Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 42
Kristján fæddist að Marteins- tungu í Holtum og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1942 og kynnti sér kerfi framhaldsmenntunar í boði National Association of High Schools and Colleges í Bandaríkj- unum 1967–68. Kristján var kennari við barna- skólann á Suðureyri við Súganda- fjörð 1942–43, skólastjóri barna- skólans á Hellissandi 1943–52, yfirkennari við Langholtsskólann í Reykjavík 1952–61, skólastjóri þar 1961–73 og fræðslustjóri í Reykja- vík 1973–82. Þá var hann skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur 1954–64. Kristján var oddviti hrepps- nefndar í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 1946–52, varaborgar- fulltrúi í Reykjavík 1958–70, borg- arfulltrúi í Reykjavík 1970–73, sat í borgarráði 1970–73, sat í fræðslu- ráði Reykjavíkur 1954–73 og for- maður þess 1970–73, varaformað- ur stjórnar Ríkisútgáfu námsbóka 1956–64 og formaður 1964–79. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Hell- issands 1947–52, var varamaður í útvarpsráði 1953–66 og aðalmað- ur þar 1966–70, sat í launamála- nefnd Reykjavíkurborgar, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja- víkurborgar, í stjórn SVR og í stjórn BSRB um skeið og í stjórn Sambands íslenskra barnakenn- ara. Þá sat Kristján í fjölda stjórn- skipaðra nefnda er lúta að hinum ýmsu verkefnum á sviði mennta- mála, sat í fræðslulaganefnd 1969 og kom mjög að undirbúningi laga um grunnskóla sem samþykkt voru 1974 og tóku við af lögum um barnafræðslu og skólaskyldu frá 1907. Kristján sá um útgáfu á Skóla- ljóðum, útg. 1964. Út hafa komið eftir Kristján skáldsagan Refska, útg. 1986, og ljóðabækurnar Leir- karlsvísur, útg. 1989, og Gráglettn- ar stundir, útg. 1993, Okkar á milli sagt, útg. 1995 og Tvöfalt bókhald, útg. 1997. Hann var ritstjóri Les- bókar barnanna í Morgunblaðinu 1957–71. Fjölskylda Kristján kvæntist 9.9. 1944 Þórdísi Kristjánsdóttur, f. 18.9. 1918, d. 7.6. 2002, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Kristjáns Alberts Kristjáns- sonar, kaupmanns á Suðureyri, og k.h., Sigríðar H. Jóhannesdóttur húsmóður. Börn Kristjáns og Þórdísar eru Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8.6. 1948, kennari við Rimaskóla, bú- sett í Reykjavík, gift Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrv. borgarstjóra, og á hún tvö börn, Kristján Orra, f. 22.3. 1971, og Erlu Björk, f. 20.6. 1976; Kristján Sigurður Kristjáns- son, f. 24.3. 1950, dr. í eðlisefna- fræði og kennari við Menntaskól- ann í Kópavogi og Háskóla Íslands, búsettur í Kópavogi, kvæntur Mar- gréti Steinarsdóttur líffræðingi og eiga þau tvær dætur, Grétu Björk, f. 5.2. 1973, og Þórdísi Heiðu, f. 22.10. 1974; Hörður, f. 6.6. 1951, dr. í líf- efnafræði og framkvæmdastjóri Ís- teka, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Maríu Hrönn Gunnarsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvo syni, Kristján, f. 7.12. 1993, og Hrafn, f. 17.7. 1996, auk þess sem Hörður á tvær dætur, Ágústu Heru, f. 8.8. 1978, og Hebu Margréti, f. 29.8. 1980; Elín, f. 31.1. 1959, lyfjafræð- ingur, búsett í Garðabæ, gift Baldri Viðari Hannessyni viðskiptafræð- ingi og eiga þau fjögur börn, Hildi, f. 13.7. 1987, Sindra, f. 3.4. 1990, Önnu Maríu, f. 28.8. 1994, og Láru Mist, f. 29.3. 1998; Ásdís, f. 7.4. 1961, sjúkraþjálfari og sviðsstjóri lungnasjúkraþjálfunar á Reykja- lundi, búsett í Kópavogi, gift Ársæli Kristjánssyni þvagfæraskurðlækni og eiga þau þrjú börn, Kára, f. 2.7. 1985, Steinar, f. 9.12. 1987, og Þór- dísi Söru, f. 11.2. 1991. Systkini Kristjáns voru Ólöf Gunnarsdóttir, f. 18.7. 1911, d. 16.5. 2006, lengst af húsmóðir í Reykja- vík, síðast búsett í Vestmanna- eyjum; Guttormur, f. 24.11. 