Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 40
E
lizabeth Taylor var oft við
dauðans dyr og líf hennar var
jafn dramatískt og handrit kvik-
myndanna sem hún lék í. En í
þetta skiptið var komið að endastöð.
Elizabeth lést úr hjartveiki á hinum
fræga Cedars-Sinai-spítala í Los Ange-
les umkringd börnum sínum úr þrem-
ur af hjónaböndum sínum; Michael
og Christopher Wilding, Lizu Todd og
Mariu Burton.
Þegar Elizabeth lést átti hún 10
barnabörn og fjögur barnabarnabörn,
fimmtíu kvikmyndir að baki, tvenn
Óskarsverðlaun, 100 aðgerðir og ótrú-
legt ríkidæmi. Þrátt fyrir dramatík-
ina og ástríðuna í lífi hennar eru börn
hennar og barnabörn gríðarlega stolt
af henni. Ekki síst vegna baráttu henn-
ar gegn alnæmi.
Taylor lét mikið fé af hendi rakna
til samtaka sem berjast gegn alnæmi.
Hún gerði þó vel við börn sín og
barnabörn og þau erfa mikið fé auk
þess sem þau hafa leyfi til þess að gefa
út efni handskrifaðra dagbóka.
Sársauki og fíkn
Elizabeth var fædd með hryggskekkju
og þjáðist af bakvandamálum alla ævi.
Þessir bakverkir urðu upphaf fíknar
hennar í verkjalyf og áfengi. Fíknina
barðist hún við alla ævi og gafst aldrei
upp í baráttunni.
Elizabeth gekk í gegnum ótrúlegar
heilsuraunir á síðari árum sínum, hún
gekk í gegnum tvær mjaðmaskipti-
aðgerðir, sigraðist á húðkrabbameini,
heilaæxli, sykursýki, flogum og heila-
blóðfalli. Á langri ævi sinni fór hún í
100 aðgerðir og þar af voru 20 stórað-
gerðir þar sem óttast var um líf hennar.
Elizabeth á forsíðu DV
Kvikmyndaferill Taylor var blómlegur
og langur. Hún hóf ferilinn sem barna-
stjarna og sást fyrst níu ára í mynd-
inni There‘s One Born Every Minute.
Hún varð stjarna tveimur árum seinna
í hlutverki sínu sem hestaþjálfari í
myndinni National Velvet. Þekktustu
myndir Taylor eru A Place in the Sun,
Cleopatra, Cat on a Hot Tin Roof og
Who´s Afraid of Virginia Woolf?
Elizabeth hlaut Óskarsverðlaun
fyrir hlutverk sín í Butterfield 8 og
Who‘s Afraid Of Virginia Woolf? Síð-
asta myndin sem hún lék í var These
Old Broads árið 2001 og sú næstsíð-
asta The Flintstones en þar léku tveir
íslenskir drengir með Elizabeth og
voru því gerð skil á forsíðu DV árið
1994 í viðtali sem Elín Albertsdóttir tók
við foreldra drengjanna. Faðir þeirra,
Sigurður Ómar, sagði eftirfarandi:
„Það var mjög gaman að hitta
Elizabeth Taylor og hún var mjög vina-
leg við okkur. Hún hefur átt við veik-
indi að stríða í mjöðm og haltraði svo-
lítið þegar hún gekk um. Hins vegar
var ekki nokkur leið að sjá það þegar
hún var komin í gervið og hún lýsti í
rauninni upp sviðsmyndina. Við sáum
hana líka algjörlega ófarðaða í jogging-
galla og það var svolítið skrýtið.“
Metnaður ungrar barnastjörnu
Elizabeth fæddist í Bretlandi. For-
eldrar hennar voru bandarískir og
þegar stríð braust út fluttust þau til
Beverly Hills. Móðir hennar hafði átt
stuttan leikferil og einsetti sér að gera
Elizabeth litlu að stjörnu. Fljótt kom í
ljós að Elizabeth bjó sjálf yfir miklum
metnaði. Þegar hún var tólf ára hafði
hún leikið í tveimur kvikmyndum og
sóttist eftir aðalhlutverkinu í Natio-
nal Velvet. Henni var sagt að því mið-
ur, þá væri hún of stutt. Elizabeth lét
sér ekki segjast, gerði æfingar og át
eins og hestur. Hún fór nokkrum vik-
um síðar til leikstjórans og tilkynnti
honum að hún hefði vaxið um nærri
fimm sentimetra og fékk hlutverkið.
Dramatískt ástalíf
Fyrsta ástin reyndist henni mikill
harmur. Hún gifti sig aðeins 18 ára
ungum hótelerfingja, Nicky Hilton,
sem var sjarmerandi maður og hrók-
ur alls fagnaðar. Það var hins vegar
grunnt á aðlaðandi framkomu hans.
Nicky drakk mikið og gekk svo í skrokk
á Elizabeth að hún missti fyrsta barn-
ið sem hún bar undir belti.
Elizabeth sleit sambandinu við
Hilton og jafnaði sig í örmum Micha-
els Wilding, sem var 20 árum eldri,
með honum eignaðist hún tvö börn,
40 | Úttekt 25.–27. mars 2011 Helgarblað
„Hún hafði gengið
í gegnum tvær
mjaðmaskiptiaðgerðir,
sigrast á húðkrabbameini,
heilaæxli, sykursýki,
flogum og heilablóðfalli.
Síðasta
stjarnan
Átta hjónabönd, 50 kvikmyndir, tvenn Óskars-
verðlaun, 100 aðgerðir og ótrúlegt ríkidæmi.
Líf Elizabeth Taylor var dramatískara en
kvikmyndahandritin sem hún lék eftir.
„Nicky Hilton drakk
mikið og gekk svo í
skrokk á Elizabeth að hún
missti fyrsta barnið sem
hún bar undir belti.
Elizabeth verður stjarna Elizabeth
sló í gegn í myndinni National Velvet.
Michael Jackson dáði hana í þessu hlut-
verki og íhugaði að fara í lýtaaðgerðir til
þess að líkjast henni tólf ára.
Barnastjarna
Elizabeth Taylor
mynduð af MGM-
kvikmyndaverinu 8
ára. Ári áður en ferill
hennar fór á flug.
1957 Með eiginmanninum
Mike Todd og nýfæddri
dóttur þeirra, Lizu.