Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 41
Fókus | 41Helgarblað 14. janúar 2011
Hvað er að gerast?
n Rokland í bíó Rokland er komið í bíó.
Myndin er hárbeitt svört kómedía eftir
samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar
um hinn andfélagslega hugsjónamann Böðvar
Steingrímsson sem leikarinn Ólafur Darri
Ólafsson leikur. Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur
á móti Ólafi Darra og Stefán Hallur Hallsson fer
með eitt burðarhlutverka.
14
jan
Föstudagur
15
jan
Laugardagur
n Hipphopp-veisla á Broadway Á
Broadway verður allsherjar hipphopp-veisla á
laugardaginn. Haldin verður beatbox-keppni
og eftir að sigurvegarinn hefur verið kynntur fer
tvöfaldur sigurvegari bresku beatbox-keppn-
innar á svið auk annarra góðra. Þá koma fram 12
vel geymd leyndarmál í íslenska rappheiminum
og hipphopp-munkar munu messa. Breikdans-
arinn Natasha gefur svo stemninguna með
breakdansi og hipphoppi í anda New York.
n Salonhljómsveitin í Salnum með
Diddú Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorra-
sonar flytur Vínartónlist og aðra sígilda tónlist í
léttari kantinum í Salnum, meðal annars vinsæl
dægurlög. Sigrún Eðvaldsdóttir flytur verk og
einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur
þekkt sem Diddú.
n Agent Fresco, Rökkurró o.fl. á
Sódómu Hljómsveitirnar Agent Fresco og
Rökkurró troða upp á Sódómu Reykjavík á
laugardaginn ásamt Loji og DJ Óla Dóra. Agent
Fresco gáfu nýverið út sína fyrstu breiðskífu,
A Long Time Listening og eru því í blússandi
gír þessa dagana. Rökkurró gaf út plötuna Í
annan heim fyrir hálfu ári og hefur verið að
spila erlendis þar sem hljómsveitinni hefur
verið vel tekið. Loji hefur gert garðinn frægan
með Sudden Weather Change en á þessum
tónleikum flytur hann sólóefni sitt. Dj Óli Dóri
þeytir skífum milli atriða og að tónleikum
loknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og
kostar 1.000 krónur inn .
16
jan
Sunnudagur
n Alvöru sirkussýning Sirkus Íslands setur
upp Sirkus Sóley í Tjarnarbíói, þar sem hann
hefur skemmt fjölskyldum við mergjaðar
undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Þetta
er þeirra síðasta sýning í vetur svo það er um
að gera að missa ekki af lestinni. Miðaverði er
stillt í hóf og kostar miði með leikskrá 1.500
krónur. Búast má við krassandi sirkusatriðum,
áhættuatriðum og vænum brögðum sem aldrei
hafa sést áður á Íslandi.
undur og söngvari hljómsveitarinn-
ar Hjaltalín og hefur komið fram með
henni víða um heim.
Hann var eitt þriggja nýrra tón-
skálda sem hlutskörpust urðu í sam-
keppni tónlistarhátíðarinnar Við
Djúpið, Ísafoldar kammersveitar og
Rásar 1 og nýverið naut leikhúsið góðs
af hæfileikum hans en hann samdi
tónlist við uppfærslu Borgarleikhúss-
ins á Ofviðrinu.
Högni segir reynsluna úr leikhús-
inu mikla og lærdómsríka. „Ég var full
bráður á mér í byrjun og veit nú bet-
ur að í leikhúsinu gerast góðir hlut-
ir hægt og rólega. Ég byrjaði á því að
semja mikið efni, vann mikið út frá
gömlu efni, lokaði mig af og fannst ég
hafa tónlist sem ég gat stoltur kynnt
leikstjóranum. Þann daginn var Vyt-
autas leikmyndahönnuður einmitt
að setja upp leikmyndina og um leið
og ég sá hana áttaði ég mig á því að
tónlistin sem ég hafði eytt svo mikilli
orku í að semja átti ekki við þá stemn-
ingu sem hann var að skapa á sviðinu
þannig að það þurfti að kasta henni í
burtu.“
Hér er best að búa
Högni hefur fengið mörg kostaboð
um að búa annars staðar en aldrei
leitt hugann að því af alvöru. „Að sjálf-
sögðu, einn helsti kosturinn við að
búa hér á Íslandi er hversu auðvelt
aðgengi er að næsta hæfileikamanni.
Stundum er ég spurður afhverju ég
búi ekki í París eða Berlín af því tón-
listarsenan þar sé svo góð, þá hugsa ég
alltaf um þetta og svara því að það sé
enn betra að vera hér til þess að semja
góða tónlist. Hér er svo auðvelt að
gera góða hluti með góðu fólki og það
má eyða orkunni í að semja tónlistina
frekar en að skipuleggja með hverjum
og hvernig.“
Högni er samt enginn heimalingur og
haldinn mikilli útþrá og þegar blaða-
maður talar við hann er hann á leið-
inni til Costa Rica þar sem hann ætl-
ar í siglingu með félögum sínum. Einn
félaganna ætlar sér að sigla bátnum
og Högni segist hvergi smeykur. „Þetta
verður örugglega mikið ævintýri sem
verður saga að segja frá seinna meir.“
Eilíf hringrás
Högni semur mikið af tónlist utan
dægurtónlistar. Hann hefur sam-
ið óhefðbundið verk fyrir Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og verk fyrir dóm-
kirkjuorganistann Kára Þormar auk
þess sem ýmislegt er framundan. Eru
fyrir honum mörk þarna á milli?
