Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 34
svipnum á Karli, hann er alltaf eins. Maður veit
aldrei hvar maður hefur hann. Svo spunnust upp
umræður þar sem ákveðið var að þeir myndu
ræða við Ólaf og reyna að koma á sáttum. Ólaf-
ur neitaði svo öllu, sagði þetta gróusögur og lygar.
Þá stungu þeir upp á að skrifa sáttabréf. Við lögð-
umst öll yfir þetta bréf og gerðum mörg uppköst
áður en við komumst niður á texta sem við gát-
um öll fallist á. Karl fór að prenta textann en þeg-
ar hann kom aftur vantaði eina setningu, þar sem
sagði að við drægjum ekki sannleikann til baka.
Pála tók eftir því og sagði að hún gæti aldrei skrif-
að undir þetta.“
„Hann er að ljúga“
„Ég veit ekki hvað hann hefur haldið. Að hún
myndi skrifa undir þetta ólesið eða að honum
tækist að fá hana til að skrifa undir þetta án þess
að hún tæki eftir því að það vantaði þessa setn-
ingu. Við vorum náttúrulega úrvinda af þreytu
eftir þessa helgi. Við stóðum upp og Hjálmar
spurði þá hvort hún gæti ekki dregið málið til
baka barnanna vegna. Hún neitaði því. Þá sagði
Karl þessa setningu sem hefur aldrei liðið mér úr
minni: „Getur þú ekki hætt móður þinnar vegna
því hún er svo sjúk?“ Ég hef aldrei áttað mig á því
hvað var í gangi þarna. Karl þekkti ekki Pálu eða
hennar fjölskyldu. Hvernig vissi hann að móð-
ir Pálu var sjúk? Var Ólafur búinn að segja hon-
um það eða hafði hann verið að grennslast fyrir
um fjölskylduna? Eins er það mjög eftirminnilegt
að um leið og Pála neitaði að skrifa undir bréf-
ið hrifsaði hann það til sín og stakk því í vasann.
Það var greinilegt að hann hafði ekki góða sam-
visku. Þegar hann kom svo fram í Kastljósinu um
daginn og sagði að þetta hefði aldrei gerst hlýtur
hann að hafa verið búinn að gleyma því að Pála
var ekki ein á þessum fundi. Ég var þarna líka og
ég varð vitni að þessu öllu saman. Í raun er það
hann sem er að ljúga og fara með rangt mál. Ég
held að hann ætti aðeins að líta í eigin barm.“
Ólafur sneri Vigfúsi
Hann minnist þess einnig hvernig Vigfús Þór og
Pálmi brugðust þeim hjónum. Vigfús Þór þekkti
hann fyrir í gegnum kirkjustarfið. „Vigfús Þór kom
á sáttafundi við Ólaf og það var ótrúlegt að upp-
lifa það hvernig Ólafur gat notað hann sem skí-
tuga gólftusku á blautu gólfi til að þurrka upp eftir
sig skítinn. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá að þessi
maður sem sagðist trúa okkur væri einn af burð-
armönnum kistunnar þegar Ólafur var borinn
til grafar. Mér finnst það líka ótrúlegt að Karl geti
sagt að hann trúi okkur þegar hann hélt mikla lof-
ræðu um Ólaf þegar hann varð sjötugur. Ég skil
ekki samhengið þar á milli og ég skil ekki hvernig
hægt er að vera svona falskur. Hvað þá þegar þú
ert prestur og jafnvel biskup.“
Stuðningsbréf barnanna
Sigrún Pálína spurði börnin reglulega hvort þau
vildu að hún drægi sig í hlé. Sóley var yngst en
hún stóð þétt við bak móður sinnar líkt og þau
sem eldri voru. „Við ræddum þetta á hverjum
einasta degi og hún spurði mig oft á dag hvort
ég vildi að hún bakkaði út úr þessu. Ég vildi það
alls ekki. Einu sinni var ég búin að fá nóg af þess-
ari spurningu þannig að ég fór upp í tölvuna og
skrifaði mömmu bréf sem ég lét svo í póstkass-
ann: „Kæra Sigrún Pálína. Haltu áfram að segja
sannleikann því ef þú hættir því núna heldur fólk
að þú sért ekki að segja satt. Leyndur aðdáandi.“
Undir þetta skrifaði ég svo S_!?_?! H!?_? Hún fatt-
aði auðvitað að bréfið kom frá mér þó að ég væri
að reyna að vera voða fullorðins. Ég hugsaði bara
með mér að ef hún myndi hætta núna færi fólk að
efast um hana.“
Eftir fundinn í Hallgrímskirkju þar sem Hjálm-
ar spurði Sigrúnu Pálínu hvort hún gæti ekki hætt
barnanna sinna vegna skrifaði Elísabet lesenda-
bréf í DV fyrir hönd þeirra systkina. „Ég man að
þegar ég hringdi á DV talaði ég við blaðamann
sem var á heimleið en hann bauðst til að bíða eft-
ir mér og koma þessu inn. Ég hringdi líka á Morg-
unblaðið en ég fékk ekki sömu viðbrögð þar. Þá
höfðu Karl og Hjálmar reynt að tala mömmu ofan
af því að halda áfram með málið og nota okkur
börnin gegn henni. Ég vildi koma því skýrt til skila
að við börnin stóðum 100% við bakið á henni.
