Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 3. september 2010 FÖSTUDAGUR
ÚRSLITAFUNDUR KVÖLDIÐ FYRIR RÁÐHERRASKIPTI
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar
stjórnarflokkanna, sátu á tveggja klukkustunda fundi með Ög-
mundi Jónassyni og Jóni Bjarnasyni kvöldið áður en tilkynnt
var um breytingar á ríkisstjórninni. Á þeim fundi var reynt
til úrslita að treysta samstöðu innan Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs og efla samstöðu stjórnarflokkanna um lyk-
ilmál. Fundinum er líkt við samningafund þriggja flokka sam-
steypustjórnar. .
Síðastliðið miðvikudagskvöld sátu
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar og Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, á tveggja
klukkustunda löngum fundi með
Ögmundi Jónassyni og Jóni Bjarna-
syni, þingmönnum VG. Ekkert hefur
kvisast út um það hvaða erindi odd-
vitar ríkisstjórnarinnar áttu við Ög-
mund og Jón sem nú eiga báðir sæti
í ríkisstjórninni eftir endurkomu Ög-
mundar. Þegar tekið er tillit til erf-
iðra viðfangsefna ríkisstjórnarinnar
er engu að síður víst að umræðurn-
ar snerust um stuðning þeirra beggja
við ýmis helstu stefnumál ríkisstjórn-
arinnar. Fundur Jóhönnu, Stein-
gríms, Ögmundar og Jóns hafði því
yfirbragð samningafundar þriggja
flokka samsteypustjórnar. Engin
nauðsyn hefði rekið oddvita ríkis-
stjórnarinnar til fundahalda ef ekki
væri fyrir klofning Vinstri grænna í
Steingríms- og Ögmundararm.
Undanfarið tæpt ár hefur Jón
Bjarnason verið eini fulltrúi „óró-
legu deildar“ VG innan ríkisstjórn-
arinnar eftir að Ögmundur Jónasson
sagði af sér embætti heilbrigðisráð-
herra og gekk út úr ríkisstjórninni
vegna ágreinings við samráðherra
sína um Icesave. Eftir er að sjá hvort
breytingarnar á stjórnarheimilinu
verði raunverulega til þess að þétta
raðir stjórnarliða og treysta meiri-
hlutasamstarfið á Alþingi. Ný fylgis-
könnun bendir til þess að fylgi stjórn-
arflokkanna sé að aukast á meðan
fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks stendur í stað.
Heit kartafla
Enn er ósamið um Icesave. Ög-
mundur kveðst aðspurður í fjölmiðl-
um hafa verið tilbúinn til verka á ný
innan ríkisstjórnarinnar undanfarna
11 mánuði eða frá því hann gekk út
vegna ágreinings um Icesave.
Staða Icesave-málsins er þó óljós.
Yfirlýsingar hafa verið gefnar út af
hálfu áhrifamanna innan Evrópu-
sambandsins um innstæðutrygg-
ingakerfi sem kunna að vera málstað
Íslands hagfelld varðandi uppgjör
við Hollendinga og Breta. Á móti hef-
ur ESA, Eftirlitstofnun EFTA, áminnt
íslensk stjórnvöld um að þeim sé
skylt að tryggja greiðslu á lágmarks-
tryggingu til breskra og hollenskra
sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn
á Icesave-reikninga Landsbankans.
Auk þessa er ástæða til að ætla
að Hollendingar og Bretar kunni að
fara í hart gegn íslenskum stjórn-
völdum viðurkenni þau ekki ábyrgð
og greiðsluskyldu. Í málaferlum gegn
íslenska ríkinu gætu Hollendingar
meðal annars bent á að svo seint sem
29. maí árið 2008 hafi Landsbankinn
opnað Icesave-reikninga í Hollandi
og safnað 300 milljörðum af sparifé
almennings þar í landi með vitund,
vilja og samþykki íslenskra stjórn-
valda og íslenskra eftirlitsstofnana.
Sýni lögfræðingar hollenskra stjórn-
valda fram á að íslensk stjórnvöld
hafi leynt vitneskju um að Lands-
bankinn hafi vart verið gjaldfær á
þeim tíma gætu íslensk stjórnvöld
tapað slíku máli með alvarlegum af-
leiðingum.
Ögmundur Jónasson segir nú að
Icesave-málið sé komið í allt annan
farveg en þegar hann gekk úr ríkis-
stjórninni og af þeim sökum megi
taka það út fyrir sviga. „Ég tók þá
ákvörðun mína að fara á sínum tíma
út frá þeim niðurstöðum sem þá
lágu fyrir. Málið er komið inn í ann-
an farveg þar sem er um að ræða
breiða, pólitíska aðkomu að málinu
og væntanlega samstöðu um málið.
Þannig að ég held að þetta sé kom-
ið inn á braut sem mun leiða til far-
sællar niðurstöðu sem bæði þing og
þjóð sættir sig við. Sú niðurstaða er
ekki í augsýn núna en ég hef fulla trú
á því að farsælar lyktir náist í málinu,“
segir Ögmundur í samtali við DV.
Álfheiði þakkað sérstaklega
Jóhanna og Steingrímur réðust í
breytingar innan ríkisstjórnarinnar í
tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til þess
að framfylgja yfirlýstri stefnu um
sameiningu ráðuneyta og fækkun
ráðherra. Í öðru lagi voru breyting-
arnar gerðar til þess að treysta sam-
stöðu og samstarf innan ríkisstjórn-
arinnar. Þegar þing kom saman
skömmu eftir ráðherraskiptin lögðu
þau ríka áherslu á að breytingarn-
ar á ríkisstjórninni táknuðu aukinn
stöðugleika hennar og að hún væri
hreint ekki á förum. Á þingfundin-
um þakkaði Steingrímur Álfheiði
Ingadóttur sérstaklega fyrir að hafa
komið inn í ríkisstjórnina með stutt-
um fyrirvara og leyst verkefni innan
heilbrigðisráðuneytisins með heiðri
og sóma. Hann fagnaði einnig sér-
staklega komu Guðbjarts Hannes-
sonar í velferðarráðuneytið. Þar væri
um mikla fjárhagslega hagsmuni
að ræða og viðkvæma þjónustu við
þegnana. „Mér líður vel að heilbrigð-
ismál séu í höndum hans.“ Loks bauð
Steingrímur Ögmund flokksbróður
sinn velkominn í ríkisstjórnina; allir
þekktu atorku hans og dugnað.
Meðal stjórnarliða sem DV hefur
Látum ekki íhaldið ljúga
okkur í sundur.
JÓHANN HAUKSSON og
KRISTJANA GUÐBRANDSÓTTIR
blaðamenn skrifa: johannh@dv.is og kristjana@dv.is
Ný ríkisstjórn Ögmundur
Jónasson og Guðbjartur Hannesson
fá næg verkefni um leið og þeir
setjast í ráðherrastólana.
Ekki allt búið enn Það
hallar á konur í ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur
en hún lofar breytingum
um áramót þegar til verður
atvinnuvegaráðuneyti og
ráðherrum fækkar um einn.