Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 28
28 | Viðtal 14.–16. janúar 2011 Helgarblað K vikmyndin Rokland, sem er gerð eftir samnefndri bók Hallgríms Helgasonar, verður frumsýnd um helgina. Hall- grímur hefur þó sjálfur ekkert komið að gerð myndarinnar, en gaf Marteini Þórssyni leikstjóra alveg frjálsar hend- ur. „Ég er hvergi smeykur við að af- henda öðrum sögu eftir mig til að gera úr henni kvikmynd. Bókmenntirnar búa í eilífðinni en kvikmyndirnar í núinu, og bókunum finnst alltaf gaman að fá heimsókn, hvort sem það er frá lesendum, bók- menntafræðingum eða kvikmynda- og leikhúsfólki. Það er svo ósköp kalt og einmanalegt í eilífðinni. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, það er ekk- ert hægt að skemma bækur. Ég hef líkt bókinni við súpermarkað. Leikstjórinn kemur inn með innkaupakerruna og velur þessar og hinar senur, samtöl og replikkur, fer svo heim og kokkar kvik- mynd úr öllu saman. Svo kemur ein- hver annar og kokkar leikrit, sá þriðji eitthvað allt annað. En búðin er alltaf opin, meira að segja sólarhringsopin. Roklandsmyndin er túlkun leik- stjórans á skáldsögunni og mér finnst hann eigi að hafa fullt frelsi. Ég sá myndina á þriðjudagskvöldið og hún hreyfði mjög við mér. Ég fékk eigin- lega nýja sýn á mig sem höfund og kom breyttur maður út úr kvikmyndahús- inu. Grim var orðinn „Drama-Grim“. Þetta var því stór upplifun, myndin er talsvert öðruvísi en bókin, mun drama- tískari og fer alla leið oní djúpið, sem mér fannst mjög vogað af leikstjóra og framleiðanda. Ég ráðlegg öllum að horfa á kvikmyndina sem sjálfstætt verk og ekki taka bókina með sér í bíó. Bara njóta myndarinnar á hennar eigin forsendum. Ég er eiginlega spenntast- ur að heyra hvað fólk, sem hefur ekki lesið bókina, hefur að segja.“ Stundum undarlegt hvernig bækur verða til Hallgrímur hefur setið við skriftir und- anfarna átján mánuði, átta tíma á dag. „Ég hef verið að skrifa skáldsögu sem vex og vex. Vona bara að hún vaxi mér ekki yfir höfuð. Bókin kemur vænt- anlega út í haust. Ég þarf að skila fyrri hlutanum um helgina vegna þess að þýski útgefandinn minn vill fá hana út í haust, fyrir bókamessuna í Frankfurt þar sem Ísland verður í sviðsljósinu, og það tekur sirka hálft ár að þýða hana. Vonandi næst það og hún kemur þá samtímis út hér og í Þýskalandi.  Það er stundum stórundarlegt hvernig hugmynd að bók kviknar. Þessi saga hófst þegar ég var að hjálpa fyrr- verandi sambýliskonu minni í kosn- ingabaráttu fyrir Samfylkinguna. Ég fékk afhentan lista með símanúmer- um sem voru öll í sömu götunni, og í einu númerinu svaraði áttræð kona sem bjó í bílskúr við þessa götu, al- ein og rúmföst. Hún sagðist ekki vera með neitt þarna nema rúmið sitt, sím- ann og tölvuna. Það endaði með því að ég spjallaði við hana í klukkutíma og var gjörsamlega heillaður. Hún var mjög lifandi, með kollinn í fínu lagi, og vel fyndin, eyddi dögunum á net- inu og vissi allt um þá ljósheima, fór til dæmis að útskýra fyrir mér muninn á Yahoo og Google: Sem leitarvél væri sú fyrrnefnda mun betri. Þetta sat svo í mér að ég ákvað að lokum að skrifa bók út frá þessari senu: Aldraðri konu í bílskúr. En þá var ég búinn að gleyma nafninu á henni, og mundi götunafnið vitlaust. Ég fór því af stað eins og lögga Of mikil velsæld skapar vesæld Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði bók- ina Rokland árið 2005 um uppreisn manns gegn neyslusamfélaginu. Á sama tíma hafði hann trú á útrásarvíkingunum. Hallgrímur talar um bókina sem er orðin kvik- mynd, sæluna í Hrísey, frægðina, grimmdina og íslenskt samfélag. m y n d S ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.