Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 25.–27. mars 2011 Helgarblað É g var langyngstur á hjarta­ deildinni,“ segir Svavar Halldórsson, fréttamað­ ur á RÚV, en fyrir fjórum árum fékk hann hjarta­ áfall aðeins 37 ára að aldri. Svavar seg­ ir hjartaáfallið hafa komið til vegna erfða, neysluvenja og ekki síst þess mikla álags og streitu sem fylgi því að vera fréttamaður. Því álagi fékk hann til að mynda að kynnast í vikunni þeg­ ar kveðinn var upp úrskurður í meið­ yrðamáli Pálma Haraldssonar á hend­ ur honum. Svavar hlaut fulla sýknu í héraðs­ dómi ásamt samstarfsfólki sínu, Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Páli Magn­ ússyni, en fagnaðarlæti brutust út í dómsal þegar niðurstaðan lá fyrir. Svavar segir málshöfðanir Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur sér til að hræða blaðamenn og heim­ ildarmenn þeirra. Svavar segist fyrr láta dæma sig sekan en að gefa upp heimildarmenn sína. Svavar er mikill fjölskyldumaður og á þrjár dætur úr fyrra sambandi auk fimm ára sonar og tveggja ára dóttur með sambýliskonu sinni, sjónvarps­ stjörnunni Þóru Arnórsdóttur. Á góð­ ærisárunum hafnaði hann hálauna­ starfi til þess að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni og einsetur hann sér að vera manneskja sem börnin geti verið stolt af. Reyndi að fá tíma hjá hjartalækni „Þetta var mikið sjokk,“ segir Svavar um hjartaáfallið en hann var í sumarfríi með fjölskyldunni þegar hann hneig niður. „Ég var mjög heppinn. Það kom ekkert drep í hjartað sem hefði ver­ ið mjög slæmt.“ Svavar var staddur á Siglufirði í heimsókn hjá systur sinni þegar hann fékk hjartaáfallið. „Ég var búinn að reyna að panta tíma fyrir sumarfríið. Ég hafði þegar fundið fyrir mæði, einhverjum sting og óþægindum.“ Það var kransæð sem stíflaðist með fyrrgreindum afleiðing­ um. Svavar telur ástæðuna fyrir hjarta­ áfallinu hafa verið margþætta. „Að einhverju leyti gen, maður passaði sig ekki nægilega vel í mat og drykk og svo starfið sem ég valdi mér. Það er oft gríðarlegt álag sem fylgir þessu starfi og stíf tímapressa. Ég er mikið í stærstu og þyngstu málunum og því fylgir auk­ ið álag,“ segir Svavar en hann vill vera þar sem mesti hasarinn er, fyrst hann er í þessu starfi á annað borð. „Á með­ an ég er í þessu starfi þá vil ég vera þar. Í eldlínunni og í stóru málunum. Svo vil ég auðvitað líka gera hverja og eina frétt vel. Ef ég get gert fréttina vel og það er aðalfréttin þá leggst ég sáttur á koddann,“ segir hann og brosir. „Það er viss umbun í því að eiga fyrstu frétt. Þá finnst mér ég hafa skilað góðu dags­ verki. Maður fær alla vega ekki umbun í launaumslaginu í þessu starfi.“ Hins vegar er starfið afskaplega gefandi og skemmtilegt segir Svavar. „Samstarfs­ fólkið á fréttastofunni er líka frábært, valinn maður í hverju rúmi og eigin­ lega engir veikir hlekkir.“ Álagið hafi aukist gríðarlega frá hruni á sama tíma og skorið hafi verið mikið niður. „Það beita sko allir bjóðin sín og enginn sem getur tekið því rólega á fréttastofunni.“ Allt getur breyst á augabragði Svavar prísar sig sælan eftir áfallið en hann er við góða heilsu í dag. „Þetta fór betur en á horfðist og maður passar sig mun betur í dag. Það skiptir mestu máli að hreyfa sig reglulega.“ Það breytti lífsviðhorfum Svavars að upp­ lifa áfall af þessu tagi. „Maður áttar sig á því hvað hlutirnir geta breyst hratt.“ Svavar segir ýmislegt koma upp í lífi hvers og eins sem fái fólk til að endur­ skoða hlutina og það hafi hann gert fyrir um áratug. „Fyrir svona tíu árum fór ég í ákveðna sjálfsskoðun og ákvað að setja mér persónuleg prinsipp. Ég reyndi að skoða mig eins hlutlaust og hægt er. Hvernig manneskja ég væri og hvernig manneskja ég vildi vera. Svo reyndi ég að sníða agnúana af. Ég hugsa þetta aðallega út frá því að ég geti verið maður sem börnin mín geti verið stolt af. Ef börnin mín eru spurð að því hver sé pabbi þeirra geti þau svarað því með stolti. Það er sá maður sem ég vil vera. Þó svo að það takist auðvitað ekki alltaf. En á með­ an ég reyni þá held ég að ég nálgist það.