Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 28
Ein stærsta frétt vikunnar var formlegt brotthvarf Lilju Móses dóttur og Atla Gísla­ sonar úr þingflokki Vinstri grænna. Veigamestu röksemdir þeirra fyrir brotthvarfinu voru að foringjaræði væri ríkjandi og að forystan um­ bæri ekki mismunandi skoðanir. Á sama tíma varð mótsögnin ljós. Þau gegndu bæði formennsku í nefndum, þrátt fyrir andstöðu sína við megin­ stefnu flokksins. Og bæði Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, sem hafa gengið gegn stefnu ríkisstjórnarinn­ ar í stórum málum, eru valdir til að vera ráðherrar. Þetta væri óhugsandi í flokki sem er plagaður af foringja­ ræði. Lilja og Atli sögðust ekki vilja leng­ ur vera „tortryggð“ í sínum flokki. Svo virðist sem þau hafi gert kröfu um að þau mættu tortryggja stefnu foryst­ unnar, en að aðrir mættu ekki tor­ tryggja skoðanir þeirra. Steingrímur J. Sigfússon virðist þrátt fyrir allt vera einstaklega umburðarlyndur gagn­ vart andstöðu eigin flokksmanna, þótt hann sé eðlilega ófær um að fylgja öllum skoðunum. Það liggur hins vegar fyrir að stefna Atla og Lilju er trú stefnu Steingríms J. og Vinstri grænna fyrir valdatökuna, þegar hann vildi kasta Alþjóðagjald­ eyrissjóðnum úr landi. Eitt mikilvæg­ asta verkefni nýju ríkisstjórnarinnar átti að vera að tryggja hagsmuni al­ mennings gagnvart bönkunum. Lykil­ inn að þessari réttarbót mátti finna í lyklafrumvarpi sem Lilja lagði fram, sem í fólst að bankar gætu aðeins leyst til sín eignina sem þeir lánuðu út á, en ekki elt fólk og haldið því föngnu á eigin heimili. Lyklafrumvarpið hefði fært ábyrgðina og áhættuna frá venju­ legu fólki yfir til bankanna. Nú virðast bankarnir aftur komnir á fullt skrið, dregnir áfram af réttlitlum húsnæðis­ eigendum. Ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur um að láta ráða umsækjanda í stöðu skrifstofustjóra, sem var metinn hæf­ astur af ráðgjafa hennar, hefur undan­ farið verið beitt óhóflega gegn henni af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekkert bendir til þess að ráðningin á karlmanni í stað kvenkyns fyrrverandi aðstoðarmanns samfylkingarráð­ herra hafi verið pólitísk spilling í ætt við ráðningar Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. Þvert á móti einkenndist ráðningin að þessu sinni af ásetningi um að forðast pólitíska spillingu. En það þykir sumum grunsamlegt. Ingi­ björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, notaði tækifærið og gagnrýndi Jóhönnu fyr­ ir að taka mið af almenningsálitinu í ákvörðun sinni. „Þegar öllu er á botn­ inn hvolft skiptir engu máli hvað sagt er. Það eina sem skiptir máli er að gera það sem maður veit að er rétt,“ skrifaði hún á Facebook­síðu sína. Ekki einu sinni einvaldskonungar taka ákvarðanir óháð almennings­ álitinu. Margir reyna hins vegar að forðast það með því að leyna almenn­ ing upplýsingum og/eða taka ekki ákvarðanir. Eitt af því ógeðfelldasta sem sést hefur í stjórnmálum á síðari árum var ásetningur Ingibjargar Sól­ rúnar og Geirs Haarde um að villa um fyrir almenningi í aðdraganda efna­ hagshamfaranna. Þau sátu einkafundi um vanda íslenska efnahagskerfisins og fóru svo í ferðir til útlanda til að gæðavotta bankana í nafni þjóðar­ innar. Örskömmu fyrir hrun fór Ingi­ björg í viðtal hjá Viðskiptablaðinu og fullyrti að það væri engin kreppa. „Hér er engin kreppa,“ sagði hún beinlínis, í hróplegu ósamræmi við raunveru­ leikann. Ingibjörg Sólrún virðist trúa á goð­ sögnina um hinn upplýsta leiðtoga sem með styrk sínum og skynsemi leysir vandamál þjóða án truflandi áhrifa frá eigin þjóð. En stjórnmál Ingi­ bjargar urðu jafn gjaldþrota og verð­ laus og bankarnir sem hrundu. Nú er tími til að stjórnmálamenn hlusti á al­ menning. Þeir eiga að reyna að forðast pólitíska spillingu og pólitískar ráðn­ ingar. Þeir mega gera mistök, svo lengi sem þeir gangast við þeim og læra af þeim. Goðsögnin um hinn alvitra og óskeikula leiðtoga lifir enn í vestur­ hluta Líbíu, en á Íslandi er hún dauð, þótt sumir reyni að særa