Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 25.–27. mars 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... LEIKRIT Allir synir mínir „Þjóðleikhúsið má vera stolt af þessari sýningu. Hún er því og öllum sem að henni koma til sóma. Nú er áhorfenda að sýna að þeir kunni gott að meta.“ - Jón Viðar Jónsson TÖLVULEIKUR Killzone 3 á PS3 og Xbox 360 „Killzone 3 gerir nákvæmlega það sem hann þarf að gera, án þess þó að verða ein- hver flugeldasýning.“ - Einar Þór Sigurðsson TÖLVULEIKUR Fight Night Champion á PS3 og Xbox 360 „Fight Night Champion gefur fyrri leikjum ekkert eftir í spilun, grafík eða gæðum en framfarirnar og breytingar eru litlar og í raun ekkert rothögg.“ - Sigurður Mikael Jónsson KVIKMYND Battle: LA „Eflaust þolanleg fyrir þá sem vilja beinlínis ekkert annað en flottar tæknibrellur og byssuskot. Maður gæti þó allt eins bara horft á stikluna aftur og aftur. Hún er miklu betri en myndin.“ - Jón Ingi Stefánsson KVIKMYND Season of the Witch „Þessi mynd fær hálfa stjörnu og það er fyrir þokkalega frammistöðu Claire Foy sem leikur nornina ungu. Annað er skelfing.“ - Ásgeir Jónsson Hallgrímur Ólafsson leikari 1. Hvaða bók ertu að lesa? „Ég er ekki að lesa neina bók í augnablikinu en á nátt- borðinu eru samt nokkrar sem ég glugga í aftur og aftur, til dæmis Sjálfstætt fólk sem hefur oftar en ekki reynst afburðasvefnlyf! Nú verða Laxness-menn og -konur hissa en án gríns þá eru fyrstu 20 síðurnar afar góð vögguvísa.“ 2. Hvaða tónlist er í uppáhaldi? „Ég hef alla tíð verið unnandi íslenskrar tón- listar, því eldri því betri, en undanfarið hef ég hlustað mikið á tónlistina úr Strýhærða Pétri þar sem maður þarf jú að kunna hana upp á 10 svo áhorfendur verði ekki sviknir.“ 3. Hvaða kvikmynd sástu síðast og hvernig fannst þér hún? „Ég sá The King‘s Speech síðast og fannst hún bara ekkert skemmtileg, skil ekki alveg þetta lof sem hún hefur fengið.“ 4. Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Helgin byrjar með frumsýningu á Strýhærða Pétri á föstudagskvöldinu og svo er ég að leika laugardags- og sunnudagskvöld einnig en ætli ég reyni ekki að gleðja unnustuna eitthvað inni á milli, kannski ég bjóði henni í ís-rúnt, maður er svo rómantískur, sjáðu til.“ Sjálfstætt fólk afburðasvefnlyf Á miðvikudaginn verður fimmta kvikmyndin sem Ágústa Eva Erlendsdótt- ir leikur í frumsýnd. Það er myndin Kurteist fólk í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar sem kenndur er við Poppoli en í haust kemur út myndin Borgríki eftir sama leikstjóra þar sem Ágústa fer með eitt aðalhlutverkið. Í Kurteisu fólki leik- ur Ágústa Eva eitt af þremur stórum kvenhlutverkum. Kennslukonuna Margréti sem lifir ákaflega flóknu ástalífi í Búðardal. Ég heimsótti Ágústu á heim- ili hennar í Vesturbænum. Þar býr hún í fallegu hvítu „skipstjórahúsi“ ásamt sambýlismanni sínum Jóni Viðari Arnþórssyni og Mjölnis- mönnunum Gunnari Nelson og Þráni Kolbeinssyni. Þetta eru allt menn sem kenna öðrum mönnum að slást og sá bófi má teljast hug- rakkur sem reynir að brjótast inn í það hús. Við ævafornt borðstofuborðið sem allt eins gæti verið úr Árbæj- arsafni býður Ágústa upp á kaffi og brauð með hangikjöti. Við röbbum aðeins um baráttuna á milli Ches- terfield og lazy boy-sófanna í stof- unni (afleiðing nýrrar sambúðar) áður en við vindum okkur í spjall um Kurteist fólk, pólitíkina, ástina, Megas og spillinguna. Hún kemur sér vel fyrir á gömlum viðarstólnum en Ágústa skartar fallegri kúlu um þessar mundir þar sem þau Jón Við- ar eiga von á litlu kríli síðla sumars. Fyrsta barni þeirra beggja. Ástar-, kynlífs- og spillingarhalarófa En byrjum á Kurteisu fólki. Í mynd- inni sem ber þennan skemmtilega titil segir frá verkfræðingnum Lár- usi sem flytur frá Reykjavík til Búð- ardals. Þar ætlar hann að „rífa upp“ sláturhúsið á staðnum en þá ákvörð- un tekur hann í kjölfar þess að hafa misst bæði vinnuna og konuna með stuttu millibili. Lárus er leikinn af Stefáni Karli