Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 23
Fréttir | 23Helgarblað 25.–27. mars 2011 ÓJÖFNUÐUR JÓKST ÁN FORDÆMA bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka að undanförnu hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, við sjáum svona gagnrýni alls stað- ar á Vesturlöndum. Enda sér fólk að engar forsendur eru fyrir ofur- laununum sem tóku að tíðkast í bönkum á liðnum árum. Að segja þau tengd „góðum árangri“ hljóm- ar eins og súrrealískur brandari í ljósi þess sem var að gerast í bönk- um, ekki bara á Íslandi, þó hér hafi menn augljóslega verið stórtækari en annars staðar. Hvað þá að tengja ofurlaunin við „mikla ábyrgð“ eig- enda og stjórnenda bankanna,“ seg- ir hann. Að mati Stefáns hefur banka- hrunið haustið 2008 leitt í ljós að ábyrgð bankanna hafi legið hjá al- menningi en ekki stjórnendunum sem hafi þegið ofurlaun sín. „Ofur- launin endurspegla einkum vald til sjálftöku og lítið annað. Það er að verða ljóst að sú þróun er skað- leg í vestrænum samfélögum, enda verður minna til skiptanna fyrir al- menna launþega ef topparnir taka svo stóran hluta veltunnar til sín,“ segir hann. Tryggvi Þór segir gagnrýni á laun bankastjóranna heldur ekki hafa komið sér á óvart. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt að þeim sem hafa minna ofbjóði þegar þeir sem meira hafa fá miklar launahækk- anir. Hins vegar hefur umræða í tengslum við laun bankastjóranna verið í upphrópunarstíl og tæpast til að varpa ljósi á málið,“ segir hann. Ójöfnuður hefur lækkað eftir bankahrunið Eins og tafla frá Þjóðmálastofnun sem birtist með úttektinni sýnir sést að Gini-stuðullinn á Íslandi hef- ur verið að lækka eftir bankahrun- ið. Að mati Stefáns er þetta jákvætt. „Minnkun ójafnaðar 2008 og 2009 á Íslandi er af hinu góða að mínu mati. Með því nálgumst við aftur hin norrænu samfélögin,“ segir hann. Það sé líka til marks um að há- tekjufólk fái á sig meiri tekjuskerð- inug en lágtekjufólk. „Það þýðir að meiri byrði leggst á breiðu bökin sem betur ráða við kjaraskerðingu um leið og lágtekjufólki hefur verið hlíft að nokkru leyti með mildandi aðgerðum. Þannig er aukinn jöfn- uður í tekjuskiptingunni til marks um að byrðunum er deilt með öðr- um hætti en var fyrir hrun,“ segir hann. Tryggvi Þór er ekki eins jákvæð- ur gagnvart launaþróuninni eftir bankahrunið. „Ég tel að það sé nei- kvætt að þvinga alla á sömu lágu launin. Það tekur alla hvata til að leggja á sig út og leiðir á endanum til þess að lífskjör hér verða verri en í samanburðarlöndum okkar,“ segir hann. Nálgumst Norðurlöndin Þrátt fyrir að ójöfnuður hafi minnk- að á Íslandi eftir bankahrunið sýnir gagnrýni almennings á laun banka- stjóra Arion banka og Íslandsbanka að undanförnu fram á að ekki ríkir full sátt hérlendis um mismunandi launakjör. Aðspurður segir Stefán að nýjustu mælingar á Gini-stuðlinum hérlendis séu vel viðunandi í sam- anburði við umheiminn almennt. „Mér sýnist að ójöfnuður sé að verða aftur svipaður og er á hinum Norðurlöndunum frá og með árinu 2010. Norrænu þjóðirnar hafa byggt upp farsælustu og sanngjörnustu samfélög jarðarkringlunnar. Það er held ég góður félagsskapur að vera í fyrir Ísland. Í slíkum samfélögum er flest í betra lagi en annars staðar og þar er meiri sátt um launakjör al- mennings og þar með minni for- sendur skaðlegra stéttaátaka,“ segir hann. Auðvelt að hækka laun sín á Íslandi Tryggvi Þór segir að ójöfnuður hér- lendis hafi ekki verið of mikill á und- anförnum árum. „Rannsókn sem gerð var á vegum Hagfræðistofnun- ar fyrir nokkrum árum sýnir til að mynda að neyslumynstur Íslend- inga sýndi næstminnsta ójöfnuð af 94 löndum heims. Jafnframt sýndi rannsóknin að færsla fólks úr lágum í háar tekjur er mjög mikil á Íslandi. Þannig voru 23 prósenta líkur á því að Íslendingur sem var í lægstu tí- und tekjudreifingarinnar árið 1988 væri þar ennþá árið 2000. Hins veg- ar voru 50 prósenta líkur á að ein- staklingur sem var í hæstu tíund- inni 1988 væri þar ennþá 12 árum seinna. Niðurstaðan er því að það er auðveldara að hækka í launum hlut- fallslega á Íslandi en lækka. Lág laun eru því oft tímabundið ástand með- an fólk er ungt og í námi,“ segir hann. Skiptar skoðanir um stefnu stjórnvalda „Mér finnst að stjórnvöld eigi að ein- beita