Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 33
föstudagur 3. september 2010 viðtal 33
Morðhótanir á símsvaranum
Símsvarinn var líka alltaf fullur af óhugnanlegum
skilaboðum. Þar fékk fólk útrás fyrir ljótan munn-
söfnuð þótt fæstir treystu sér til að koma fram und-
ir nafni. Sumir skildu jafnvel eftir hótanir, morð-
hótanir sem og annað, eins og nafnlausa konan
sem sagði: „Ég vona að þú drepist, hóran þín, og
ég vona að þú fáir graftarkýli á tussuna.“ Alfreð
stóð ekki á sama. „Þetta var mjög óhugnanleg lífs-
reynsla. Skilaboðin voru oft mjög svakaleg.“
Þetta mun seint líða stelpunum úr minni. „Ég
man vel eftir því að ég gat aldrei náð í mömmu í
síma,“ segir Elísabet, „því síminn hringdi stöðugt
allan daginn alla daga. Síminn byrjaði að hringja
klukkan hálf átta á morgnana og hann hringdi til
klukkan hálf tólf á kvöldin. Símsvarinn var líka
alltaf fullur af skilaboðum. Ég hlustaði stundum
á þessi skilaboð og sum þeirra voru óhugnanleg.
Auðvitað vissum við ekki hver las þessi skilaboð
inn á símsvarann og við vissum þaðan af síður til
hvers hann væri vís í raun og veru. Við vissum ekk-
ert hverju við áttum von á eða hvað tæki við næst.“
Sólveig segir að mamma hennar hafi oftast
reynt að hlusta á skilaboðin þegar hún var ekki
heima. „Það kom samt fyrir að ég heyrði þetta. Það
var auðvitað mikið sjokk að heyra svona hluti um
mömmu sína. En fyrir mér er hún alltaf uppi á sín-
um stalli.“
Sat undir ýmsu í skólanum
Sigrún Pálína og Alfreð eiginmaður hennar reyndu
að hlífa börnunum og lifa eins eðlilegu lífi og þau
gátu. „Ég man eftir hræðslu og óöryggi. Ég fann og
vissi að eitthvað væri að. Ég held samt að af því að
mamma er eins og hún er þá hafi ég gert mér minni
grein fyrir því en ella. Stundum fékk ég að fara með
henni þegar hún var að fara í viðtöl og fylgjast með
því þegar það var verið að farða hana og stílisera.
Það fannst mér mjög gaman,“ segir Sólveig. „Ég var
þá og er enn mjög stolt af því að eiga svona sterka
mömmu.“
Sólveig sinnti skólanum og þar vissi enginn
hver hún var. „Ég reyndi að einbeita mér að skól-
anum. Enginn vissi hverra manna ég var nema
skólastjórinn, kennarinn minn og besta vinkona
mín. Gagnvart öðrum hélt ég því leyndu. Ég var
með frænda Ólafs í bekk og þurfti að hlusta á ansi
margt sem hann fékk greinilega að heyra heima
hjá sér um mömmu mína. Hann kallaði mömmu
hóru, eiturlyfjaneytanda og þess háttar. Ég hlust-
aði á hann án þess að segja hver ég væri en ég var
rosalega reið. Ég skildi ekki af hverju þau trúðu ekki
mömmu. Ég man að einu sinni var ég svo reið að ég
var með hnefann krepptan undir borði. Vinkona
mín sá svipinn á mér og leiddi mig út úr stofunni.
Mér fannst hann svo vitlaus, hann vissi ekki hvað
hann var að segja. En hann sagði bara það sem
hann trúði að væri rétt, þetta hafði hann frá sínum
foreldrum.“
Afleysingakennara verður á
Einu sinni kom afleysingakennari í bekkinn og fór
að ræða biskupsmálið. „Það var mjög óviðeigandi.
Við vorum ellefu, tólf ára börn og áttum að taka
afstöðu, með eða á móti. Svo lét hann í það skína
að hann tryði mömmu nú ekki alveg. Eftir tímann
strunsaði ég heim og ætlaði aldrei aftur í skólann.
Þau vissu ekki hvað þau væru að segja. Þetta end-
aði með því að mamma hringdi í skólastjórann
sem bauð mér á sinn fund. Ég mætti þangað og þar
sat afleysingakennarinn með tárin í augunum og
grátbað mig um að fyrirgefa sér. Mér létti við það og
hélt áfram í skólanum, en auðvitað var þetta mjög
óviðeigandi.“
Sólveig heyrði þetta í skólanum og það sama
heyrði Elísabet úti í bæ. „Ég man eftir því að ég sat í
strætó og heyrði fólk tala um biskupsmálið. Þá var
talað um að mamma og Stefanía væru eiturlyfja-
neytendur, hórur og annað því um líkt. Ég var orðin
svo hvekkt þegar ég hlustaði á þetta að ég gat ekki
svarað fyrir þær. Ég var búin að upplifa svo mikla
ógn.“
Versti dagur lífsins
Það var sama hvar Sigrún Pálína var eða með hverj-
um, alls staðar var horft á hana eins og furðuveru.