Stefánssyni en önnur hlutverk í myndinni eru meðal ann- ars í höndum Eggerts Þorleifssonar, Benedikts Erlingssonar, Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur. „Margrét er líka aðflutt og týnd týpa sem er að reyna að finna sig. Hún fer frá Reykjavík þegar hún hættir með kærastanum sínum – kemur þarna í Búðardal en lend- ir mjög fljótlega í miklu ástarrugli ásamt megninu af bæjarbúum. Þetta er svona ástarruglshalarófa, ástar-, kynlífs- og spillingarhalarófa,“ seg- ir Ágústa og brosir út í annað á sinn skemmtilega og dularfulla hátt. Með megninu af bæjarbúum, seg- ir þú? Veistu til þess að þetta sé al- gengt úti á landi? „Ég held að svona rugl sé bara alls staðar. Ástarruglið í mynd- inni er allt nátengt bæjarpólitík- inni en þar er kynlíf og ástamál líka notað sem vopn. Það er allt notað. Kennslukonan Margrét er þó reynd- ar ekkert í stjórnmálum heldur flæk- ist hún bara í þetta í gegnum ásta- málin. Segja má að flutningurinn til Búðardals hafi verið eins konar misheppnuð endurreisnartilraun hjá henni enda er algengt að þegar fólk er einu sinni byrjað að rugla þá sé stutt í að ruglið verði enn meira,“ segir hún svolítið íbyggin. Kómískar ofsóknir Stefáns Karls Leikaraliðið dvaldi í Búðardal í um mánaðartíma meðan tökur stóðu yfir. Ágústa segir þetta hafa verið frá- bæran tíma og að minningin sé böð- uð gleði og geislum sólar. „Í minningunni var þetta sólríkt og bjart og allir alltaf glaðir. Þetta var svo góður tími. Fótbolti og fjör. Bryndís Geirsdóttir söngkona eld- aði dýrindis mat handa okkur alla daga sem við borðuðum í félags- heimilinu. Svo voru auðvitað al- veg hrikalega skemmtilegir leikarar þarna sem héldu stuðinu uppi. Sá öflugasti var Stefán Karl en maður þurfti beinlínis að flýja manninn til að forðast að fá krampa í and- litið af hlátri. Hann ofsótti mann með kómík. Svo er Eggert Þorleifs- son líka mjög fyndinn þó að hans húmor sé svolítið fíngerðari,“ segir hún en gaman er að segja frá því að þau Eggert eiga það sameiginlegt að hafa aldrei stundað nám við leiklist- arskóla. „Þótt það hafi verið gaman alla daga var ég samt heldur myrkfælin þarna í sveitinni,“ segir Ágústa sem hefur löngum glímt við óbyggða- myrkfælni. „Við gistum vanalega í skólanum en eina nóttina þurfti ég að gista á hóteli sem var þarna langt í burtu. Ég hélt ég myndi deyja úr ótta og fékk Ragnhildi Steinunni til að koma og passa upp á mig en það fór ekki betur en svo að við enduðum klæddar í sængurver og fórum fram að hrella restina af mannskapnum. Tek það samt fram að hún átti frum- kvæðið að þessu, ekki ég.“ Persónusköpun kvenhlutverka ábótavant Eins og fyrr segir hefur Ágústa leik- ið í nokkuð mörgum kvikmyndum þrátt fyrir að hafa ekki verið mjög lengi á leikarakortinu en flest kynnt- umst við henni þegar hún setti þjóð- ina á annan endann í hlutverki Silvíu Nætur. Það sem Silvía sagði og gerði var sjaldnast ákveðið fyrir fram að fullu og það sama á við um hlutverk hennar, og annarra, í Kurteisu fólki. „Stundum kúventust heilu sen- urnar í upptökunni og leikarinn fór með setningar og hafði orðaval eft- ir eigin höfði en þannig að merking- in héldi sér. Óli er mjög góður leik- stjóri. Hann á svo gott með að finna eðlilega og óþvingaða leið til að koma hlutunum frá sér,“ segir Ágústa en persóna hennar, Margrét, fæddist ekki í raun og veru fyrr en hún var komin í Búðardal. Þá mótuðu Ólafur og Ágústa hana í sameiningu. „Tilfellið er nú einu sinni að kven- persónur eiga það til að vera mjög grunnar og ómótaðar í handritum. Að sama skapi eru sjaldan skrifuð aðalhlutverk fyrir konur í kvikmynd- um og persónusköpun er oft mjög ábótavant. Það er eins og pælingin sé bara: þetta er kona og hérna eru setningarnar hennar. Það er sjaldgæft að karakterinn eða persónusköp- unin sé djúp eða trúverðug. Af þeim hlutverkum sem ég hef leikið hefur Bjarnfreður sterkasta karakterinn en það var mikið lagt í hennar persónu- sköpun.