Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað „Að meðaltali á hver fjölskylda fimmtán milljónir í lífeyrissjóði. Flestir eiga svipaða upphæð í lífeyr- issjóði og í fasteigninni sinni. Ég hef margoft spurt um það hvað fólk fái almennt útborgað en hef ekki fengið svör við því,“ segir Pétur Blöndal al- þingismaður en eins og fram kom í DV á miðvikudag á Siv Friðleifsdótt- ir, sem setið hefur á Alþingi frá árinu 1995, inni rúmlega hundrað millj- ónir í lífeyrisréttindum. Það sama gildir um aðra þingmenn sem eiga langan starfsferil að baki. Lögum um lífeyrisréttindi þingmanna var breytt árið 2009, nánar tiltekið þann 25. apríl. Þeir sem sátu á þingi fyrir árið 2009 munu engu að síður njóta þeirra réttinda sem þeir höfðu þegar áunnið sér. Sleppa við auðlegðarskatt Í kjölfar frétta af lífeyrisréttindum Sivjar óskaði DV eftir upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins, LSR, um hversu háar hæstu upphæðirnar væru sem þingmenn, ráðherrar og aðrir ráðamenn þjóð- arinnar hefðu áunnið sér í gegnum lífeyrisréttindin. Sjóðurinn neitar að gefa það upp og eins neitar hann að gefa upp hæstu mánaðarlegu greiðslur til fyrrverandi þingmanna og ráðherra. „Sjóðurinn getur ekki svarað spurningum um lífeyri tiltek- inna einstaklinga eða sem telja má að rekja megi til tiltekinna einstak- linga,“ stóð í skriflegu svari frá Völu Rebekku Þorsteinsdóttur, lögmanni hjá lífeyrissjóðnum. Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur barist fyr- ir því að verðmæti lífeyrisréttinda þingmanna sem og annarra verði reiknuð út. „Ég vil að það sé uppi á borðum hvað menn eru með í laun og hvaða eignir þeir eiga. Þetta er at- hyglisvert, til dæmis út frá auðlegð- arskatti. Maður sem á hús borgar auðlegðarskatt ef hann á 75 milljón- ir í húsinu. Menn sem eiga lífeyris- réttindi sem eru miklu meira virði þurfa aftur á móti ekki að borga auð- legðarskatt því lífeyrissjóðsrétturinn er ekki metinn.“ Spurning um jafnrétti Siv á rétt á því að fá um 370.000 krónur á mánuði frá 60 ára aldri. Hún stend- ur nú í deilu við fyrrverandi sambýlis- mann sinn, Þorstein Húnbogason, sem vill hlutdeild í lífeyrisréttindum hennar, en hann lítur á málið sem jafnréttismál. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, ASÍ, segir einnig að það sé jafnréttismál að hjón fái hlut- deild í lífeyrisréttindum hvort ann- ars. „Nú er það þannig að samkvæmt lögum um lífeyrisréttindi er hjónum heimilt að skipta á milli sín áunnum lífeyrisréttindum. Almennt er litið á lífeyrisréttindi sem sameign hjóna og það eru til æði mörg dómafordæmi fyrir því. Við teljum þó að það ætti að gerast sjálfkrafa því þessar tekjur eru sameign hjóna eins og allar aðrar tekjur. Við teljum að það sé mjög mik- ilvægt varðandi stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að það sé þannig. Karlar eru mjög oft með meiri líf- eyrisréttindi en konur, út af almenn- um tekjumuni karla og kvenna, og það hefur oft verið þannig í uppgjöri búa að tekið er tillit til lífeyrisrétt- inda karlsins sem kemur þá þann- ig til skipta að konan fær meiri eign í húsinu. Það er ákveðin réttarbót fyrir þann sem á hallar en vandinn er sá að húsið er eign en ekki lífeyrir. Eftir sem áður er lífeyrisrétturinn lélegur, sem lendir þá á ríkinu. Það er ekki rökrétt. Þess vegna er affarasælast að það sé farið með lífeyrisréttindi sem sameig- inlega eign hjóna. Fólk getur þá gert með sér kaup- mála ef það vill víkja sér frá því. Þá fyrst myndi jafnræði skapast.“ Réttindin helmingi meiri en gengur og gerist Gylfa segir lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna sem eru í A-deild Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkissjóðs 50–55 prósentum hærri en þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði, þó að svo- kölluð ofurkjör þingmanna hafi ver- ið afnumin árið 2009. „Enn er mjög mikill munur á kjörum opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. Að auki miðar LSR við lífeyristöku frá 65 ára aldri en aðrir líf- eyrissjóðir miða við 67 ára aldur. Núna krefjumst við þess að lífeyrisréttindi almennra borgara verði jöfnuð við líf- eyrisréttindi opinberra starfsmanna í A-deildinni.