Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 27
Sprengjuvargurinn Umar Farouk Abdulmutallab, sem reyndi að sprengja sjálfan sig um borð í far- þegaþotu í Bandaríkjunum um jól- in 2009, hefur viðurkennt ástæðu þess að hann ákvað að láta til skarar skríða í flugvél á leiðinni til Detroit. Ástæðan var einfald- lega sú að þangað var ódýrast að fljúga. Abdulmutallab hafði íhug- að að kaupa sér flugmiða til frægari og táknrænni áfangastaða á borð við Houston og Chicago, en féll frá þeim hugmyndum vegna þess að hann hafði ekki efni á svo dýrum flugmiðum. Íhugaði Chicago Þetta kemur fram í leynigögn- um sem AP-fréttastofan aflaði sér. Umar Farouk Abdulmutallab var hluti af svokallaðri Jemen-deild al- Kaída. Talið er að með því að velja Detroit frekar en frægari borg- ir Bandaríkjanna sýni stjórnend- ur Jemen-deildarinnar að þeir séu ósammála Osama bin Laden um að ráðast helst á fræg skotmörk. Svo virðist sem skotmörkin skipti minna máli hjá Jemenum. Hryðjuverkamanninum mis- tókst ætlunarverk sitt og var yfir- bugaður áður en hann gat látið til skarar skríða. Hann hefur verið í haldi í Bandaríkjunum síðan. Abdulmutallab ætlaði upphaf- lega að sprengja farþegaþotu á leið til Houston, þar sem hann sótti ráð- stefnu íslamista árið 2008. Honum snérist hugur og ákvað að ráðast á flugvél á leið til Chicago. Þeg- ar hann komst að því hvað flug- miðar þangað voru dýrir, ákvað hann einfaldlega að velja ódýrasta áfangastaðinn. Detroit er ein fá- tækasta borg Bandaríkjanna, þar sem atvinnuleysi er mikið og allt að fjórðungur íbúa gæti flutt á brott á næstu árum. Í ljós hefur komið að Abdulmutallab valdi jólin ekki sér- staklega til að láta skarar skríða. Þaulskipulagt tilræði Þrátt fyrir að tímasetning og stað- setning hafi ekki skipt máli telur bandaríska leyniþjónustan CIA að tilræðið hafi verið þaulskipu- lagt. Áður en hann lagði af stað í hina misheppnuðu sjálfsvígsför fór hann á heimili eins æðsta stjórn- enda al-Kaída til þess að skipu- leggja allt og læra á sprengjuna sem hann bar á sér. Stjórnandinn heitir Fahd al-Quso og er talinn hafa ver- ið náinn samverkamaður bin La- dens í Afganistan fyrir um 10 árum. Adulmutallab, sem er 24 ára, hefur verið ákærður fyrir að til- raun til að myrða 281 farþega og 11 áhafnarmeðlimi um borð í far- þegaþotu Northwest Airlines 253. Eftir að hann var handtekinn við- urkenndi hann að hafa ætlað að sprengja þotuna. Hann sýndi yfir- völdum samstarfsvilja í upphafi og er talinn hafa gefið mikilvægar upplýsingar um starfsemi al-Kaída í Jemen. Réttarhöld hefjast yfir Adulmutallab í október og mun hann verja sig sjálfur. Erlent | 27Helgarblað 25.–27. mars 2011 Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 um gildi laga nr. 13/2011 Kjörstaðir í Reykjavík Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Ölduselsskóli Borgaskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Klébergsskóli Ingunnarskóli Vakin er athygli á að ekki verður kjörstaður á Kjarvalsstöðum að þessu sinni heldur munu þeir sem þar hefðu kosið nú kjósa í Laugardalshöll. Kjörfundur hefst laugardaginn 9. apríl kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk. munu liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 30. mars nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemd- um vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráð- húsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar n Umar Farouk Abdulmutallab reyndi að sprengja farþegaþotu yfir Detroit um jólin 2009 n Valdi borgina af því að flug- miðar þangað voru ódýrari en til Chicago og Houston n Þaulskipulagt tilræði Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is SparSamur Sprengju- maður „Þegar hann komst að því hvað flug- miðar þangað voru dýrir ákvað hann einfaldlega að velja ódýrasta áfanga- staðinn. Umar Farouk Abdulmutallab Sparsamur sprengjuvargur sem valdi einfaldlega ódýrasta áfangastaðinn þrátt fyrir að al-Kaída vilji helst ráðast á táknræn skotmörk í Banda- ríkjunum. MynD ReUteRs StarfS- kraftur óSkaSt! Skemmtilegur vinnustaður í miklum vexti þarf að bæta við starfskrafti til að sinna reikningagerð, viðskiptamanna- bókhaldi, afgreiðslu pantana, innheimtu, símsvörun og þjónustu við viðskiptavini. Samkeppnishæf laun í boði. Hæfniskröfur n Þekking á DK skilyrði ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. n Stúdentspróf eða sambærilegt n Viðkomandi þarf að búa yfir þjónustulund og góðu skipulagi. Merkið umsóknina „Starf 3003“ og sendið til: DV ehf Tryggvagata 11 101 Reykjavík UmsóknarfrestUr er til 30. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.