Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 25.–27. mars 2011
Febrúarmánuður 2008 var mikil-
vægur í sögu Glitnis banka. Í þessum
mánuði, líkt og DV hefur fjallað um
í mörgum fréttum, tók Glitnir með-
al annars við fjármögnun eignar-
haldsfélagsins Þáttar International,
sem var einn stærsti hluthafi Glitnis,
frá fjárfestingarbankanum Morgan
Stanley vegna þess að bandaríski
bankinn vildi ekki fjármagna hluta-
bréfin. Með þessu jókst útlánaáhætta
Glitnis vegna lána til tengdra aðila
umtalsvert en lánið frá Morgan Stan-
ley til Þáttar International nam 217
milljónum evra, rúmlega 20 millj-
örðum króna.
Mikil og stór viðskipti áttu sér
sömuleiðis stað með hlutabréf í
Glitni í febrúar 2008 sem og í janúar
það ár. Þetta kemur fram á lista yfir
tæplega 250 stærstu hluthafa Glitnis
á árunum 2006 til 2008 sem DV hef-
ur undir höndum. Á listanum koma
fram öll hlutabréfaviðskipti með
bréf í Glitni á þessum árum, bæði
kaup og sala.
Bréfberaviðskipti Glitnis
Hluthafalistinn rennir enn styrk-
ari stoðum undir þá kenningu að
allt frá árslokum 2007, að minnsta
kosti, og þar til hrunið skall á hafi
aðaleigendur og stjórnendur ís-
lensku viðskiptabankanna leit-
að logandi ljósi að fjárfestum til
að kaupa hlutabréf í bönkunum
með lánveitingum frá bönkunum
sjálfum. Þetta á sennilega sérstak-
lega við um Glitni, líkt og fræg mál
eins og Stímmálið bera með sér. Oft
á tíðum voru það bankarnir sjálfir
sem seldu bréfin sem um ræddi,
líkt og í tilfelli Stíms sem og Al-
Thani-málsins í Kaupþingi. Hlut-
hafalisti Glitnis rennir einnig styrk-
ari stoðum undir þetta atriði.
Citibank seldi – Rákungur
keypti
Meðal þess sem sést á hluthafalist-
anum er að bandaríski bankinn Citi-
bank seldi rúmlega 300 milljón hluti
í Glitni í febrúar 2008. Gengi hluta-
bréfa í Glitni var 16,95 á hlut í lok
febrúar þannig að um var að ræða
viðskipti upp á rúma 5 milljarða
króna á þeim tíma. Í sama mánuði
keypti eignarhaldsfélagið Rákungur,
sem var í eigu eignarhaldsfélaga í
eigu forstjóra, aðstoðarforstjóra og
starfsmanns eignarhaldsfélagsins
Milestone, tæplega 300 milljón hluti
í Glitni með láni frá Glitni. Um var
að ræða 2 prósenta hlut í bankan-
um.
Glitnir mun hafa haft frumkvæði
að því að leita til starfsmannanna:
Guðmundar Ólasonar, Jóhannesar
Sigurðssonar og Arnars Guðmunds-
sonar. Í samtali við DV í byrjun árs í
fyrra sagði Guðmundur eftirfarandi
um viðskiptin: „Það kom upp þessi
hugmynd af hálfu bankans. Bréf-
in voru komin niður í ágætis verð,
fjármögnunin á þessu var tryggð og
við ákváðum að taka því.“ Bankinn
leitaði því til eigenda Rákungs vegna
hlutabréfaviðskiptanna.
Um viðskipti Rákungs sagði Guð-
mundur enn fremur í fyrra: „Þegar
svona er í pottinn búið verða allir
sem hafa hagsmuna að gæta í málinu
að reyna að bregðast við þessu. Það
vissu það allir að þessi mikla spenna
var að byggjast upp í fjármálakerfinu.
Hins vegar verður að gera greinar-
mun á þessari spennu og því algjöra
kerfishruni sem síðar varð... Ég held
að enginn inni í kerfinu hafi trúað
því á þessum tíma að kerfið myndi
allt hrynja.“
Rákungur skuldar þrotabúi Glitn-
is 12 milljarða króna vegna þessara
viðskipta en félagið varð eignalaust
við fall Glitnis.
Sund keypti fyrir 4,5 milljarða
Önnur stór viðskipti sem áttu sér
stað með hlutabréf í Glitni í febrúar
2008, samkvæmt hluthafalistanum,
voru kaup Iceproperties, félags í eigu
fjárfestingarfélagsins Sunds, fyrir 4,5
milljarða króna. Iceproperties keypti
rúmlega 260 milljón hluti í Glitni í
febrúar það ár. Seljandi bréfanna var
deild eigin viðskipta hjá Glitni, sam-
kvæmt hluthafalistanum og skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis, en með
sölunni fór hlutabréfaeign eigin við-
skipta Glitnis í bankanum sjálfum úr
tæplega 800 milljón hlutum og niður
í tæplega 540 milljón hluti. Í síðustu
viku úrskurðaði Hæstiréttur Iceprop-
erties gjaldþrota vegna skuldsetn-
ingar félagsins.
Den Danske Bank keypti sömu-
leiðis nærri 300 milljón hluti í bank-
anum í febrúar 2008 en seldi lang-
stærstan hluta bréfanna aftur í apríl
sama ár og svo afganginn sumarið
2008, samkvæmt hluthafalistanum.
Svo virðist því vera að margir hafi
verið búnir að missa trú á Glitni í árs-
byrjun 2008 og því hafi bankinn þurft
að finna nýja kaupendur að hluta-
bréfum í bankanum þegar aðrir vildu
ekki lengur eiga bréf sín. Svo virðist
sem erlendir bankar, meðal annars
Morgan Stanley og Citibank, hafi
verið búnir að missa trú á Glitni þeg-
ar þetta var og því reynt að takmarka
þá áhættu sem tengdist bankanum
eftir fremsta megni. Þetta átti líka við
um ýmsa þekkta einstaklinga úr ís-
lensku þjóðlífi.
Fjallað verður um sölu þessara
einstaklinga á hlutabréfum í Glitni í
ársbyrjun 2008 á mánudaginn.
n Hluthafalisti Glitnis sýnir mikil viðskipti með hlutabréf í honum í ársbyrjun 2008
n Glitnir leitaði til bréfbera þegar stórir hlutir í bankanum voru seldir n Fjölmargir þekktir
einstaklingar höfðu glatað trú á bankanum strax í ársbyrjun 2008 og seldu bréf sín
VIÐSKIPTI GLITNIS
VIÐ BRÉFBERA Í
ÁRSBYRJUN 2008
Hluthafalisti Glitnis
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
1. hluti „Það kemur upp
þessi hugmynd
af hálfu bankans. Bréfin
voru komin niður í ágæt-
is verð, fjármögnunin á
þessu var tryggð og við
ákváðum að taka því.
Citibank seldi – Rákungur
keypti Hluthafalisti Glitnis á ár-
unum 2006 til 2008 sýnir öll stærstu
viðskipti með hlutabréf í bankanum
á þessum tíma. Þar kemur meðal
annars fram að í febrúar 2008 þegar
Rákungur, eignarhaldsfélag Guð-
mundar Ólasonar forstjóra Milestone,
keypti verulegan hlut í Glitni seldi
Citibank stóran hlut í bankanum.