, lesa upphátt eða syngja úr lög-
um og reglugerðum. Litla gula hæn-
an er í miklu uppáhaldi hjá mér og úr
henni les ég líka gjarnan í ráðuneyt-
unum,“ segir Helga Björk.
Riddaramennska
Hún var þá að eigin sögn búin að
standa í tæpar tvær mínútur fyr-
ir utan Stjórnarráðshúsið þegar hún
var handtekin fyrir skemmstu. „Ég
verð að viðurkenna að mér brá. Þarna
hafði ég staðið í rúma eina og hálfa
mínútu og það á gangstéttinni. Lög-
reglumenn komu þarna að mér, liðs-
menn úr sérsveit sem sér um óeirð-
ir. Mér fannst skrítið að standa þarna
ein og fá á mig sérsveitina,“ segir
Helga Björk.
„Það átti greinilega að stoppa
mig af. Það var þó ákveðin riddara-
mennska að hjólið mitt var sett í skott-
ið. Mér brá og fannst þetta með ólík-
indum. Á sama tíma viljum við vera
þekkt fyrir málfrelsi. Ég tel mig hafa
átt fullan rétt á því að standa þarna.“
Hámark ekki lágmark
Einelti og kynferðislegt áreiti eru ekki
einu baráttumál Helgu Bjarkar heldur
berst hún einnig gegn fátækt í land-
inu. Hún telur stjórnvöld ekki standa
vaktina. „Við getum hjálpað fólki
miklu meira en við gerum. Félags-
lega kerfið á að setja sér hámark en
ekki lágmark eins og það gerir. Ég vil
þessar hungurraðir á bak og burt sem
við þurfum að horfa upp á. Sjálf hef
ég þurft að leita í þær og sú reynsla er
skammarleg og niðurlægjandi“, segir
Helga Björk.
„Við erum alltaf að setja saman
einhverja rannsóknarhópa og skrifa
skýrslur um fátækt. Af hverju hjálpum
við þeim ekki þess í stað? Það er kerf-
ið sem er krabbameinið, kerfið er fatl-
að og þroskaheft. Það er vandamálið.“
Þaggað niður
Helga Björk segist ekki vera í nokkr-
um vafa um að félagslega kerfið á
Íslandi sé í lamasessi. Eftir að mál
hennar hafi verið þögguð niður hafi
hún byrjað að berjast. „Kerfið gerði
mig að öryrkja. Það er svo mikið skip-
brot að rekast stöðugt á þessa veggi,
það vísa allir málunum út og suð-
ur. Mín mál voru bara þögguð niður.
Mér finnst alveg skelfilegt að þurfa að
berjast fyrir þessum málaflokki því
það er svo alvarlegt þegar samstarfs-
aðilar á vinnustað standa hjá og mál-
in þögguð niður,“ segir Helga Björk.
„Ég vil ekki að nokkur manneskja,
nokkurn tíma framar, þurfi að standa
í því sem ég hef þurft að upplifa. Það
er draumur minn. Ég er nú í þessari
baráttu og mun vera áfram í þess-
ari baráttu. Ég er búin að helga mig
þessu.“
Erum í hálfleik
Helga Björk bendir á að árangur hafi
náðst í baráttunni gegn einelti og
kynferðislegu áreiti. Þá bendir hún
á fyrirhugaðan borgarafund gegn fá-
tækt sem haldinn verður í Ráðhús-
inu næstkomandi miðvikudag. „Bar-
áttan er virkilega búin að skila sér og
ég myndi segja að við séum í hálf-
leik núna. Vonandi fást núna árlega 9
milljónir í þennan málaflokk en búið
er að helga einn dag á ári til að vekja
athygli á kynferðislegu áreiti á vinnu-
stað og á einelti,“ segir Helga Björk.
„Það er hægt að fá ráðuneyti til
að vinna saman og það er hægt að
útrýma þessu. Þolendur hafa réttar-
stöðu og þeir eiga ekki alltaf að þurfa
að flýja vegna ótta við meðbræður
sína. Ég þurfti sjálf að sigra minn ótta
með því að standa svona upp og vera
í stöðugum mótmælum.“
Gífurleg höfnun
„Eftir að hafa lent í kynferðislegu
áreiti á síðasta vinnustaðnum hugs-
aði ég að nú yrði ég að rísa á fætur
og berjast fyrir þessu málefni,“ bætir
Helga Björk við. Til margra ára seg-
ist hún einnig hafa verið lögð í einelti
sem barn.
