Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Opinberir lífeyrissjóðir á Íslandi verða að minnka loforð sín um greiðslur til sjóðsfélaga á næstu árum. Þetta er mat Ólafs Margeirs­ sonar hagfræðings. Hið sama eigi reyndar við um almenna lífeyris­ sjóði þótt þeir lofi lægri greiðslum en hinir opinberu. Miðað við núverandi kerfi lofar sem dæmi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sjóðsfélögum sínum 76 prósentum af meðallaun­ um starfsævinnar í lífeyri á meðan almennir lífeyrissjóðir lofa 56 pró­ sentum. „Bæði hlutföllin eru of há ef miðað er við inngreiðslur í kerfin, væntan ævialdur og mögulega ávöxt­ un,“ segir Ólafur í samtali við DV. Ávöxtunarkrafa á að fylgja hagvexti Hann segir að til samanburðar sé lágmarkslífeyrir 14 prósent af meðal­ tekjum í Bretlandi þar sem hann er búsettur. „Þetta er vitanlega mjög lágt. Það er hins vegar betra að lofa litlu og standa örugglega við það í stað þess að lofa miklu og svíkja það,“ segir hann. Að mati Ólafs er það óraunhæft að núvirða skuldbind­ ingar lífeyrissjóða með 3,5 prósenta raunávöxtunarkröfu. „Það er mjög óráðlegt að ætlast til þess að raun­ ávöxtun á innborganir sé hærri en hagvöxtur,“ segir hann. Verðtrygging lífeyris af hinu góða Samkvæmt 14. grein laga um skyldu­ tryggingu lífeyrisréttinda og starf­ semi lífeyrissjóða sem sett voru árið 1997 skal mánaðarlegur lífeyrir vera verðtryggður og breytast í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs. Ólafur telur það ónauðsynlegt og óráðlegt að fella niður verðtryggingu lífeyris. „Verðtrygging húsnæðislána þyrfti ekki að vera til staðar þótt líf­ eyrir væri verðtryggður,“ segir hann. Með verðtryggingu húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði taki heimilin fyrsta höggið af verðbólgu en ekki hið opinbera. „Ríkið ætti að gefa út meira af verðtryggðum skuldabréf­ um. Það myndi líka hvetja hið opin­ bera til þess að stuðla að lágri verð­ bólgu,“ segir Ólafur. Þó má segja að þetta sé að vissu leyti sameiginlegt vandamál Íbúða­ lánasjóðs og íslenskra lífeyrissjóða. Ástæðan er sú að fjármögnun Íbúða­ lánasjóðs kemur að 60 prósent­ um frá íslenskum lífeyrissjóðum. Krafa lífeyrissjóða um 3,5 prósenta raunávöxtun og það að lífeyrir er verðtryggður hefur því mikil áhrif á þau vaxtakjör sem almenningur fær hjá Íbúðalánasjóði. Spáir gjaldþroti ríkissjóðs 2022 Ólafur telur hverfandi líkur á því að ríkissjóður geti staðið við lífeyris­ skuldbindingar sínar á komandi árum. Í pistli sem hann skrifaði í desember og birtist á vef Press­ unnar spáði hann því að ríkissjóður yrði gjaldþrota fyrir lok ársins 2022. Ástæðan er sú að það ár þarf ríkis­ sjóður að standa skil á 18 milljarða króna bakábyrgð vegna skuldbind­ inga Lífeyrissjóðs starfsmanna rík­ isins, LSR, og Lífeyrissjóðs Hjúkr­ unarfræðinga, LH. Frá 2023 til 2030 þurfi ríkissjóður síðan að leggja fram um 20 milljarða króna árlega vegna bakábyrgðar hjá LSR og LH. 400 milljarða gat hjá LSR og LH Talið er að í lok árs 2009 hafi LSR vantað 322 milljarða króna og LH 38 milljarða króna til þess að sjóð­ irnir gætu staðið við áfallnar skuld­ bindingar. Ef tekið er tillit til væntra innborgana og skuldbindinga sem myndast í framtíðinni vantar LSR enn frekar 78 milljarða króna og LH 4,2 milljarða króna. 