1913, d. 10.11. 2009, bóndi í Marteins- tungu; Dagbjartur, f. 24.11. 1913, d. 28.6. 2009, búsettur í Marteins- tungu og síðar í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Gunn- ar Einarsson, f. 3.3. 1876, d. 24.11. 1961, bóndi í Marteinstungu, og k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1889, d. 26.1. 1983, hús- freyja. Ætt Gunnar var sonur Einars, b. í Götu í Holtum og síðar í Köldukinn Þor- steinssonar, b. í Köldukinn, bróð- ur Jóns í Árbæ, langafa Helga Jónassonar, læknis og alþm., föð- ur Hrafnkels yfirlæknis, en syst- ir Helga var Helga, móðir Einars Ágústssonar utanríkisráðherra. Þorsteinn var sonur Runólfs, pr. á Stórólfshvoli Jónssonar að Höfða- brekku Runólfssonar. Móðir séra Runólfs var Guðrún Hallgrímsdótt- ir í Kerlingadal Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún, systir Berg- ljótar, langömmu Páls, afa Hjörleifs Guttormssonar, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Þorsteins, pr. á Krossi í Landeyjum Stefánssonar, spítalahaldara Björnssonar. Móðir séra Þorsteins var Guðrún Björns- dóttir frá Birtingaholti. Móðir Guð- rúnar á Stórólfshvoli var Margrét Hjörleifsdóttir, pr. á Valþjófsstöð- um Þórðarsonar. Móðir Einars í Götu var Sólrún Nikulásdóttir. Móðir Gunnars var Guðrún, systir Guðmundar, bæjarfulltrúa í Reykjavík. Guðrún var dóttir Ás- björns, í Tungu í Flóa Þorsteins- sonar. Guðrún, móðir Kristjáns, var systir Ágústs, afa Gunnars Ragnars, fyrrv. forseta bæjarstjórnar á Akur- eyri. Guðrún var dóttir Kristjáns, b. í Marteinstungu Jónssonar og Óla- far Sigurðardóttur. Faðir Kristjáns var Jón, hreppstjóri í Litlu-Tungu í Holtum, bróður Þorsteins í Köldu- kinn. Móðir Kristjáns var Krist- ín Jakobsdóttir, b. í Litlu-Tungu Bjarnasonar. Móðir Guðrúnar var Ólöf Sig- urðardóttir, b. á Barkarstöðum Ís- leifssonar og Ingibjargar, systur Tómasar Fjölnismanns, langafa Helga Tómassonar yfirlæknis, föð- ur Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Tómas var einnig langafi Þórhildar, móður Páls Líndal ráðuneytisstjóra og Sigurðar Líndal lagaprófessors. Ingibjörg var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindarholti Ögmundssonar, pr. á Krossi, bróður Böðvar, pr. í Holta- þingum, föður Þorvalds, pr. í Holti, forföður Vigdísar Finnbogadótt- ur, Gylfa Þ. Gíslasonar og Matthí- asar Johannessen. Ögmundur var sonur Presta-Högna, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðs- sonar. Kristján verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 8.9. og hefst athöfnin kl. 15.00. andlát Kristján J. Gunnarsson fyrrv. borgarfulltrúi og fræðslustjóri í reykjavík merkir íslendingar Fæddur 29.11. 1919 – Dáinn 30.8. 2010 42 minning 3. september 2010 föstudagur Eftirmæli Ólafs B. Thors um kristján gunnarsson „Við Kristján vorum borgarfulltrú- ar samtímis og unnum því saman í borgarstjórn og í borgarráði á árun- um 1970–73. En við unnum einnig og ekki síður saman að ýmsum inn- anbúðarmálum Sjálfstæðisflokks- ins þá og oft síðar. Um samstarf okkar að flokksmálefnunum kem- ur mér það fyrst í hug að við Kristj- án vorum eitt sinn fengnir til þess að undirbúa jarðveginn fyrir lands- fund flokksins á afar viðkvæmum átakatímum milli tveggja stríðandi fylkinga, þeirra Geirs Hallgrímsson- ar og Gunnars Thoroddsen. Okkur Kristjáni var ætlað að fara yfir við- kvæm álitamál og ná sáttum um skipulagsþætti sem kynnu að koma til álita og draga þannig úr spennu milli þessara fylkinga með fyrir- byggjandi samkomulagi. Kristján var mikill stuðnings- maður Gunnars Thoroddsen en ég var fulltrúi fyrir stuðningsmenn Geirs. Báðir höfðum við hins veg- ar áhyggjur af því að þessar deilur og þessir flokkadrættir gætu klofið flokkinn okkar endanlega. Við svona aðstæður koma oft bestu eiginleikar manna vel í ljós. Þetta tiltekna samstarf okkar varð hnökralaust og ég held árangurs- ríkt. Ég fann þá vel hvílíkur ágætis- maður Kristján var, fastur fyrir en sanngjarn, traustur og heiðarlegur. Það var ætíð ánægjulegt að vinna með Kristjáni enda var hann sam- viskusamur og mikill fagmaður á sínu sviði.