Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 35
Viðtal | 35Helgarblað 25.–27. mars2011
Að loknu stúdentsprófi úr Verzl
unarskólanum starfaði Bragi um
nokkurra ára skeið sem blaðamaður
á Vikunni og Vísi og vann meira að
segja sem ráðskona hjá Sverri Har
aldssyni. Sverrir var litríkur lista
maður og á heimilinu voru oft hald
in partí. Bragi sá um að ekkert færi
alvarlega úr skorðum á heimilinu.
Það var í ráðskonuhlutverkinu sem
ástin varð fyrst á vegi hans en í einu
partíinu heima hjá Sverri hitti hann
verðandi eiginkonu sína, Nínu Árna
dóttur. Nína og Bragi urðu skjótt
ástfangin, giftu sig árið 1966 og ári
seinna fæddist þeim sonurinn Ari
Gísli.
Ari Gísli og Bragi hafa unnið sam
an í meira en áratug að uppbyggingu
verslunarinnar. Ari er kvæntur Sig
ríði Hjaltested leirlistakonu.
Árið 1973 fæddist þeim annar
sonur, Valgarður, sem kvæntur er
Huldu Vilhjálmsdóttur myndlist
arkonu, og árið 1977 fæddist þriðji
sonurinn, Ragnar Ísleifur, sem starf
ar í dag við kvikmyndagerð. Bragi
segist stoltur af öllum sonum sínum.
Þeir séu ólíkir en eigi það þó allir
sameiginlegt að búa yfir ljúfri lund
og mikilli næmni. „Þeir hafa allir af
rekað ýmislegt, synir mínir. Helst er
ég stoltur af þeim fyrir að rata sína
leið með sínum hætti.“ Bragi seg
ir Ara vera hæglátan og hlýjan fjöl
skyldumann, Valgarð bráðlátari
hæfileikamann og þann yngsta,
Ragnar Ísleif, sýna mikla hæfileika á
sviði leikritunar og í kvikmyndagerð.
Skugga bregður á lífið
Á þessum árum meðan strákarn
ir voru litlir, orti kona hans Nína
heilmikið. Ljóðunum hennar var
vel tekið og hún var orðin viður
kennd á Íslandi. Spurður um sam
líf þeirra hjóna segir hann fyrstu ár
þeirra saman hafa einkennst af mik
illi vinnu og ást. Nína vann ötullega
að list sinni en skugga bar þó á gleði
þeirra hjóna þegar Nína veiktist þar
sem þau bjuggu í Kaupmannahöfn
og stunduðu nám. Nína reyndi að
svipta sig lífi. Það varð henni til lífs að
nágrannakona kom að og kom henni
á spítala. Nína jafnaði sig á þessum
skyndilegu veikindum með aðstoð
lyfja um sinn.
Álagið reið hjónabandinu
að fullu
Bragi, Nína og strákarnir fluttust
aftur heim til Íslands og Bragi opn
aði fornbókaverslunina, þá á Skóla
vörðustíg 20. Bragi segir áhugann
hafa blundað í sér alla tíð. Kaup
mennskunni kynntist hann svolítið
þegar hann kynntist Sigurði Bene
diktssyni, blaðamanni og listupp
boðshaldara. „Sigurður lærði blaða
mennsku hjá Politiken og kom svo
heim og skrifaði fyrir Morgunblaðið.
Þá varð hann ritstjóri Vikunnar og
gaf út blöð, svo sem Hádegisblaðið.
Hann höndlaði líka með bækur og
listmuni og þannig fékk ég innsýn í
þann heim. Ég vann fyrir hann ýmis
smáverk upp úr tvítugu. Ég kynntist
líka Helga Tryggvasyni bókbindara
sem átti mikið af bókum og blöðum
sem hann hafði sankað að sér í gegn
um tíðina. Þannig trúi ég að bækur
hafi smám saman orðið aðalvið
fangsefni mitt.“
Veikindin Nínu sem áttu sér
upphaf sumarið 1974 lituðu eftir
það allt hennar líf. Eftir að heim
var komið ágerðust veikindin og
fjölskyldulífið litaðist mjög af þeim.
Bragi segir tímana hafa verið aðra
í þá daga. Í dag hefði Nína ef til vill
fengið betri hjálp við að koma lífi
sínu á réttan kjöl. Sú var ekki raun
in í þá daga. Bragi sinnti heimilis
haldinu í veikindum Nínu og hug
aði að drengjunum sínum. Hann
segist hafa reynt af fremsta megni
að hafa úthald til þess að bæði skilja
og bregðast við því sem Nína gekk í
gegnum. Honum reyndist það hins
vegar ofraun. Álagið reið hjónaband
inu að fullu.
