Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 25
H
va, bara hálft maraþon?
Hvers vegna ekki heilt?“
spurði einn vinur minn ann-
an sem ákvað að taka þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu. Það þarf
vart að taka það fram að sá sem sat
í sófanum og gagnrýndi hinn fyrir
hálfkák ætlaði sér ekki að hlaupa yf-
irhöfuð.
Einhver útgáfa af þessum sam-
ræðum á sér stað á hverjum degi víðs
vegar um land. Ekki má gera neitt án
þess að gera það alla leið. Það er ann-
aðhvort allt eða ekkert, með þeim af-
leiðingum að oft er ekkert gert, nema
þá að það sé gert í algeru óðagoti.
Bláedrú eða blindfullur
Þetta sést best á því hvernig Íslend-
ingar skemmta sér. Aldrei er hægt að
fara út og fá sér einn-tvo bjóra, ávallt
skal annaðhvort hellt í sig stanslaust
til klukkan sex um morguninn eða þá
sitja bara heima. Líklega hefur þetta
einnig áhrif á hvernig Íslendingar
starfa. Unnið er í miklum törnum
myrkranna á milli og allt gert á síð-
ustu stundu, reyndar með miklum
dugnaði, en síðan setið í hálfgerðu
aðgerðarleysi þess á milli. Þetta allt
eða ekkert hugarfar sást líklega með
hvað skelfilegustum hætti í útrásinni.
Það var ekki nóg að reka fyrirtæki
með ágætis hagnaði, það þurfti að
kaupa upp allt með þeim afleiðing-
um að allt fór síðan á hausinn.
Danski gamanleikarinn Frank
Hvam úr Klovn sagði nýlega að Ís-
lendingar væru svalari en Danir. Lík-
lega er þetta á margan hátt rétt. Töff-
araskapurinn drýpur af okkur. Við
vinnum meira, drekkum meira, sof-
um jafnvel meira hjá en flestar aðr-
ar þjóðir. Því miður er afraksturinn
af þessu ekki alltaf jafn heppilegur.
Í Skandinavíu stimpla menn sig út
klukkan fjögur alla daga, vinna jafnt
og þétt í stað þess að vera í stöðugri
samkeppni við næsta mann um að
setja ný viðverumet og lenda sjaldn-
ast í tímahraki á síðustu mínútu.
Danir drekka reyndar allra þjóða
mest, en þó sjaldnast jafn mikið í
einu og hér tíðkast. Því er það svo að
þeir sem sjást slagandi fullir á Strik-
inu eru oftar en ekki Grænlending-
ar, Færeyingar eða Íslendingar. Það
er lítið töff að skipuleggja vinnu sína
fram í tímann eða drekka í hófi. En
það er ef til vill skynsamlegra þegar
allt kemur til alls.
Að drekka í hófi og tala saman
Allt eða ekkert sést líka á íslenskri
umræðuhefð. Lítil hefð er fyrir mála-
miðlunum í íslenskum stjórnmálum.
Menn fá annaðhvort sínu framgengt
alla leið, eða þeir telja sig hafa tapað.
Málamiðlanir eru lítið töff, og því enn
síður að tapa. Stundum er þessu stillt
upp sem heilagri vandlætingu, eins
og hjá vinstri armi Vinstri grænna,
stundum er það nakin valdabarátta
sem skín í gegn. En niðurstaðan er
í báðum tilfellum sú sama, þar sem
allt eða ekkert gildir er vonlaust fyrir
fólk að starfa saman.
Samkvæmt frétt DV hefur sál-
fræðingur við Michigan-háskóla í
Bandaríkjunum reiknað það út að
17. janúar sé versti dagur ársins.
Það er sá dagur þegar flestir gefast
upp á áramótaheitum sínum. Lík-
lega á þetta ekki síst við um Íslend-
inga. Vafalaust hafa margir ákveð-
ið um áramótin að hætta að reykja,
drekka, éta óhollan mat eða hvað
sem það kann að vera. Hætta öllu,
allt eða ekkert. Rúmum tveimur
vikum síðar gefast menn svo upp á
öllu saman og fara aftur í gamla far-
ið. Hvernig væri bara að gera það
að áramótaheiti að vera hófsamari
hvað flest varðar? Það er kannski
ekkert sérstaklega töff, en árið verð-
ur örugglega betra fyrir vikið.