hana upp. P rófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er fórnarlamb ömurlegra uppljóstrana úr míg­ lekum Landsbankanum. Dúsur sem prófessorinn fékk frá vinum sínum fyrir að vinna fyrir fólkið í landinu eru allt í einu orðnar opinberar. H annes er afturbatapíka. Hann stal texta frá Nóbelsskáldinu Halldóri Kiljan Laxness og gerði að sínum. En hann var ekkert að laumupokast með málið heldur stal fyrir opnum tjöldum. Þannig þjófum er hægt að bera virðingu fyrir. Það er verra með þessa sem athafna sig í myrkri og jafnvel með grímur. Auk þess var Hannes dæmdur og hefur tekið út sína refsingu. Hann er því sak­ laus í bata sínum og samviskan hrein sem nýfallin mjöll. Þ að hafa margir reynst Hann­esi vel í gegnum tíðina. Hann var um árabil einn helsti hug­ myndafræðingur þjóðarinnar og ætlaði að tryggja þegnum hagsæld og skattleysi í senn. Þannig var það í Landsbanka gróðærisins. Þar var Kjartan Gunnarsson, samherji Hannesar og einn af hugmyndafræð­ ingum Icesave, og Björgólfur Guð­ mundsson, átrúnaðargoð prófess­ orsins. Með sameiginlegu átaki tókst þeim að krafsa út úr fjárhirslum bankans nokkrar milljónir króna og gefa smáfuglinum. Menn eins og Hannes auðg­ast sjaldnast sjálfir. Þeir fórna sér í þágu almenn­ ings og eru gjarnan háðir þeim molum sem hrjóta af borðum stórmenna hvers tíma. Fórnar­ lömb eigin hugsjóna eru líka gjarnan ofsótt. Þess er skemmst að minnast að vatnskóngurinn Jón Ólafsson sætti sig ekki við að Hannes kallaði hann dópsala á heimasíðu Háskóla Íslands. Hann­ es var lögsóttur og stóð uppi sem öreigi eftir að hafa fært eignir sínar á nánustu vini og vanda­ menn. Hann var eins strípaður af veraldlegum eigum og þegar hann skaust í heiminn á sínum tíma. O g nú er verið að vekja upp drauga fortíðar og senda til höfuðs öreiganum sem gaf þjóð sinni allt. Huldumenn fara um skjala­ geymslur þjóðarbankans og grafa upp millifærslur. Rétt eins og Hannes bendir á er þetta óþolandi hnýsni um einkamálefni þurfalinga. Eðlilegast væri að fá lögbann á huldumenn sem hegða sér með þessum hætti. Verst er að það er svo erfitt að festa hönd á huldufólki. Margt af því fegursta í heim­inum er svo yndislegt að við álítum ósjálfrátt að það muni vara að eilífu. (Hérna gæti ég nefnt heimspekikenningar mínar um let­ ina sem hina dásamlegustu dyggð. En ég ætla að hvíla þann pakka um sinn.) Fögur orð, fagrir staðir, fagrar sálir og fagrar minningar verða hjá okkur að einhverju ódauðlegu. Enda er það svo að sumar myndir verða bara skýrari og skýrari, í hugskotinu, með hverju árinu sem líður. Eilíf dögun að sumri þegar send­ lingur leikur á leiru, kríur sinna ungum og friðsælar gárur gjálfra í fjöru, er akkúrat eitt af þessu sem fær sálina til að brosa. Íslensk tunga er ævarandi í hugum okkar; fagrar setningar láta okkur trúa því að hægt verði að halda tungumálinu óbreyttu að eilífu. Svo getur svartagallsraus­ arinn spurt: –Hvernig ætli íslenskan verði eftir 30.000 ár? Þá brosum við hin og vitum að svo langt getur eng­ inn maður hugsað. Kannski verður tunga okkar einhvern daginn að einu samfelldu hátíðnihljóði sem þykja mun hið fegursta af öllu fögru. Við þurfum að taka eftir öllum litlu, fallegu orðunum sem okkur eru gefin á degi hverjum. Við þurfum að nærast á öllum örstuttu augnablik­ unum sem við hljótum að gjöf. En samtímis verðum við að hafa hugfast að í samfélagi okkar er til fólk sem myndi hrifsa af okkur öll fögru orð­ in og öll ljúfu augnablikin, ef þetta fólk sæi hagnaðarvon í slíku. Við verðum semsagt að vera á varðbergi; vara okkur á gráðuga liðinu sem hef­ ur sjúklega heimsku að leiðarljósi og þráir að sanka að sér öllu sem hægt er að ágirnast. Til viðvörunar, á ég í huga mér mynd. Á myndinni er Guðni Ágústs­ son, þáverandi ráðherra hjá þjófa­ félagi Framsóknar og hann er að af­ henda einhverjum bankastjórum einhvern framleiðnisjóð landbúnað­ arins til varðveislu. Þetta er svo guð­ dómlega fallegt. Hann minnir á föð­ ur sem kemur börnum sínum í skóla hjá sannkristnum, kaþólskum prest­ um. Og allir brosa þeir á myndinni, vitandi það að þetta fé munu menn hirða af kostgæfni. Í dag sé ég fyrir mér aðra fagra mynd: Hið svokallaða hjól atvinnu­ lífsins er í algjörri kyrrstöðu og þjóð­ in þráttar um það hvort okkur beri að greiða skuld títtnefndra óreiðu­ manna. Um þetta þrefar fólk, jafnvel þótt flestum sé ljóst að nú þegar hafa óreiðumenn fengið styrki til útgerð­ ar, tryggingafélaga, og sparisjóða, svo fátt eitt sé nefnt. Af þinni sál er aðeins eitt eintak hér að finna því skaltu ætíð brosa breitt mót birtu vona þinna. 