Ástin í annað sinn
Bragi fékk að kynnast ástinni í ann
að sinn. Hann kynntist Jónínu Bene
diktsdóttur. „Jónína var yndisleg
manneskja og um leið og við hittumst
varð ekki aftur snúið. Jónína hafði
orku sem ég dróst að,“ segir hann.
Þegar Bragi og Jónína hittust fyrst
var hún fráskilin eftir áratuga hjóna
band með Svavari Gestssyni. Með
Svavari átti Jónína þrjú börn, Svan
dísi, Benedikt og Gest.
„Ég var kvæntur Nínu Björk þeg
ar ég hitti Jónínu og því var samband
okkar laumuspil fyrsta eina og hálfa
árið. Þá skildum við Nína Björk og
ég og Jónína hófum fjarbúð en vor
um saman öllum stundum. Við fór
um í rómantískar ferðir um heiminn
og nutum lífsins. Þetta var yndislegur
tími.“
Bragi átti góð ár með Jónínu og
var hamingjusamur. Hann missti
hana fyrir nokkrum árum og Nína
Björk lést á heimili sínu árið 2000.
Bragi syrgir þær báðar. „Ég syrgi þær
báðar, og það er eðlilegt því báðar
voru þær stór hluti af minni tilveru.“
Sjónvarpsstjarna á gamalsaldri
Bragi hefur sést á sjónvarpsskján
um síðustu misseri í þætti Egils
Helgasonar, Kiljunni, á RÚV. Egill
hefur þá heimsótt Braga í bókabúð
ina og þeir tveir rætt um sitthvað
fróðlegt sem Braga finnst áhuga
vert. En hvað finnst honum um það
að vera orðin sjónvarpsstjarna á
gamalsaldri?
„Ég er nú engin sjónvarpsstjarna,“
segir Bragi. „Er einhver að horfa á
þetta?“ spyr hann. Blaðamaður jánk
ar því og segist hafa verið sérlega
ánægður þegar Bragi ræddi um Sig
urð Kristófer Pétursson. Hann sé nú
duglegur að finna upp á einhverju
skemmtilegu að ræða um. Hvar væri
Egill eiginlega án hans? Bragi skell
ir upp úr. „Hann er nú svo ágætur og
þarf ekkert frekar á mér að halda,“
segir hann. Ég hef nú reyndar sér
staka ánægju af því að fjalla um menn
eins og Sigurð Kristófer,“ segir Bragi og
veit svo sem að blaðakonan minnist á
hann sérstaklega vegna þess að hann
er skyldur honum aftur í ættir. „Ég hef
gaman af því að draga upp myndir af
fólki eins og honum. Fólki veitir ekki
af slíkri vitneskju en Sigurður Kristó
fer er merkilegur vegna þess að hon
um tókst að vinna þrekvirki þrátt fyrir
að vera rúmfastur alla sína ævi. Hann
var fjórtán ára þegar hann veiktist af
holdsveiki og rúmfastur á Laugarnes
spítala þýddi hann til dæmis Háva
mál Indíalands, las mörg tungumál
og meira að segja esperanto.“
Forvitið fólk kemur alltaf aftur
Verslunin selur bækur til útlanda og
rekur vefsíðuna bokin.is. Það er held
ur ekki mikið á því að græða að selja
konum með fortíðarþrá stöku ein
tak af Hildu á Hóli. Umfang þessara
viðskipta er töluvert og þá sérstak
lega til safna erlendis. Bragi hefur
byggt vel og framtíð verslunarinnar
er að öllum líkindum björt og líklegt
að áfram heimsæki fólk með fortíð
arþrá fornbókabúðina hans í leit að
gersemum og líti þá í hvert horn. Eða
eins og Kristján Sigvaldason, fyrrver
andi sögukennari og afgreiðslumað
ur í Bókinni, sagði þegar hann kvaddi
blaðakonuna einn miðvikudaginn í
mars: „Forvitið fólk ræður ekkert við
sig hérna inni. Það kemur alltaf aftur.“
Konur finna meira til
og skilja heiminn betur
„Ég syrgi þær
báðar, og það
er eðlilegt því báðar
voru þær stór hluti
af minni tilveru.
„Mamma vann
mikið úti og pabbi
sá því oft um að taka á
móti okkur og elda ofan í
okkur. Það var líka ljúft á
milli þeirra sem er öllum
börnum hollt.
Heima hjá Braga Bragi
jafnar sig á bakmeiðslum
og saknar þess að fara
í sund. En sundferðir í
Vesturbæjarlaugina voru
fastur liður á hverjum degi.
MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Lítill drengur Bragi ólst upp við mikið
ástríki foreldra sína. „Það var ljúft á milli
þeirra og það er öllum börnum hollt.“ Hér
er Bragi með hundi sem hann lék sér við og
sagðist gjarnan eiga.