Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 42
ARÐVÆNLEG UMHYGGJA 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 25.–27. mars 2011 Helgarblað D orothea Puente fæddist árið 1929 í Kaliforníu. Foreldrar hennar unnu við bómullar­ tínslu en faðir hennar lést úr berklum þegar Dorothea var átta ára og móðir hennar dó í umferðar­ slysi ári síðar. Dorothea var send á munaðarleysingjaheimili og dvaldi þar um skeið þar til ættingjar henn­ ar tóku hana að sér. Löngu síðar átti Dorothea eftir að ljúga til um æsku sína og sagði meðal annars að hún væri eitt þriggja systkina sem öll hefðu fæðst í Mexíkó. Dorothea giftist fyrsta sinni árið 1945, hermanni að nafni Fred McFaul sem var þá nýkominn heim úr stríðinu á Kyrrahafi. Með Fred eignaðist Dorothea tvær dætur, aðra sendi hún til ættingja í Sacramento og hina gaf hún frá sér til ættleiðing­ ar. Síðla árs 1948 fékk McFaul sig full­ saddan af Dorotheu og lét sig hverfa. Dorotheu fannst smán að því að vera yfirgefin og laug því að eiginmaður hennar hefði dáið úr hjartaslagi skömmu eftir brúðkaupið. Inn og út úr grjótinu Til að drýgja tekjur sínar snéri Doro­ thea sér að tékkafölsun en var grip­ in glóðvolg, fékk eins árs dóm en sat inni í hálft ár. Skömmu eftir að hún losnaði úr fangelsi varð hún barns­ hafandi eftir bláókunnugan mann og eignaðist dóttur sem hún gaf frá sér til ættleiðingar. Árið 1952 giftist hún Svíanum Axel Johanson og við tók stormasamt fjórtán ára hjónaband. Dorothea snéri sér að rekstri vændishúss. Sagan segir að þegar upp um hana komst hafi hún reynt að bjarga sér fyrir horn með því að segjast hafa verið þar í heimsókn. Henni var ekki trúað og var hún dæmd til 90 daga fangelsisvistar. Dorothea var vart komin úr grjótinu þegar hún var handtekin aftur – fyrir flæking – og fékk enn og aftur 90 daga fangelsisvist. Þegar Do­ rothea losnaði úr fangelsinu hóf hún glæpaferil sem átti eftir að þróast og taka á sig óhugnanlega mynd. Dorothea fékk starf sem aðstoðar­ manneskja hjúkrunarfræðinga og sinnti um aldrað og hreyfihamlað fólk á heimilum þess, en þess var skammt að bíða að hún gerðist sjálf­ stæð og færi sjálf út í rekstur gisti­ heimila fyrir aldrað og hrumt fólk. Lætur sér ekki segjast Árið 1966 rann hjónaband Doro­ theu og Alex sitt skeið og Dorothea giftist Roberto Puente sem var nítján árum yngri en hún. Hjónabandið var skammlíft og entist ekki í nema tvö ár. Í kjölfar skilnaðarins tók Dorothea yfir þriggja hæða, sextán herbergja umönnunarheimili í Sacramento og gaf sig út fyrir að annast heimilislaust fólk og auðnuleysingja á svæðinu. En Dorothea var ekki alveg búin að gefa karlmenn upp á bátinn og giftist í fjórða sinn árið 1976. Fyrir valinu varð ofbeldisfullur drykkju­ maður, Pedro Montalvo, og varði hjónabandið í fjóra mánuði. Dorot­ hea fór þegar þar var komið sögu að venja komur sínar á hverfisk­ næpurnar þar sem hún leitaði eldri manna sem væru á bótum. Dorothea falsaði síðan undirskrift þeirra og hafði þannig af þeim fé, en á endan­ um komst upp um hana og hún fékk skilorðsbundinn dóm. Hún lét skil­ orðið ekki slá sig út af laginu og hélt uppteknum hætti. Árið 1981 tók Dorothea á leigu íbúð í miðbæ Sacramento og síðar átti sú íbúð eftir að tengjast glæpum sem voru alvarlegri en fölsun tékka og bótasvindl. Morðin hefjast Svo virðist sem morðferill Dorot­ heu hafi hafist fljótlega eftir að hún tók á leigu íbúðina í miðbæ Sacra­ mento. Íbúðin var á efri hæð húss­ ins og Doro thea ákvað að leigja út hluta hennar. Í apríl 1982 bjó í íbúð­ inni Ruth Monroe, 61 árs vinkona Doro theu. En Ruth lést fljótlega eft­ ir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum. Dorothea upplýsti lögregluna um að Ruth hefði þjáðst af þunglyndi þar sem eiginmaður hennar hefði verið með banvænan sjúkdóm. Lög­ reglan tók Dorotheu trúanlega og úr­ skurðaði að Ruth hefði framið sjálfs­ morð. Svo fullrar sanngirni sé gætt hefur ekki verið sannreynt að Dorot­ hea hafi fyrirkomið Ruth. En nokkrum vikum síðar bankaði lögreglan aftur upp á hjá Doro theu. Ástæðan var ásökun 74 ára ellilífeyr­ isþega, Malcolms