Umræða | 25Helgarblað 14. janúar 2011
Bloggarar
verða
brjálaðir
Guðmundur Gunnarsson verður
kynnir Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011
sem hefst á laugardag en hann
stjórnaði þættinum Ferð til fjár.
Hver er maðurinn?
„Guðmundur Gunnarsson, Bolvíkingur með
meiru. Fjölmiðlafræðingur og starfsmaður
hjá Ríkissjónvarpinu.
Hvernig leggst söngvakeppnin í þig?
„Bara vel. Furðulega lítið taugaóstyrkur.
Hef ekki ennþá vaknað upp í köldum svita,
en það er aldrei að vita hvort það gerist
aðfaranótt laugardagsins.“
Ertu búinn að hlusta á öll lögin?
„Ég er búinn að hlusta á langflest lögin.“
Eru þau góð?
„Ég má ekki tjá mig um það. Það er ekki mitt
hlutverk að dæma um það. Nú er ég bara
að tala eins og stjórnmálamaður. Við erum
síðasta fólkið sem má gera upp á milli.“
Ertu nógu skemmtilegur til að vera
kynnir?
„Það verður bara að koma í ljós.“
Verða bloggarar brjálaðir út í þig?
„Já, alveg örugglega. Ég geng út frá því að
fólk muni hafa sterkar skoðanir á mér eins
og öðrum sem hafa tekið þetta verkefni
að sér. En það er líka kannski bara hluti af
sjarmanum.“
Er Ragnhildur Steinunn erfið í samstarfi?
„Alls ekki. Við höfum unnið saman í nokkrar
vikur í aðdragandum. Ef einhver heldur að
það séu stjörnustælar í Raghildi Steinunni
þá veður sá hinn sami í villu og svíma.“
Uppáhalds Eurovision-lag?
„Lífið er lag með hljómsveitinni Módel.
Þegar lagið kom út var ég bara barn. Þetta
var ótrúlegur stjörnufans saman kominn og
ég skildi ekkert af hverju Eiríkur Hauks og
félagar fóru ekki út. Svo bara Bolvíkingurinn
Edda Borg Ólafsdóttir á hljómborðinu og
mér bar skylda til að halda með þeim. Mér
fannst einnig Silvía Nótt og Til hamingju
Ísland sirkusinn tímabær ádeila á það
hvernig keppnin var að verða. Mér finnst
eins og keppnin hafi breyst til hins betra og
meira gert út á sérkenni þjóða eftir það.
Ertu fjármálalæs?
„Já, ég myndi segja það eftir að hafa
unnið með starfsmönnum stofnunar um
fjármálalæsi að þessum þáttum. En það
hefur skort upp á það fyrir nokkrum árum,
en það er nýtilkomið læsi.“
„Já, ég held það.“
Jóhanna María Jóhannesdóttir
36 ára, þjónustufulltrúi
„Já, alveg hiklaust.“
Konráð Árni Vilhjálmsson
26 ára, grafískur hönnuður
„Ég get ekki annað séð en að þetta sé
réttlætanlegt.“
Jónína Jónsdóttir
58 ára, endurskoðandi
„Já.“
Stefán Elínbergsson
49 ára, öryggisvörður
„Ég er samþykkur því ef það fer ekkert úr
böndunum.“
Brynjólfur Björnsson
68 ára, verslunarmaður
Maður dagsins
Á að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi?
Fyrirtaka í máli níumenninganna Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur, þrír dómverðir og Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, biðu fullir eftirvænt-
ingar í dágóða stund eftir níumenningunum eða stuðningsmönnum þeirra, en enginn kom. Mynd SigtRyggUR ARi JóHAnnSSon
Myndin
Mestu töffarar í heimi
Dómstóll götunnar
Kjallari
Valur
gunnarsson„Þetta allt eða
ekkert hugarfar
sást líklega með hvað
skelfilegustum hætti í
útrásinni.