Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Ársreikningur Stefnis, dótturfélags Arion banka: Fékk fjórum milljónum meira Heildarlaun framkvæmdastjóra Stefnis, dótturfélags Arion banka, hækkuðu um fjórar milljónir króna á milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Stefnis. Framkvæmdastjórinn, Flóki Halldórsson, var með 10,5 milljón- ir króna í árslaun árið 2009 en 14,5 milljónir króna árið 2010. Heildar- laun stjórnar Stefnis hækkuðu sömu- leiðis um 100 prósent á milli ára, fóru úr 2,4 milljónum króna í heildina og upp í 4,8 milljónir króna árið 2010. Stefnir, sem starfrækir ýmiss kon- ar fjárfestingarsjóði fyrir hönd Ar- ion banka, skilaði tæplega 660 millj- óna króna hagnaði árið 2010 en rúmlega 313 milljónum árið 2009. Eignir félagsins nema tæplega 2,6 milljörðum króna samkvæmt árs- reikningnum. Eiginfjárhlutfall Stefn- is er rúmlega 64 prósent. Í reikningn- um kemur fram að Stefnir sé stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins með um 281 milljarð króna í virkri stýr- ingu. Stjórnendur Stefnis eru því að vinna með verulegar eignir. Stefnir er þekktastur fyrir aðkomu sína að kaupum á Sjóvá. Í ársreikn- ingnum kemur fram að sjóður í eigu Stefnis, SF1, hafi samið um kaup á 52,4 prósenta hlut í tryggingafélag- inu Sjóvá. Áður en kaupin ganga í gegn þurfa Fjármálaeftirlitið og Sam- keppniseftirlitið að samþykkja kaup- in. ingi@dv.is Eiríkur Sigurðsson, stofnandi 10- 11, undirbýr nú opnun nýrrar mat- vöruverslanakeðju hér á landi. Fyrsta verslunin verður í Skeifunni þar sem Griffill er nú til húsa. Ef marka má auglýsingu sem birtist í fjölmiðlum síðasta sumar stendur til að opna fimm matvöruverslanir á næstunni. DV er ekki kunnugt um hvenær verslunin í Skeifunni verður opnuð en Griffill flytur úr húsnæðinu um næstu mánaðamót. Heimildir DV herma að iðnaðarmenn og aðrir slíkir aðilar hafi verið að skoða sig um í Griffli upp á síðkastið líkt og til standi að breyta húsnæðinu svo hann hæfi annars konar rekstri. „Betri en Bónus“ Athygli vakti þegar auglýsing birtist í Fréttablaðinu í fyrrasumar þar sem óskað var eftir um 2.000 fermetra hús- næði á fimm stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Vísir greindi frá málinu en þar var haft eftir heimildarmanni að með því að auglýsa eftir húsnæðinu væri nýtt skref í átt að því að stofna verslanakeðju stigið. Þar kom fram að erfitt væri að segja til um hvenær verslaninar yrðu opnaðar en að það gæti gerst hratt ef vel gengi. Þar sagði einnig að erlendir fjárfestar kæmu að framtakinu og að fjármögnun væri vel á veg komin. Í auglýsingunni var greiðslu fyrir tólf mánaða leigu lofað fyrir fram. Áhugasömum var bent á að senda póst merktan „Betra en Bónus“ til auglýsingadeildarinnar. Eiríkur og Jón Ásgeir með? Bróðir Eiríks, Matthías Sigurðsson, kenndur við Eurorpris, er einnig sagð- ur koma að opnun matvöruverslun- arinnar í Skeifunni auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis sem gjarnan er kenndur við Baug og Bónus. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest. Þá hefur nafn Sindra Sindrasonar fjárfestis verið nefnt til sögunnar í samhengi við opnun verslunarinar sem og nafn Sigurður Teitssonar í Verslunartækni en sú verslun sérhæf- ir sig í innréttingum og tækjum fyrir verslanir. DV hefur ekki náð í Eirík Sigurðs- son þrátt fyrir margítrekaðar tilraun- ir síðastliðna viku en fram kom í Morgun blaðinu á miðvikudaginn að hann hefði staðfest að hann væri að opna nýja matvöruverslun sem hann sagði að myndi veita raunverulega samkeppni og hrista