McKenzie, á hend­ ur Dorotheu. Malcolm sakaði hana meðal annars um að hafa byrlað honum ólyfjan og stolið frá honum. Doro thea var sakfelld fyrir þjófnað og dæmd til fimm ára fangelsisvistar 18. ágúst 1982. En Dorothea sat ekki með hend­ ur í skauti sér í fangelsinu heldur hóf bréfasamband við 77 ára mann, Everson Gillmouth, sem bjó í Ore­ gon. Eftir þrjú ár var Dorotheu sleppt úr fangelsi og beið Everson við fang­ elsið í rauðum Ford­pallbíl. Sam­ band þeirra þróaðist hratt og hjóna­ band var áformað. Þau stofnuðu sameiginlegan bankareikning og fluttu inn í íbúð Dorotheu í Sacra­ mento. Ílangur trékassi á haugana Í nóvember 1985 réð Dorothea þús­ undþjalasmiðinn Ismael Florez til að klæða íbúð sína með viðarþilj­ um. Fyrir vikið fékk hann rauða Ford­pallbílinn, en þurfti reyndar að greiða 800 dali fyrir. Að sögn Do­ rotheu tilheyrði bíllinn vini hennar í Los Angeles, en hann átti engin not að hafa fyrir hann lengur. Dorothea bað Florez að gera eitt smáræði fyrir sig að lokum; að smíða kassa – 6 sinnum 3 sinnum 2 fet – „fyrir bækur og fleira“. Síðar bað hún hann að flytja kass­ ann, sem búið var að fylla og negla aftur, í geymsluhúsnæði og urðu þau samferða þangað. Á leiðinni sagði hún honum að stöðva á sorphaug við árbakka í Sutter­sýslu, þar sem tíðk­ aðist að fólk losaði sig við heimilis­ sorp, og fleygðu þau kassanum þar. Í ársbyrjun 1986 rak veiðimaður augun í kassann og sá ástæðu til að hafa samband við lögregluna. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði að geyma mikið rotnar líkams­ leifar eldri karlmanns. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir þrjú ár að um var að ræða líkið af Everson. Mikið vill meira Dorothea skrifaði ættingjum Ever­ sons bréf og útskýrði að hann væri veikur og gæti því ekki haft sam­ band. Sjálf hélt hún áfram að hirða lífeyrinn hans. Auk þess hélt hún úti gistiþjónustunni og var með 40 leigj­ endur sem flestir voru fíkniefnaneyt­ endur eða drykkjufólk. Þrátt fyrir að hún hefði af þessu ágætis tekjur vildi hún meira og leit­ aði því nýrra viðskiptavina á börum í grenndinni. Einnig naut Dorothea nokkurra vinsælda hjá starfsfólki félagsmála­ stofnunar vegna þess hve viljug hún var að taka við eldra fólki, einkum og sér í lagi „erfiðu málunum“. Do­ rothea fór yfir póst leigjenda sinna áður en þeir fengu að sjá hann og sá til þess að stærstur hluti bóta þeirra endaði í hennar vasa sem greiðsla vegna „kostnaðar“. Grunsemdir vöknuðu fyrst þegar nágrannar Dorotheu tóku eftir und­ arlegum athöfnum heimilislauss alkóhólista, sem aldrei var kallað­ ur annað en „Chief“, sem Dorothea hafði tekið undir sinn „verndarvæng“. Að beiðni hennar hafði hann grafið holu í kjallaragólfið og ekið jarðveg­ inum og steypunni burt í hjólbörum. Skömmu síðar hvarf Chief. Dauðvona í fangelsinu Þann 11. nóvember 1988 þegar lög­ reglan rannsakaði hvarf Alvaros Montoya, eins leigjenda Dorotheu, tók lögreglan eftir því að eitthvað hafði verið átt við jarðveginn við húsið. Við nánari eftirgrennsl­ an fann hún lík eins leigjendanna, Leonu Carpenter, 78 ára. Nokkur lík til viðbótar fundust og þegar upp var staðið var Dorothea ákærð fyrir níu morð. Dorothea Puente var sakfelld fyr­ ir þrjú morð og fékk tvöfaldan lífstíð­ ardóm sem hún afplánar í kvenna­ fangelsi Kaliforníu í Madeira­sýslu. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og segir leigjendur sína hafa dáið eðlilegum dauðdaga. Samkvæmt fréttum í september í fyrra er Dorothea, sem nú er 82 ára, alvarlega veik og gæti farið yfir móð­ una miklu þá og þegar. n Dorothea Helen Puente er bandarískur raðmorðingi n Hún rak gistiheimili í Sacramento í Kaliforníu á níunda áratug síðustu aldar n Þeir sem bjuggu á gistiheimilinu voru aldnir og kalk- aðir n Dorothea hirti af þeim bætur frá hinu opinbera n Það var ekki stærsti glæpur hennar„Dorothea bað Florez að gera eitt smáræði fyrir sig að lok- um; að smíða kassa – 6 sinnum 3 sinnum 2 fet – „fyrir bækur og fleira“. Dorothea Puente Það var ekki manngæskan sem réð gerðum hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.