“ Hann segir þetta svipað í frétta­ mennskunni. Ef maður reyni að vera sanngjarn og hlutlaus en um leið gagnrýninn og beittur, þá fari maður væntanlega nærri því þótt það takist kannski ekki alltaf. Fjölskyldan númer eitt Svavar leggur mikla áherslu á fjöl­ skylduna og segir börnin alltaf vera í fyrsta sæti. Annað komi einfaldlega þar á eftir. Til að mynda bauðst Svav­ ari vel launað starf utan fjölmiðlageir­ ans í góðærinu en það hefði þýtt mikla fjarveru frá börnunum og ferðalög er­ lendis. „Fyrsta spurningin sem ég fékk í atvinnuviðtalinu var: „Spilarðu golf?“ Ég hugsaði þá; vel launað starf þar sem ég sé ekki börnin eða illa launað blaða­ mannsstarf þar sem ég get átt góðan tíma með börnunum. Valið var ekki erfitt.“ Þegar Svavar skildi við barnsmóð­ ur sína sem hann á stelpurnar þrjár með ákvað hann að halda áfram að taka virkan þátt í uppeldinu. „Ég ákvað strax að ég ætlaði ekki að vera einhver helgarpabbi sem setur pening í um­ slag um jólin. Heldur ætlaði ég að vera alvörupabbi og taka þátt í uppeldinu. Ég hef gert það allan tímann og það eru mjög góð tengsl þarna á milli. Sem er mjög mikilvægt og þær eiga tvö frá­ bær heimili.“ Svavar segir það þó auðvitað hafa verið erfitt að ganga í gegnum skiln­ að. „Tölum ekki um þegar þú ert með þrjú börn á leikskólaaldri. Þetta er ekk­ ert grín og ég mæli ekki með þessu við neinn. En okkur hefur alltaf tekist að hafa dæturnar í öndvegi og þetta hefur gengið mjög vel.“ Sálufélaginn Þóra Í dag er konan í lífi Svavars, eins og fyrr sagði, Þóra Arnórsdóttir sjónvarps­ kona. Þóra sagði frá því í viðtali við DV fyrir nokkru að það hefði verið skrítið að hugsa til þess að sálufélagi henn­ ar hefði verið starfandi í sama húsi og hún í þó nokkurn tíma áður en þau kynntust. Þótt þau þekktust fyr­ ir lágu leiðir þeirra fyrir alvöru saman fyrir hálfgerða tilviljun þegar nokkrir vinnufélagar hittust eftir vinnu. Meira þurfti ekki til og ástin blómstraði. Sú ást hefur alið af sér son sem er nú fimm ára og dóttur sem er tveggja ára. Svav­ ar er þakklátur fyrir konuna í lífi sínu og fyrir þann stuðning sem þau veita hvort öðru. „Þóra er frábær og við erum mjög samhent. Við vinnum í sama bransa og höfum að minnsta kosti tvisvar upplifað það að vinna á hvort á sínum miðlinum. Það var ekkert vandamál.“ Svavar segir að engir árekstrar séu á milli atvinnu og einkalífs, heldur þvert á móti. „Það er frekar að við köstum á milli okkar hugmyndum og ræðum hlutina. Hún á til dæmis oft hugmynd­ ir að málum sem ég er að vinna að og öfugt.“ Svavar segir þau líka gagnrýna hvort annað á uppbyggilegan hátt. „Það er mjög gott að vera með sinn eig­ in ráðgjafa í þessu. Það getur líka verið óþolandi að horfa á fréttir með okkur þar sem við ræðum hvert einasta smá­ atriði í hörgul og veltum upp öllum hugsanlegum vinklum.“ Sannleikur Svavars Það var fyrir einskæra tilviljun að Svav­ ar rataði yfirhöfuð í fréttamennsku. Svavar fór í háskólanám um þrítugt en fram að því hafði hann starfað í hinu og þessu. Hann hafði meðal annars verið á sjó og stofnað sitt eigið fyrir­ tæki. Hann fór á endanum í stjórn­ málafræði í Háskóla Íslands og tók svo master í opinberri stjórnsýslu. „Það var svo fyrir rælni að ég sótti um starf hjá fréttastofu útvarpsins á meðan ég var í háskólanum. Vinkona mín sem var með mér í náminu var að sækja um og ég skilaði líka inn um­ sókn bara að gamni. Ég var svo boð­ aður í fréttamannapróf og hef verið í þessu síðan.“ Svavar hefur að auki tek­ ið að sér nokkur verkefni þar sem hann nýtir stjórnmálafræðimenntunina sér­ staklega, meðal annars í samvinnu við erlenda háskólamenn sem eru að rannsaka hrunið. Hann er formaður í Félagi stjórnmálafræðinga og fylgist enn vel með í fræðunum. Svavar er þakklátur fyrir að hafa byrjað blaðamennskuferil sinn á fréttastofu Útvarpsins því þar hafi hann lært vönduð og góð vinnubrögð sem hafi fylgt honum alla tíð. Svavar er til að mynda sannfærður um að þau vinnubrögð hafi hjálpað honum í mál­ um eins og þeim sem Pálmi Haralds­ son höfðaði gegn honum. En hvernig var tilfinningin á þriðjudagsmorgun þegar sýkna lá fyrir í málinu? „Það var frábær tilfinning að fá fulla sýknu. Maður var búinn undir það versta en vonaði það besta,“ segir Svavar en baráttan er einungis hálfn­ uð því að Pálmi hefur áfrýjað mál­ inu til Hæstaréttar. „Ég hef fulla trú á Hæstarétti í málinu og hef í raun engar áhyggjur. Ég hef sagt allan tím­ ann að sannleikurinn sé mín megin. Við hjá Ríkisútvarpinu skömmumst okkar ekki neitt fyrir að leiðrétta vit­ leysur sem kunna að rata út í frétta­ tímanum. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég hef engu logið og engu stolið. Fréttin var byggð á rannsóknarvinnu og traustum heimildum. Hún stend­ ur óhögguð þrátt fyrir harða atlögu Pálma.“ Frétt Svavars af Fons Fréttin sem Svavar sagði af Pálma var um 2,5 milljarða sem Fons, fyrirtæki Pálma, fékk að láni frá Glitni fyrir hrun þar sem skuldaviðurkenning frá Baugi var sett sem veð. Í fréttinni segir að peningarnir hafi „horfið í reyk“ eins og Svavar orðaði það. Pálmi kærði Svav­ ar fyrir meiðyrði en hluti af málsvörn Pálma var að það hefði verið Fons sem tók lánin en ekki Pálmi persónulega. „Við fundum yfir fimmtíu dæmi þar sem hann hefur sjálfur samsamað sig við Fons. Þannig að sá hluti máls­ höfðunarinnar stenst enga skoðun. Síðan kemur hann með nótur og segist geta gert grein fyrir því hvað varð um peningana. Þeir hafi að mestu farið í að greiða upp lán í Landsbankanum. Hann sýndi í raun bara fram á eina færslu einhverra peninga á milli reikn­ inga Fons í Glitni og Landsbankanum. Ekkert endilega sömu peninga. Fyrir­ tækið velti milljörðum á þessum tíma og Fons fékk til dæmis annað lán hjá Glitni í sömu vikunni upp á tíu millj­ arða. Svo stendur skýrt í lánasamn­ ingnum á milli Fons og Glitnis að féð skuli fara til fjárfestinga. Hvernig getur það talist fjárfesting að borga upp gam­ alt lán? Ef Pálmi hefði í raun haft ein­ hvern hug á því að sýna hvað varð um þessa peninga þá hefði hann lagt fram reikningsyfirlit, lánasamninga og mik­ ið víðtækari gögn þar sem hann hafði augljóslega aðgengi að bókhaldsgögn­ um Fons. Hann sýnir í raun bara fram á pínulítinn part af vegferð verðmæta sem enduðu auðvitað einhvers staðar. Hann tók lán í Landsbankanum, eng­ inn veit hvert það fór, fékk svo annað lán í Glitni og segist hafa notað það til að borga upp Landsbankalánið. Stað­ reyndin er eftir sem áður að hann sýndi ekki fram á hvar verðmætin end­ uðu. Svo er þetta ennþá ógreitt í Glitni og Fons er í 40 milljarða gjaldþroti. Ég sagði að peningarnir væru týndir sem er rétt og þeir hafa aldrei verið greiddir til baka. Staðreyndin er einfaldlega sú að málatilbúnaður Pálma snerist um að sýna fram á hvað varð um pening­ anna, að fréttin væri röng að því leyti. Honum mistókst það. Dómarinn sá sem betur fer í gegnum þetta og fréttin stendur.“ „Fyrr læt ég dæma mig“ Bæði Pálmi og Jón Ásgeir Jóhannes­ son hafa svo stefnt Svavari vegna frétta sem hann sagði af viðskipt­ um Fons og Pace í Panama. „Fréttin gengur í stuttu máli út á það að Fons millifærði þrjá milljarða á Pace í Pan­ ama. Sex dögum síðar var gengið frá Svavar Halldórsson fréttamaður á RÚV fékk hjartaáfall fyrir fáeinum árum. Hann segir hluta ástæðunnar vera álagið sem fylgi starfinu. Svavar segir það hafa verið erfitt að ganga í gegnum skilnað með þrjú börn á leikskólaaldri en að hagur barnanna hafi orðið ofan á. Hann nýtur stuðnings frá sálufélaga sínum, Þóru Arnórsdóttur, í leik og starfi og fjölskyld- an reynir að slá eigið tímamet í að tjalda í sumarfríinu. Ásgeir Jónsson ræddi við Svavar um meiðyrðamálin gegn honum, starfið sem hann hafnaði fyrir fjölskyld- una í góðærinu og hótelið sem hann ætlar að reka með fjölskyldunni í sumar. LANGYNGSTUR Á HJARTADEILDINNI Fagnaðarlæti í dómsal Þóra og Svavar faðmast eftir að hann, María Sigrún og Páll Magnússon voru sýknuð. MYND SIGTRYGGUR ARI Ríkur maður Börnin hans Svavars. „Ég var mjög hepp- inn. Það kom ekk- ert drep í hjartað sem hefði verið mjög slæmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.