Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 3. september 2010 FÖSTUDAGUR ÚRSLITAFUNDUR KVÖLDIÐ FYRIR RÁÐHERRASKIPTI Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar stjórnarflokkanna, sátu á tveggja klukkustunda fundi með Ög- mundi Jónassyni og Jóni Bjarnasyni kvöldið áður en tilkynnt var um breytingar á ríkisstjórninni. Á þeim fundi var reynt til úrslita að treysta samstöðu innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og efla samstöðu stjórnarflokkanna um lyk- ilmál. Fundinum er líkt við samningafund þriggja flokka sam- steypustjórnar. . Síðastliðið miðvikudagskvöld sátu Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, á tveggja klukkustunda löngum fundi með Ögmundi Jónassyni og Jóni Bjarna- syni, þingmönnum VG. Ekkert hefur kvisast út um það hvaða erindi odd- vitar ríkisstjórnarinnar áttu við Ög- mund og Jón sem nú eiga báðir sæti í ríkisstjórninni eftir endurkomu Ög- mundar. Þegar tekið er tillit til erf- iðra viðfangsefna ríkisstjórnarinnar er engu að síður víst að umræðurn- ar snerust um stuðning þeirra beggja við ýmis helstu stefnumál ríkisstjórn- arinnar. Fundur Jóhönnu, Stein- gríms, Ögmundar og Jóns hafði því yfirbragð samningafundar þriggja flokka samsteypustjórnar. Engin nauðsyn hefði rekið oddvita ríkis- stjórnarinnar til fundahalda ef ekki væri fyrir klofning Vinstri grænna í Steingríms- og Ögmundararm. Undanfarið tæpt ár hefur Jón Bjarnason verið eini fulltrúi „óró- legu deildar“ VG innan ríkisstjórn- arinnar eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráð- herra og gekk út úr ríkisstjórninni vegna ágreinings við samráðherra sína um Icesave. Eftir er að sjá hvort breytingarnar á stjórnarheimilinu verði raunverulega til þess að þétta raðir stjórnarliða og treysta meiri- hlutasamstarfið á Alþingi. Ný fylgis- könnun bendir til þess að fylgi stjórn- arflokkanna sé að aukast á meðan fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks stendur í stað. Heit kartafla Enn er ósamið um Icesave. Ög- mundur kveðst aðspurður í fjölmiðl- um hafa verið tilbúinn til verka á ný innan ríkisstjórnarinnar undanfarna 11 mánuði eða frá því hann gekk út vegna ágreinings um Icesave. Staða Icesave-málsins er þó óljós. Yfirlýsingar hafa verið gefnar út af hálfu áhrifamanna innan Evrópu- sambandsins um innstæðutrygg- ingakerfi sem kunna að vera málstað Íslands hagfelld varðandi uppgjör við Hollendinga og Breta. Á móti hef- ur ESA, Eftirlitstofnun EFTA, áminnt íslensk stjórnvöld um að þeim sé skylt að tryggja greiðslu á lágmarks- tryggingu til breskra og hollenskra sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn á Icesave-reikninga Landsbankans. Auk þessa er ástæða til að ætla að Hollendingar og Bretar kunni að fara í hart gegn íslenskum stjórn- völdum viðurkenni þau ekki ábyrgð og greiðsluskyldu. Í málaferlum gegn íslenska ríkinu gætu Hollendingar meðal annars bent á að svo seint sem 29. maí árið 2008 hafi Landsbankinn opnað Icesave-reikninga í Hollandi og safnað 300 milljörðum af sparifé almennings þar í landi með vitund, vilja og samþykki íslenskra stjórn- valda og íslenskra eftirlitsstofnana. Sýni lögfræðingar hollenskra stjórn- valda fram á að íslensk stjórnvöld hafi leynt vitneskju um að Lands- bankinn hafi vart verið gjaldfær á þeim tíma gætu íslensk stjórnvöld tapað slíku máli með alvarlegum af- leiðingum. Ögmundur Jónasson segir nú að Icesave-málið sé komið í allt annan farveg en þegar hann gekk úr ríkis- stjórninni og af þeim sökum megi taka það út fyrir sviga. „Ég tók þá ákvörðun mína að fara á sínum tíma út frá þeim niðurstöðum sem þá lágu fyrir. Málið er komið inn í ann- an farveg þar sem er um að ræða breiða, pólitíska aðkomu að málinu og væntanlega samstöðu um málið. Þannig að ég held að þetta sé kom- ið inn á braut sem mun leiða til far- sællar niðurstöðu sem bæði þing og þjóð sættir sig við. Sú niðurstaða er ekki í augsýn núna en ég hef fulla trú á því að farsælar lyktir náist í málinu,“ segir Ögmundur í samtali við DV. Álfheiði þakkað sérstaklega Jóhanna og Steingrímur réðust í breytingar innan ríkisstjórnarinnar í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til þess að framfylgja yfirlýstri stefnu um sameiningu ráðuneyta og fækkun ráðherra. Í öðru lagi voru breyting- arnar gerðar til þess að treysta sam- stöðu og samstarf innan ríkisstjórn- arinnar. Þegar þing kom saman skömmu eftir ráðherraskiptin lögðu þau ríka áherslu á að breytingarn- ar á ríkisstjórninni táknuðu aukinn stöðugleika hennar og að hún væri hreint ekki á förum. Á þingfundin- um þakkaði Steingrímur Álfheiði Ingadóttur sérstaklega fyrir að hafa komið inn í ríkisstjórnina með stutt- um fyrirvara og leyst verkefni innan heilbrigðisráðuneytisins með heiðri og sóma. Hann fagnaði einnig sér- staklega komu Guðbjarts Hannes- sonar í velferðarráðuneytið. Þar væri um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða og viðkvæma þjónustu við þegnana. „Mér líður vel að heilbrigð- ismál séu í höndum hans.“ Loks bauð Steingrímur Ögmund flokksbróður sinn velkominn í ríkisstjórnina; allir þekktu atorku hans og dugnað. Meðal stjórnarliða sem DV hefur Látum ekki íhaldið ljúga okkur í sundur. JÓHANN HAUKSSON og KRISTJANA GUÐBRANDSÓTTIR blaðamenn skrifa: johannh@dv.is og kristjana@dv.is Ný ríkisstjórn Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson fá næg verkefni um leið og þeir setjast í ráðherrastólana. Ekki allt búið enn Það hallar á konur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en hún lofar breytingum um áramót þegar til verður atvinnuvegaráðuneyti og ráðherrum fækkar um einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.