Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 3. september 2010 föstudagur Á rið 1996 var eitt af ömurlegustu árun- um sem ég hef upplifað,“ segir Alfreð Wolfgang, eiginmaður Sigrúnar Pál- ínu. „Ég hefði aldrei trúað því hvernig hægt væri að fara með fjölskylduna, hvernig kirkjan brást og fólk snerist gegn okkur.“ Hann var alinn upp í sinni barnatrú og lærði hana af ömmu sinni. „Hún var algjörlega brotin niður. Þetta gerðist ofboðslega hratt. Ólafur opin- beraði þetta mál þegar hann fór í þetta fræga Dags- ljósviðtal. Síðan vatt þetta upp á sig. Ólafur reyndi að berja frá sér og telja fólki trú um að hann væri saklaus. Ég held samt að marga hafi grunað hvern- ig maður hann væri. Engu að síður þurfti Pála að þola ljótan munnsöfnuð. Hún var kölluð hóra og eiturlyfjaneytandi. Það fór mjög illa með mig að heyra talað svona um hana. Það var mjög vont að upplifa hvað fólk var miskunnarlaust. Ég skil ekki af hverju það var svona erfitt fyrir fólk að meðtaka það að konan væri bara að segja sannleikann. Ég átti ekki von á því að þetta mál færi svona. Mig hefði ekki grunað að þetta yrði svona írafár. En ég sé ekki eftir einum degi, ekki einni mínútu, sem ég hef eytt við hlið Pálu. Ég vildi standa með henni, styðja hana og styrkja.“ Hrökklaðist úr kórnum Fjórir einstaklingar í Langholtskirkju sendu Ólafi Skúlasyni biskupi bréf um að þau Sigrún Pálína og Alfreð hefðu fundað með séra Flóka Kristinssyni. Þá bjó Ólafur til samsæriskenningu og sendi hana á fjölmiðla. Fjallaði kenningin um að Flóki stæði að baki þessum ásökunum og hann hefði fengið kon- urnar til liðs við sig vegna deilu sem hann stóð í við organistann í Langholtskirkju og biskupinn. Í kjöl- farið var trúverðugleiki Sigrúnar Pálínu dreginn í efa. Málið var sérstaklega sárt fyrir Alfreð þar sem þrír af þessum fjórum einstaklingum voru kórfé- lagar hans og höfðu verið það til fjölda ára. Einn þeirra, organistinn Jón Stefánsson, hafði hann talið góðan vin sinn. „Ég hrökklaðist úr kórnum vegna þessa máls. Þetta var ansi grunn vinátta. Ég álp- aðist til að samþykkja nokkra af þessum kórfélög- um á Facebook fyrir nokkrum árum. Þetta var allt fólk sem ég treysti en ég fann það fljótt að ég hafði ekkert við þessa gömlu kórfélaga að gera. Ég vildi ekki hafa þá í mínu lífi þannig að ég eyddi þeim út af vinalistanum. Ég fékk einhver viðbrögð við því, einhver sendi mér skilaboð og sagðist vera sár- móðgaður, en ég ansaði því ekki. Ég hafði sungið með þessum kór í 14–15 ár þegar þetta mál kom upp. Ég hefði aldrei trúað því að kórinn gæti komið svona fram. Ég áleit sem svo að allur kórinn stæði að baki þessu því þeir voru þrír á þessum lista og enginn annar hafði samband við mig. Ég heyrði aldrei í nokkrum manni.“ Vinur sneri baki við honum Eftir að Alfreð sá að Jón var einn þessara fjögurra einstaklinga fór hann upp í kirkju að hitta hann. „Ég spurði hvort hann hefði tíma til að tala við mig. Hann sagðist hafa það og við fórum upp á skrif- stofu til hans. Ég reyndi að útskýra fyrir honum um hvað málið fjallaði. Þetta samtal endaði með því að ég brotnaði niður og grét því hann sinnti mér ekki, virti mig ekki viðlits og eftir smá tíma sneri hann sér við og hélt áfram að vinna í tölvunni. Hann bók- staflega sneri baki við mér. Áfallið var gríðarlegt því ég hafði fram að þessu talið að Jón væri góður vin- ur minn.