Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Borgin bauð 150 manns til veislu í síðustu viku: Hálf milljón í mat og drykk Reykjavíkurborg hélt í síðustu viku boð fyrir á annað hundrað manns en það voru þeir sem komu að bygg- ingu hússins á horni Lækjargötu og Austurstrætis. „Við ákváðum að sýna þeim sem komu að byggingu hússins þakklætisvott með því að halda boð fyrir þá. Okkur fannst það betur til fundið að gera þetta svona í stað þess að halda vígsluveislu eða reisugilli,“ segir Kristín Einarsdóttir, aðstoðar- sviðsstjóri á framkvæmda- og eigna- sviði Reykjavíkurborgar. Hún segir að boðið, sem haldið var í húsinu sjálfu, hafi staðið í einn og hálfan tíma. „Þau sem komu að byggingu hússins fengu að skoða það en margir eru hættir að vinna við húsið fyrir þó nokkru og hafa því ekki séð það lengi. Nú förum við einnig að afhenda það leigutökum og þá getur fólkið ekki komið og skoðað vinnu sína.“ Hún segir þetta því hafa verið gott tækifæri fyrir fólk að sjá afrakst- ur vinnu sinnar. Kristín segir að þetta hafi ekki ver- ið stór veisla þar sem miklu hafi ver- ið til kostað. „Þetta var fyrst og fremst hugsað sem þakklætisvottur til þeirra sem komu að húsinu. Dagur B. Eggertsson kom og hélt smá tölu í fjarveru borgarstjóra og ég bauð fólk velkomið fyrir hönd borgarinn- ar. Stundum eru haldin reisugilli en það verður ekki í þetta skiptið. Okk- ur fannst líka skemmtilegra að gera þetta svona,“ segir hún og bætir við að vinnuborð hafi verið dúkuð og þær veitingar sem boðið var upp á hafi komið úr eldhúsi borgarinnar. Aðspurð um kostnaðinn við boðið segir hún hann hafa verið 455.000 krónur. gunnhildur@dv.is Þakklætisvottur Hér sést nýbyggingin á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Veislan sem borgin hélt kostaði tæplega hálfa milljón. Umdeild ummæli forvarnarfulltrúa: Áður var það Pink Floyd „Það sem hann var að tala um var atferli hjá unglingum sem gætu vakið upp grunsemdir hjá foreldr- um án þess að bein orsakatengsl væru þar á milli,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um ummæli Magn- úsar Stefáns- sonar, fræðslu- fulltrúa hjá Marítu, forn- varnarsviði Samhjálpar, í Bítinu á Bylgj- unni á fimmtu- dag. Ummæli Magnúsar í útvarpinu vöktu mikla athygli en þar benti hann á að það væri viss vísbending um kanna- bisneyslu ungmenna ef þau byrj- uðu allt í einu að hlusta á reggí- tónlist þar sem sú tónlist tengdist inn í kannabisheiminn og rasta- fari-lífsstílinn. Önnur vísbending væri ef unglingurinn hefði alla jafna verið erfiður í umgengni en færi síðan allt í einu að hjálpa foreldrum sínum við heimilis- störfin. Einnig ættu foreldrar að vera vakandi gagnvart klæðaburði unglinganna. Föt með mynd af kannabisplöntunni væru önnur vísbending. Þórarinn segir í samtali við DV að það sé fyrst og fremst merki um að umræðan um kannabisneyslu meðal ungmenna sé mjög óþrosk- uð ef menn væru viðkvæmir fyrir ummælum sem þessum. „Ég man að í gamla daga þá voru allir hassistarnir mjög hrifnir af ákveðinni plötu sem virðulegir borgarar í dag hlusta nú bara á án þess að vera sérstaklega tengdir við hassneyslu. Það er The Wall með Pink Floyd. Maður átti samt að vera á varðbergi ef unglingur dró fram svo gamla plötu og fór að hlusta á hana.“ Þórarinn segir að skipta megi þessum einkennum vímuefna- neytanda í annars vegar áþreifan- lega hluti eins og áhöld til neyslu, ef kannabis finnst í þvagi, líkamleg einkenni ef menn greina vímuna eða þann félagslega vanda sem af neyslunni stafar. En á hinn bóg- inn sé hægt að tala um visst atferli sem gæti vakið upp grunsemdir án þess að bein tengsl væru þar á milli. „Mér heyrðist hann nú vera að vísa til ýmissa svona einkenna sem foreldrar ættu að vera á varð- bergi fyrir. En menn geta afskræmt það sem sagt er en mér þótti hann bara tala mjög skynsamlega. Og mér finnst það ekki ljót ummæli um reggítónlist enda sýndist mér hann ekki fullyrða neitt um það. Hann sagði ekkert sem móðgaði mig alla vega,“ segir Þórarinn sem fengist hefur við vímuefnaneyt- endur í fjölda mörg ár sem yfir- læknir á Vogi. mikael@dv.