“ Ólafur B. Thors fyrrv. framkvæmdastjóri og fyrrv. forseti borgarstjórnar Guðmundur Thorsteinsson – Muggur myndlistarmaður f. 5.9. 1891, d. 26.7. 1924 Guðmundur Thorsteinsson mynd- listarmaður, sem nefndi sig Mugg, var sonur Péturs J. Thorsteinsson- ar, útgerðarmanns og stórathafna- manns á Bíldudal og víðar, og k.h., Ásthildar, dóttur Guðmundar, próf- asts og alþingismanns á Breiðaból- stað á Skógarströnd Einarssonar, bróður Þóru, móður þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Systir Ásthildar var Theodóra Thoroddsen skáldkona, kona Skúla Thorodd- sen og amma Skúla Halldórsson- ar tónskálds og Dags Sigurðarsonar skálds. Meðal systkina Muggs voru Borghildur, amma Ólafs B. Thors, fyrrv. framkvæmdastjóra Sjóvár og fyrrv. forseta borgarstjórnar, og Katrín, móðir Péturs J. Thorsteins- sonar sendiherra. Muggur stundaði myndlistar- nám í Kaupmannahöfn og fór í námsferðir til Þýskalands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hann þótti afar myndarlegur, varð snemma ást- sæll og mikils metinn listamaður á ótrúlega skömmum tíma bæði hér á landi og í Danmörku. Hann var mjög fjölhæfur listamaður en verk hans minna á nýrómantíska stefn- una á öðrum og þriðja áratug síð- ustu aldar, fínleg, ljóðræn og trega- blandin. Þekktasta verk hans er líklega hið gullfallega, myndskreytta barnaæv- intýri um Dimmalimm. Auk þess myndskreytti hann þulur frænku sinnar, Theodóru Thoroddsen, og gerði fjölda mynda við íslenskar þjóðsögur. Hann málaði olíu- og vatnslitamyndir, teiknaði, vann með grafík og einnig með klippimyndir. Muggur var öllum harmdauði er hann lést langt fyrir aldur fram ein- ungis þrjátíu og tveggja ára. Bessi Bjarnason leikari f. 5.9. 1930, d. 12.9. 2005 Bessi Bjarnason var einn af lang- vinsælustu gamanleikurum þjóð- arinnar á seinni helmingi tuttug- ustu aldar. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp við Grensásveginn og í Skerjafirðinum. Bessi lauk verslun- arprófi 1949, var í námi í Leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar 1949–50 og í fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1950–52. Bessi sinnti ýmsum störfum með leiklistinni, vann í Kassagerð Reykjavíkur, var bókari í Lands- smiðjunni 1952–62 og sinnti sölu- mennsku. Hann var leikari í Þjóð- leikhúsinu frá 1952 og skemmti með Gunnari Eyjólfssyni sem uppistand- ari á hinum ýmsu skemmtunum víða um land á árunum 1955–70. Þá fór hann um landið með Sum- argleðinni á árunum 1971–86 og með leikflokknum Lillý verður létt- ari 1973–74. Hann stóð fyrir útgáfu á barnaleikritum, lesnum barnasög- um og ýmsu skemmtiefni á hljóm- plötum og snældum. Bessi lék lengst af í Þjóðleikhús- inu en meðal ógleymanlegra hlut- verka hans þar voru Jónatan í Kar- dimommubænum árið 1960 og síðar Kasper í sama leikriti fjórtán árum síðar og Mikki refur í Dýrun- um í Hálsaskógi. Þá lék hann Gvend í Skugga-Sveini, Gvend snemmbæra í Nýársnóttinni, Argan í Ímyndun- arveikinni, Sveik í Sveik og síðari heimsstyrjöldinni, Jamie í My Fair Lady, Christopher Mahon í Lukku- riddaranum og Mick í Húsverðinum svo aðeins örfá af aragrúa hlutverka þessa vinsæla leikara séu nefnd. Bessi var gjaldkeri Félags ís- lenskra leikara um langt árabil og sat í stjórn Lífeyrissjóðs leikara. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Þegar andlát ber að www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.