“ 21 milljarðs skuld í 35 ár Hann segir að málið hafi farið í bak- lás þegar í ljós kom hvernig staðan er í raun hjá LSR. „Lífeyriskerfi ríkisins stendur ekki undir sér. Það er mjög al- varlegt, því hallinn hljóðar upp á 500 milljarða. Ef staðið verður við áunnin réttindi þarf ríkið að borga 21 milljarð á hverju ári í 35 ár. Við viljum þá fá að vita að hér eft- ir væri kerfið sjálfbært, en það er það ekki heldur bætist stöðugt í hallann. Hægt væri að gera A-deildina sjálf- bæra með því að hækka annaðhvort iðgjöldin eða hækka lífeyrisaldurinn í 67 ár. B-deildina, gömlu lífeyrisrétt- indin, væri aldrei hægt að gera sjálf- bæra. Hallinn þar er rosalegur. En það mun taka okkur 30–35 ár að losna alveg við þessa deild og á þeim tíma er hætt við því að hallinn auk- ist svakalega. Þetta er ansi hár reikn- ingur sem við þurfum að borga og það mun hafa áhrif á velferð fólks í framtíðinni. Velferðin verður minni.“ Tímasprengja í kerfinu Þetta staðfestir Pétur sem vill að þessi skuld verði gerð upp og B-deildinni lokað. „Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram breytingartillögu fyrir jól um að eingreiðslum inn í sjóðinn yrði hætt þannig að menn hætti að safna að sér auknum réttindum en það var kolfellt. Þetta er ákveðin tíma- sprengja inni í kerfinu.“ Sjálfur lagði hann til að þing- menn fengju að velja sér lífeyrissjóð úti í bæ og fengju þá hærri laun sem því næmi. „Ég vildi láta meta hvers virði þessi réttindi eru og í staðinn gætum við fengið tíu til fimmtán prósenta launahækkun, en þetta var líka kolfellt. Ég vil bara vera með sama lífeyrisrétt og kjósendur mín- ir.“ Á almenningur að borga? Gylfi segir að staða LSR kalli á breytingar á lífeyriskerfi ríkisins. „Það þarf að breyta kerfi sem er ekki sjálfbært, að öðrum kosti tekur það stöðugt meira fé til sín og skerðir réttindi annarra. Stjórnvöld verða að finna lausn á þessu, því þeirra er vandinn. Undanfarna áratugi hafa þeir ekki gert neitt annað en að sópa þessum vanda undir teppið. Á meðan vex vandinn sífellt. Það væri hægt að bera þetta saman við Icesave eða niðurskurð ríkisins í heilbrigðiskerfinu sem var tveir milljarðar. Hvað ætla opin- berir starfsmenn að segja þegar það þarf að segja upp opinberum starfs- mönnum til að borga lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna? Ég hef enga trú á því að landsmenn sætti sig við það ef það þarf að hækka tekjuskatt um fjögur prósent til að greiða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Ég efast um að fólkið í landinu myndi samþykkja það að lækka sinn kaupmátt til að borga fyrir réttindi þessa hóps.“ Siv fær 100 milljónir – þú færð fimmtán n Siv Friðleifsdóttir á rúmar 100 milljónir í lífeyrisréttindum n Meðalfjölskylda á 15 milljónir n LSR neitar að gefa upp hæstu greiðslur til fyrrverandi ráðamanna n Lífeyrisréttindi starfsmanna sliga ríkissjóð n Ríkið þarf að borga 21 milljarð í 35 ár n Jafnréttismál að maki fái hlutdeild í lífeyrisréttindum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Hvað ætla opin- berir starfsmenn að segja þegar það þarf að segja upp opinberum starfsmönnum til að borga lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna? Pétur Blöndal Vill draga úr lífeyrisrétt- indum sínum og fá launahækkun í staðinn. Siv Friðleifsdóttir Á inni ríflega hundrað milljónir í lífeyrisréttindum eftir sextán ára þingsetu. Gylfi Arnbjörnsson Segir að ríkissjóður sé að sligast undan gömlum skuldbindingum við ríkisstarfsmenn og vill að tafarlaust verði brugðist við því. Hann vill jafnframt upp- færa lífeyriskjör á almennum vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.