Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Bjóða upp á hollan mat: Allur matur unninn frá grunni „Okkur fannst mikilvægt að hér væri hollur og góður matur sem væri orku- ríkur fyrir námsorku barnanna. Við erum ekki alveg komin þangað sem við ætlum okkur en vonandi verður matarmenningarstefna okkar alltaf í þróun. Við stefnum á að vera með hagfæði (e. slow food) í framtíðinni,“ segir Guðrún Alda Harðardóttir, leik- skólastýra á Aðalþingi í Kópavogi. Á Aðalþingi er ákveðin matarmenning- arstefna sem var mótuð jafnhliða leik- skólastarfinu. Maturinn er unninn frá grunni á staðnum en aðkeyptir og til- búnir réttir sjást aldrei þar á borðum. Mikil áhersla er lögð á að maturinn sé næringarlega vel samsettur, reynt er að kaupa lífrænt og beint frá bónda. Guðrún Alda segir að til dæmis sé brauð bakað á staðnum, allir kjötkraft- ar búnir til sem og tómatsósa. „Við erum með lágmark af sykri og salti og sumar vörur koma aldrei hér inn fyrir dyr, svo sem hnetur, egg og jarðar- ber sem geta verið ofnæmiskveikjur. Börnin hér eru mjög hrifin af matnum og þau þurfa ekki allan þennan sykur og salt því það má segja að bragðlauk- arnir þeirra séu ómengaðir. Eins eru nýru þeirra ekki eins vel í stakk búin og okkar að vinna úr saltinu.“ Hún segir að vel sé hægt að bjóða upp á íslenskan heimilismat þar sem allt sé lagað á staðnum án mikils kostnaðar. „Það halda margir að þessi matur sé miklu dýrari en við bara for- gangsröðum og nýtum matinn einnig mjög vel. Hér er mat aldrei hent en kannski getum við nýtt hann betur því við gerum allt frá grunni.“ Guðrúnu segir að annað sem hafi áhrif sé að í upphafi hafi verið tekin ákvörðun um að tækjavæða eldhúsið mjög vel. Til dæmis var keypt vél sem sker niður grænmeti en hún borgaði sig upp á hálfu ári. Mikilvægt sé að hafa fagfólk í eldhúsinu en hjá henni er gert ráð fyrir 1,75 stöðugildi með 150 manns í mat. „Rekstarkostnaður hjá okkur er ekki meiri en í öðrum skólum, svo þetta er vel hægt,“ segir hún að lokum. gunnhildur@dv.is „Þeir hjá Eimskip segja mér að á meðan gámurinn sé ekki á mínu nafni þá geti þeir ekkert gert. En þeir geta það nú bara víst. Þeir hefðu getað verið búnir fyrir lif- andis löngu að vinna í þessu máli,“ segir Ester Gísladóttir sem undan- farin fimm ár hefur barist fyrir því að fá hluti úr gámi sem stendur við Sundahöfn. Gámurinn er á nafni fyrverandi kærasta Esterar, Harðar Sigurjónssonar. Hörður er fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni í Reykjavík en situr nú í fangelsi í Argentínu fyrir fíkniefna- smygl. Fimm ára bið Ester og Hörður kynntust fyrir sex árum og stuttu síðar ákvað Hörður að fjárfesta í húsi á Spáni. Hann bauð Ester að flytja með sér út, sem að hún féllst á og saman settu þau búslóðir sínar í gám sem var síðan fluttur til Spánar. „Þegar ég kom út sá ég að þetta myndi ekki ganga upp hjá okkur og þar sem húsnæðis kaupin á Spáni gengu ekki upp var enginn staður til þess að fara með búslóðina á. Ég lét því senda gáminn aftur til Íslands og þar hefur hann staðið í fimm ár.“ Ester segist hafa farið margoft að ræða við starfsfólk Eimskips vegna málsins en fái alltaf þau svör að ekkert sé hægt að gera þar sem gámurinn sé ekki á hennar nafni. „Síðast þegar ég vissi var búið að bjóða Herði að taka gáminn honum að kostnaðarlausu en það hefur ekkert gerst í því máli. Ég hef aftur á móti engan áhuga á að taka við gámnum og þurfa að finna og greiða fyrir geymslu undir búslóð- ina hans Harðar. Ég er löngu búin að afskrifa þennan mann úr lífi mínu. Ég vil bara fá dótið mitt til baka.