Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 15
„Vorið kemur á laugardaginn! Stormurinn hefur sjaldan verið brattari að renna yfir kortin og það er gleðilegt að sjá hlýleg kort birt- ast hvert á fætur öðru, án þess að þurfa að leggjast í pælingar um við- varanir, “ segir Sigurður Þ. Ragnars- son, Siggi stormur. Hann segir að nú fari snjóinn að taka upp sunn- an- og vestanlands og fólk geti far- ið að draga fram grillin. Hann bæt- ir þó við að ekki megi detta í algert kæruleysi og hvetur fólk að huga að Omega 3-fitusýrunum. Mars með leiðinlegri mánuðum Aðspurður segir hann að ekki sé komið heildarmat á veturinn því strangt tiltekið séum við enn í vetr- armánuðunum. „Það er hægt að segja að mars hafi verið risjóttur, já, og bara hreint út sagt leiðinleg- ur. Hann er að verða með leiðin- legri mánuðum hvers árs. Janúar og febrúar hafa verið miklu kyrr- látari síðustu árin en endalausir umhleypingar í mars hafa gert alla vitlausa. Mánuðurinn hefur verið svolítið eins og liðið á þinginu. Fer bara í hringi og veit ekkert í hvaða átt á að fara og er alveg snarringl- aður.“ Ef við tökum mars út úr heildar- myndinni þá er veturinn sem er að líða einn af þeim betri, að mati Sig- urðar. Honum sýnist í fljótu bragði að þessi vetur sé einn af þeim fimm til tíu bestu, bæði ef litið er til hitastigs og snjóþunga. Hann sé búinn að vera hægviðrasamari og umhleypingar í tiltölulegu lág- marki. „Í sambandi við apríl þá eru væntingar miklar, út frá talnalegu sjónarmiði, að hann verði góður. Þegar við skoðum veðurlagsspár og meðaltöl þá gefur það okkur væntingavísitölu í hærri kantin- um,“ segir Sigurður en bætir við að hann hafi meiri áhyggjur af maí en sá mánuður hefur komið í bakið á okkur undanfarin ár en til dæmis fyrir fjórum árum gerði harðavet- ur í maí með mikilli ofankomu á Norðurlandi. Höfum náð toppinum í hlýindum Sigurður segir að viss teikn séu á lofti um að toppinum sé náð í hlýindum síðustu ára. „Ég held að við séum að renna inn í tíma- bil þar sem við megum búast við að sumrin verði hefðbundnari ís- lensk sumur. Ekki er þar með sagt að við séum að sigla inn í kulda- tímabil eins og var í kringum 1965 en við megum búast við lægri hita og vætumeiri sumrum.“ Hann bendir einnig á að fyrir um það bil 20 árum voru landsmenn ánægð- ir ef hitinn fór upp fyrir 13 stig. Við séum búin að upplifa mikla toppa á þessari öld en ekki sé hægt að búast við því áfram. Þrátt fyrir þetta segist Sigurð- ur vera ansi brattur. „Ég hef bara sjaldan verið brattari og hundur- inn minn er jafnvel brattari en ég. Hann finnur lyktina af vorinu, nefið á honum er á fullu og það er mynd af vorinu í augunum hans,“ segir Sigurður að lokum. Fréttir | 15Helgarblað 25.–27. mars 2011 • Granatepli er ofurávöxtur sem er mjög andoxunarríkur • Sýnilegur árangur eftir 28 daga notkun á seruminu er niður- staða á vísindilegri rannsókn framkvæmd af óháðum aðila • Dagkrem sem inniheldur olíu úr granateplafræjum sem þéttir og styrkir húðina • Næturkrem sem stuðlar að endurnýjun húðfrumanna meðan húðin sefur • Serum er styrkjandi plöntusafi sem veitir húðinni öfluga meðferð til lengri tíma • Augnkrem sem hjálpar húðinni í kringum augun að verða stinnari • Engin gervi ilm-litar eða rotvarnarefni • Lesið meira um lífrænar húðvörur á www.weleda.is Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Smáratorgi, Laugavegi, Lágmúla, Akureyri, Selfossi og Keflavík • Yggdrasill • Lyfja Lágmúla, Smáralind, Laugavegi, Borgarnesi og Smáratorgi • Apótekið Spöngin • Apótek Vesturlands Lyf og heilsa Kringlunni, Domus medica, JL húsinu og Austurveri • Apótekarinn Hafnarstræti • Árbæjarapótek • Lyfjaval Mjódd • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Verslunin Vala Sólheimum Weleda granatepla andlitslína náttúrulegar snyrtivörur síðan 19 21- Weleda 90 ára n Siggi stormur spáir í vorið og komandi sumur n Vorið er að koma n Mars hefur verið hundleiðin- legur síðustu ár n Ástæða til bjartsýni í apríl„Mánuðurinn hefur verið svolítið eins og liðið á þinginu. Fer bara í hringi og veit ekkert í hvaða átt á að fara og er alveg snarringlaður. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Siggi stormur „Við megum búast við lægri hita og vætumeiri sumrum.“ Loksins kemur vorið! Sumar og sól Mikil hlýindi hafa verið undanfarin sumur og mörg hitamet fallið. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á fimmtudag konu til að greiða Flug- hótelinu í Keflavík rúmlega 340 þús- und krónur vegna fermingarveislu dóttur hennar sem haldin var í sal hótelsins í fyrra. Konan var ósátt við framkvæmd veislunnar, sagði að matur hafi verið framreiddur of seint og að ekki hefði verið nóg af mat til að gestir gætu fengið sér ábót. Þá hafi aðeins einn starfsmaður sinnt því að bera fram matinn og hafi framreiðslan því tek- ið langan tíma. Konan efast einnig um að jafnmargir gestir hefðu mætt í veisluna og hótelið taldi. Upphaflegi reikningurinn fyrir veisluna hljóðaði upp á tæpar 560 þúsund krónur en konan hafði greitt 100 þúsund krónur inn á reikninginn sem staðfestingargjald. Hún neitaði að borga meira vegna óánægjunnar, þrátt fyrir að forsvarsmenn hótelsins hefðu lækkað reikninginn um 100 þúsund krónur. Dómurinn taldi ekki sannað að framkvæmd veislunnar hefði verið með öðrum hætti en um var samið, né heldur að gestirnir hefðu verið færri en hótelið taldi. Konan var því dæmd til að greiða hótelinu eftir- stöðvar reikningsins, auk vaxta. Dómsmál vegna fermingarveislu: Þarf að borga veisluna Fermingarveisla Konan þarf að borga ferm- ingarveisluna þrátt fyrir að hafa verið ósátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.