Ég fékk því leyfi hjá yngri systkinum mínum og
birti þetta bréf. Mamma vissi ekkert af því. Dag-
inn eftir fór ég svo með blaðið til hennar og var
hjá henni á meðan hún fletti í gegnum það og las
helstu fréttir. Síðan sá ég hvernig hún brast í grát
af gleði og þakklæti þegar hún sá þetta.“
Skráð sem flóttamaður
Alfreð segir að viðbrögð fólks hafi komið honum
mjög á óvart. „Ég var mjög hissa á því hvernig Ís-
lendingar gátu hagað sér og hvað fólk gat látið út
úr sér. Persónulega varð ég mjög reiður út í þjóð-
ina. Ég hafði lítinn áhuga á að búa í spilltu sam-
félagi þar sem fólk var svo fljótt að dæma aðra.
Við tókum þá ákvörðun að flytja út en það var líka
mjög erfitt. Í dag hef ég fyrirgefið íslensku þjóð-
inni. Hún hreifst með einum manni í smátíma.
En það eru ákveðnir aðilar sem eiga þessa sök. Og
ég skal viðurkenna það að það eru nokkrir menn
innan kirkjunnar sem mér reynist erfitt að fyrir-
gefa og ég veit ekki hvort ég geti það nokkurn tím-
ann. Ég er reiður, sár og leiður yfir þessu.“
Reiðin beinist fyrst og fremst að kirkjunnar
mönnum. „Í raun saka ég engan nema þá um það
sem ég hef misst. Ég missti vinnuna, ég missti vini
mína en það versta er að ég missti fjórtán ár úr lífi
barna minna. Ég á tvö uppkomin börn á Íslandi
og tvö barnabörn sem varla þekkja mig. Þar á ég
líka aldraða móður sem á engan að nema mig. Ég
er hennar einkasonur. Ég hef fórnað mjög miklu.
Mun meiru en ég hefði viljað gera. Það væri
kannski hægt að segja að ég hafi valið það sjálfur
að fara en ég hafði ekki val um annað. Við vorum
flæmd burt frá Íslandi. Það var ekki búandi fyrir
þessa fjölskyldu á Íslandi. Þegar Pála fór að tala
við ráðgjafa sinn hér í Danmörku, upp á að láta
skrá sig inn í landið, fá vinnu og þess háttar, sagði
hún sína sögu. Þá var henni tjáð að hún væri fyrsti
Íslendingurinn sem væri skráður sem flóttamað-
ur í Danmörku.“
Kvíðaköst í Danmörku
Stelpurnar segja líka að þetta hafi fyrst orðið erf-
itt þegar þær komu til Danmerkur. Þá fengu þær
raunveruleikasjokk og mamma þeirra fór að þjást
af kvíða. Elísabet segir frá því: „Þegar við vorum
komin út, búin að fá gámana og vorum allt í einu
bara flutt til Danmerkur, fór mamma að fá kvíða-
köst. Þá varð þetta svo raunverulegt. Í raun varð
þetta fyrst erfitt þá.“
Sólveig reyndi eftir bestu getu að vernda móð-
ur sína og passa upp á að henni liði aldrei illa.
„Mamma var svo rosalega veik af kvíða. Það var
mjög skrýtið að sjá mömmu svona veika. Ég flýtti
mér heim úr skólanum til að passa upp á hana.
