Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 49
föstudagur 27. ágúst 2010 útlit 49 í síðustu línu og það eru margar þannig flíkur núna líka en einnig er mikið af léttari og sum- arlegri flíkum.“ Sama fyrirtæki og styrkir utanferðina ætlar síðan að selja fötin í Bandaríkjunum. „Þeir eru með umboðssölu um öll Bandaríkin. Það er rosalega gaman að vera komin á þann markað. Af því að ég er að hugsa þetta á heimsvísu verð ég að taka mið af því í hönnuninni. Ég verð að hafa það í huga að það er til dæmis mun hlýrra í suðrænum löndum á sumrin þannig að kon- urnar þar eru ekki að fara að ganga í leðurdragt á sumrin þó að við getum gert það hér heima og á Norðurlöndunum.“ Mögnuð reynsla á IndlandI Það er því nóg að gerast hjá Unu sem var að koma frá Indlandi þar sem hún dvaldi í fimm vikur meðan hún var að vinna að þessari línu. „Ég var í Noida sem er rétt fyrir utan Delí og vann dag og nótt. Þetta var mikið stuð og mögnuð lífsreynsla. Ég var að koma til Ind- lands í fyrsta skipti. Það var yndislegt og fal- legt, hræðilegt og sorglegt. Það var stundum erfitt að vera þarna og það var erfitt að sjá fá- tæk börn sem áttu ekki skó. Það er svo margt ljótt og vont í þessum heimi.“ Una fór út til þess að ganga úr skugga um að verksmiðjan sem hún skipti við beitti mann- sæmandi vinnubrögðum auk þess sem hún vildi vinna að nýju línunni úti. „Ég vildi fara út til að ganga úr skugga um að það væri vel að þessu staðið. Ég vildi ekki að börn væru notuð í framleiðsluna eða fólki misboðið. Eins og ég hafði ráðgert þá var þetta allt í hinu besta lagi. Þetta er lítil og sæt verksmiðja þar sem um 15 manns vinna. Fullorðnir karlar sáu um hand- verkið og nostrið sem fylgja smáatriðunum sem ég er með, perlusaumnum og öllu því. Ég legg mikið upp úr því. En ég var í rosalega góðu sambandi við framleiðendurna mína, hitti þá oft á dag og borðaði með þeim bæði hádegis- verð og kvöldverð.“ Fyrstu tvær vikurnar bjó Una á hóteli en þar sem hún eyddi megninu af tímanum með framleiðendunum bauð fjölskyldan henni að búa hjá sér. „Það var rosalega gaman að fá að upplifa Indland með heimamönnum. Ég fór með fjölskyldunni að versla, sá þegar kona kom heim til þeirra til þess að þrífa, elda og þvo. Það var gaman að fá að verða vitni að því. Í lok ferðarinnar var ég bara kölluð didi, eða systir. Það var líka mjög sérstök upplifun að vera íslensk kona á Indlandi. Íslenskar konur eru svo sjálfstæðar og ég er það líka. Svo var ég allt í einu komin með mann til að bera töskuna mína, hella vatni í glas fyrir mig og opna hurð- ir. Það var mjög skrýtið. Menningarmunurinn er svo mikill. Ég upplifði alveg nýjan kúltúr.“ safnar skóM fyIr Indversk börn Í framtíðinni sér Una fyrir sér að fara út tvisvar sinnum á ári og vera þrjár til fjórar vikur í senn. Næst er ferðinni heitið til Indlands í nóvember. „Ég sá það að áður en ég fer næst út verð ég að safna skóm. Ég er búin að tala við vini og vandamenn og biðja þá um að taka til skó sem þeir eru hættir að nota sem ég get gefið börn- um þarna úti. Það er hryllilegt að sjá hve marg- ir eiga ekki skó. Það er hægt að auka lífsgæði barna mjög mikið, bara með því að gefa þeim skó. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það er vont að vera skólaus í 45 stiga hita. Ég og þú gætum það ekki í eina mínútu. Svo eru víða bara mal- arvegir þannig að börnin eru að ganga berfætt á sjóðandi heitum steinum. “ Þó að Una væri bara að vinna og alltaf í vel loftræstu umhverfi þá fann hún vel fyrir hitan- um. „Ég lá ekki í sólbaði,“ segir hún og hlær, „en þetta gat alveg verið óþægilegt. Ég var úti í ágústmánuði og þá er svo rosalega heitt og svo mikill raki. Maður svitnar mjög mikið á þess- um tíma, meira að segja á nóttunni. En ef fólk vill koma skóm til mín þá hvet ég viðkomandi til þess að koma í búðina á Bergstaðastræti 4 og skilja þá eftir þar. Ég næ vonandi að safna slatta af skóm áður en ég fer út aftur. Ég fer varla með neinn farangur og má taka þrjátíu kíló með mér. Ef ég fer yfir þau mörk læt ég bara senda skóna með skipi til Indlands. Ég finn lausn á því. Það er gaman að geta gefið. Einu sinni meðan ég var úti fór ég út af skrif- stofunni og gaf svöngum börnum hádegismat- inn minn. Það var rosalega gaman.“ Reglulega er hún spurð að því af hverju hún láti framleiða fötin á Indlandi. „Fólk spyr hvort við séum að misnota aðstöðu fólks. En efnin þarna úti eru rosalega flott og það skilar sér í hönnuninni, til dæmis núna þegar ég nota meira af „ethnic print“ sem kemur rosalega vel út. En já, það er rétt að vinnuframlag fólks er ódýrara en á Íslandi, en hæfileikarnir eru líka einstakir enda hefur þetta fólk unnið með text- íl í aldaraðir. Ég held að þetta sé atvinnuskap- andi, ég sé það þannig. Fólk sagði oft við mig að þetta færði því brauð á borðið.“ drauMurInn uM royal extreMe-veldIð Skór eru Unu mjög hugleiknir um þessar mundir, ekki bara út af börnunum á Indlandi heldur einnig vegna skólínu sem hún er að hanna. Hún er með tvö pör á teikniborðinu. „Ég er að vinna í því að gera tvær skótýpur. Vonandi verða þær tilbúnar fyrir jólin. Ég er ofvirkur andskoti,“ segir hún og skellir upp úr. Að öllu gamni slepptu eru þetta hælapæjuskór, eins og hún kallar það, bæði með fylltum hæl og ófylltum. „Ég nota flétturnar áfram þar og rauða Royal-litinn. Svo hef ég unnið í forminu á þeim þannig að þeir verði bæði þægilegir og láti leggina líta vel út. Ég er líka að vinna að ilmvatni. Ég er ekkert rosalega mikil ilmvatns- kona sjálf reyndar en ég vinn með það sem ég nota mest, vanillu. Ég hef reynt að færa hana á fágað stig. Ég þefaði af svona fimm ilmvatns- blöndum á dag meðan ég var úti í leit að hinni fullkomnu lykt. En nú tekur sérfræðingur við. Ég vonast til að ná þessu líka fyrir jólin.“ 20. september stefni ég að því að opna verslun á Bergstaðastræti 4. „Þar ætla ég bara að vera með Royal Extreme-vörur. Ég er búin að selja slatta en miklu minna en ég hefði vilj- að því ég hef ekki verið með vörurnar mínar í búðum. Ég fann það strax að ég vildi ekki fara með þær í aðrar búðir, ég vildi frekar vera með mína eigin konsept-búð. Markmiðið er að vera með konsept-búðir úti um allan heim, þar sem þú getur komið og valið þér átfitt, þú get- ur keypt skó og fengið rétta ilmvatnið fyrir þig. Ég ætla að búa til Royal Extreme-veldi. Það er minn draumur. Ég hugsa stórt. Mér finnst að fólk eigi að gera það, við eigum ekki að vera spéhrædd.