„Það var náttúrulega aðallega út
af rauða hárinu, þá var sjálfsagt að
uppnefna og kasta sandi eða grjóti í
mann. Eineltið brýtur svo niður sjálfs-
ímyndina og höfnunin er svo mik-
il. Lengi vel fannst mér ég ekki nógu
góð og falleg manneskja, ég man eft-
ir mér lítilli þar sem mig langaði ekki
að vera til.
Það var ekki fyrr en ég var orðin
42 ára sem ég fór í hörkuvinnu með
sjálfa mig. Þá fór ég yfir alla mínu
barnæsku og varð bara ríkari fyrir vik-
ið þegar ég hafði tekið allt það góða
með mér,“ segir Helga Björk.
Fara að lögum
Helga Björk segir réttarstöðu þolenda
sterka og undrast hvers vegna ráðu-
neyti fari ekki að lögum. Hún bendir
á að stór hluti öryrkja hérlendis séu
þolendur eineltis og kynferðislegs of-
beldis. „Það er eitthvað sem má ekki
tala um. Ég er sjálf þolandi kynferð-
islegs ofbeldis á vinnustað, oftar en
einu sinni, og ég tel að réttur minn
sem þolanda sé alveg skýr. Engu að
síður er slíkt þaggað niður. Ég er ein-
faldlega að berjast fyrir aðra þolend-
ur og þolendur framtíðarinnar,“ segir
Helga Björk.
„Eins og staðan er í dag eru þol-
endur sendir út og suður, norður og
niður. Stjórnsýslan eins og hún er
uppbyggð brýtur fólk enn meira nið-
ur. Ráðherrar fara með ábyrgð á ein-
eltismálum. Kynferðislegt áreiti á
vinnustað er einn þáttur eineltis. Ég
vil einfaldlega að ráðuneytin fari eft-
ir þeim lögum sem þeim er uppálagt“.
Við fótskör almættis
Helga Björk segir trú sína á almættið
hafa hjálpað sér í áranna rás. Æðsti
draumur hennar er að geta útrýmt
einelti í samfélaginu. „Hægt og bít-
andi tekst okkur það. Til þess þurfa
ráðherrar fyrst og fremst að tryggja
að undirstofnanir þeirra fari að lög-
um. Í meirihluta tilvika, yfir sjö-
tíu prósentum þeirra, eru gerend-
ur í eineltismálum á vinnustöðum
stjórnendur eða millistjórnendur,“
segir Helga Björk.
„Ef við fullorðna fólkið getum
ekki staðið okkur, hvernig í ósköpun-
um eigum við að gera ráð fyrir því að
börnin læri að haga sér vel? Mín fyr-
irmynd er Jesús Kristur. Trúin hefur
hjálpað mér í gegnum erfiðleikana.
Við eigum öll pláss við fótskör al-
mættisins og ég lít einfaldlega á mig
sem verkamann í víngarði Guðs.“
Helga Björk Grétudóttir, mótmælandi og öryrki, var í síðasta mánuði handtekin fyrir friðsamleg mótmæli fyrir
utan Stjórnarráðshúsið. Hún berst gegn einelti og kynferðislegu áreiti á vinnustöðum með því að kveða vísur,
syngja lagatexta og lesa upphátt úr Litlu gulu hænunni í ráðuneytum. Hún segir kerfið hafa gert sig að öryrkja.
KENNIR RÁÐAMÖNNUM
LITLU GULU HÆNUNA
tRauSti HaFStEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Það átti greini-lega að stoppa
mig af. Það var þó
ákveðin riddara-
mennska að hjólið mitt
var sett í skottið.
Hárið olli vanda HelgaBjörkvarðítrekaðfyrir
stríðniáskólagöngusinniogsegistekkihafanáð
aðgerauppæskusínafyrreneftirfertugt.mynd
RóBERt REyniSSon