Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 19
föstudagur 3. september 2010 fréttir 19
Gaxa Raf - rettan
n Sama tilfinning og bragð fyrir þá Sem reykja
n án allra eiturefna, engin lykt og má reykja hvar Sem er
Pantaðu á netinu, www.gaxa.is - Pöntunarsími: 865-6520
Startpakkinn
aðeins 9.995 kr.
Flokksbræður véla um miklar eignir
Ekki augljós verðmæti
Mörgum þótti kunningjaveldið og
frændhygli ráða för þegar eignir rík-
isins á Keflavíkurflugvelli voru seldar
á almennum markaði. Runólfur Ág-
ústsson var viðloðandi Háskólavalla-
verkefnið og Keili frá upphafi. Hann
hefur eitt og annað um þetta að segja,
meðal annars að ekki hafi verið sjálf-
gefið að gera verðmæti úr hálfgerð-
um draugabæ.
„Nánast allar herstöðvar sem
Bandaríkjamenn hafa skilið efir sig í
Evrópu hafa grotnað niður og orðið
byrði á herðum nærliggjandi samfé-
laga. Íslenska ríkið fékk þessar eign-
ir gefins. Ákveðið var að selja þær og
það komu nokkur tilboð. Ég var þátt-
takandi í þessu fyrir hönd kaupenda
og átti hlut í því sem varð Háskóla-
vellir. Ég sá ekki annað en að þarna
færi allt heiðarlega og rétt fram. Vera
má að aðferðafræðin hafi ekki þótt
nægilega góð en svona var þetta. Mitt
hlutverk var að koma uppbygging-
unni af stað, leiða saman skóla, fyr-
irtæki, fjárfesta og síðast en ekki síst
að leiða almenning á Suðurnesjum
að þessu. Að þessu komu til dæmis
verkalýðsfélög þar. Verkefnið var að
finna þessu innihald og koma því af
stað. Með þessu sköpuðust verðmæti
sem ekki var sjálfgefið að yrði.“
Hörð gagnrýni
Þess má geta að í kjölfar heiftarlegr-
ar gagnrýni, meðal annars á Alþingi,
vegna sölu eignanna á Keflavíkufr-
lugvelli gerði Ríkisendurskoðun út-
tekt á verklaginu við söluna enda
höfðu komið fram alvarlegar ásak-
anir um spillingu, frændhygli og að-
stöðubrask við söluna eins og áður
segir. Svo langt gekk málið að 22.
október 2007 gaf Geir H. Haarde for-
sætisráðherra út yfirlýsingu vegna
málsins. Þar sagði meðal annars:
„Þróunarfélag Keflavíkurflugvall-
ar ehf. hefur reglulega upplýst bæði
fjármálaráðuneytið og forsætisráðu-
neytið, sem handhafa hlutabréfs rík-
isins í félaginu, um fyrirkomulag sölu
á eignum og önnur verkefni félagsins.
Þá er rétt að geta þess að fjármála-
ráðherra gaf Þróunarfélaginu 8. maí
síðastliðinn almennt umboð til sölu
fasteigna þannig að hver einstök sala
hefur ekki verið borin upp við fjár-
málaráðherra til samþykktar.“
Árni Mathiesen, þáverandi fjár-
málaráðherra, afsalaði sér með öðr-
um orðum eftirlitshlutverkinu með
sölu eignanna. Á þeim tíma var
Böðvar Jónsson, formaður bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar, aðstoðarmaður
Árna Mathiesens eins og áður segir.
Sami maður víða við borðið
Ríkisendurskoðun gerði úttekt á
starfsemi Þróunarfélags Keflavíkur-
flugvallar eftir þetta og fann fátt at-
hugavert við söluna þá. Ríkisendur-
skoðun telur hins vegar nú að salan
hafi verið ívilnandi og langt undir
matsverði. Þó gerði Ríkisendurskoð-
un strangar vanhæfisathugasemdir
og þótti Árni Sigfússon sitja helst til
víða við sama borðið.
Í desember 2007, nokkru áður en
skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út,
ritaði Ögmundur Jónasson, nú inn-
anríkisráðherra, á vefsíðu sína að
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
hefði þverbrotið samninga: „Eignir
hafi verið seldar án útboðs til manna
sem nátengdir séu Sjálfstæðisflokkn-
um og meirihluta bæjarstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanesbæ. Þar
hafi gerendur setið báðum megin
við borðið og selt eignir langt undir
markaðsverði svo milljörðum skipt-
ir. Seldar hafa verið 1700 íbúðir fyrir
14 milljarða á meðan markaðsverð
þeirra miðað við fermetraverð íbúða í
Reykjanesbæ er sagt vera 29 og hálfur
milljarður!
Stjórn Þróunarfélagsins hefur ekki
orðið við margítrekuðum tilmælum
um að afhenda Atla Gíslasyni, al-
þingismanni, umbeðin gögn og gera
þannig hreint fyrir sínum dyrum.“
Fjármálaráðherrann fyrrverandi
Árni Mathiesen hafði sterk tengsl við
meirihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ í
gegnum aðstoðarmann sinn.
Ljósanótt Reykjanesbær
rambar á barmi greiðsluþrots.