Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 42
Kristján fæddist að Marteins- tungu í Holtum og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1942 og kynnti sér kerfi framhaldsmenntunar í boði National Association of High Schools and Colleges í Bandaríkj- unum 1967–68. Kristján var kennari við barna- skólann á Suðureyri við Súganda- fjörð 1942–43, skólastjóri barna- skólans á Hellissandi 1943–52, yfirkennari við Langholtsskólann í Reykjavík 1952–61, skólastjóri þar 1961–73 og fræðslustjóri í Reykja- vík 1973–82. Þá var hann skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur 1954–64. Kristján var oddviti hrepps- nefndar í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 1946–52, varaborgar- fulltrúi í Reykjavík 1958–70, borg- arfulltrúi í Reykjavík 1970–73, sat í borgarráði 1970–73, sat í fræðslu- ráði Reykjavíkur 1954–73 og for- maður þess 1970–73, varaformað- ur stjórnar Ríkisútgáfu námsbóka 1956–64 og formaður 1964–79. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Hell- issands 1947–52, var varamaður í útvarpsráði 1953–66 og aðalmað- ur þar 1966–70, sat í launamála- nefnd Reykjavíkurborgar, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja- víkurborgar, í stjórn SVR og í stjórn BSRB um skeið og í stjórn Sambands íslenskra barnakenn- ara. Þá sat Kristján í fjölda stjórn- skipaðra nefnda er lúta að hinum ýmsu verkefnum á sviði mennta- mála, sat í fræðslulaganefnd 1969 og kom mjög að undirbúningi laga um grunnskóla sem samþykkt voru 1974 og tóku við af lögum um barnafræðslu og skólaskyldu frá 1907. Kristján sá um útgáfu á Skóla- ljóðum, útg. 1964. Út hafa komið eftir Kristján skáldsagan Refska, útg. 1986, og ljóðabækurnar Leir- karlsvísur, útg. 1989, og Gráglettn- ar stundir, útg. 1993, Okkar á milli sagt, útg. 1995 og Tvöfalt bókhald, útg. 1997. Hann var ritstjóri Les- bókar barnanna í Morgunblaðinu 1957–71. Fjölskylda Kristján kvæntist 9.9. 1944 Þórdísi Kristjánsdóttur, f. 18.9. 1918, d. 7.6. 2002, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Kristjáns Alberts Kristjáns- sonar, kaupmanns á Suðureyri, og k.h., Sigríðar H. Jóhannesdóttur húsmóður. Börn Kristjáns og Þórdísar eru Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8.6. 1948, kennari við Rimaskóla, bú- sett í Reykjavík, gift Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrv. borgarstjóra, og á hún tvö börn, Kristján Orra, f. 22.3. 1971, og Erlu Björk, f. 20.6. 1976; Kristján Sigurður Kristjáns- son, f. 24.3. 1950, dr. í eðlisefna- fræði og kennari við Menntaskól- ann í Kópavogi og Háskóla Íslands, búsettur í Kópavogi, kvæntur Mar- gréti Steinarsdóttur líffræðingi og eiga þau tvær dætur, Grétu Björk, f. 5.2. 1973, og Þórdísi Heiðu, f. 22.10. 1974; Hörður, f. 6.6. 1951, dr. í líf- efnafræði og framkvæmdastjóri Ís- teka, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Maríu Hrönn Gunnarsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvo syni, Kristján, f. 7.12. 1993, og Hrafn, f. 17.7. 1996, auk þess sem Hörður á tvær dætur, Ágústu Heru, f. 8.8. 1978, og Hebu Margréti, f. 29.8. 1980; Elín, f. 31.1. 1959, lyfjafræð- ingur, búsett í Garðabæ, gift Baldri Viðari Hannessyni viðskiptafræð- ingi og eiga þau fjögur börn, Hildi, f. 13.7. 1987, Sindra, f. 3.4. 1990, Önnu Maríu, f. 28.8. 1994, og Láru Mist, f. 29.3. 1998; Ásdís, f. 7.4. 1961, sjúkraþjálfari og sviðsstjóri lungnasjúkraþjálfunar á Reykja- lundi, búsett í Kópavogi, gift Ársæli Kristjánssyni þvagfæraskurðlækni og eiga þau þrjú börn, Kára, f. 2.7. 1985, Steinar, f. 9.12. 1987, og Þór- dísi Söru, f. 11.2. 1991. Systkini Kristjáns voru Ólöf Gunnarsdóttir, f. 18.7. 1911, d. 16.5. 2006, lengst af húsmóðir í Reykja- vík, síðast búsett í Vestmanna- eyjum; Guttormur, f. 24.11. 