„Það eru ekki mörk á milli, frekar er
þessa hringrás sem er alltaf að breyt-
ast. Allir geirar tónlistar eru nauðsyn-
legir þessari hringrás og hver geiri
nærist á öðrum. Þannig skapar dæg-
urtónlistin tekjur sem nærir óhefð-
bundna nútímatónlist eða það sem
margir vilja kalla æðri listir. Að sama
skapi eru tengslin sterk úr dægur-
menningu í klassík og æðri listgreinar.
Dægurmenningin sækir skerpu sína í
framúrstefnuna og öfugt. Þess vegna
er grátlegt að horfa upp á opinbera
aðila og fólk í landinu vera að fussa
yfir stuðningi ríkisins til listgreinar.
Öll dægurmenning, menning sem
flestir neyta, er fædd af undarlegri,
áhættusamari listaðgerðum bæði
hugmyndalega og tæknilega og þess
vegna eru þeir í fremstu víglínu. Auð-
vitað á samfélagið að styðja þannig
sköpun sem þorir að taka afstöðu og
áhættu. Án þess væri samfélagið veru-
lega snautt.“
Samvinna
Högni segist vilja halda áfram á þeirri
braut að semja meira af óhefðbundnu
efni þótt hann haldi áfram að semja
fyrir Hjaltalín af krafti. „Það er alltaf
mikil samvinna okkar á milli í Hjalta-
lín þótt að ég og Viktor Orri sjáum
mest um að útsetja og semja. Mér
finnst best að vinna tónlistina með
þeim sem flytja hana og vera í beinum
tengslum við flutninginn. Sú aðferð
magnaðist enn frekar við vinnuna í
leikhúsinu. Þar lærði ég að vinna með
flóknu samspili hughrifa. Ef ég reyni
að útskýra þetta betur þá vil ég ekki
gera of mikið úr mér og mínum hug-
hrifum, ég vill frekað að tónlistin sé
samvinna þar sem ég kasta inn hug-
myndum.“
Listamannslíf
Faðir Högna er áhugadjasspíanisti,
systir hans, Arndís Hrönn Egilsdótt-
ir, er leikkona og bróðir hans, Hrafn-
kell Orri Egilsson, spilar á selló með
Sinfóníuhljómsveitinni. Annar bróð-
ir hans, Andri, er stærðfræðingur og
móðir hans starfar sem sérfræðingur
í menntamálaráðuneytinu. Er lista-
mannslífið honum í blóð borið og
ef svo er, hvernig ? „Nei, það held ég
ekki. Þvert á móti, ég held hins vegar
að nám í listum og umræða um listir
skipti máli. Gróska í listalífinu er engin
tilviljun, hana má rekja til þess að for-
eldrar gefa börnum sínum tækifæri til
þess að þroska hæfileika sína. Ég vildi
óska þess að skilningur á mikilvægi
þess að leggja rækt við slíkar undir-
stöður væri meiri. Við ættum að leggja
meiri rækt við menntun á sviði lista.
Við vitum svo lítið hvað verður í fram-
tíðinni en verðum samt að reyna að
spá fyrir um það. Mér finnst líklegt að
listir, vísindi og skapandi greinar hafi
vinninginn.“
kristjana@dv.is
Gróska í listalífinu
Níu þúsund manns hafa séð Gauragang:
Stefna hærra með Gauragang
Íslenska kvikmyndin Gauragang-
ur var frumsýnd 26. desember
síðastliðinn, en síðan þá hafa níu
þúsund manns séð myndina. Hún
situr í sjöunda sæti yfir vinsæl-
ustu bíómyndirnar í íslenskum
kvikmyndahúsum í síðustu viku,
en hún er sýnd í Smárabíói, Há-
skólabíói og Borgarbíói á Akureyri.
Myndin hefur halað inn níu og
hálfa milljón í tekjur, samkvæmt
upplýsingum frá Senu, sem er
dreifingaraðili myndarinnar.
„Við viljum sjá hana fara í sautj-
án til tuttugu þúsund,“ segir Hlín
Jóhannesdóttir, einn framleið-
enda myndarinnar, aðspurð um
aðsóknina. Hún segir að það sé
markmiðið en miðað við árstíma
og hvernig jólin fóru sé níu þús-
und manns ásættanlegur fjöldi
gesta. „Við sættum okkur alveg
við þetta en við teljum okkur fara
í meira en þetta.“
Gauragangur er önnur kvik-
mynd Gunnars Guðmundsson-
ar leikstjóra, en hann gerði einnig
Astrópíu, sem frumsýnd var árið
2007. Sú mynd sló rækilega í gegn,
líkt og stefnir í með Gauragang. Í
myndinni þreyta margir ungir leik-
arar frumraun sína á hvíta tjald-
inu en opnar áheyrnarprufur voru
fyrir kvikmyndina á sínum tíma.
Auk ungra leikara leika í mynd-
inni gamalreyndir íslenskir leikar-
ar sem flestir Íslendingar ættu að
kannast við.
Myndin hlaut ágætar viðtök-
ur gagnrýnenda, en hún fékk þrjár
stjörnur í DV. Þótti Alexander
Briem, sem fer með hlutverk Orms
Óðinssonar í myndinni, vinna leik-
sigur. „Frumraun hans lofar mjög
góðu fyrir framtíðina,“ sagði um Al-
exander í dómi DV. adalsteinn@dv.is
Níu þúsund Þúsundir manna hafa séð
leiksigur Alexanders Briem.
Grátlegt Högni
þreytist á því að op-
inberir aðilar og fólk
í landinu fussi yfir
stuðningi ríkisins til
listgreina.
Að pakka niður Högni hef-
ur varla tíma fyrir myndatöku
og á leiðinni til Costa Rica.