Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Qupperneq 54
S íðla árs 2008 sagði Páll Magnús- son útvarpsstjóri upp fjölda starfs- manna hjá Ríkissjónvarpinu. Einn þeirra var Hilda Jana Gísladóttir sem starfaði sem fréttamaður á Akureyri. Þegar henni var sagt upp tók hún fréttun- um af mikilli yfirvegun, þær komu henni ekki á óvart og hún sagðist vel hafa vit- að af niðurskurðinum. Hildu Jönu fellur ekki vel að sitja lengi aðgerðalaus og því greip hún fegin tækifærið þegar henni bauðst styrkur frá Vinnumálastofnun til að halda áfram dagskrárgerð. Hún segir að án styrksins hefði sjónvarpsstöðin N4 ekki náð því að blómstra eins og hún gerir í dag. „Styrkir sem þessir voru okkur öll- um nauðsynlegir.“ Hilda Jana þáði styrkinn aðeins í nokkra mánuði. „Ég þáði styrk frá Vinnu- málastofnun seint á árinu 2008 og í byrj- un árs 2009 og hóf þá störf hjá N4,“ stað- festir Hilda Jana. „Ég gat ekki hugsað mér að sitja atvinnulaus heima en N4 stóð illa og því þurfti að blása lífi í reksturinn og styðja með öllum ráðum. Þessi stuðning- ur gerði það að verkum að þetta krúttlega ævintýri varð að veruleika.“ Hilda Jana stýrir þættinum Að norð- an sem er frumsýndur alla virka daga og að auki heldur hún utan um Föstudags- þáttinn þar sem hún fær til sín góða gesti í spjall og ræðir um það sem hæst ber í fréttum. „Gat ekki setið atvinnulaus heima“ Hilda Jana Gísladóttir á N4: 54 | Fólkið 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Einn á Íslandi Liðsmenn uppistandshópsins Mið-Íslands hverfa hver á fætur öðrum til útlanda um þessar mundir. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, flutti til Þýskalands í haust í skiptinám frá Listaháskóla Íslands, Ari Eldjárn sleikir núna sólina á Kanaríeyj- um og Bergur Ebbi undirbýr tveggja vikna brúðkaupsferðalag til Ástralíu. Aðeins einn liðsmaður uppistands- hópsins, Jóhann Alfreð Kristinsson, er ekki staddur í útlöndum, eftir því sem DV kemst næst. Vildi hafa sleppt Ungfrú Ísland Ragnhildur Steinunn vildi óska sér að hún hefði sleppt því að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland á sínum tíma. „Auðvitað vildi ég óska þess núna að ég hefði sleppt því en það þýðir ekki að sjá eftir einhverju sem er búið og gert,“ segir hún í viðtali í nýjasta tímariti Monitors sem kom út á fimmtu- daginn. Hún segir að hún myndi aldrei leyfa dóttur sinni að taka þátt í keppninni, keppn- in sé barn síns tíma. „Ég get ekki horft á keppnina núna, ég fæ svo mikinn kjánahroll. Keppnin hefur breyst með árunum og ég fékk sjokk þegar ég sá stelpurnar í síðustu keppni vera á kynþokkafullum undirfötum á sviðinu. Mér fannst nógu slæmt að við þurftum að koma fram í sundfatnaði.“ Þeir keyptu víst íbúð Hlín Einars: H lín Einarsdóttir ritstjóri Bleikt.is ver viðtal sitt við trúðana Frank Hvam og Casper Christensen í ritstjórnarpistli sínum frá því á fimmtudag. Í viðtalinu kom fram að þeir Frank og Casper hefðu fest kaup á íbúð hér á landi meðan á stuttri heimsókn þeirra hingað til lands stóð. Hún lýsir aðstæðunum sem viðtalið var tekið í og segir hún meðal annars: „Inni á troðfullum stað innan um brjálaða aðdáendur sem vildu ná myndum af sér með dönsku spéfuglunum spurði ég hinnar klassísku spurningar í gam- ansömum tón: „How do you like Iceland?““ Hún segir að það hafi verið í svari við þeirri spurningu að Casper hafi upplýst hana um að þeir félagar hefðu keypt íbúð. Var viðtalið tekið á skemmtistað í mið- borginni. Eftir að viðtalið birtist fór Frétta- blaðið á stúfana og var niðurstaða þess blaðs að ekkert væri hæft í þeim fréttum að trúðarnir hefðu fest kaup á íbúð hér á landi. Hlín segist þó standa við fyrri frétt sína en viðurkennir að hún hafi ekki farið bestu leiðina að þeim félög- um. „Ég fékk hins vegar þær upp- lýsingar í dag (fimmtudag) að ekki væri alls kostar vel séð að tekin væru viðtöl við kvikmyndaleikara með þessum hætti,“ segir hún. „Öll slík samskipti eigi að fara í gegnum umboðsmenn og blaðafulltrúa og þessi yfirlýsing hafi því eflaust verið ótímabær af þeirra hálfu eða að kenna megi einhverjum misskilningi um.“ Hún segir að þegar hún hugsi til baka sé þetta eins og að lenda í styttri útgáfu af þætti af Klovn. Eins og í Klovn Hlín segir að lífsreynslan hafi verið eins og að lenda í stuttum Klovn-þætti. n Stendur við viðtalið n Ekki vel séð viðtalstækni n Samskiptin eiga að fara í gegnum blaðafulltrúa n Eins og að lenda í Klovn-þætti! Casper og Frank Hlín viðurkennir að hafa ekki farið bestu leiðina að þeim félögum. Blómstrar á Akureyri Hilda Jana er mikilvirk dagskrárgerðarkona á Akureyri og getur þakkað stuðningi Vinnumálastofnunar fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.