1913, d. 10.11. 2009, bóndi í Marteins- tungu; Dagbjartur, f. 24.11. 1913, d. 28.6. 2009, búsettur í Marteins- tungu og síðar í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Gunn- ar Einarsson, f. 3.3. 1876, d. 24.11. 1961, bóndi í Marteinstungu, og k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1889, d. 26.1. 1983, hús- freyja. Ætt Gunnar var sonur Einars, b. í Götu í Holtum og síðar í Köldukinn Þor- steinssonar, b. í Köldukinn, bróð- ur Jóns í Árbæ, langafa Helga Jónassonar, læknis og alþm., föð- ur Hrafnkels yfirlæknis, en syst- ir Helga var Helga, móðir Einars Ágústssonar utanríkisráðherra. Þorsteinn var sonur Runólfs, pr. á Stórólfshvoli Jónssonar að Höfða- brekku Runólfssonar. Móðir séra Runólfs var Guðrún Hallgrímsdótt- ir í Kerlingadal Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún, systir Berg- ljótar, langömmu Páls, afa Hjörleifs Guttormssonar, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Þorsteins, pr. á Krossi í Landeyjum Stefánssonar, spítalahaldara Björnssonar. Móðir séra Þorsteins var Guðrún Björns- dóttir frá Birtingaholti. Móðir Guð- rúnar á Stórólfshvoli var Margrét Hjörleifsdóttir, pr. á Valþjófsstöð- um Þórðarsonar. Móðir Einars í Götu var Sólrún Nikulásdóttir. Móðir Gunnars var Guðrún, systir Guðmundar, bæjarfulltrúa í Reykjavík. Guðrún var dóttir Ás- björns, í Tungu í Flóa Þorsteins- sonar. Guðrún, móðir Kristjáns, var systir Ágústs, afa Gunnars Ragnars, fyrrv. forseta bæjarstjórnar á Akur- eyri. Guðrún var dóttir Kristjáns, b. í Marteinstungu Jónssonar og Óla- far Sigurðardóttur. Faðir Kristjáns var Jón, hreppstjóri í Litlu-Tungu í Holtum, bróður Þorsteins í Köldu- kinn. Móðir Kristjáns var Krist- ín Jakobsdóttir, b. í Litlu-Tungu Bjarnasonar. Móðir Guðrúnar var Ólöf Sig- urðardóttir, b. á Barkarstöðum Ís- leifssonar og Ingibjargar, systur Tómasar Fjölnismanns, langafa Helga Tómassonar yfirlæknis, föð- ur Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Tómas var einnig langafi Þórhildar, móður Páls Líndal ráðuneytisstjóra og Sigurðar Líndal lagaprófessors. Ingibjörg var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindarholti Ögmundssonar, pr. á Krossi, bróður Böðvar, pr. í Holta- þingum, föður Þorvalds, pr. í Holti, forföður Vigdísar Finnbogadótt- ur, Gylfa Þ. Gíslasonar og Matthí- asar Johannessen. Ögmundur var sonur Presta-Högna, prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðs- sonar. Kristján verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 8.9. og hefst athöfnin kl. 15.00. andlát Kristján J. Gunnarsson fyrrv. borgarfulltrúi og fræðslustjóri í reykjavík merkir íslendingar Fæddur 29.11. 1919 – Dáinn 30.8. 2010 42 minning 3. september 2010 föstudagur Eftirmæli Ólafs B. Thors um kristján gunnarsson „Við Kristján vorum borgarfulltrú- ar samtímis og unnum því saman í borgarstjórn og í borgarráði á árun- um 1970–73. En við unnum einnig og ekki síður saman að ýmsum inn- anbúðarmálum Sjálfstæðisflokks- ins þá og oft síðar. Um samstarf okkar að flokksmálefnunum kem- ur mér það fyrst í hug að við Kristj- án vorum eitt sinn fengnir til þess að undirbúa jarðveginn fyrir lands- fund flokksins á afar viðkvæmum átakatímum milli tveggja stríðandi fylkinga, þeirra Geirs Hallgrímsson- ar og Gunnars Thoroddsen. Okkur Kristjáni var ætlað að fara yfir við- kvæm álitamál og ná sáttum um skipulagsþætti sem kynnu að koma til álita og draga þannig úr spennu milli þessara fylkinga með fyrir- byggjandi samkomulagi. Kristján var mikill stuðnings- maður Gunnars Thoroddsen en ég var fulltrúi fyrir stuðningsmenn Geirs. Báðir höfðum við hins veg- ar áhyggjur af því að þessar deilur og þessir flokkadrættir gætu klofið flokkinn okkar endanlega. Við svona aðstæður koma oft bestu eiginleikar manna vel í ljós. Þetta tiltekna samstarf okkar varð hnökralaust og ég held árangurs- ríkt. Ég fann þá vel hvílíkur ágætis- maður Kristján var, fastur fyrir en sanngjarn, traustur og heiðarlegur. Það var ætíð ánægjulegt að vinna með Kristjáni enda var hann sam- viskusamur og mikill fagmaður á sínu sviði.