Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 29
föstudagur 3. september 2010 úttekt 29
uppi farsællega til lykta kirkju og þjóð til heilla
og blessunar og Guði til dýrðar.“
Hryggð prófasta
Prófastafélag Íslands tók öllu eindregnari af-
stöðu með biskupnum í yfirlýsingunni sem
það sendi frá sér þann 8. mars 1996. Ályktun-
in var samþykkt á aðalfundi Prófastafélags Ís-
lands og sagði séra Guðmundur Þorsteinsson
að algjör samstaða hefði verið um ályktunina.
Hún var svohljóðandi: „Prófastar lýsa hryggð
sinni og áhyggjum vegna þeirrar aðfarar sem
gerð hefur verið að biskupi Íslands, herra Ól-
afi Skúlasyni, með ósönnuðum aðdróttun-
um í hans garð, þar sem gróflega er vegið að
mannorði hans og starfsheiðri. Prófastar lýsa
andúð sinni á gáleysi þeirra fjölmiðla, sem í
umfjöllun sinni hafa látið líta svo út sem þess-
ar ásakanir væru sannaðar. Þetta hefur vald-
ið biskupi og fjölskyldu hans þjáningu og
miska og öllum þeim sem unna kirkjunni sár-
indum og hryggð. Lýsum við samúð með öll-
um þeim sem þjáðst hafa vegna þessa máls.
Prófastar harma þá stöðu sem upp er komin.
Nauðsynlegt er að brugðist verði við af festu
og ábyrgð. Því er í alla staði eðlilegt að fela
málið dómbærum aðilum – enda er það full-
vissa okkar að þá muni sakleysi biskups sann-
ast. Væntum við þess að söfnuðir landsins slái
sem fyrr skjaldborg um kirkjuna og það sem
hún stendur fyrir. Prófastar telja sjálfsagt að
sá hornsteinn réttarfars í siðuðu samfélagi sé
í heiðri hafður að hver maður skuli saklaus
teljast uns sekt hans er sönnuð, svo og að ein
lög gildi í landinu fyrir alla þegna þess. Átelja
prófastar sérhverja tilraun til þess að vefengja
þessa meginreglu réttarríkisins og vara við
þeirri vá að mannhelgi sé vanvirt.“
Undir ályktunina skrifuðu sextán prófast-
ar. Aðeins þrír þeirra eru enn starfandi í dag,
þau Guðni Þór Ólafsson í Húnavatnsprófasts-
dæmi, séra Davíð Baldursson í Austfjarða-
prófastsdæmi og séra Dalla Þórðardóttir í
Skagafjarðarprófastsdæmi, sem var eina kon-
an í hópnum. Staða Davíðs og Döllu er óbreytt
en Guðni hefur látið af prófastsembætti og
starfar sem sóknarprestur í Melstaðapresta-
kalli í Miðfirði.
Stuðningsyfirlýsing 99 kvenna
Ljóst er að Ólafur átti dygga stuðningsmenn
innan kirkjunnar sem utan. Sóknarbörn í Bú-
staðakirkju létu sig málið sérstaklega varða
eins og kom í ljós þegar 99 konur í sókninni
tóku sig saman, funduðu og samþykktu þessa
yfirlýsingu: „Í framhaldi af fundi þann 11.
mars 1996 í safnaðarheimili Bústaðakirkju
viljum við undirritaðar konur koma á fram-
færi að við hörmum þær ásakanir sem born-
ar hafa verið á herra Ólaf Skúlason, biskup Ís-
lands. Í starfi með honum bar aldrei skugga á,
allan þann tíma, sem hann var prestur okkar.
Það er ósk okkar til hans og frú Ebbu að þessu
máli fari að linna og að fjölskyldan öll fái að
njóta friðar. Með innilegri virðingu við þau
hjón.“
Guðni Þ. Guðmundsson organisti og félag-
ar úr kór Bústaðakirkju í tíð Ólafs vildu einn-
ig leggja fáein orð inn í þá umræðu sem fram
hafði farið í fjölmiðlum: „Við höfum flest unn-
ið með herra Ólafi í 10–15 ár. Samvinna okk-
ar var það náin, að við hlutum að kynnast
manninum vel. Um þau kynni þarf ekki að
hafa mörg orð. Starfsandinn í Bústaðakirkju
var einstaklega góður, og milli okkar og herra
Ólafs mynduðust sterk vináttubönd. Hann var
okkur nærgætinn, hlýr og einstaklega þægi-
legur í viðmóti. ... Í okkar hug er það því al-
ger fjarstæða, sem á hann er borið. Með und-
irskrift okkar viljum við í senn votta honum
traust, vináttu og þakkir. Síðast en ekki síst
biðjum við Guð að gefa honum og fjölskyldu
hans blessun og styrk.“ Undir yfirlýsinguna
skrifuðu 22 einstaklingar.