“ Við veltum vöngum yfir því stund- arkorn hvernig standi á því að svo erf- itt sé fyrir handritshöfunda að nálgast kvensálina og nokkrar kenningar eru dregnar fram en svo snúum við okk- ur aftur að kennaranum og verkfræð- ingnum í Búðardal. Hefur þú kynnst svona týpum? Fólki sem lifir of flóknu ástalífi eða reynir að núllstilla líf sitt úti á landi? „Sko. Ég bjó á Hvolsvelli þegar ég var unglingur og kom þangað mik- ið eftir að ég varð eldri þannig að ég þekki ágætlega til stemningarinnar í svona plássum. Það var fastur liður að einhver nýr kom í plássið til að vinna í sláturhúsinu og reyna að finna sig í leiðinni. Þetta voru oft svona listræn- ar týpur sem voru svolítið ringlaðar í hausnum eða búnar að koma sér í fjárhagsleg, tilfinningaleg eða lífsstíl- stengd vandræði. Fólk sem kom til að „geta andað“ og finna sjálft sig eftir að hafa flækt lífið um of á heimaslóðum. Yfirleitt lenti þetta fólk samt í sama ruglinu og það var að flýja og oftast varð ruglið bara mikið meira,“ segir Ágústa, yppir öxlum og skenkir okkur ananassafa. Listrænt ástarsamband við Megas En snúum okkur að öðru. Ágústa er ekki einasta góð leikkona heldur er hún jafnvíg sem söngkona og syng- ur bæði klassísk verk, djass, popp og þjóðlagatónlist. Hún hefur að jafnaði mörg járn í eldinum í tónlistinni en þrítugasta þessa mánaðar koma út tvö lög sem hún syngur á nýrri plötu Megasar sem fengið hefur heitið (Hugboð um) Vandræði. Góð vinátta hefur tekist á milli listamannanna sem hvor um sig hafa svolítið gaman af því að ögra samferðafólki sínu með ýmsum hætti. „Við Megas höfum sungið saman í nokkur ár og nú síðast á Listahá- tíð þar sem hann fór yfir feril sinn í Háskólabíói. Þar var ég eini gesta- söngvarinn. Megas er svo hátíðlegur. Við erum svo ástfangin, við Megas. Hann er svo klár. Mér finnst allt frá- bært við hann. Hann er einstakt fyr- irbæri – manneskjufyrirbæri. Það er enginn eins og Megas. Það hugsar enginn eins og hann. Hann man allt sem hann heyrir og stundum skil- ur maður hann ekki, ekki af því að hann tali óskýrt heldur vegna þess að hugsanir hans eru flóknar og hraðar,“ segir Ágústa Eva og ljóst er að henni þykir vænt um gamla meistarann og ber virðingu fyrir honum líkt og svo margir Íslendingar. Um páskana ætlar hún svo að syngja einsöng í verkinu Stabat Mater eftir Karl Jenkins í stjórn Björns Thor- arensen og Hjörleifs Valssonar. „Þetta er klassískt verk fyrir tvo kóra, slagverk og sinfóníu. Ég á að syngja á arabísku,“ útskýrir Ágústa og kímir. „Tilsammans“ með boxhanska Fyrir þremur árum kynntist Ágústa lögreglumanninum Jóni Viðari Arn- þórssyni þegar hún fór að æfa barda- gaíþróttir í Mjölni. Svo kynntust þau betur fyrir tökur á Borgríki haustið 2009 þar sem hann þjálfaði hana í slagsmálum og kenndi „löggusiði“ en ásamt félögum sínum stofnaði Jón Viðar Mjölni árið 2005. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að tilheyra þessu félagi,“ segir Ágústa sem aðstoðar Mjölni við afgreiðslu, kennslu og stjórnarstörf. „Þetta er félag og andinn og hug- arfarið er með þeim hætti að allir vilja sjá Mjölni blómstra. Núna erum við alltaf á fullu, bæði að taka á móti nýju fólki og leita að nýju húsnæði. Vinsældirnar fara sívaxandi og mér á sannarlega ekki eftir að leiðast á næstunni,“ segir hún en þau Jón Við- ar leigja tvær íbúðir í sama húsinu þar sem Mjölnismenn búa á efri hæð og mikill samgangur er á milli. Hálf- gerð bardagakommúna, ef svo mætti að orði komast. „Tilsammans“ með boxhanska. Myrkfælin í sveitinni Ágústa Eva Erlendsdóttir er meðal ást- sælustu leikkvenna þjóðarinnar en frá því hún tók að sér hlutverk nöfnu sinnar Evu Lindar Erlendsdóttur í Mýrinni árið 2006 hefur hún leikið í kvikmynd á hverju sumri. Margrét Hugrún Gústavsdóttir ræddi við Ágústu um mannskemmandi pólitík, barnið sem hún ber undir belti og hlutverk kvenna í kvikmyndum.„Orðin andlegt jafnvægi eru orðin að klámi í mínum eyrum. Skynsemi ætti að vera lykilorðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.