Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 26
Sýning níu ungra Í Gerðarsafni verður á laugardaginn opnuð „9“, samsýning ungra myndlist- armanna. Þar sýna þau Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Helga Björg Gylfadóttir, Logi Bjarnason, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Styrmir Guð- mundsson sýna. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir. Á opnun sýningarinnar fara fram nokkrir gjörningar en meiri upplýsingar má finna á gerdarsafn.is. SöngvaSkáldin Uni og Jón Tryggvi fara nú í september af stað með hausttónleikaröð að Merkigili á Eyrarbakka. Fyrstu tónleikarnir í haust verða haldnir sunnudagskvöldið 5. september kl. 20. Fram koma ásamt Una og Jóni Tryggva: Svavar Knútur, Myrra Rós og Jona Byron, sem er ástralskt söngvaskáld sem heillaði landann nú seinustu helgi á Melodica Acoustic-hátíð- inni. Listmunauppboð í Gallerí Fold: Muggur boðinn upp Glæsilegt og stórt listmunaupp- boð verður haldið í Gallerí Fold við Rauðarárstíg næstkomandi mánu- dag og þriðjudag, 6. og 7. septemb- er. Uppboðið mun hefjast klukkan 18.00 báða dagana en þar verða boðin upp tæplega hundrað verk hvorn dag. Þar verða boðin upp verk af ýmsum toga, bæði nýleg og svo ýmislegt eftir gömlu meistar- ana. Þarna verða boðin upp fimm verk eftir Mugg og tvær kola- teikningar eftir Alfreð Flóka. Mjög sjaldgæft er að verk eftir þessa tvo listamenn komi í sölu og má því fastlega búast við harðri bar- áttu safnara um þessi verk. Einn- ig verður boðið upp á listaverk eftir fransk-rússneska listamann- inn Marc Chagall og tvö verk eftir spænska listamanninn Salvador Dalí. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Jón Engilberts, Jóhann- es S. Kjarval, Ásgrím Jónsson auk verka eftir núlifandi listamenn á borð við Kristján Davíðsson, Hú- bert Nóa, Tryggva Ólafsson, Braga Ásgeirsson og Hafstein Austmann. Öll verkin verða til sýnis í Gall- erí Fold við Rauðarárstíg frá föstu- degi til mánudags. Einnig er hægt að skoða verkin og senda inn for- boð á vef gallerísins, myndlist.is. Einnig er hægt að skoða verkin á þriðjudag sem boðin verða upp þá um kvöldið. 26 fókus 3. september 2010 föstudagur gaMan á lauga- veginuM Laugardaginn 4. september verður mikið um að vera í bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum. Gerður Kristný les úr tveimur barnabókum og Patrick Hassel-Zein kynnir rúss- neskt hekl. Gerður mun lesa upp úr bókum sínum Garðurinn, sem er draugasaga fyrir börn og unglinga, og Prinsessan á Bessastöðum, bráð- fjörugri barnasögu sem segir frá æsi- legum atburðum sem eiga sér stað á fálkaorðuafhendingu forsetans. Fyr- ir Garðinn hlaut Gerður barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins skömmu fyrir helgi. Opið hjá Sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands býður fólki í opið hús í Háskólabíói á laugardaginn. Miðasalan verður opin, lifandi tónlist, nýbakað- ar kleinur og heitt á könnunni. Klukkan 14.15 mun Víkingur Heiðar leika með Sinfóníunni í stóra salnum en á meðan verður tónlistarsmiðja barnanna í hlið- arsal þar sem börnin skapa tón- verk í sameiningu undir leiðsögn tónlistarkennara. Klukkan 15.15 verður Tobbi túba í stóra salnum þar sem sígilda ævintýrið um hann verður leikið. Trúðurinn Barbara er sögumaður. Á sama tíma munu Víkingur Heiðar og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- stjóri SÍ spjalla um lífið og listina í anddyrinu. Tónleikar í STrandarkirkju Sunnudaginn 5. september næst- komandi munu þær Björg Þórhalls- dóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari halda tónleika í Strandarkirkju í Selvogi. Í þessari sögufrægu áheitakirkju munu þær flytja nokkrar þekktar söngperlur, íslensk þjóðlög og bænir. Þetta er í þriðja sinn sem Björg og Elísabet koma fram í Strandarkirkju sem margir bera sterkar taugar til og þyk- ir búa yfir miklum töfrakrafti. Á und- an tónleikunum er uppskerumessa og hefst kl. 14.30. Tónleikarnir hefj- ast kl. 15 og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Kirkjugestir geta fengið sér hressingu að tónleik- um loknum að T-Bæ í Selvogi. Flottur Þetta málverk er eftir Mugg. Fólk heillar meira en byggingar „Ég byrjaði að taka ljósmyndir eftir að ég átti stelpuna mína. Mig lang- aði ekki að eiga bara stúdíómyndir af henni ofan í bala með englavængi, mér finnst það svo hallærislegt“, seg- ir María Rúnarsdóttir, ljósmyndari, og hlær. „Ég suðaði því í mömmu og pabba að gefa mér góða mynda- vél svo ég gæti tekið fallegar myndir af henni, bæði til að setja á Barna- land og fyrir hana sjálfa til að eiga þegar hún verður eldri. Ég hékk síð- an á netinu með barnið á brjósti og kenndi sjálfri mér ljósmyndun. Upp frá því fékk ég þetta á heilann og hef ekki hætt að taka myndir síðan.“ Byrjaði á Flickr María notaði síður eins og Flickr.com til að sýna og geyma myndirnar sín- ar og fylgjast með öðrum ljósmynd- urum. Þar fékk hún mjög jákvæð við- brögð og fór fólk úti um heim allan að hrósa henni fyrir myndirnar. „Að fá svona jákvæð viðbrögð frá fólki sem maður þekkir ekki neitt gefur manni ótrúlegan kraft og ég fór sífellt að reyna að bæta mig. Ég fór að setja inn fleiri myndir og það fór að verða hálf- gerð fíkn. Í dag er ég með yfir 4.000 myndir á Flickr og set yfirleitt inn nýj- ar myndir í hverri viku. Í þessu sam- félagi ljósmyndara fer maður að fylgj- ast með fólki sem nær að heilla mann með myndunum sínum og það er oft sama fólkið sem fylgist með mér og kommentar á myndirnar mín- ar. Manni fer síðan að finnast eins og maður þekki sumt af þessu fólki í gegnum komment og ljósmyndirnar þeirra. Það kom sænsk stelpa hingað í fyrrasumar og þar sem við höfðum verið að fylgjast hvor með annarri á Flickr í yfir fjögur ár ákváðum við að hittast í kaffi sem var mjög skemmti- legt.“ Skemmtilegast að taka myndir af fólki María segist fá mikla ánægju út úr því að taka myndir. „Ég er miklu hrifn- ari af því að taka myndir af fólki en María Guðrún Rúnarsdóttir lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist síðasta vor. Í dag starfar hún þó sem ljósmynd- ari. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á ljósmyndun en það var ekki fyrr en að hún eignaðist dóttur sem áhuginn varð að ástríðu. Elskar að taka myndir María Rún byrjaði sem áhugaljósmyndari en starfar við það í dag. Mynd SiGtRyGGuR ARi JóhAnnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.