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra ætlar að ræða niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála við rík- islögmann, rýna í ráðningarmál stjórnarráðsins og kalla Önnu Krist- ínu Ólafsdóttur á sinn fund. Anna Kristín var í hópi 41 umsækjanda sem sótti um stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Jóhanna réð Arnar Þór Másson, en hann var metin hæfastur í fimm manna hópi þeirra sem til greina komu; Anna Kristín var í fmmta sæti. Kærunefnd jafnréttismála komst að annarri niðurstöðu, en virðist jafn- framt hafa stuðst við aðrar áherslur og einhverju leyti önnur gögn en gert var í ráðningar- og matsferlinu sem leiddi til þess að Arnar Þór var skip- aður í embætti skrifstofustjóra. For- sætisráðherra fann að þessu í máli sínu á Alþingi fyrir helgina. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að Jóhönnu vegna málsins en hún hefur einnig sætt nokkru ámæli úr röðum eigin flokksmanna. Jó- hanna taldi líklegt að hún hefði ver- ið sökuð um geðþótta og pólitíska embættisveitingu ef hún hefði tekið Önnu Kristínu fram fyrir Arnar Þór, en þær starfa í sama stjórnmála- flokki. Þá andmælti hún því að mál- ið væri sambærilegt því þegar Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráð- herra, skipaði Ólaf Börk Þorvalds- son, hæstaréttardómara árið 2003. Hjördís Hákonardóttir kærði skipun Björns, en hún var meðal umsækj- enda. Málinu lyktaði með því að rík- ið greiddi henni bætur. Jóhanna benti á að Björn hefði tekið Ólaf Börk fram fyrir aðra sem Hæstiréttur hafði metið hæfari og farið gegn því sem telja mátti fag- legt mat dómaranna. Þess má geta að Ólafur Börkur er náfrændi Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar Björn skipaði Ólaf Börk hæsta- réttardómara. Vantar stefnu um stöðuveitingar Sú spurning hefur vaknað hvern- ig kærunefnd um jafnréttismál gat komist að annarri niðurstöðu en ráðgjafar gerðu þegar umsækjend- urnir voru metnir með formlegum hætti. Eftir því sem DV kemst næst þykir málið endurspegla vanda sem ráðningarmál og embættisveitingar hafa ratað í hér á landi þar sem fag- legt mat sérfræðinga rekst á við mat lögfræðinga auk þess sem spenna ríkir milli stöðuveitinga á faglegum eða pólitískum grundvelli. Ekki þykir bæta úr skák að skýr stefna hefur ekki enn verið mótuð af hálfu stjórnvalda um stöðuveitingar og standa Íslend- ingar öðrum þjóðum, til dæmis Bret- um, langt að baki í þeim efnum. Mannauðsfræðingur hjólar í kærunefnd Arndís Ósk Jónsdóttir mannauðs- ráðgjafi sendi ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu greinargerð vegna málsins á miðvikudaginn. Hún gagn- rýnir niðurstöðu kærunefndarinn- ar í mörgum liðum. „Gera verður þá kröfu að nefndin sinni rannsóknar- skyldu sinni, gæti meðalhófs og telji kærunefndin sig búa yfir betri þekk- ingu og upplýsingum yfir hæfnis- kröfur starfsins verði hún að sýna fram á það. Það er því umhugsunar- efni að kærandi, eða kærunefnd jafn- réttismála, telji sig hafa betri innsýn í hvað í starfinu felist og hvers það krefst, út frá hæfni, menntun eða reynslu án sjálfstæðrar greiningar eða rannsóknar.“ Arndís segir í greinargerð sinni að árafjöld á bak við menntun og reynslu hafi lítið forspárgildi um framtíðarframmistöðu í starfi. Sýnt hafi verið fram á slíkt með rannsókn- um. „Þar til að kærunefnd jafnréttis- mála getur sýnt fram á hvaða fræði- legi bakgrunnur stendur að baki mati nefndarinnar má líta svo á að skilaboð hennar séu þau að á Íslandi eigi ekki að vinna faglega að undir- búningi ráðninga hjá hinu opinbera.“ Arndís áréttar að allir umsækj- endurnir hafi verið metnir kerfis- bundið og gætt jafnræðis. Það veki spurningar um jafnræði ef einn um- sækjandi geti komið að upplýsingum í kæruferli sem öðrum gæfist ekki tækifæri til að koma að. Að teknu tilliti til ofangreinds er ljóst að kærunefnd jafnréttismála hefur mat embættismanna ráðu- neytisins, umsagnaraðila umsækj- enda og ráðgjafa að engu. Kæru- nefndin virðist því móta sínar eigin forsendur og úrskurða á þeim grunni án tillits til gagna og niður- staðna rannsókna. n Forsætisráðherra gagnrýnd vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála n Sakar kærunefnd um að breyta forsendum n Nefndin fylgir eigin forsendum án gagna og rannsókna að mati mannauðsfræðings n Lítt mótuð stefna um faglegar ráðningar Kærunefnd á villigötum Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Forsætisráðherra í vanda Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri gagnrýna að kærunefndin úrskurði á eigin forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.