Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 38
Á rið 1969 fór að bera á því að konur í Portland og ná- grenni hurfu og sáust ekki lífs eftir það. Lík kvenna, sem báru merki kyrkingar, fund- ust og var ljóst að hugmyndin hafði verið að þau myndu aldrei finn- ast. Síðar átti eftir að koma í ljós að morðinginn, Jerome Brudos, hafði í æsku sætt líkamlegu  og andlegu ofbeldi af hálfu móður sinnar og þegar fram liðu stundir  þróaðist reiði drengsins yfir í ofbeldi sem beindist gegn konum. Ekki er tal- ið loku fyrir það skotið að Jerome Brudos hafi fundi  kynferðislega örvun í því að klæðast undirfatn- aði og skóm ungra kvenna og hann jafnvel talið að hann hafi með þeim hætti reynt að kvengera sig til  að verða þóknanlegur móður sinni, sem hafði viljað eignast dóttur en ekki son. Skóblæti frá fimm ára aldri Jerry Brudos fæddist í Vestur-Da- kota árið 1939 og þurfti að búa við það  sem ungur drengur að vera klæddur stúlknafötum því fyrir átti  móðir hans  þrjá drengi og hafði þráð dóttur. Skóblæti Jerrys kom í ljós við fimm ára  aldur og birtist meðal annars í tilraunum hans til að stela skóm kennara sinna í fyrsta bekk. Einnig hafði hann mikinn áhuga á nærfatnaði kvenna og fullyrti síðar að  hann hefði strax á barnsaldri stolið nærfatnaði ná- granna sinna.  Unglingsárunum eyddi hann meira og minna í sál- fræðimeðferð og mislanga  vistun á geðsjúkrahúsum. Á þeim aldri hóf hann að sitja um ungar konur sem hann yfirbugaði og flúði síðan vettvang með skó þeirra í  fartesk- inu. Nakin við húsverkin Árið 1961 kvæntist Jerry stúlku að nafni Ralphene eftir að hún varð  barnshafandi og eignaðist með henni tvö börn. Settist fjöl- skyldan að í Salem í Oregon. Jerry fór þess á leit við eiginkonu sína að hún sinnti  heimilisverkunum íklædd engu nema háhæluðum skóm og tók hann af henni  ljós- myndir við þá iðju. Árið 1968 nægði Jerry ekki leng- ur að stela undirfatnaði kvenna og skóm.  Þegar þar var komið sögu kvartaði hann oft og tíðum yfir    höfuðverkjaköstum og fór þá gjarna í „göngutúra“ þegar kvöld- aði til að  lina kvalirnar – og auka við safn sitt af skóm og nærfatnaði. Þá hafði  hann komið sér upp að- stöðu í bílskúrnum þar sem hann geymdi ránsfeng sinn,  og síðar lík fórnarlamba sinna. Konu hans var að sjálfsögðu meinaður aðgangur að helgidómi hans og þurfti  hún að tilkynna komu sína í bílskúrinn í innanhúss- kallkerfi heimilisins  með góðum fyrirvara. Segir sagan að Ralphene hafi nánast verið fangi Jerrys. Fórnarlömb Jerrys Hin nítján ára Linda Slawson varð fyrsta fórnarlamb Jerrys. Linda hafði  lifibrauð af því að ganga hús í hús og selja alfræðiorðabækur. Jerry myrti  hana í janúar 1968 og hjó af henni annan fótinn og notaði sem „módel“ í skósafni sínu. Fórnarlamb númer tvö, Jan Whitney, varð fyrir því óláni að bíll hennar  bilaði í nóvember 1968 og kom Jerry henni til „hjálpar“. Eftir morðið á  Jan misþyrmdi Jerry lík- inu kynferðislega og hélt því áfram í nokkra daga í bílskúrnum. Karen Sprinkler, nítján ára, gerði þau afdrifaríku og banvænu mistök að gerast skómódel fyrir Jerry eftir að þau hittust í bílageymslu stór- markaðs í mars 1969. Fjórða fórnarlambið, hin 22 ára Linda Salee, gerði svipuð mistök sama ár í  verslunarmiðstöð í ná- grenni heimilis Jerrys. Óhugnanleg bréfapressa Það sem upphaflega varð Jerry Brudos að falli var frásögn vitnis um  riðvaxinn karlmann íklædd- an kvenmannsfötum, en sönnun- argögnin voru allt  annað en óljós þegar lögreglan rannsakaði bílskúr hans. Þar gat að líta  „verðlauna- gripi“ Jerrys, meðal annars afhogg- inn vinstri fót Lindu Slawson  og afskorin brjóst sem Jerry notaði sem bréfapressu. Jerry Brudos játaði á sig morðin á Lindu Slawson, Jan Whitney, Ka- ren Sprinkler og Lindu Salee og var dæmdur til lífstíðarfangelsis. Í    fangelsinu hafði hann í klefa sínum stafla af skóbæklingum sem hann pantaði frá hinum ýmsu framleiðendum og sagði bækling- ana koma í stað kláms. Jerry áfrýjaði dómnum ítrekað en hafði ekki erindi sem erfiði og lést  innan fangelsismúranna árið 2006 úr lifrarkrabbameini. Lostamorðinginn 38 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað n Jerome Henry Brudos var raðmorðingi í Bandaríkjunum n Lét til sín taka undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar n Hann var þekktur sem Lostamorðinginn eða Morðinginn með skóblætið Jerome Brudos Jerry var heltekinn af kvenmannsskóm og -nærfatnaði. Sérverslun veiðimannsins - Laugaveg 178 - sími 551 6770 - www.vesturrost.is - ALLAR VEIÐIVÖRUR - - haglabyssur - rifflar - kaststengur - - flugustengur - hjól - línur o.fl. - ÚTSALA 10 -70% Vesturröst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.