Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 23
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi
haust á Íslandi og það leggst vel í mig.“
BarBara Liepinska
22 ára Í starfsnámi
„Bara ágætlega. Ég er að byrja aftur í
skóla og er kominn með nemasamning.“
Frosti oLgeirsson
24 ára Þjónanemi
„Ég kann vel við haustið. Það er líka
ekkert mjög kalt núna og það er gott.“
MikaeL toMas Jerzak
21 árs Í atvinnuleit
„nú er ég nýkomin frá Kýpur þar sem
ég var í fimm vikur, svo mér finnst vera
mjög kalt á Íslandi. Haustið verður kalt.“
eva viLheLMína Markúsdóttir
21 árs nemi Í Hr
„Haustið leggst mjög vel í mig vegna
þess að ég er að fara í fjögurra mánaða
frí til suður-evrópu. Ég veit ekki hvernig
það myndi leggjast í mig annars.“
sigurður sigurðsson
47 ára KviKmyndagerðarmaður
Hvernig leggst Haustið í þig?
huLda Þorsteinsdóttir
varð norðurlandameistari í stangar-
stökki 19 ára og yngri þegar hún stökk
yfir 3,88 metra á akureyri um síðustu
helgi.
„Get farið
hærra“
Á Íslandi hjálpast
allir að. Þetta er
líklega einn mesti
kostur smáþjóðar
í harðbýlu landi,
og ein helsta
ástæða þess að
þjóðin nær oft-
ast með undra-
verðum hætti að
koma sér aftur
á lappirnar eftir
eldgos, kreppur,
farsóttir og aðrar
hamfarir sem hún svo reglulega lend-
ir í. Að hjálpa hver öðrum er einhver
æskilegasti kostur sem hægt er að búa
yfir. En eins og með flesta aðra kosti
fylgja honum einnig skuggahliðar.
Í kostulegu viðtali í Fréttablaðinu
kennir Sigurður Einarsson fyrrver-
andi Kaupþingsmaður meðal annars
Landsbankanum og stjórnvöldum
um Hrunið, en kannast ekki við að
hafa átt þátt í því sjálfur. Hann end-
ar svo með því að segjast ekki vilja
munnhöggvast við þá sem vilja koma
eigin ábyrgð yfir á aðra, og lýsir því
stórmannlega yfir að sjálfur ætli hann
ekki að fara þá leið. Það eru þó ekki
kómískar þversagnir eins og þessar
sem mestan áhuga vekja, heldur lýs-
ing hans á viðskiptaháttum sínum.
sagan af sigga bankastjóra
Það var víst svo að einu sinni sem
oftar var Siggi búinn að koma sér í
vond mál með braski sínu. Hann ætl-
aði sér að kaupa hollenskan banka,
en komst síðan að því að hann átti
ekki fyrir honum. Í útlöndum er al-
mennt hafður sá siður að menn eiga
að standa við gerða samninga, og
leist Sigga því ekki á blikuna. Því gerði
hann það sem Íslendingar gera oft-
ast í slíkri stöðu, hann hringdi í vini
sína, nánar tiltekið í fjármálaeftirlitið.
Bað hann strákana þar um að redda
sér með því að setja lög sem myndu
banna kaupin á bankanum. Á Íslandi
vill nefnilega svo heppilega til að bilið
á milli ríkisstofnana og viðskiptalífs er
nánast ekkert. Allir eiga jú að hjálpast
að, og því þykir ekkert nema sjálfsagt
að löggjafarvaldið hlaupi undir bagga
þegar menn eru búnir að koma sér í
óefni.
Vissulega eru tengslin á milli efna-
hagslífs og stjórnmála víða meiri en
æskilegt þykir, en það er líklega bara
á Íslandi sem þau eru svo beintengd
að ef mönnum líst ekki á samninga
sem þeir hafa gert geta þeir hringt í
fjármálaeftirlit eða ráðherra og beð-
ið þá um að breyta lögum til að losna
undan þeim. Það er ekki að undra
að Íslendingar þyki oft lítið trúverð-
ugir í viðskiptum, því viðskiptaaðilar
vita sjaldan hvaða reglur ríkisstjórnin
kann að setja, jafnvel eftir að samn-
ingar eru gerðir.