“ Íslenskar konur eru svo sjálfstæðar og ég er það líka. svo var ég allt í einu komin með mann til að bera töskuna mína, hella vatni í glas fyrir mig og opna hurðir. Það var mjög skrýtið. opnar verslun Una Hlín stefnir á að opna verslun á Bergstaðastræti 4 þann 20. september. Mynd róbert reynIsson Ný nálgun hjá Oroblu Elísabet er sjálf annáluð tískudrós og heldur úti síðunni elisabet-gunnars.tk þar sem hún býður ís-lenskum lesendum upp á versl- unarþjónustu í Svíþjóð, en hún býr þar og býðst til að versla fyrir tískuþyrsta Ís- lendinga, meðal annars í verslunum sem ekki eru hér heima. Hæfileikar Elísabetar fengu heldur betur að njóta sín í mynda- tökunni því hún var ekki aðeins á bak við myndavélina heldur stíliseraði hún einn- ig. En hún var þó ekki ein að verki heldur fékk hún Sögu Sigurðardóttur til þess að vinna myndirnar fyrir sig, en Saga hefur haldið úti blogginu saganendalausa.blog- spot.com á meðan hún hefur verið í ljós- myndaranámi úti í London og hefur vakið eftirtekt víða um heim fyrir einstakt inn- sæi, tilfinningaríkar myndir og tískuvit- und. Myndatakan fór fram úti á Granda í vor í sól og sumaryl. Eins og sjá má er lita- pallettan frá Oroblu mjög spennandi en hún hefur aldrei verið eins fjölbreytt hér á landi. Spannar hún allt frá pastelbleikum yfir í hermannagrænan. Blúndubuxurnar eru líka dásamlegar. Oroblu hefur einnig sett sér það markmið að kenna ungum stúlkum að nýta gamlar og slitnar sokkabuxur áfram en hér á myndunum er til dæmis búið að búa til falleg hár- bönd úr sokkabuxunum og er það Þyrí Huld Árna- dóttir sem á heiðurinn af þeim. Facebook síða fyr- ir Oroblu er farin í loft- ið þar sem boðið verð- ur uppá góð ráð varðandi sokkabuxur og notkun þeirra almennt. Þar verður einnig kynnt- ar hugmyndir um hvernig er hægt að nýta sokkabuxur sem eru komnar með lykkju- fall t.d. í hálsmen, hárbönd, leggings og fleira  Stefnan er svo að fá íslenska hönn- uði til þess að taka þátt í verkefninu og út- færa fallegar flíkur eða fylgihluti úr slitn- um sokkabuxum. Á síðunni ætla þær einnig að koma með góð ráð hvernig nota megi sokkabuxur og sokka með nýjum hætti, hvernig sé hægt að umbreyta sama dressinu bara með mismuandi útfærslum af sokkabuxum og sokkum. Mun hún halda utan um Facebook-síðu Oroblu þar sem hún ætlar meðal annars að sýna hvernig á að gera hálsmenin, mis- munandi tegundir af hárböndum, legg- ings og fleira. Stefnan er svo að fá íslenska hönnuði til þess að taka þátt í verkefninu og útfæra fallegar flíkur eða fylgihluti úr slitnum sokkabuxum. Þeir sem eru forvitnir um sokkabux- urnar geta kynnt sér þær betur í Smára- lind um helgina, því fyrir framan Hagkaup ætla módel frá Eskimo að ganga niður sýn- ingarpalla í sokkabuxum úr haust-vetrar- línunni og með förðun frá Maybelline. Ganga fyrirsæturnar tvisvar niður pall- ana, klukkan 15 og aftur klukkan 16. Eins ætla förðunarfræðingar frá Maybelline að kenna konum á öllum aldri að setja á sig eyeliner klukkan 14 á meðan Eskimo- stelpurnar leita að skvísum fyrir Ford- keppnina. Þyrstir geta einnig svalað þorsta sínum með Kristal. Myndum af uppákom- unni verður síðan dælt á Facebook-síðuna og geta áhugasamir fylgst með þar. elísabet gunnarsdóttir tók þessar myndir fyrir Oroblu núna í vor, en merkið hefur yngt upp markhópinn hjá sér og tengst tískunni betur. Því var Elísabet fengin til þess að taka þessar óvenju listrænu myndir miðað við það sem áður hefur sést frá þessu merki. tískusýning um helgina Um helgina ætla sýningarstúlkur að ganga niður pallana í Smáralindinni í sokkabuxum frá Oroblu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.