Misskilningur eða samsæri
Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi formaður
Bústaðasóknar, tók einnig afstöðu sem ná-
inn samstarfsmaður og fjölskylduvinur Ól-
afs til margra ára. Í grein eftir hann sem birt-
ist í Morgunblaðinu sagði til að mynda: „Mér
finnst reyndar furðulegt að nokkur skuli taka
alvarlega kærumál af þessu tagi árum eft-
ir meintan atburð og skelfilegt að helstu fjöl-
miðlar þjóðarinnar skuli taka þátt í jafnljót-
um leik og mér virðist hafa verið leikinn, gegn
æðsta manni þjóðkirkjunnar.“ Þá sagði hann
að sér þætti þessar ásakanir svo fjarstæðar að
hann gæti ekki orða bundist. „Við séra Ólafur
höfðum mikið saman að sælda og ég tel mig
þekkja hann það vel að enginn fær mig til að
trúa þeim ávirðingum, sem á hann eru born-
ar. Öll þessi ár var samstarf sóknarnefndar og
séra Ólafs einkar ljúft og ánægjulegt. Reynd-
ar svo gott og snurðulaust að ég minnist þess
ekki að þar hafi nokkru sinni fallið skuggi á.“ Þá
bendir Ásbjörn á að hróður Ólafs hafi stöðugt
farið vaxandi innan prestastéttarinnar, allt frá
því að hann var dómprófastur, vígslubiskup
og þar til hann varð biskup. „Það eru engir au-
kvisar, sem ná slíkum frama. Við; sem höfum
unnið svo lengi með Ólafi Skúlasyni, trúum
ekki þeim áburði, sem á hann er borinn. Hér
hlýtur að vera um einhvern hrapallegan mis-
skilning að ræða eða samsæri.“
Snerust gegn systur sinni
Það voru ekki aðeins menn ókunnugir kon-
unum þremur sem gáfu út slíkar yfirlýsingar.
Þvert á móti. Stefanía Þorgrímsdóttir var ein
kvennanna sem sakaði Ólaf um kynferðis-
brot. Þegar hún hafði lýst reynslu sinni af Ól-
afi sendu systkini hennar bréf til stuðnings Ól-
afi. Siðanefnd prestafélagsins og lögmönnum
biskups barst bréf frá systur Stefaníu, sem sak-
aði biskup um kynferðislega áreitni á sundn-
ámskeiði á Laugum í Aðaldal. Þar segir hún:
„Samkvæmt þessum fréttum eigum við systur
að hafa verið saman í sundlauginni á Laugum
og hafi Ólafur Skúlason þá komið til okkar og
haft í frammi við okkur óviðurkvæmilegt tal
um líkamsvöxt okkar og þroska og farið um
okkur höndum. Af þessu tilefni vil ég lýsa yfir
eftirfarandi: Ég kannast ekki við þennan at-
burð og hef enga endurminningu um hann.
Ekki minnist ég þess heldur að um þennan at-
burð eða þessu líkan hafi verið talað á æsku-
heimili mínu né heldur um persónu Ólafs
Skúlasonar í neinu því líku samhengi.“
Skömmu síðar sendu AP-lögmenn bréf
frá bróður Stefaníu á fjölmiðla en það hljóð-
aði svona: „Svo sem þér mun kunnugt, [er ég]
bróðir einnar þeirra þriggja kvenna sem að
undanförnu hafa haft uppi klögumál á hendur
þér. Þegar ég heyrði frásögn hennar nú nýver-
ið, spurðist ég fyrir meðal skyldmenna okkar
og meðal annarra þeirra sem mér gat til hugar
komið að gætu staðfest þennan framburð eða
að líklegt væri að móðir okkar hefði leitað til
að fá upplýst hver hann væri þessi æskulýðs-
prestur. Rekur engan minni til að hafa nokkru
sinni heyrt þetta mál nefnt fyrr en nú. Ég hef
alið nánast allan minn aldur í foreldrahúsum
og með þeim og tel fráleitt að mér hefði ekki
borist til eyrna ávæningur af þessum atburð-
um, verið frá þeim sagt, eða að þeir hefðu yf-
irleitt verið látnir liggja í láginni, ef þeir hefðu
raunverulega átt sér stað. Að þessu athuguðu
og með hliðsjón af ýmsum aðstæðum systur
minnar, svo sem ég þekki þær, er ég fullkom-
lega sannfærður um að þessi frásögn sé með
öllu tilhæfulaus. Ég harma mjög að fjölskylda
mín skuli nefnd til mála af þessu toga og með
þessum hætti. Því þótti mér óhjákvæmilegt að
gera þér þessa grein fyrir áliti mínu.“
Ímyndun blönduð óljósri þrá
Fjöldi aðsendra greina birtist einnig í fjölmiðl-
um. Esther Vagnsdóttir rifjaði til að mynda
upp sumar á Löngumýri í Skagafirðinum fyrri
hluta sjötta áratugarins. Þá var Esther á 18. ári
og var þar í hópi kvenna á svipuðum aldri. Ól-
afur var ungur prestur og starfaði sem æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á Löngumýri. Bar
hún Ólafi vel söguna. „Ég minnist morgnanna
þetta sumar þegar við komum saman í morg-
unstund og þar var sr. Ólafur ávallt með ein-
hverja hugvekju sem tilheyrði hverjum degi
fyrir okkur til umhugsunar. Einnig var sung-
inn sálmur. Þetta eru ljúfar stundir í endur-
minningunni og er ég Ólafi ævinlega þakklát
fyrir þær minningar. Ég vil segja að hefði hans
„karakter“ verið í þá veru að áreita ungar kon-
ur þá hefði hann virkilega haft til þess tækifæri
þetta sumar. Aldrei kom neitt slíkt upp, hann
var ljúfmannlegur og glaður í framkomu og
aldrei hefði okkur komið til hugar neitt slíkt
hann varðandi, það veit ég með vissu.