“ Ester er orðin langþreytt á þess- ari baráttu og segist alls staðar rekast á veggi. Hörður hefur ekki reynst samvinnufús en hann mun sitja í fangelsi næstu árin og Ester hefur slitið öll samskipti við hann. „Þeir hjá Eimskip sögðu mér að ég gæti fengið uppáskrifað hjá Herði að ég ætti þarna hluti í gámnum og það væri í lagi að ég fengi það. Fyr- ir þremur árum fór ég í frí til Spán- ar með fjölskyldunni til að halda upp á afmæli föður míns og ákvað að hitta Hörð í leiðinni fyrst ég var stödd þarna í sama bæ og hann bjó í og fá hann til að gefa mér skriflegt leyfi. Það gekk ekki sem skyldi og treysti ég mér ekki til að eiga í frek- ari samskiptum við hann.“ Verða að fara eftir reglum Í gámnum á Ester tvær saumavél- ar og saumavélaborð, antíkskenk, skrifborð og tölvu ásamt myndum af börnum og barnabörnum. „Ég á marga kassa af húsmunum, fullt af fötum og fleira. Ég er ekki með sófasett eða þvottavél eða því um líkt en þetta eru mínir munir og ég vil fá þá til baka. Það er örugg- lega eitthvað af þessu ónýtt en ég vil bara klára þetta og þá er þetta úr sögunni. Ef ég hefði búið með þessum manni hérna í bænum og hann hefði ekki hleypt mér inn í íbúðina til að sækja dótið mitt, þá hefði ég getað komið með sýslu- mann. Hver er réttur minn í að- stæðum sem þessum?“ Matthías Matthíasson, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs Eimskips, segir fyrirtækið allt af vilja gert til þess að hjálpa Est- er. „En við höfum ekkert í hönd- unum um tengsl hennar við þann sem er skráður fyrir gámnum og samkvæmt reglum megum við ekki hleypa þriðja aðila í gáminn. Við verðum að fara eftir lögum og reglum í þessu eins og í öðru.“ „Vil bara fá dótið mitt til baka“ n Fær ekki aðgang að búslóð þar sem gám- ur er ekki á hennar nafni n Saumavélar og myndir af börnum og barnabörnum meðal hluta n Sá sem er skráður fyrir gámnum situr í fangelsi í Argentínu Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Þegar ég kom frá Spáni átti ég ekki einu sinni teskeið. Ég þurfti að byrja alveg frá grunni. Ósátt Ester Gísladóttir vill fá búslóð sína afhenta úr gámi sem hefur staðið í Sundahöfn í fimm ár. Hörður Sigurjónsson Hörður sem er á sjötugsaldri var hand- tekinn í október 2009 á alþjóðaflugvell- inum í Buenos Aires í Argentínu. Í fórum hans fundust fimm kíló af kókaíni og var hann í kjölfarið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hörður hefur verið búsettur á Spáni undanfarin ár en áður starfaði hann sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík og hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hörður var ráðinn til embættis ríkislö- reglustjóra árið 1997, þá til fimm ára, en tveimur árum síðar var ákveðið að flytja hann aftur til lögreglunnar í Reykjavík. Hann stefndi íslenska ríkinu vegna flutningsins en tapaði því máli, á báðum dómstigum, en Hæstiréttur dæmdi honum í óhag í september 2002. Hörður flutti þá til Spánar og hefur verið þar flestum stundum síðan. Gámur Í fimm ár hefur hún reynt að fá eigur sínar úr gámi, en án árangurs. Beraði kynfæri sín fyrir framan skólastúlkur Ungur maður beraði kynfæri sín og fróaði sér fyrir framan þrjár stúlkur úr tíunda bekk Engjaskóla á þriðju- dagsmorgun. Stúlkurnar voru á leið heim úr skólanum en maðurinn hvarf á brott þegar ein stúlkan greip til farsíma síns. Fréttablaðið greinir frá því að skólayfirvöld hafi sent forráða- mönnum barna í skólanum við- vörun vegna málsins. „Við höfum komið málinu til lögreglu en biðjum ykkur um að ræða við börn ykkar um að hafa varann á í hvívetna og láta vita strax ef þau verða einhvers vör,“ sagði í skeytinu sem sent var foreldrum. MYND ÚR SAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.