Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra ætlar á næstunni að leggja fram frumvarp til laga um eftir- lit með störfum skilanefnda og slit- astjórna bankanna. Með lögunum er ætlunin að sjá til þess að fulltrúar í skilanefndum og slitastjórnum stundi góða viðskiptahætti að íslenskum lög- um, semji ekki við sjálfa sig og skammti ekki sjálfum sér aðstöðu eða fríðindi með óeðlilegum hætti. Opinbert og hert eftirlit með skilanefndum og slit- astjórnum má þó ekki trufla eða skerða lögmæt réttindi kröfuhafa eða ganga gegn rétti kröfuhafa af öðru þjóðerni en íslensku. Þráinn Bertelsson, VG, tók málið upp á Alþingi fyrir helgina og spurði Árna Pál Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra hvort hann væri með aðgerðarleysi sínu að leggja blessun sína yfir skilanefndir sem taki sér of- urlaun og starfi með leynd. „Hér eru ennþá starfandi hópar sem ekkert hafa lært og engan lærdóm dregið af því sem græðgin hefur leitt yfir þessa þjóð.“ Skilanefndirnar og slitastjórn- irnar hegðuðu sér eins og ríki í ríkinu að þessu leyti. Ekkert skilvirkt eftirlit Árni Páll Árnason sagði að skilanefnd- ir og slitastjórnir störfuðu á ábyrgð kröfuhafa og viðurkenndi að eftirlit með þeim væri lítið og skilvirkt eftirlit ekki neitt. Mikilvægt væri að allir sættu ábyrgð gerða sinna hvort sem um væri að ræða starfsmenn skilanefnda eða aðra. Einnig væri mikilvægt að hafa umgjörð um starfsemi slitastjórna þeg- ar kæmi að verklagi við meðferð eigna fjármálafyrirtækja. „Við eigum mikið undir því að ein- staklingar og fyrirtæki sem skulda hin- um föllnu bönkum fái úrlausn sinna mála með sanngjörnum hætti. Það hefur verið misbrestur á því. Við þurf- um auðvitað líka að tryggja að ákvarð- anir skilanefnda og slitastjórna um eigin viðskipti við þrotabúin séu með eðlilegum hætti og að virtar séu þær grundvallarleikreglur sem almennt eiga að tíðkast í viðskiptalífi, að menn semji ekki við sjálfa sig um aðstöðu, kaup eða kjör. Við viljum verja það kerfi hins vegar að kröfuhafar hafi fyrst og fremst fullt forræði á þrotabúun- um. Það er mjög mikilvægt enda eiga þeir allt undir því að skiptaferlið fari fram með gagnsæjum og málefnaleg- um hætti. Við erum með í undirbún- ingi frumvarp sem við vonumst til að koma hér inn í þingið fyrir lok mánað- arins, sem freistar þess að brúa þetta bil. Fella skilanefndir og slitastjórnir undir ákveðið eftirlit en jafnframt auka aðkomu kröfuhafa að því að hafa eftir- lit með stórum ákvörðunum.“ Þjóðin lagi sig að siðferðismati skilanefnda? Þráinn kvaðst hafa vonast eftir afdrátt- arlausara svari ráðherrans og áréttaði að skilanefndir og slitastjórnir störf- uðu í þágu kröfuhafa en eftir lögum ís- lenska ríkisins. „Ef þessar skilanefndir starfa ekki í samræmi við siðferðislegt mat þjóðarinnar að þá verður annað hvort að breyta siðferðismati þjóðar- innar eða skilanefndanna. Og ég geri það að tilllögu minni að hæstvirtur ráðherra drífi í þessu máli og að að- gerðir hans verði jafn afdráttarlausar og svarið var loðið.“ Árni Páll kvaðst vera áfram um að settar verði efnisreglur sem tryggi að skilanefndir og slitastjórnir fari að góð- um viðskiptaháttum. „En ég tel ekki rétt og aldrei rétt að ríkisvaldið hlutist til um meðferð þrotabúa þannig að það geti mögulega skaðað rétt kröfuhafa. Það má aldrei gerast og þarna er vand- ratað meðalhóf. Ég vonast til þess að það frumvarp sem komi hér fram gangi eins langt og hægt er að ganga í því að setja almennar reglur að þessu leyti. Ég vil hins vegar ekki lofa upp í ermina og lýsa efni þess nánar hér. Það verður að bíða þess að það komi fram. Aðal- atriðið er það að ábyrgð þarf að vera ljós og það þarf að koma í veg fyrir að menn geti skammtað sér kjör. Það þarf að koma í veg fyrir að menn semji við sjálfa sig. Það eru almannahagsmunir í því og það er í samræmi við góða við- skiptavenju og almennt regluverk hér í landinu.“ Tíðar fréttir af ofurlaunum Heimildir eru fyrir því að skilanefnd- ar- og slitastjórnarmenn Glitnis hafi hækkað gjaldtöku fyrir hvern útseldan tíma lögfræðinga í allt að 35 þúsund krónur. DV hefur einnig greint frá því hvernig skilanefndarmenn hafa aukið tekjur sínar milli ára frá bankahruninu eins og tekjurnar endurspeglast í arð- greiðslum einkahlutafélaga þeirra. Arðgreiðslur einkahlutafélags Steinunnar Guðbjartsdóttur í slit- astjórn Glitnis námu 63 milljónum króna árið 2009. Arðgreiðslur einka- hlutafélags Kristins Bjarnasonar í slit- astjórn Landsbankans námu 52 millj- ónum króna sama ár. Einkahlutafélag Lárentsínusar Kristjánssonar í skila- nefnd Landsbankans skilaði nær 40 milljónum króna, arður Ársæls Haf- steinssonar framkvæmdastjóra skila- nefndar Landsbankans nam um 57 milljónum króna og arður einkahluta- félags Ólafs Garðarssonar lögfræðings og slitastjórnarmanns hjá Kaupþingi var litlu lægri árið 2009. Enginn sinnir eftirliti Slitastjórnir eru skipaðar af dómstól- um rétt eins og skiptastjórar þrotabúa gjaldþrota fyrirtækja. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, hefur sagt í samtali við DV að dóm- stólinn geti ekkert aðhafst nema kvart- anir berist frá lögmætum kröfuhöfum vegna starfa slitastjórnanna. Fjármálaeftirlitið missti ákveðið boðvald yfir skilanefndum bankanna snemma árs 2009. Lögum var breytt og skilanefndir heyrðu eftir það und- ir kröfuhafana og voru eftir það alfar- ið kostaðar af tekjum sem þrotabúin hafa af eignum sínum. FME hefur að minnsta kosti einu sinni haft afskipti af máli þar sem skilanefndarmenn hafa samið við sjálfa sig eða notað aðstöðu til að semja við eigin fyrirtæki. Það var þegar skilanefnd Landsbankans flutti milljarða króna innheimtuverkefni yfir til Lögfræðistofu Reykjavíkur sem Lárentsínus, formaður skilanefndar Landsbankans, á hlut í. Þess má geta að ríkið er í hópi stærstu kröfuhafa og er þar átt sérstak- lega við kröfur ríkisins á hendur gamla Landsbankanum. Sem kröfuhafi hefur ríkið þó ekki gert neinar athugasemdir varðandi meinta sjálftöku skilanefnda eða slitastjórna. Ólafur hættir Viðskiptablaðið greindi frá því fyr- ir helgi að Ólafur Garðarsson hafi ákveðið að hætta í slitastjórn Kaup- þings. Hann gefur þá skýringu að upp- haflega hafi verið talað um 6 til 9 mán- aða vinnu en nú væru komin tvö og hálft ár af samfelldu starfi við slit Kaup- þings. Auk þess hefði hann vanrækt viðskiptavini sína hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og fjölskylduna. DV greindi frá því í júní í fyrra að þrotabú og slitastjórn Sparisjóðabank- ans hefði gert samkomulag við Ólaf og Magnús Jónatansson, viðskiptafélaga hans, um framtíðarendurheimtur úr Lindbergi ehf., eignarhaldsfélagi Ólafs og Magnúsar. Félagið skuldaði Icebank 3,6 milljarða króna. Þótt Ólafur hafi horfið á braut úr félaginu að nafninu til átti hann engu að síður að fá hlutdeild í framtíðarhagnaði félagsins samkvæmt samkomulaginu og er oft nefndur á nafn í gögnum sem DV hefur aðgang að. Athygli vekur að Tómas Jónsson, lögfræðingur í slitastjórn Sparisjóða- bankans, átti hlut að samkomulaginu um Lindberg, en hann er meðeigandi Ólafs í Lögfræðistofu Reykjavíkur. Aðstöðubrask? Sparisjóðabankinn hefur nú leyst til sín Lindberg ehf., sem á og rekur fasteign- ir í Örfirisey, og tekið eignarhluti við- skiptafélaganna upp í milljarða skuldir félagsins. Vanefndir þeirra geta leitt til málaferla af hálfu Sparisjóðabankans, en auk þess stendur Ólafur í öðrum málaferlum. Í bréfi til Ólafs Garðars- sonar frá Hákoni Zimsen, lögfræðingi eignasviðs Sparisjóðabankans 5. ágúst í fyrra, er Lindberg ehf. tilkynnt að all- ar eftirstöðvar lánasamnings séu gjald- fallnar. „Jafnframt skorar Sparisjóða- banki Íslands hf. á Lindberg ehf. að greiða bankanum ISK 3.604.220.124 eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í hinum erlendu myntum fyrir 16. ágúst 2010. Lántaki er sérstaklega áminntur um að greiðslufall hans geti leitt til málshöfð- unar eða annarra innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga og aukins kostnaðar fyrir lántaka,“ segir í bréfinu. Líklegt má telja að málaferli og yf- irvofandi málarekstur gegn Ólafi eigi þátt í því að hann hefur nú ákveðið að hætta störfum hjá slitastjórn Kaup- þings. EKKERT EFTIRLIT n Frumvarp er í pípunum um eftirlit gegn sjálftöku skilanefnda og slitastjórna n Ólafur Garðars- son hættir í slitastjórn Kaupþings n Hann er flæktur í milljarðaskuldir við þrotabú Sparisjóðabankans n Ráðherra vill hefta að menn semji við sjálfa sig um kjör eða aðstöðu Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Ef þessar skila- nefndir starfa ekki í samræmi við siðferðis- legt mat þjóðarinnar þá verður annaðhvort að breyta siðferðismati þjóðarinnar eða skila- nefndanna. Að semja við sjálfan sig Árni Páll Árnason vill stemma stigu við því að skilanefndir og slitastjórnir semji við sjálfar sig um kjör. Kvartar yfir aðgerðaleysi Þráinn Bertelsson (VG) segir suma hópa ekkert hafa lært eða dregið lærdóma af því hvað græðgin leiddi yfir þjóðina. Hættir í slitastjórn Kaupþings Ólafur Garðarsson er flæktur í milljarðaskuldir við Sparisjóðabankann og stendur í málaferlum. Ógagnsæi Skilanefndir eru sakaðar um að starfa með leynd og að þær skammti sér sjálfar kjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.