Vitað er að sumar konur – því miður – eiga
í vandamálum með sinn „animus“ sem er hin
karllega arketýpa sem sálfræðingurinn frægi,
Carl G. Jung, ræddi oft um og kynnti í ritum
sínum. Þá getur ímyndun blönduð óljósri þrá
byggt upp hjá sumum konum þráhyggju sem
getur orðið til þess að umbreyta raunveruleik-
anum í eitthvað sem undirvitundin leitar eftir.
Gætu þessar endurminningar kvennanna ekki
hafa sprottið frá slíkum ímyndum? Í mínum
huga er það alls ekki fráleitt – og jafnvel senni-
leg skýring hvað þetta mál snertir.“
„Faðir, fyrirgef þeim“
Halldór Lárusson frá Miklabæ skrifar einnig
bréf undir yfirskriftinni Syndlausir grjótkast-
arar. „Undanfarnar vikur hefur biskupinn yfir
Íslandi, hr. Ólafur Skúlason, orðið fyrir aðkasti
vegna áburðar nokkurra kvenna um kynferð-
isáreiti, sem þær telja sig hafa orðið fyrir af
hans hálfu. Eftir að sumir fjölmiðlar fóru að
gera sér þetta að féþúfu með hæpnum frétta-
flutningi, virtist sem hluti þjóðarinnar ætti
sökótt við biskup og þjóðkirkjuna. Um ásak-
anir kvenna þessara á hendur biskupi, tel ég
tæplega vera umræðugrundvöll, varla er hægt
að segja annað en, „Faðir, fyrirgef þeim, því að
þær vita ekki hvað þær gjöra“.“
Síðan lét Halldór hugann reika nokkra ára-
tugi aftur í tímann og staldraði við þann tíma
þegar hann átti við áfengisvandamál að stríða
og mætti Ólafi á förnum vegi. „Þá vék hann sér
að mér og bjóst ég við vandlætingu og ofaní-
gjöf frá presti. En það var öðru nær, hann tal-
aði við mig sem jafningja og sýndi mér hlýju
og nærgætni. Svo ég víki að hinum vamm-
lausa hluta prestastéttarinnar, þykir mér furðu
sæta að þeir notfæri sér sorgaratburði bisk-
ups, eiginkonu hans og fjölskyldu sér til fram-
dráttar, en þannig kemur það mér það fyrir
sjónir, framapot og merkilegheit. Hún virð-
ist hafa fallið úr þeirra Biblíum setningin, „Sá
yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steininum“.“
Að lokum vék hann svo að þætti Stígamóta
í málinu og sagði: „Svo hlutur Stígamóta, þar
virðist sett samasemmerki milli karlmanns og
nauðgara. Ég hélt í einfeldni minni að Stíga-
mót væri þjóðþrifafélagsskapur, en þar virðast
ofstækisöfl ráða ferðinni.“
Ég get ekki varist þeirri hugsun að
verið sé að krossfesta herra
Ólaf Skúlason, biskup, sak-
lausan.
30 prestar slá
skjaldborg um Ólaf
Vigfús Þór Árnason fór fyrir þeim hópi. Hann
hafði þegar hitt Sigrúnu Pálínu og hlýtt á
frásögn hennar af atvikinu í Bústaðakirkju, þegar
Ólafur reyndi að nauðga henni. Vigfús Þór starfar
enn sem sóknarprestur í Grafarvogssókn. Árið
2009 sendu tíu prestar út stuðningsyfirlýsingu
við séra Gunnar Björnsson sem var þá sýknaður
af kynferðisbrotum gagnvart ungum stúlkum
en hafði játað fyrir dómi að hafa strokið þær og
kysst og leitað huggunar í faðmi þeirra. Vigfús
Þór Árnason var einn þeirra.
framhald á
næstu síðu
Þjóðin klofin Þjóðin skiptist í tvennt
og var annaðhvort með eða á móti
í biskupsmálinu. Fjöldi fólks lýsti
opinberlega yfir stuðningi við biskup.
Það sem kom öllu af stað Þegar Vigfús
Þór Árnason lýsti yfir stuðningi við Ólaf eftir
að hafa hlýtt á Sigrúnu Pálínu var henni
nóg boðið og kærði hann til siðanefndar. Í
kjölfarið komst málið í fjölmiðla.
Hryggð prófasta Prófastar sendu út yfirlýsingu
þar sem þeir töldu fullvíst að sakleysi biskups
myndi sannast fyrir dómstólum og lýstu hryggð
sinni vegna málsins. Séra Dalla Þórðardóttir var þá
prófastur í Skagafirðinum og er enn.