upp í markaðn- um. DV hefur óstaðfestar upplýsingar um að verslanakeðjan muni gera út á hollan og ódýran mat. Eiríkur stofnaði verslanakeðjuna 10-11 ásamt eiginkonu sinni Helgu Gísladóttur. Baugur keypti keðjuna árið 1998 í gegn um fjárfestingarfélag- ið Fjárfar. Hjónin báru vitni í Baugs- málinu en fyrir dómi viðurkenndu þau að hafa til skamms tíma leppað eignarhaldið á Fjárfari að beiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þeim ákæru- liðum sem að þessu sneru var síðar vísað frá dómi. Þau Helga og Eiríkur hafa ekki verið áberandi í íslensku at- hafnalífi undanfarin ár en ef að lík- um lætur munu þau láta til sín taka á næstu misserum. n Eiríkur Sigurðsson í 10-11 ætlar að opna margar verslanir n Jón Ásgeir bendlaður við verslanirnar n Fyrsta búðin opnuð í Skeifunni á næstunni Stofnar nýja verslanakeðju „DV hefur óstað- festar upplýsing- ar um að verslanakeðjan muni gera út á hollan og ódýran mat. Eiríkur Sigurðsson Áformar meðal annars að opna matvöruverslun þar sem Grifill er nú til húsa. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is Opið: mánud-föstud. 12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ AFSLÁTTAR DAGAR AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SÖFNUNAR- GLÖSUM IITTALA VÖRUM RÚMTEPPUM RÚMFÖTUM RCR KRISTAL HITAFÖTUM O.FL. O.FL. FURSTYNJAN -20% -20% SÓSUSKÁL -20% -20% -20% -20% -20% HRÚTUR Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) Vinna með 281 milljarð Stefnir er með 281 milljarð króna í virkri eignastýringu. Fyrir- tækið er það stærsta á sviði sjóðsstýringar á Íslandi. Kynningarefni um Icesave ekki boðið út Vinna við kynningarefni fyrir Ice- save-kosningarnar var ekki boðið út. Sigurjón M. Egilsson sem rekur fjölmiðlafyrirtækið Gogg segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi sent Lagastofnun Háskóla Ís- lands erindi með það fyrir augum að kanna möguleika á að vinna kynn- ingarefni fyrir kosningarnar sem fara fram þann 9. apríl næstkomandi. Sigurjón fékk þau svör að verkið hefði ekki verið boðið út: „Fór sem mig grunaði, verkið ekki boðið út, bara afhent. Dóninn sem svaraði sagði að þau vildu skipta við fagfólk. Hver sagði dónanum að ég og mitt fólk séum ekki fagfólk.“ Ráðning ekki fyrir borgarráð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna hafa óskað skriflegra skýringa á því hvers vegna ráðning upplýsinga- stjóra borgarinnar fór ekki fyrir borgarráð. Í bókun borgarráðs- fulltrúanna á fundi á fimmtudag segir að hingað til hafi ráðning stjórnenda hjá Reykjavíkurborg þurft samþykki borgarráðs, sem einnig hafi fengið kynningu á umsóknum og umsóknarferli. Það hafi ekki verið gert í tilfelli upplýsingastjórans sem ráðinn var á dögunum. „Borgarráð hefur ekki samþykkt neinar breytingar á þessum reglum“ Björn hjólar í Jóhönnu Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, hjólar í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á heimasíðu sinni eftir að úrskurðað var að hún hefði gerst brotleg við jafnréttislög. „Í mínum huga er ótrúlegt að sjálf Jóhanna Sig- urðardóttir skuli standa frammi fyrir úrskurði Kærunefndar jafnrétt- ismála um að hún hafi brotið jafn- réttislög við embættisveitingu í for- sætisráðuneytinu. Þetta og viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervi- baráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst,“ skrifar Björn og bætir síð- an við: „Óhjákvæmilegt er fyrir þing- flokk Samfylkingarinnar að taka nú af skarið og ýta Jóhönnu og Hrannari B. til hliðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.