Ég vildi ekki að henni liði illa, ég var alltaf að
reyna að passa hana. Þetta var svo mikil breyting
á hennar lífi. Á Íslandi átti hún tonn af vinum og
það var alltaf einhver í kaffi. Persónuleiki henn-
ar breyttist eftir þetta mál og það tók hana tíma
að finna hann aftur. Það að við þurftum að flytja
úr landi var það versta við þetta mál. Alli missti
vinnuna út af þessu, viðskiptavinir hans hættu
að versla við hann og hann fékk vinnu hjá Georg
Jensen. Ég hélt fyrst að við værum að flytja vegna
þess. Ég vissi ekki að við værum að flýja land.“
Sólveig breyttist mikið á þessu tímabili.
„Heima á Íslandi var ég sjálfstætt og venjulegt
barn. En eftir að við fluttum út gerði ég allt til þess
að falla inn í hópinn. Ég fór í slæman félagsskap
og byrjaði að reykja vegna hópþrýstings. Það
endaði með því að mamma færði mig yfir í annan
skóla og þá fyrst fór ég að blómstra aftur. Það tók
mig nokkur ár að laga mig að aðstæðum og fara
að líta á Danmörku sem mitt heimili.“
Vildi vernda mömmu
Eftir allt sem á undan var gengið fékk Elísabet líka
rosalega mikla verndar- og ábyrgðartilfinningu
gagnvart mömmu sinni. „Það átti enginn að fá að
segja neitt ljótt um hana eða gera henni nokkuð
slæmt. Mér fannst eins og ég þyrfti að passa upp
á hana og taka ábyrgð á henni, en sem betur fer
uppgötvaði ég það fyrir mörgum árum að það
getur enginn gert henni neitt. Hún er svo sterk-
ur og heilsteyptur einstaklingur að hún sér um sig
sjálf, sama hvað á dynur.“
Í fyrstu varð hún eftir á Íslandi en kom út í
heimsókn í nóvember. Hún ætlaði sér að vera
í þrjár vikur en fór ekki aftur til Íslands fyrr en
þremur mánuðum seinna og þá til að sækja dót-
ið sitt. „Málið var að mestu dottið niður á þeim
tíma en sársaukinn sat enn í mér. Þannig að ég
flutti út með tveggja og hálfs árs gamalt barn. Um
leið var ég að skilja það frá föður sínum. Það var
sárt fyrir alla aðila. Það var mitt val að fara út en
samt ekki, ég hafði raunverulega ekki val því mér
leið alls ekki vel heima á Íslandi. Ég var líka mjög
náin mömmu og saknaði hennar mikið. Þannig
að ég upplifði aldrei neina gleði í kringum það að
flytja til útlanda. Og núna á ég barn með dönsk-
um manni þannig að ef fjölskylda mín flytur aftur
heim verð ég ein eftir hér í Danmörku.“
Missti trúna á þjóðinni
Sólveig sér það samt ekki fyrir sér að hún sé á
heimleið þó margt hafi breyst. „Ég missti trúna á
þjóðinni. Mér fannst Íslendingar hálfgerðir aum-
ingjar að vilja ekki trúa þessu og sjá sannleik-
ann. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum. En
það hefur breyst. Ég er mjög fegin að fólk hafi séð
ljósið, sannleikann. Hver biskupinn var og hver
hann er núna. Mér létti rosalega við það. Ómeð-
vitað hefur þetta legið þungt á mér. Á síðustu vik-
um gerðist margt, en það er alls ekki nóg. Það er
spurning hvenær eitthvað verður nóg. Hvenær
verður búið að sætta þennan sársauka. Karl situr
enn í sínu embætti. Ég get ekki séð að honum sé
stætt að vera þar. Hann hefur ekki gert sína skyldu
sem biskup að mínu mati.“
Stolt af mömmu
Hún segir frá því þegar hún horfði á Karl í Kast-
ljósinu um daginn. „Ég fékk aftur þessar gömlu
tilfinningar þegar ég var smeyk á kvöldin. Þetta
fór allt að koma til baka. Í dag hef ég góðar og
sterkar tilfinningar en allt í einu fann ég aftur fyrir
óörygginu.
En þegar málið var tekið upp aftur í fyrra
fannst mér það æðislegt. Eftir fundinn með
kirkjuráði öðlaðist ég von til þess að málinu
myndi senn ljúka. Svo þegar fjölmiðlaumfjöllun-
in fór að róast varð ég hálfspæld. Ég vildi binda
enda á þetta mál. Þannig að mér finnst það sem
er að gerast núna hálfspennandi.“
Elísabet sat þennan fund með kirkjuráði líka.