“ Ólafur B. Thors fyrrv. framkvæmdastjóri og fyrrv. forseti borgarstjórnar Guðmundur Thorsteinsson – Muggur myndlistarmaður f. 5.9. 1891, d. 26.7. 1924 Guðmundur Thorsteinsson mynd- listarmaður, sem nefndi sig Mugg, var sonur Péturs J. Thorsteinsson- ar, útgerðarmanns og stórathafna- manns á Bíldudal og víðar, og k.h., Ásthildar, dóttur Guðmundar, próf- asts og alþingismanns á Breiðaból- stað á Skógarströnd Einarssonar, bróður Þóru, móður þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Systir Ásthildar var Theodóra Thoroddsen skáldkona, kona Skúla Thorodd- sen og amma Skúla Halldórsson- ar tónskálds og Dags Sigurðarsonar skálds. Meðal systkina Muggs voru Borghildur, amma Ólafs B. Thors, fyrrv. framkvæmdastjóra Sjóvár og fyrrv. forseta borgarstjórnar, og Katrín, móðir Péturs J. Thorsteins- sonar sendiherra. Muggur stundaði myndlistar- nám í Kaupmannahöfn og fór í námsferðir til Þýskalands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hann þótti afar myndarlegur, varð snemma ást- sæll og mikils metinn listamaður á ótrúlega skömmum tíma bæði hér á landi og í Danmörku. Hann var mjög fjölhæfur listamaður en verk hans minna á nýrómantíska stefn- una á öðrum og þriðja áratug síð- ustu aldar, fínleg, ljóðræn og trega- blandin. Þekktasta verk hans er líklega hið gullfallega, myndskreytta barnaæv- intýri um Dimmalimm. Auk þess myndskreytti hann þulur frænku sinnar, Theodóru Thoroddsen, og gerði fjölda mynda við íslenskar þjóðsögur. Hann málaði olíu- og vatnslitamyndir, teiknaði, vann með grafík og einnig með klippimyndir. Muggur var öllum harmdauði er hann lést langt fyrir aldur fram ein- ungis þrjátíu og tveggja ára. Bessi Bjarnason leikari f. 5.9. 1930, d. 12.9. 2005 Bessi Bjarnason var einn af lang- vinsælustu gamanleikurum þjóð- arinnar á seinni helmingi tuttug- ustu aldar. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp við Grensásveginn og í Skerjafirðinum. Bessi lauk verslun- arprófi 1949, var í námi í Leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar 1949–50 og í fyrsta árgangi Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1950–52. Bessi sinnti ýmsum störfum með leiklistinni, vann í Kassagerð Reykjavíkur, var bókari í Lands- smiðjunni 1952–62 og sinnti sölu- mennsku. Hann var leikari í Þjóð- leikhúsinu frá 1952 og skemmti með Gunnari Eyjólfssyni sem uppistand- ari á hinum ýmsu skemmtunum víða um land á árunum 1955–70. Þá fór hann um landið með Sum- argleðinni á árunum 1971–86 og með leikflokknum Lillý verður létt- ari 1973–74. Hann stóð fyrir útgáfu á barnaleikritum, lesnum barnasög- um og ýmsu skemmtiefni á hljóm- plötum og snældum. Bessi lék lengst af í Þjóðleikhús- inu en meðal ógleymanlegra hlut- verka hans þar voru Jónatan í Kar- dimommubænum árið 1960 og síðar Kasper í sama leikriti fjórtán árum síðar og Mikki refur í Dýrun- um í Hálsaskógi. Þá lék hann Gvend í Skugga-Sveini, Gvend snemmbæra í Nýársnóttinni, Argan í Ímyndun- arveikinni, Sveik í Sveik og síðari heimsstyrjöldinni, Jamie í My Fair Lady, Christopher Mahon í Lukku- riddaranum og Mick í Húsverðinum svo aðeins örfá af aragrúa hlutverka þessa vinsæla leikara séu nefnd. Bessi var gjaldkeri Félags ís- lenskra leikara um langt árabil og sat í stjórn Lífeyrissjóðs leikara. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Þegar andlát ber að www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.