Fjölskyldufyrirtækið ísland
Í þessu tilfelli fékk Siggi þó ekki þá
þjónustu sem hann átti von á og varð
að finna aðrar leiðir út úr samningn-
um. Það er því skiljanlegt að hann
skuli hafa verið æfur út í stjórnsýsl-
una. Er það ekki svona sem kaupin á
eyrinni eru gerð? Það að hjálpa hver
öðrum, sama hvað, er nefnilega ekki
dyggð ef hjálpin gengur á svig við lög,
reglur og heilbrigða skynsemi. Í slík-
um tilfellum reynist besti vinurinn sá
sem bendir á að aðrar og betri leiðir
verði að fara.
Sumir segja jafnvel að það hafi
gerst að íslenskir auðmenn hafi orð-
ið sér úti um miklar eignir með því
að fá sendiherrabréf til að komast
inn í lönd sem bannað var að flytja
fjármagn til. Það þarf jú ekki nema
eitt símtal, og Íslendingar eru lagn-
ir við að fara á svig við lög í nafni
kunningsskapar. Þegar allt kemur
til alls er Ísland fjölskyldufyrirtæki
með full diplómataréttindi. Sem
slíkt getur það verið stórhættulegt
umheiminum.
Við getum ekki skilið við Sigga
bankastjóra án þess að benda á það,
svona til gamans, að hann ber ábyrgð
á einu af fimm mestu gjaldþrotum
sögunnar. Er þá ekki tekið tillit til
höfðatölu. Ef við gerðum það, eins og
landans er siður, verður met hans lík-
lega aldrei toppað. Kannski hefði ein-
hver vinur hans átt að segja honum
að stoppa fyrr?
Er rétt að hjálpast alltaf að?
myndin
hver er konan? „Hulda
Þorsteinsdóttir.“
hver eru áhugamál þín? „Ég spila á
píanó og hef gert það í fjögur ár.“
hvar ólstu upp? „Í reykjavík.“
hvað æfirðu oft í viku? „Ég æfi sex
sinnum í viku með Ír.“
hver er lykillinn að svona árangri?
„Æfa mjög mikið og helst meira en aðrir.“
hvað færðu þér í morgunmat?
„Það er misjafnt, oftast Cherrios með
rúsínum.“
Áttu þér fyrirmynd í stangarstökk-
inu? „Ég myndi segja að Þórey edda
elísdóttir og vala flosadóttir séu mínar
fyrirmyndir. Ég var í fimleikum en byrjaði
að æfa þegar Þórey edda var upp á sitt
besta.“
hvað ertu búin að æfa stangarstökk
lengi? „eiginlega síðan ég var 14 ára. en
ég meiddist reyndar þegar ég var 16 ára
og var meidd í næstum tvö ár.“
vissirðu að þú gætir unnið mótið?
„já, ég var með besta árangurinn skráð-
an en ég sá reyndar að önnur stelpa var
með betri árangur en ég í sumar. Þannig
að ég vissi að þetta yrði jafnt.“
hvað hefurðu stokkið hátt? „Ég á
best 3,95 en ég er viss um að ég get farið
hærra. á akureyri voru aðstæðurnar
svolítið erfiðar enda var bara um fimm
stiga hiti úti.“
hvað er næst á dagskrá hjá þér? „nú
er pása í nokkrar vikur eftir æfingarnar í
sumar. svo byrja ég fljótlega að æfa aftur
og tek svona uppbyggingartímabil fyrir
næsta sumar. Þá er evrópumeistaramót
undir 23 ára. Ég er búin að ná lágmarkinu
fyrir það.“
hvert stefnirðu? „Það væri draumurinn
að komast á ólympíuleika.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
kjallari
FÖSTUDAGUR 3. september 2010 umræða 23
valur
Gunnarsson
rithöfundur skrifar
Á Íslandi vill nefnilega svo
heppilega til að bilið á
milli ríkisstofnana og
viðskiptalífs er nánast
ekkert.
sögufrægt seglskip sedov heitir rússneska skipið sem liggur nú við bryggju í reykjavíkurhöfn. Í áttatíu ár var skipið það stærsta sinnar tegundar í heiminum en í dag er eitt stærra
skip til. ungir sjóliðar eru á skipinu sem tilheyrir tækniháskólanum í murmansk. skipið er opið almenningi um helgina, frá klukkan 9 til 18 á föstudag og laugardag. Mynd róBert reynisson