Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 25.–27. mars 2011 Febrúarmánuður 2008 var mikil- vægur í sögu Glitnis banka. Í þessum mánuði, líkt og DV hefur fjallað um í mörgum fréttum, tók Glitnir með- al annars við fjármögnun eignar- haldsfélagsins Þáttar International, sem var einn stærsti hluthafi Glitnis, frá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley vegna þess að bandaríski bankinn vildi ekki fjármagna hluta- bréfin. Með þessu jókst útlánaáhætta Glitnis vegna lána til tengdra aðila umtalsvert en lánið frá Morgan Stan- ley til Þáttar International nam 217 milljónum evra, rúmlega 20 millj- örðum króna. Mikil og stór viðskipti áttu sér sömuleiðis stað með hlutabréf í Glitni í febrúar 2008 sem og í janúar það ár. Þetta kemur fram á lista yfir tæplega 250 stærstu hluthafa Glitnis á árunum 2006 til 2008 sem DV hef- ur undir höndum. Á listanum koma fram öll hlutabréfaviðskipti með bréf í Glitni á þessum árum, bæði kaup og sala. Bréfberaviðskipti Glitnis Hluthafalistinn rennir enn styrk- ari stoðum undir þá kenningu að allt frá árslokum 2007, að minnsta kosti, og þar til hrunið skall á hafi aðaleigendur og stjórnendur ís- lensku viðskiptabankanna leit- að logandi ljósi að fjárfestum til að kaupa hlutabréf í bönkunum með lánveitingum frá bönkunum sjálfum. Þetta á sennilega sérstak- lega við um Glitni, líkt og fræg mál eins og Stímmálið bera með sér. Oft á tíðum voru það bankarnir sjálfir sem seldu bréfin sem um ræddi, líkt og í tilfelli Stíms sem og Al- Thani-málsins í Kaupþingi. Hlut- hafalisti Glitnis rennir einnig styrk- ari stoðum undir þetta atriði. Citibank seldi – Rákungur keypti Meðal þess sem sést á hluthafalist- anum er að bandaríski bankinn Citi- bank seldi rúmlega 300 milljón hluti í Glitni í febrúar 2008. Gengi hluta- bréfa í Glitni var 16,95 á hlut í lok febrúar þannig að um var að ræða viðskipti upp á rúma 5 milljarða króna á þeim tíma. Í sama mánuði keypti eignarhaldsfélagið Rákungur, sem var í eigu eignarhaldsfélaga í eigu forstjóra, aðstoðarforstjóra og starfsmanns eignarhaldsfélagsins Milestone, tæplega 300 milljón hluti í Glitni með láni frá Glitni. Um var að ræða 2 prósenta hlut í bankan- um. Glitnir mun hafa haft frumkvæði að því að leita til starfsmannanna: Guðmundar Ólasonar, Jóhannesar Sigurðssonar og Arnars Guðmunds- sonar. Í samtali við DV í byrjun árs í fyrra sagði Guðmundur eftirfarandi um viðskiptin: „Það kom upp þessi hugmynd af hálfu bankans. Bréf- in voru komin niður í ágætis verð, fjármögnunin á þessu var tryggð og við ákváðum að taka því.“ Bankinn leitaði því til eigenda Rákungs vegna hlutabréfaviðskiptanna. Um viðskipti Rákungs sagði Guð- mundur enn fremur í fyrra: „Þegar svona er í pottinn búið verða allir sem hafa hagsmuna að gæta í málinu að reyna að bregðast við þessu. Það vissu það allir að þessi mikla spenna var að byggjast upp í fjármálakerfinu. Hins vegar verður að gera greinar- mun á þessari spennu og því algjöra kerfishruni sem síðar varð... Ég held að enginn inni í kerfinu hafi trúað því á þessum tíma að kerfið myndi allt hrynja.“ Rákungur skuldar þrotabúi Glitn- is 12 milljarða króna vegna þessara viðskipta en félagið varð eignalaust við fall Glitnis. Sund keypti fyrir 4,5 milljarða Önnur stór viðskipti sem áttu sér stað með hlutabréf í Glitni í febrúar 2008, samkvæmt hluthafalistanum, voru kaup Iceproperties, félags í eigu fjárfestingarfélagsins Sunds, fyrir 4,5 milljarða króna. Iceproperties keypti rúmlega 260 milljón hluti í Glitni í febrúar það ár. Seljandi bréfanna var deild eigin viðskipta hjá Glitni, sam- kvæmt hluthafalistanum og skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en með sölunni fór hlutabréfaeign eigin við- skipta Glitnis í bankanum sjálfum úr tæplega 800 milljón hlutum og niður í tæplega 540 milljón hluti. Í síðustu viku úrskurðaði Hæstiréttur Iceprop- erties gjaldþrota vegna skuldsetn- ingar félagsins. Den Danske Bank keypti sömu- leiðis nærri 300 milljón hluti í bank- anum í febrúar 2008 en seldi lang- stærstan hluta bréfanna aftur í apríl sama ár og svo afganginn sumarið 2008, samkvæmt hluthafalistanum. Svo virðist því vera að margir hafi verið búnir að missa trú á Glitni í árs- byrjun 2008 og því hafi bankinn þurft að finna nýja kaupendur að hluta- bréfum í bankanum þegar aðrir vildu ekki lengur eiga bréf sín. Svo virðist sem erlendir bankar, meðal annars Morgan Stanley og Citibank, hafi verið búnir að missa trú á Glitni þeg- ar þetta var og því reynt að takmarka þá áhættu sem tengdist bankanum eftir fremsta megni. Þetta átti líka við um ýmsa þekkta einstaklinga úr ís- lensku þjóðlífi. Fjallað verður um sölu þessara einstaklinga á hlutabréfum í Glitni í ársbyrjun 2008 á mánudaginn. n Hluthafalisti Glitnis sýnir mikil viðskipti með hlutabréf í honum í ársbyrjun 2008 n Glitnir leitaði til bréfbera þegar stórir hlutir í bankanum voru seldir n Fjölmargir þekktir einstaklingar höfðu glatað trú á bankanum strax í ársbyrjun 2008 og seldu bréf sín VIÐSKIPTI GLITNIS VIÐ BRÉFBERA Í ÁRSBYRJUN 2008 Hluthafalisti Glitnis Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 1. hluti „Það kemur upp þessi hugmynd af hálfu bankans. Bréfin voru komin niður í ágæt- is verð, fjármögnunin á þessu var tryggð og við ákváðum að taka því. Citibank seldi – Rákungur keypti Hluthafalisti Glitnis á ár- unum 2006 til 2008 sýnir öll stærstu viðskipti með hlutabréf í bankanum á þessum tíma. Þar kemur meðal annars fram að í febrúar 2008 þegar Rákungur, eignarhaldsfélag Guð- mundar Ólasonar forstjóra Milestone, keypti verulegan hlut í Glitni seldi Citibank stóran hlut í bankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.