Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 50
50 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 3. september 2010 föstudagur reglufólk deyr fyrst Hópur vísindamanna við Univer- sity of Texas hefur komist að því að þeir sem hafa aldrei smakkað áfengi lifa skemur en þeir sem drekka mikið. Útkoman er sú sama þegar breytur á við félags- lega stöðu, hreyfingu, vinafjölda og félagslegan stuðning hafa ver- ið teknar inn í reikninginn. Þeir sem stunda hæfilega drykkju (1–3 drykki á dag og helst rauðvín) lifa lengst en samkvæmt vísinda- mönnunum, með geðlækninn Charles Holahan í broddi fylk- ingar, er það vegna þess að þess konar drykkja er góð fyrir hjartað og félagslífið. Fylgt var eftir 1824 einstaklingum á aldrinum 55 til 65 ára í 20 ár. Báðir foreldrar verða að vera tilbúnir fyrir foreldrahlutverkið ef hjónabandið á að ganga. Barneignir auka álagið 1. Honum er alveg sama þótt þú sért órökuð. 2. samkvæmt könnunum skiptir breiddin konur meira máli en lengdin. 3. samkvæmt rannsókn frá 2004 sagðist helmingur aðspurðra kvenna á aldrinum 45 til 49 ára hafa fullnægt sjálfri sér á síðustu sex mánuðum. samkvæmt rannsókn háskólans í Indiana frá 2009 áttu 50% aðspurðra kvenna titrara og ein af hverjum fjórum hafði notað hann síðasta mánuðinn. 4. Hann vill líka kúra. Og ekki bara af því að hann er hálfrænulaus eftir kynlíf. Við kynmök losar líkami beggja kynja efnið oxytósín, svokallað kúrihormón, sem hjálpar nýbökuðum mæðrum að tengjast ungabörnum sínum. samkvæmt rannsókn háskól- ans í Zürich frá 2008 eykur hormónið löngun okkar í innileika og vekur tilfinningar um traust. 5. samkvæmt rannsókn háskólans í Liverpool fer limstærð eftir stærð handa. Því lengri sem baugfingur karlmanns er því lengri lim er hann með. Hvort tveggja fer eftir magni testósteróns í móðurkviði. 6. Fjölbreytileiki er af hinu góða. 7. Í rannsókn frá 2007 kom í ljós að kvikmyndir sem innihéldu klámfengt efni komu konum til kynferðislega nánast jafnhratt og karlmönnum. Vísindamenn við mcGill university í montreal rannsökuðu málið og samkvæmt þeirra útreikningum verða karlmenn kynferðislega æstir af því að horfa á klám á 664,6 sekúndum eða á 11 mínútum og konur á 743 sekúndum eða á 12 mínútum. 8. Hollenskir vísindamenn fundu út að konur upplifa engar tilfinningar þegar þær ná fullnægingu — hvorki kvíða, áhyggjur né ótta. Þegar þú færð það hverfa allar heimsins áhyggjur úr huga þínum. Á hinn bóginn verðurðu að gleyma öllu um reikninga, uppvask og foreldrafundi til að ná fullnægingu. 9. Þykjast fá það = tilgangslaust. sýna honum hvernig þú vilt það = snilldarhug- mynd. 10. sömu vísindamenn frá Hollandi segja konur eiga erfiðara með að fá fullnæg- ingu ef þeim er kalt á fótunum. Í rannsókn þeirra náði aðeins helmingur þeirra kvenna sem var kalt á fótunum fullnægingu. Hlutfallið rauk upp í 80% eftir að þær höfðu klætt sig í sokka. 11. Lykt af sveittum karlmanni hefur áhrif á konur. Í rannsókn university of Californ- ia í Berkeley frá 2007 kom í ljós að karlmannslykt hefur áhrif á hjartslátt, blóðþrýsting og andardrátt kvenna. 12. Það er aldrei of seint að byrja aftur. Þótt þú hafir ekki stundað kynlíf í langan, langan tíma geturðu alltaf byrjað aftur. Það eina sem þú þarft að gera er að gera það. 13. Flestir ýkja þegar kemur að stærð og fjölda skipta í viku. 14. Í rannsókn frá 2004 höfðu aðeins 17% karlmanna og 18% kvenmanna stundað símasex. 15. Þú getur legið og beðið eftir að hann fullnægi þér en þú værir miklu fljótari að því sjálf. samkvæmt rannsókn eru konur fjórar mínútur að fá það þegar þær fróa sér en með maka getur það tekið 20 mínútur. 