Það er eitt af því sem situr enn í dætrum hennar.
Eins og Sólveig segir: „Það situr enn í mér hvern-
ig var horft á mömmu. Ef við fórum út í búð glápti
fólk. Ég vissi aldrei hvort þetta fólk trúði henni eða
ekki.“
Elísabet tekur undir þetta og lýsir skelfingunni
sem hún upplifði á þjóðhátíðardag Íslendinga árið
1996. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk
um bæinn með mömmu á 17. júní. Þá leiddumst
við arm í arm og það störðu allir á hana. Þetta var
hryllilega óþægilegt. Mér leið eins og fólk væri allt-
af við það að fara að ráðast á hana. Ég vissi aldrei af
hverju fólk starði á hana. Var það að ógna okkur?
Var það forvitið? Mér leið mjög illa. Þetta var einn
versti dagur lífs míns. Mamma lenti líka í því að fólk
veittist að henni og kallaði hana hóru. Ég var alltaf
hrædd af því að ég vissi aldrei hvað gerðist næst.“
Fólk sveifst einskis
Allt þetta mál gerði Elísabetu óörugga. „Mér leið
ekki vel. Ég var alltaf í vörn, jafnvel þegar ég var
ekki í þeim aðstæðum að fólk væri að ráðast á okk-
ur. Mér fannst þetta bara alveg rosalega óþægilegt.
Ég vissi aldrei hverjir studdu okkur og hverjir ekki.
Ég varð svo óörugg að ég forðaðist að ræða þetta
mál við fólk og ég óttaðist það jafnvel að fólk væri
að reyna að kynnast mér í því skyni að fá upplýsing-
ar um mömmu sem hægt væri að nota gegn henni.
Því við sáum það að aðferðirnar sem voru notað-
ar gegn mömmu voru svívirðilegar. Fólk sveifst
einskis. Sú tilfinning er enn í mér í dag. Til dæm-
is þegar fólk óskar eftir því að verða vinir mínir á
Facebook. Ég hef alltaf varann á, sérstaklega eftir
að málið kom upp aftur, því ég veit ekki hverjum ég
get treyst og hver styður okkur. Þetta mál varð líka
til þess að ég missti nokkra vini mína.“
Óttaðist að mamma færi í fangelsi
Álagið á fjölskyldunni var mikið og þær systur
reiddust þeim sem ekki vildu trúa. „Ég var reið yfir
því að fólk tryði ekki mömmu. Ég skildi ekki hvern-
ig það væri hægt að afneita sannleikanum,“ segir
Sólveig. „En þetta hafði þau áhrif að ég varð mjög
upptekin af mömmu. Ég hafði mikla þörf fyrir hana
og var alltaf að knúsa hana og kyssa. Það var bæði
út af óörygginu í mér og líka af því að ég fann að
henni leið illa. Við erum ekki þannig fjölskylda að
við getum farið í gegnum svona mál án tilfinninga,
þannig að við höfum grátið saman.“
Óttinn var aldrei meiri en þegar Sólveig heyrði
að Ólafur hefði kært mömmu hennar. „Ég var mjög
hrædd um að hún yrði einn daginn tekin og sett í
fangelsi.“
Svipurinn á Karli
Alfreð stóð þétt við bak konu sinnar og leiddi hana
í gegnum hvert skref í þessu máli, lítil sem stór.
Hann var til dæmis með henni á fundinum í Hall-
grímskirkju sem Sigrún Pálína hefur sagt frá í fjöl-
miðlum. „Pála rakti málið fyrir Karli og Hjálmari
sem sátu þarna alveg steinrunnir. Ég gleymi aldrei
vorum flæmd burt frá Íslandi
Ég brotnaði niður og grét því hann sinnti mér ekki,
virti mig ekki viðlits og eftir smá
tíma sneri hann sér við og hélt
áfram að vinna í tölvunni.
Ég missti trúna á þjóðinni.
framhald á
næstu síðu
FÓrnuðu öllu Fjölskyldan missti allt vegna biskupsmálsins, vini, vinnu og tengslin við þá fjölskyldumeð-
limi sem urðu eftir á Íslandi. Mynd AnnA MArín SchrAM