Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 44
Brotnu Rannsóknarlögreglumaðurinn George S. Dougherty beitti óvanalegri aðferð til að góma morðingja Willi- ams Henrys Jackson sem hafði verið myrtur í svítu sinni á Iroquois-hótelinu í New York. Innan sólarhrings var Dougherty búinn að leysa málið og var það ekki síst að þakka brotnum eldspýtum. Morðmálið sem rann-sóknarlögreglu-maðurinn George S. Dougherty stóð frammi fyrir 28. júlí 1911 myndi seint vera talið sígilt. Engu að síður var um morðráðgátu að ræða sem þurfti að leysa sem fyrst og sú varð líka raunin, þökk sé dálæti Doug- hertys á dramatískum og óhefð- bundnum aðferðum. Dougherty var, ásamt lækni og nokkrum lögreglumönnum, stadd- ur í ríkulega búinni svítu á Iroquois- hótelinu í New York. Taugaveiklað- ur hótelstarfsmaður benti titrandi fingri á svefnherbergið. Það sem áður hafði verið snyrtilegt herbergi búið aðeins of mörgum húsgögn- um, í anda þess tíma, var þegar þar var komið sögu vettvangur óreiðu; lampar lágu á gólfinu, borð voru á hvolfi, skúffur höfðu verið dregnar út fatnaður lá á víð og dreif. Á rúminu var líkið af farsælum verðbréfasala, William Henry Jack- son, í blóði drifnum rúmfatnaði. Höfuðið var blóði stokkið sem og efri hluti líkamans. Herbergisþerna hafði fundið líkið fimmtán mínút- um áður. Klóróform og brotnar eldspýtur Frumathugun læknisins leiddi í ljós að Jackson hafði verið barinn ótal sinnum í höfuðið af slíku afli að höfuðkúpan brotnaði á fimm stöðum og einnig hafði hann fund- ið klút undir líkinu sem lyktaði af klóróformi. Banastundin hafði ver- ið tveimur tímum fyrr, klukkan átta um kvöldið. Dougherty leitaði vísbendinga í óreiðunni og fann undir rúminu litla flösku. Hann stakk blýanti í stút- inn á henni og lyfti henni að vitum sér. Lyktin af klóróformi var greini- leg og á merkimiðanum var heim- ilisfang lyfsala í Newark í New Jer- sey. Dougherty gaf lögreglumanni fyrirmæli um að komast án tafar að nafni kaupandans. Aðrir hlutar svítunnar báru eng- in merki þess ódæðis sem framið hafði verið í svefnherberginu, en á baðherberginu var lítill gluggi sem smávaxin eða grönn manneskja hefði hæglega getað farið inn eða út um. Fyrir utan gluggann var bruna- stigi. Til hliðar við svefnherbergið var skot með hengi fyrir. Í skotinu fann Dougherty sex eldsýtur sem brotnar voru í tvennt. Engin þeirra hafði verið tendruð. Dougherty setur upp gildru Eðli málsins samkvæmt lét Doug- herty yfirheyra gesti allra nærliggj- andi herbergja, kanna hvort ein- hverjir hefðu skráð sig af hótelinu nýlega og athuga hvers væri sakn- að úr herberginu. Í ljós kom að öll verðmæti Jacksons voru horfin, þar á meðal nokkurt reiðufé en vitað var að Jackson var alla jafna með nokk- ur hundruð dali á sér. Árla næsta morgun gat lögreglu- maðurinn sem sendur var til New- ark upplýst um kaupanda klóró- formsins. Um var að ræða konu, leigusala, sem kom af fjöllum vegna áhuga lögreglunnar á klóróforminu sem hún hafði keypt til að svæfa gamlan hund sem hún átti. Síð- an hafði klóróformið verið í skáp í baðherberginu – reyndar hefði ein- hver leigjendanna geta tekið það til handargagns. Dogherty fékk lista yfir leigjend- urna sem voru allir að heiman og sendi síðan lögregluþjón á lögreglu- stöðina. Lögregluþjónninn snéri til baka nokkru síðar, ásamt tveimur rannsóknarlögreglumönnum, með stóran ljóskastara og ýmislegt fleira. Kastarinn var settur upp í forstof- unni og tengdur þannig að um leið og dyrnar yrðu opnaðar myndi sá sem það gerði verða baðaður sterku ljósi. Leigjendur slegnir út af laginu Hvað Dougherty ætlaðist fyrir var starfsfélögum hans hulin ráðgáta og hann var fyrstur til að viðurkenna að áform hans væru ekki að öllu leyti samkvæmt bókinni. Með því að varpa sterku ljósi í andlit þeirra sem gengju um dyrnar vonaðist Dougherty til að slá þá út af laginu og koma þannig upp um hinn seka. Þegar leið að kvöldi kom fyrsti leigjandinn heim og fyrirvaralaust lýsti blindandi ljósgeisli upp and- lit hans. Hann stóð kyrr eitt andar- tak og hrópaði síðan: „Slökkvið á þessu!