442 milljarða króna vanti því upp á til að LSR og LH geti staðið við skuldbindingar sín­ um. Að mati Ólafs er það algjörlega óraunhæft að sjóðirnir geti staðið við þessar skuldbindingar sínar ef rekst­ ur þeirra verður áfram í óbreyttri mynd. Tap LRS lendir á almenningi Árið 2008 var raunávöxtun LSR nei­ kvæð um 25 prósent. Lækkaði virði eigna sjóðsins um 30 milljarða króna, eða úr 317 milljörðum í 287 milljarða króna. Þrátt fyrir þetta þurftu sjóðs­ félagar LSR ekki að taka á sig skerð­ ingu á lífeyri líkt og sjóðsfélagar inn­ an almenna kerfisins. Ólafur segir að þessi kostnaður muni þó að lokum lenda á ríkissjóði og þar með á skatt­ greiðendum. LSR hefur þó bent á það máli sínu til varnar að margir sjóðir á al­ mennum markaði hafi aukið rétt­ indi sín töluvert umfram breytingar á vísitölu neysluverðs á árunum fyr­ ir bankahrun sem LSR hafi ekki gert. Almennir sjóðir hafi því að hluta til verið að taka til baka umfram rétt­ indaaukningu eftir hrun. Ísland þó vel statt Þrátt fyrir að Ólafur telji óraunhæft að reka íslenska lífeyriskerfið áfram í óbreyttri mynd telur hann Íslend­ inga standa nokkuð vel í samanburði við önnur lönd. Oft er stuðst við svo­ kallað framfærsluhlutfall aldraðra (e. old age dependency ratio) til þess að gera samanburð á framtíðarstöðu líf­ eyrissjóða í heiminum. Er það hlut­ fall á milli fjölda íbúa á aldrinum 15 til 64 ára og þeirra sem eru 65 ára og eldri. Á Íslandi verður þetta hlutfall í kringum 0,42 árið 2050, 0,7 í Japan, 0,58 í Frakklandi og um 0,47 að með­ altali hjá OECD­löndum. Ísland er því nokkuð vel statt. Þetta skýrist meðal annars af því að Íslendingar vinna lengur en margar aðrar þjóðir. Á Íslandi fer fólk á ellilífeyri 67 ára á með­ an Frakkar hætta flestir að vinna sextugir. Hins vegar lifa Íslending­ ar lengur en flestar aðrar þjóðir og kemur það á móti. Fæðingartíðni er örlítið hærri á Íslandi en víð­ ast annars staðar. Okkur er því enn að fjölga á meðan fólksfjöldi nokk­ urra annarra þjóða fer bráðum að skreppa saman. Á Íslandi er sjóðs­ söfnunarkerfi þar sem hver kyn­ slóð sparar fyrir sig en ekki gegn­ umstreymiskerfi eins og í mörgum öðrum löndum. Flestir íslenskir líf­ eyrissjóðir eru fastiðgjaldasjóðir (e. defined contribution) en ekki fast­ réttindasjóðir (e. defined benefit). Því má segja að margt sé Íslending­ um í vil hvað varðar lífeyrismál. n Ólafur Margeirsson telur óbreytt lífeyriskerfi geta valdið gjaldþroti ríkissjóðs eftir um áratug n 400 milljarða gat hjá opinberum lífeyrissjóðum n Íslendingar standa samt betur en aðrir „Verðtrygging húsnæðislána þyrfti ekki að vera til staðar þótt lífeyrir væri verðtryggður. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is LOFORÐ UM LÍFEYRI Á ÍSLANDI OF StóR Lífeyriskerfið hrunið Ólafur Margeirs- son hagfræðingur telur að óbreytt lífeyris- kerfi á Íslandi standist ekki til frambúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.