„Ég var ótrúlega stolt af mömmu sem fékk að
segja allt sem hún þurfti að segja. þegar við geng-
um út af fundinum knúsuðu þau okkur öll og
þökkuðu okkur fyrir. Svo búmm, kom þetta aftur.
Um daginn las ég grein þar sem ein konan sem
sat þennan fund var að tala um að oft mætti satt
kyrrt liggja. Svo gat Karl ekki sagt að hann tryði
okkur. Mér fannst skrýtið að upplifa þessa hlýju
en sjá svo allt fara aftur í flækju.“
Reiði er tilfinning sem hefur fylgt Elísabetu.
„Það lýsir því kannski best að þegar Sigríður Guð-
marsdóttir stóð fyrst presta upp og bað um breyt-
ingar og fleiri fylgdu í kjölfarið var ég þakklát en
ég var líka reið. Innra með mér ómaði spurning-
in: Hvar voruð þið árið 1996 þegar við þurftum á
ykkur að halda?“
Kraftaverk
Fyrstu fréttir af biskupsmálinu í sumar ollu til-
finningaflæði hjá Elísabetu. „Þegar málið kom
upp aftur upplifði ég það að nú væri enn ein til-
gangslaus baráttan hafin. Þessi barátta hefur
nefnilega virst tilgangslaus hingað til. Ég fylltist öll
af kvíða þegar fyrsta fréttin birtist. Ég hélt að nú
ætti bara enn einu sinni að fara að munnhöggv-
ast í fjölmiðlum. Ég varð óróleg án þess að átta
mig strax á því af hverju. Síðan fann ég að þetta
var þessi gamli ótti.
Þegar Karl sagði svo að mamma hefði kært
Ólaf var það alveg ofboðslega vont. Ég upp-
lifði vonleysi og trúði því ekki að þetta yrði aft-
ur svona. Ég var bara með tárin í augunum þeg-
ar ég sá að Karl ætlaði ekki að horfast í augu
við þetta. Ég sé að það er meiri stuðningur við
okkur núna en var árið 1996 en ég er enn svo-
lítið hrædd. Sérstaklega þegar ég verð þess vör
að neikvæðum athugasemdum er smám saman
að fjölga aftur. Ég finn að það blossar upp í mér
gömul reiði. Ég er mjög sár. Því mér finnst þjóðin
hafa brugðist fjölskyldunni. Öll þessi ár stóð hún
aldrei með okkur. En það hefur hjálpað mér að
lesa stuðningsbréfin sem við höfum fengið síð-
ustu daga. Mér finnst það frábært hvernig við-
horfin eru að breytast.“
Eins og Alfreð segir er það sem er að gerast á
Íslandi í dag í raun og veru kraftaverk. „Ég hef þá
trú að sú braut sem prestar velja sér í dag verði
kirkjunni til frama og hjálpar. Það er margt eft-
ir þegar maður sér hvers þeir eru megnugir sem
standa fremstir í flokki við að lækna kirkjuna og
bæta. Það sem Pála er að gera er einsdæmi og
ég er þess fullviss að þetta er stór kafli í sögu ís-
lensku þjóðarinnar. Enn á eftir að brjóta niður
nokkra múra en það tekst. Það hræðir mig svo-
lítið að Pétur Kr. Hafstein eigi að skipa í þessa
sannleiksnefnd. Ég óttast að hann hallist að
kirkjunnar mönnum og hefði viljað sjá einhvern
hlutlausari leiða þessa vinnu. Þetta lyktar, það
er mín persónulega skoðun. En við skulum sjá
hvernig þetta fer. Það má vel vera að hann standi
sig vel og þá skal ég vera fyrstur manna til að lýsa
því yfir.“
ingibjorg@dv.is
34 viðtal 3. september 2010 föstudagur
Hann kallaði mömmu hóru, eiturlyfjaneyt-
anda og þess háttar.
Bjuggu Við Ótta Það er af
sem áður var þegar stelpurnar
upplifðu stöðuga ógn á Íslandi.
MynD anna Marín ScHraM
Stoltar Mæðgur Stelpurnar
segja að móðir þeirra hafi kennt
þeim að berjast alltaf fyrir sann-
leikanum. Það borgi sig að lokum.
MynD anna Marín ScHraM