Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Ice- landair Group, var með 39 milljón- ir króna í laun í fyrra, eða 3,2 millj- ónir á mánuði. Það er töluvert meira en aðrir stjórnendur hjá félaginu. Fjórir aðrir stjórnendur eru með um tvær milljónir króna á mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var síðastliðinn föstudag. Icelandair þykir í dag einn eftirsóttasti vinnustaður landsins. Sérstaklega hjá stjórnendum. Er talið að ekkert annað fyrirtæki hérlendis borgi jafnmörgum stjórnendum yfir eina milljón króna á mánuði og Ice- landair. Starfsmenn stórgræða á kaupréttarsamningum Auk þess að fá góð laun fengu starfs- menn félagsins kauprétt að hluta- bréfum í Icelandair um áramótin. Fengu þeir forkaupsrétt að 160 millj- ónum hluta í félaginu á genginu 2,5, eða sem nemur 400 milljónum króna. Á síðustu þremur mánuðum hafa hlutabréf starfsmanna hækkað um 75 prósent en gengi bréfa félagsins standa nú í 4,4 á hlut. Starfsmenn Ice- landair hafa því hagnast um rúmlega 300 milljónir króna á bréfum sínum á einungis þremur mánuðum en verð- mæti hlutabréfa þeirra er nú metið á 700 milljónir króna. Tölum um hagn- að ber þó að taka með fyrirvara þar sem hlutabréfaverð getur breyst og starfsmenn geta ekki innleyst hagn- að sinn öðruvísi en að selja bréf sín. Stjórnendur Icelandair Group fengu þó ekki kaupréttarsamninga í anda ársins 2007. Sem dæmi keypti Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, einungis hlut fyrir 2,5 milljónir króna. Hefur markaðsverðmæti hlutar hans hækkað um eina milljón króna á síð- ustu þremur mánuðum. Yfir 200 með meira en 2 milljónir á mánuði Orðið á götunni sem birtist á vef- síðu Eyjunnar fjallaði um launamál Icelandair fyrir nokkrum mánuð- um. Þar var fullyrt að hátt í hundrað stjórnendur og lykilstarfsmenn Ice- landair væru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, gat ekki gefið upplýsingar um það hvort þessi fullyrðing væri rétt en DV sendi honum fyrirspurn um málið. Samkvæmt heimildum DV eru þó mun fleiri starfsmenn inn- an samstæðu Icelandair Group með yfir eina milljón króna í tekjur á mán- uði. Ef flugmenn félagsins eru teknir með eru þeir líklega yfir 200. Stærsti hluthafi Icelandair er Framtakssjóð- ur Íslands sem fer með 29 prósenta hlut í félaginu. Framtakssjóðurinn er í eigu 16 íslenskra lífeyrissjóða. Laun Björgólfs hærri en bankastjóranna „Laun æðstu stjórnenda Icelandair Group eru óbreytt frá fyrri hluta ársins 2008,“ segir Guðjón Arn- grímsson. Honum er ekki kunnugt um að áform séu um að hækka laun stjórnendanna. Eins og kunnugt er hefur verið mikil umræða um svo- kölluð „ofurlaun“ að undanförnu. Voru það fregnir af launum Hösk- uldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, sem voru kveikjan að því. Höskuldur er með 2,9 milljónir króna í föst laun á mánuði og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, er með 2,6 milljónir í laun á mánuði. Björgólfsur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, sem er með 3.260 þúsund krónur á mánuði er því með töluvert hærri laun en bankastjórarnir þrátt fyrir að laun hans hafi ekki hækkað í um þrjú ár. Björgólfur á þó langt í land með að ná launahæsta forstjóra lands- ins. Líkt og DV greindi nýlega frá var Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar, með 13 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra sem eru nærri fjór- föld laun Björgólfs hjá Icelandair Group. Heimilt að bjóða góð laun „Markmið starfskjarastefnu þessarar er að gera starf hjá Icelandair Group hf. að eftirsóknarverðum kosti fyr- ir fyrsta flokks starfsfólk og þar með tryggja félaginu stöðu í fremstu röð. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að stjórn félagsins hafi heimild til að bjóða samkeppnishæf laun,“ segir í starfskjarastefnu Icelandair Group. Miðað við að meira en 200 starfs- menn félagsins séu með jafnhá eða hærri laun en Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra hlýtur Icelandair Group að vera að nýta heimild sína til þess að bjóða samkeppnishæf laun. Mánaðarlaun Árslaun Björgólfur Jóhannsson, forstj. Icelandair Group 3,3 milljónir 39 milljónir Sigþór Einarsson, aðstforstj. Icelandair Group 1,9 milljónir 23 milljónir Bogi Nils Bogason, fjármálastj. Icelandair Group 1,8 milljónir 21 milljón Birkir Hólm Guðnason, framkvstj. Icelandair ehf. 1,9 milljónir 23 milljónir Guðni Hreinsson, framkvstj. Loftleiða 1,3 milljónir 16 milljónir Gunnar M. Sigurfinnsson, framkvstj. Icelandair Cargo 1,6 milljónir 19 milljónir Heildarlaun þessara sex stjórnenda: 12 milljónir 140 milljónir Laun nokkurra stjórnenda Icelandair 2010 n Starfsmenn hafa hagnast um 300 milljónir króna frá áramótum á kaupréttar- samningum n Yfir 200 starfsmenn með meira en milljón á mánuði hjá Icelandair „Laun æðstu stjórnenda Icelandair Group eru óbreytt frá fyrri hluta ársins 2008. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Þénar betur en bankastjórar Þrátt fyrir að laun Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, hafi ekki hækkað í þrjú ár eru þau samt hærri en bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka. Starfsfólk Icelandair hagnast á kauprétti Kaupþingsmenn fá mildari dóm Hæstiréttur mildaði á fimmtudag dóma Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daníel Þórðarsyni og Stefni Inga Agnarssyni, fyrrverandi starfs- mönnum Kaupþings. Þeir voru í byrjun desember 2009 dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir markaðs- misnotkun með því að hafa á tíma- bilinu 25. janúar til 22. febrúar 2008, í sex tilvikum, lagt fram kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista skömmu fyrir lokun markaða þannig að til- boðin hefðu áhrif á dagslokagengi. Með því hafi þeir gefið misvísandi til kynna eftirspurn eftir slíkum bréfum og verð þeirra. Hæstiréttur fann að drætti á rekstri málsins og því að ríkissaksóknari hefði ekki haft sam- ráð við verjendur Daníels og Stefnis við gerð málsgagna sem þóttu um- fangsmeiri en tilefni var til. Dæmdi Hæstiréttur Ísland þá í sex mánaða fangelsi fyrir brot sín. Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum fyrrverandi voru þeir fyrstu í tengslum við ís- lenska bankahrunið. Fresta starfs- mannakönnunum Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fresta árlegum starfsmannakönn- unum sem fara að jafnaði fram í mars og apríl. Þetta kom fram eftir fyrirspurn Vinstri grænna og sjálf- stæðismanna í borgarráði á fimmtu- daginn. „Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna óska upplýsinga um það hvers vegna nú hefur verið ákveðið að fresta reglubundinni starfsmannakönnun hjá Reykjavíkurborg. Þessar starfs- mannakannanir hafa til margra ára verið gerðar í mars og apríl, en nú fást þær upplýsingar að borgaryfir- völd telji þann tíma ekki góðan núna og vilji gera þessa reglubundnu könnun síðar á árinu. Það þarfnast skýringa, enda mun það veikja mjög samanburð og nýtingu kannana ef þessu fyrirkomulagi er breytt. Óskað er skýringa á þessum breytingum frá mannauðsstjóra,“ segir í fundargerð borgarráðs. Endurskoða umhverfi Hörpu Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag tillögu Jóns Gnarr borg- arstjóra um að stofnaður yrði fimm manna stýri- hópur á vegum Reykjavíkurborg- ar og Faxaflóa- hafna sem yrði ætlað að endur- skoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í tillögunni segir: „Auk hefðbundinna þátta við skipu- lagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hóp- urinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulags- vinnu á svæðinu og hafi yfirum- sjón með framgangi hennar. Til- lögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og um- hverfis- og samgönguráð, auk hags- munaaðila og íbúa.“ Hópinn skipa Hjálmar Sveinsson, formaður, Páll Hjaltason, Hólmfríður Ósman Jóns- dóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.