28 | Umræða 25.–27. mars 2011 Helgarblað „Undirrituð mun ekki ganga á svig við úrskurð Hæstaréttar og þiggur því ekki boð Alþingis um að taka sæti í stjórnlagaráði.“ n Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona í yfirlýsingu um stjórnlagaráð sem skipað var af Alþingi. – DV „Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum mál- flutningi. Pólitísk ábyrgð er ráðherrans.“ n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið jafnréttislög. – DV „Ég vil ekki reka þetta mál í fjölmiðlum, að svo komnu máli.“ n Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns, um deilur sínar við Siv sem fara nú fram fyrir dómstólum. – DV „Ekkert er athugavert eða óeðlilegt við þessi fram- lög, enda voru þau til þjóðþrifamáls.“ n Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, um framlög Landsbankans til „kynningará- taks vegna skattalækkana“ sem hann fór fyrir. – DV Örlítil sanngirni Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Hugguleg heimsmynd Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Við þurfum að taka eftir öllum litlu, fallegu orðunum sem okkur eru gefin á degi hverjum. Folaldið rólegt n Ásmundur Einar Daðason, alþingis­ maður VG, hefur vakið athygli fyrir rósemi undir þeim kringumstæðum að félagar hans Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa sagt sig úr þingflokkn­ um. Ásmundur hefur á stund­ um verið talinn sá róttækasti í órólegu deild­ inni en er nú dáður fyrir yfirvegun og fylgispekt við forystu flokksins. Ásmundi var fyrir nokkru líkt við folald af ekki minni manni en Össuri Skarphéðinssyni. Nú segja gárung­ arnir að folaldið sé kominn á sinn bás og mauli þar brakandi hey í bland við fóðurbæti. Guðfríður með Ögmundi n Einhverjir hafa haft af því áhyggj­ ur hvar í sveit Guðfríður Lilja Grétars- dóttir alþingismaður skipi sér þegar hún kemur aftur á þing þann 8. apríl eftir fæð­ ingarorlof. Guð­ fríður er hug­ sjónamaður sem gefur sjaldan afslátt. En hún er jafnframt afar handgengin frænda sínum, Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Eru þau al­ mennt talin vera samstiga í stjórn­ málum. Það má því teljast fullvíst að hún fylgi honum að málum fremur en flóttafólkinu Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur. Bræðurnir Pálsson n Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og stjórnarformaður Horns, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og meðreiðarfólks við að knýja fram lögbann á um­ fjöllun DV af Horni. Talsverðar vonir hafa verið bundnar við Steinþór sem þykir skeleggur í starfi sínu og duglegur á ýmsum póstum. Stein­ þór er reyndar bróðir Gunnars Páls Pálssonar, fyrrverandi formanns VR, sem nú er umsjónarmaður golfvalla á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Þriðji bróðirinn, Hafsteinn Pálsson, er bæj­ arfulltrúi í Mosfellsbæ. Spútnik í Landsbankann n Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrver­ andi alþingismaður og háskóla­ rektor, hvarf af yfirborði jarðar eins og jörðin hefði gleypt hana eftir að hún hætti á þingi. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvar hæfi­ leikakonuna hafa borið niður. Nú er þó spennunni aflétt því að Guð­ finna mun komin í skjól Landsbank­ ans þar sem hún starfar sem ráðgjafi og mun vera þétt við hlið yfirstjórn­ ar bankans. Ekki er vitað hvort starf hennar hafi verið auglýst eða hún handvalin. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði HANNES OG VINIR HANS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.