Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Um fátt hefur verið meira rætt á síð- ustu vikum en svokölluð ofurlaun bankastjóra. Finnst mörgum sem launaskrið þeirra sé í litlu samræmi við það sem gengur og gerist á al- mennum vinnumarkaði. Ójöfnuður á Íslandi hefur minnkað eftir banka- hrunið. Skiptar skoðanir eru um það hvort slíkt sé jákvætt eða neikvætt. Á árunum 2004 til 2008 jókst ójöfn- uður mjög mikið á Íslandi sem að miklu leyti má rekja til launaskriðs sem þá varð í fjármálageiranum. DV ræddi við Stefán Ólafsson, prófess- or í félagsfræði, og Tryggva Þór Her- bertsson, prófessor í hagfræði og al- þingismann, um ójöfnuð á Íslandi. Óhætt er að segja að skoðanir þeirra á málefninu séu skiptar. Fordæmalaus aukning Stefán hefur ásamt Arnaldi Sölva Kristjánssyni hagfræðingi gert rann- sóknir á vegum Þjóðmálastofnun- ar á ójöfnuði. Samkvæmt mæling- um þeirra jókst ójöfnuður á Íslandi úr 0,21 árið 1993 í 0,43 árið 2007 ef stuðst er við svokallaðan Gini-stuð- ul við mælingu á ójöfnuði. „Þetta er óvenjumikil aukning ójafnaðar og raunar fordæmalaus á Vesturlönd- um frá lokum seinni heimsstyrjald- ar,“ segir Stefán Ólafsson í samtali við DV. Aukning ójafnaðar á þessu tímabili var sex sinnum meiri en OECD telur „mikla aukningu ójafn- aðar“.“ Þess skal getið að samkvæmt mælingum Þjóðmálastofnunar jókst ójöfnuður mun meira en opinberar tölur Hagstofunnar og Eurostat, opinberrar tölfræðistofnunar Evr- ópusambandsins, hafa gefið upp. Ástæðan er sú að í mælingum Þjóð- málastofnunar eru fjármagnstekjur einstaklinga taldar með en eins og kunnugt er stórjukust þær á Íslandi í góðærinu fyrir bankahrunið. „Þeir sem vilja gera lítið úr þess- ari aukningu hafa haldið því fram að ekki eigi að telja með eignatekju- hluta fjármagnstekna. Það er auð- vitað rangt að horfa fram hjá þeim hluta tekna sem einkum kemur til tekjuhærri hópa,“ segir Stefán. Að hans sögn voru helstu ástæður auk- ins ójafnaðar á þessu tímabili stór- lega auknar fjármagnstekjur í hærri tekjuhópum og einnig lækkuð skatt- byrði hjá þeim tekjuhærri. Á móti hafi skattbyrði þeirra tekjulægri aukist. Tryggvi Þór segir ljóst að fjöl- margir Íslendingar hafi notið góðs af uppgangi á fjármagnsmörkuðum eftir að hlutabréfamarkaður varð virkur hér á Íslandi á tíunda ára- tugnum. „Aukning fjármagnstekna, eðli máls samkvæmt, leiddi til þess að tekjur þeirra sem tóku áhættu á fjármagnsmarkaði jukust mikið og þar með ójöfnuður í þjóðfélaginu. Ójöfnuður sem stafar af auknum fjármagnstekjum er því ekki alfarið slæmur,“ segir hann í samtali við DV. Tryggvi Þór vann að ítarlegri rannsókn á tekjuskiptingu Íslend- inga þegar hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og þekkir þetta málefni því vel. Árið 2001 gaf Hagfræðistofnun út haust- skýrslu sem bar heitið: „Tekjuskipt- ing á Íslandi. Þróun og ákvörðunar- valdar“. Í þeirri skýrslu var tafla sem sýndi Gini-stuðulinn eftir sveitarfé- lögum en hún er birt með úttekt DV. Mæling Gini-stuðulsins eftir sveitar- félögum hefur ekki verið gerð aftur. Árið 2000 var Gini-stuðullinn hæstur á Seltjarnarnesi en lægstur í Vík í Mýrdal. Í skýrslu Hagfræði- stofnunar kemur fram að hár Gini- stuðull á Seltjarnarnesi, sem þá var 0,45, stafaði ekki af fátækt held- ur miklum flutningi