sér að því að gefa öllum sem mest tækifæri til að sjá sómasam- lega fyrir sér og sínum,“ segir Tryggvi Þór aðspurður hvort stjórnvöld eigi að marka sér frekari stefnu til þess að stuðla að minni ójöfnuði á milli stétta. Það bæti ekki efnahagslega velferð þess sem sé með mánaðar- laun upp á 200 þúsund krónur að einhver annar sé lækkaður í launum úr 800 þúsund krónum í 500 þúsund krónur. Að mati Stefáns eiga stjórnvöld á Íslandi að vera á varðbergi svo sú launaþróun sem átti sér stað á land- inu frá 1995 til 2007 endurtaki sig ekki. „Hún var í senn óréttlát, ósjálf- bær og óskynsamleg, enda hafa af- leiðingar hennar nú lagt gríðarleg- ar byrðar á almenning. Við munum finna fyrir þessum afleiðingum vel inn í framtíðina. Að standa þessa vakt felur í sér að vernda það sem er gott við íslenskt samfélag, vernda hag almennings. Það er ekki nóg að ríka fólkið græði á hagvextinum, eins og frjálshyggjumenn segja og framkvæma. Allir verða að græða. Stjórnvöld síðasta áratugar fyrir hrun hugsuðu bara um hag auð- manna, fyrirtækja og fjárfesta en fórnuðu hag almennings. Það má ekki endurtaka sig,“ segir Stefán að lokum. Stjórar hækkuðu Laun í þúsundum 1998 2008 Hækkun Stjórnendur 314 902 287% Sérfræðingar 288 684 238% Tæknar og sér- menntað fólk 251 499 199% Skrifstofufólk 149 347 233% Þjónustu-, sölu- og af- greiðslufólk 149 325 218% Iðnaðarmenn 251 479 191% Verkafólk 158 339 215% Póstnúmer Bæjarfélag Ginistuðull 170 Seltjarnarnes 0,450 765 Djúpivogur 0,420 625 Ólafsfjörður 0,407 755 Stöðvarfjörður 0,397 240 Grindavík 0,384 545 Skagaströnd 0,378 210 Garðabær 0,369 101 Reykjavík 0,359 675 Raufarhöfn 0,246 630 Hrísey 0,237 720 Borgarfj. eystri 0,237 233 Hafnir 0,199 670 Kópasker 0,191 870 Vík í Mýrdal 0,182 Land Stuðull Bretland 0,324 Spánn 0,323 Ítalía 0,315 Sviss 0,302 Frakkland 0,298 Ísland 0,296 Lúxemborg 0,292 Þýskaland 0,291 Írland 0,288 Holland 0,272 Danmörk 0,270 Finnland 0,259 Austurríki 0,257 Tékkland 0,251 Svíþjóð 0,248 Ungverjaland 0,247 Noregur 0,241 Slóvenía 0,227 *Heimild: Eurostat. 0 þýðir lítill ójöfnuður og 1 að öll laun séu á hendi eins aðila. Meðalheildarlaun á Íslandi 1998 og 2008 Gini-stuðull eftir sveitarfélögum á Íslandi árið 2000: Gini-stuðull Evrópulanda árið 2009: Aukningin á Vesturlöndum á sér engin fordæmi Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að aukning ójafnaðar á Íslandi á árunum 1993 til 1995 eigi sér engin fordæmi á Vesturlöndum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ójöfnuður ekki slæmur Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í hagfræði og alþingismaður, segir að aukinn ójöfnuður á Íslandi vegna aukinna fjármagnstekna fyrir bankahrunið hafi ekki alfarið verið slæm þróun. Rannsóknir Stefáns Ólafssonar og Arnaldar Sölva Kristjánssonar: Ójöfnuður stórjókst frá 1995 til 2007 Þeir Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hag- fræðingur hafa ítarlega rannskak- að tekjuskiptingu á Íslandi á veg- um Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Hafa rannsóknir þeirra leitt í ljós að ójöfnuður jókst afar mikið á tímabilinu frá 1995 til 2007. Tekjuskipting hefur hins vegar orð- ið jafnari á árunum 2008 og 2009. Í grafi með mynd má sjá breyt- ingu á hinum svokallaða Gini- stuðli. Á árunum 1995 til 2004 hækkaði stuðullinn um 48 pró- sent á Íslandi. OECD lítur á hækk- un umfram 12 prósent á tíu ára tímabili sem „mikla aukningu“. Á Íslandi varð hún hins vegar fjór- um sinnum meiri. Á sú þróun sér engin fordæmi innan ríkja OECD á síðustu áratugum. Í rannsóknum Þjóðmálastofn- unar er Gini-stuðullinn mun hærri en í mælingum Hagstof- unnar og Eurostat, opinberrar tölfræðistofnunar Evrópusam- bandsins. Skýrist það af því að í mælingum Þjóðmálastofnunar eru fjármagnstekjur einstaklinga líka teknar inn en ekki hjá Hag- stofunni og Eurostat. Fjármagns- tekjur í formi arðgreiðslna og hagnaður af sölu hlutabréfa var nokkuð sem stórjókst hjá fjölda einstaklinga á Íslandi á árunum 2004 til 2008. „Frá 2005 til 2007 tók ójöfnuðurinn síðan stórt stökk upp á við, í ofþenslu bóluhagkerf- isins,“ segir í skýrslu Þjóðmála- stofnunar. Áhrifin hafi þó byrj- að að koma fram eftir árið 1999 og síðan stigmagnast allt fram að hrunárinu 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.