16. Í könnun ABC frá 2004 sögðust yfir 50% aðspurðra tala um fantasíur sínar við makann. Algengustu fantasíurnar eru óvæntir ástarleikir, ástarþríhyrningu og kynlíf í vinnunni. 17. samkvæmt rannsókn eiga eldri konur auðveldara með að segja nei ef þær eru of þreyttar fyrir mök. 18. stærðin skiptir hann máli. Í rannsókn á 50 þúsund manns kom í ljós að 85% kvenna voru sáttar með limastærð maka síns. 55% karlmannanna mældust hins vegar ósáttir við limastærð sína. 19. Honum er sama hvernig náttkjól þú klæðist. 20. Peningar eru ekki allt en þeir hjálpa til. samkvæmt rannsókn háskólans í newcastle fá konur ríkra eiginmanna og kærasta frekar fullnægingu en aðrar. Skiptir stærðin máli? Hvað gerist við fullnægingu? Horfa konur á klám? Hverjir gera það oftast? Eftirfarandi lista byggði rithöfundurinn og blaðamaðurinn Gail Belsky á rannsóknum vísindamanna um víða veröld. Hommar eru mannglöggari Samkvæmt rannsókn sem fram- kvæmd var í York-háskólanum eiga samkynhneigðir karlmenn auðveldara með að muna eftir andlitum en gagnkynhneigðir því þeir, líkt og konur, nota báða hluta heilans. Niðurstöðurnar, sem voru kynntar í tímaritinu Laterality: Asymmetries of Body, Brain and Cognition, skoðuðu áhrif kyns, kynhneigðar og það hvort viðkomandi er rétt- eða örvhendur á getu okkar til að muna eftir andlitum. Í ljós kom að örvhendir muna betur eftir andlitum en rétthendir. læra sofandi Ungabörn geta lært í svefni. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af National Institute of Health. Vísinda- menn notuðu tölvu sem sýndi heila- starfsemi barnanna á línuriti á meðan þeir spiluðu tvö mismunandi hljóð fyr- ir sofandi börnin. Öðru hljóðinu fylgdi lítill blástur á hægra augnlokið en hinu blástur á það vinstra og fylgst var með andliti barnsins á meðan. Eftir hvern blástur þrýstu börnin augnlokinu nið- ur. Eftir að hafa endurtekið þetta níu sinnum var hljóðið spilað án blásturs en í 24 skiptum af 26 þrýstu börnin samt því augnloki saman sem hljóðið átti við. Ekki er vitað hvort eldri börn og fullorðnir geti lært á svipaðan hátt. Það sem þú þarft að vita um kynlíf Í kringum 1970 komust félagsvís- indamenn að því að rómantík í sam- böndum hjóna dalar frekar en hitt eftir að barn er komið í spilið enda meira álag á sambandið með aukn- um heimilisverkum og útgjöldum. Þar áður höfðu menn lengi mælt með barneignum til að vinna gegn leiða og vandamálum í hjónabandi. Nú hafa vísindamenn við University of California í Berkeley kynnt þriðja möguleikann. Samkvæmt þeirra rannsóknum eru hjón, sem eru til- búin fyrir barneignir og passa sig að festast ekki í hefbundnum, gamal- dags kynjahlutverkum, líkleg til að viðhalda sama hamingjustigi eftir að barnið er komið í heiminn. Hjónin og vísindamennirn- ir Philip og Carolyn Cowan fylgd- ust með 96 nýbökuðum foreldrum í sex ár. Í ljós kom að þau pör sem höfðu boðið barnið velkomið í heim- inn mældust jafnvel hamingjusam- ari þegar barnið náði 18 mánaða aldri á meðan einn þriðji þeirra para sem höfðu ekki skipulagt eða verið ósammála með barneignir mældust óhamingjusöm þegar barnið hafði náð 18 mánaða aldri. Allur sá hópur hafði skilið áður en barnið náði leik- skólaaldri. Cowan-hjónin segja niðurstöð- una sýna fram á að það borgi sig ekki að ráðleggja hjónum sem eiga við vandamál að stríða í hjónabandi sínu að drífa í barneignum. „Það virðist ekki vera sniðug hugmynd hjá óþolinmóðum maka eða verðandi ömmu að þrýsta á að pör fjölgi sér fyrr en bæði eru tilbúin til að verða foreldrar.“ hamingjusöm fjölskylda samkvæmt rannsókn Cowen-hjónanna eru miklar líkur á skilnaði fyrstu árin eftir fæðingu barns ef hjónin voru ósammála um komu barnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.