efnaðs fólks til bæjarfélagsins. Mestur jöfnuður var þá í Vík í Mýrdal, þar sem Gini-stuð- ullinn mældist 0,182. Var ástæða mikils jafnaðar í Vík í Mýrdal sögð lágar meðaltekjur og mikill brott- flutningur fólks. „Þessi dæmi sýna að aukinn jöfn- uður þarf í sjálfu sér ekki alltaf að vera af hinu góða. Þegar einstakling- ar með háar tekjur flytjast á brott frá Vík þá lækka meðaltekjur og jöfn- uður eykst. Þegar slíkir einstak- lingar flytjast til Seltjarnarness þá hækka tekjur og jöfnuður minnkar. En skatttekjur lækka á Vík en hækka á Seltjarnarnesi svo færa má gild rök að því að almenn velferð aukist á Seltjarnarnesi en minnki á Vík,“ seg- ir í skýrslu Hagfræðistofnunar. Ójöfnuður almennt aukist frá 1980 Há laun í fjármálageiranum hafa ekki einungis verið gagnrýnd á Ís- landi að undanförnu heldur líka í löndum eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum svo fáein séu nefnd. Stef- án telur að ójöfnuður hafi tekið að aukast á Vesturlöndum upp úr 1980. „Fyrst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er það almennt tengt við aukin áhrif frjálshyggju í þeim lönd- um, enda var þetta tími Margrétar Thatcher og Ronalds Reagan,“ segir hann. Eftir árið 1990 gætti síðan aukins ójafnaðar í kjölfar netbólunnar auk vaxandi þunga vegna áhrifa frá fjár- málageiranum. Áhrif fjármálageir- ans á ójöfnuð hafi reyndar aukist enn meira eftir árið 2000. „Auk þess að tengja þetta við áhrif fjármála- geirans er þessi þróun einnig tengd hnattvæðingunni, en hún greiðir mjög götu fjármálageirans í heim- inum og reyndar einnig áhrif frjáls- hyggjunnar sem leggur áherslu á að markaðir fái að vera sem afskipta- lausastir,“ segir Stefán. Tímabilið frá árinu 1980 sé búið að vera tími hins óhefta kapítalisma. „Reyndar alveg eins og var í Banda- ríkjunum frá um 1920 til 1929. Þá leiddi frjálshyggjubóla til ofþenslu og spákaupmennsku, með auknum ójöfnuði og skuldasöfnun, allt til hrunsins á Wall Street 1929 sem svo breiddist út í kreppuna miklu sem varði fram í seinni heimsstyrjöld. Það er þannig nokkur samsvörun í þróuninni í aðdraganda kreppunn- ar miklu og fjármálakreppu nú- tímans. Samnefnarinn virðist vera ofurtrú á óheftan kapítalisma og spákaupmennsku, sem byggði á of- urvaldi auðmanna,“ segir hann. Gagnrýni á ofurlaun Stefán segir að gagnrýni á laun n Samkvæmt Gini-stuðlinum stórjókst ójöfnuður á Íslandi á árunum 1993 til 2007 n Hann hefur þó minnkað eftir bankahrunið n DV leitaði til þeirra Stef- áns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, og Tryggva Þórs Herbertssonar, prófess- ors í hagfræði og alþingismanns, og spurði þá um ójöfnuð á Íslandi ÓJÖFNUÐUR JÓKST ÁN FORDÆMA 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0 Ójöfnuður í dreifingu ráðstöfunartekna 1993—2009 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Ráðstöfunartekjur – allar tekjur meðtaldar Ráðstöfunartekjur án söluhagnaðar Gi ni -s tu ðl ar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Aukning fjár- magnstekna, eðli máls samkvæmt, leiddi til þess að tekjur þeirra sem tóku áhættu á fjár- magnsmarkaði jukust. Ójöfnuður Samkvæmt Gini-stuðlinum hafði ójöfnuður stóraukist undanfarin ár en dregið hefur úr honum eftir hrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.