“ Vinir hans í frímúrarareglunni sneru líka baki við honum. „Ég hrökklaðist líka þaðan þegar ég fann hvernig fólkið þar brást við mér. Það var mjög sárt. Særindin liggja í því að sjá fólk sem ég taldi vera vini mína umturnast. Ég hefði aldrei trúað því ef ég hefði ekki lent í því sjálfur að fólk gæti breytt áliti sínu á fólki svona svakalega út af svona máli. Fólk hætti að tala við mig. Það þekkti mig ekki leng- ur. Allt í einu var ég orðinn ókunnugur.“ Viðskiptavinirnir hurfu Það voru ekki aðeins vinir Alfreðs sem snerust gegn honum. Viðskiptavinirnir létu sig líka hverfa, hver á fætur öðrum. Hann er lærður gullsmiður og rak verkstæði fyrir úrsmiði og gullsmiði. Fljótlega eft- ir að málið komst í fjölmiðla leituðu þeir allir ann- að. „Það vissu allir hver Pála var og það vissu allir hver maðurinn hennar var. Fólk vildi ekkert með mig hafa, það vildi ekki blanda sér í málið. Auðvit- að sagði það enginn berum orðum. Núna þegar þetta mál kom upp á ný skaut því niður í huga minn, æ, enn og aftur. En skítt með mig. Ég er með breitt bak og þoli ansi margt en ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu árum þá er það að Pála er með enn breiðara bak. Hún hefur alltaf haldið ró sinni og það er aðdáunarvert hvern- ig hún hefur tekið prestana í nefið, eins og maður segir á góðri skagfirsku.“ Gleymdi því versta Elísabet Ósk var tvítug þegar mestu ósköpin dundu yfir. Hún var flutt að heiman og bjó með þáverandi sambýlismanni sínum og tveggja ára syni þeirra. „Ég var búin að fylgjast með baráttu mömmu. Ég heyrði af fundum og fann fyrir óréttlætinu. Hvernig stendur á því að þeir hlusta ekki á hana? Af hverju gera þeir ekki neitt?“ Sólveig var ellefu ára. Hún var svo ung að hún man ekki eftir öllu sem gerðist á þessum tíma. „Ég held að ég hafi blokkerað ansi margt. Núna er margt að rifjast upp fyrir mér sem ég var hreinlega búin að gleyma. Stressið var mjög mikið. Ég fann að ég hafði mjög mikla þörf fyrir fjölskylduna, ég vildi frekar eyða tíma með henni en vinum mín- um. Þetta var mjög óþægileg staða. Mamma var öðruvísi á þessum tíma. Hún var upptekin. Samt gaf hún sér alltaf tíma fyrir mig ef ég þurfti á henni að halda.“ Ógnvekjandi reynsla Fínum bílum var líka lagt fyrir utan heimilið og þar sat fólk og fylgdist með fjölskyldunni. „Ég varð vitni að því,“ segir Elísabet og Sólveig segir að það hafi verið ný tíðindi. „Við bjuggum í botnlanga. Fólk keyrði hægt fram hjá húsinu, horfði inn, sneri svo við og endurtók leikinn. Sumum brá þegar þeir sáu mig horfa á þá en aðrir brostu. Ég hef alltaf verið mjög þrjósk og þetta pirraði mig. Ég vildi að fólk léti okkur vera. Af hverju var fólk að kíkja á okkur? Þetta var mjög ógnvekjandi. Mér finnst það enn þegar ég hugsa til baka. Þá finnst mér bara ótrúlegt að ég hafi ekki verið hræddari en ég var. En þetta olli því að ég var óörugg og vildi ekki fara að sofa því ég vissi aldrei hvað myndi gerast eða hvort einhver myndi meiða mömmu.“ Orð eins og hóra, eiturlyfjaneytandi, geðsjúk, lausgyrt og önnur álíka voru notuð um Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur þegar biskupsmálið komst í hámæli árið 1996. Yngsta dóttir hennar fékk að heyra þetta í skólanum og sú eldri minnist þess með hryllingi þegar hún gekk með móður sinni í gegnum bæinn á 17. júní og mætti star- andi augnaráði fólks. Eiginmaður hennar missti viðskiptavini og vini og að lokum hrökklaðist fjölskyldan úr landi. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við fjölskyldu sigrúnar Pálínu, systurnar Elísabetu Ósk og Sólveigu Hrönn Sigurðardætur og Alfreð Wolfgang Gunnarsson. vorum flæmd burt frá Íslandi SamHeldin HjÓn Alfreð sér ekki eftir einni mínútu sem hann hefur eytt með Sigrúnu Pálínu. mynd anna marín ScHram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.