“ Dougherty gekk að mann- inum og lagði fyrir hann fjölmarg- ar spurningar og sagði maðurinn að hann hefði aldrei á Iroquois-hótel- ið komið og kærði sig ekki um það. Að lokinni yfirheyrslu var maðurinn færður inn í bakherbergi. Næsta klukkutímann komu tveir leigjendur heim og voru við- brögð þeirra á svipuðum nótum og þess fyrsta sem fékk að njóta félags- skapar þeirra að yfirheyrslu lokinni. Klukkan átta um kvöldið bar fjórða leigjandann að garði og var sá lág- vaxinn og grannur, um það bil sautj- án ára gamall. Um leið og ljósið skall á andliti hans snérist hann á hæli og hugð- ist forða sér en riðvaxinn lögreglu- þjónn varnaði honum útgöngu. Dougherty hóf yfirheyrsluna. Morðinginn brotnar saman Leigjandinn, Paul Geidel, sagði við yfirheyrsluna að hann væri bara búinn að vera í New York í nokkra mánuði og hefði aldrei heyrt Iro- quois-hótelið nefnt þann tíma, hvað þá að hann vissi hver William Henry Jackson væri. Geidel hafði aðra höndina í vasanum og þegar Doug- herty lét leiða hann á brott tók Geid- el höndina úr vasanum og féllu þá litlar tréflísar á gólfið. En Dougherty var ekki búinn að afgreiða Geidel og hélt áfram yfir- heyrslunni í flóðlýstri forstofunni. Geidel var greinilega taugaóstyrk- ur, hendur hans voru á iði og án þess að hann gerði sér grein fyrir því tók hann upp eldspýtu sem Doug- herty hafði skilið af ásettu ráði eftir á borðinu. Í skamma stund fitlaði Geidel við eldspýtuna og braut hana svo í tvennt. Dougherty tók þá upp um- slagið með eldspýtunum sem hann hafði fundið í svítunni á Iroquois- hótelinu: „Þú skildir þessar eftir í skotinu á Iroquois-hótelinu í gær, ekki satt?“ Ungi maðurinn sökk niður í stól- inn og innan örfárra mínútna var hann búinn að játa á sig morðið. Geidel viðurkenndi að hafa unnið á hótelinu um skamma hríð en verið rekinn. Gamalmennið varðist grimmilega Paul Geidel þekkti til Jacksons og vissi að hann hafði gjarna nokkur hundruð dali í fórum sínum. Honum hafði virst að Jackson, sjötíu og fimm ára, yrði kjörið fórnarlamb en raun- in varð önnur. Geidel hafði farið um bakstigann, smeygt sér inn um bað- herbergisgluggann og falið sig í skot- inu. Eftir að Jackson var genginn til náða lét hann til skarar skríða. Geidel til mikillar furðu tók gamli maðurinn hraustlega á móti, klóróformið brást og Geidel neydd- ist til að berja hann með stól. Eft- ir að stóllinn brotnaði hélt Geidel áfram að berja Jackson í höfuðið þar til hann var allur. Ástæða árásarinnar var að sögn Geidels sú að hann vantaði reiðufé sem gerði honum kleift að stunda næturlífið og skemmta sér. Nokkrum mánuðum síðar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Paul Geidel væri sekur um morð og í kjölfarið var hann dæmdur til lífs- tíðarfangelsis. Einungis ungur aldur Geidels forðaði honum frá lífláti. Sagan segir að hann hafi fitlað við eldspýtu þegar hann var færður í fangelsið. „Ég hélt að þeir myndu aldrei ná mér,“ sagði hann um leið og hann braut eldspýtuna í tvennt. Enginn sat jafn lengi og Geid- el í fangelsi í Bandaríkjunum, 68 ár og 245 daga, því að afplánun lok- inni var hann úrskurðaður veikur á geði og dvaldi þaðan í frá á hinum ýmsu fangastofnunum. Árið 1975 var Geidel, þá áttræðum, veitt lausn, en hann vildi ekki yfirgefa stofnun- ina og taldi að hann myndi ekki lifa af utan hennar. Því var hann þar í sex ár í viðbót. Hann andaðist 1987 og talið er að hann hafi eytt síðustu árum sínum á umönnunarheimili fyrir aldraða. 44 sakaMál umsjón: KoLbeinn þorSteinSSon kolbeinn@dv.is 3. september 2010 föstudagur iroquois-hótelið í new York Afdrifarík ákvörðun ungs manns kostaði hann frelsið í 69 ár. eldspýturnar Ég hélt að þeir myndu aldrei ná mér,“ sagði hann um leið og hann braut eld- spýtuna í tvennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.