Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Erlent 25.–27. mars 2011 Helgarblað
Börnum hent
út af Facebook
Forsvarsmenn samskiptavefjarins
Facebook hafa vart undan að eyða
síðum sem börn undir þrettán ára
aldri hafa komið sér upp. Reglur
vefjarins kveða á um að börnum
undir þrettán ára aldri sé óheim-
ilt að koma sér upp síðu á þessum
geysivinsæla vef. Er nú svo komið
að tuttugu þúsund síðum er eytt á
hverjum einasta degi.
„Það er til fólk sem lýgur. Við fjar-
lægjum tuttugu þúsund einstaklinga
af Facebook á hverjum degi,“ segir
Mozelle Thompson, yfirmaður ör-
yggismála hjá Facebook, og hvetur
hún foreldra til að fylgjast með börn-
um sínum á netinu.
Kínverjar banna
reykingar
Kínversk yfirvöld hafa stigið stórt
skref í baráttunni gegn tóbaks-
reykingum. Frumvarp þess efnis
að reykingar verði bannaðar á al-
menningsstöðum, svo sem börum,
veitingahúsum og í strætisvögnum,
var samþykkt á kínverska þinginu á
fimmtudag. Bannið mun taka gildi
frá og með 1. maí næstkomandi. Tal-
ið er að allt að fjórðungur Kínverja,
eða um 300 milljónir manna, reyki
daglega og deyr yfir milljón manns
af völdum sjúkdóma þeim tengdum
á hverju ári. Þó svo að bannið nái
yfir almenningsstaði verður fólki
enn leyft að reykja á vinnustöðum
sínum.
Stofnun leitar
að snjómanni
Yfirvöld í Kemerovo-héraði í Síberíu
í Rússlandi ætla að setja á laggirnar
sérstaka stofnun sem verður falið
það vandasama verkefni að rann-
saka tilkynningar um snjómann-
inn ógurlega. Á undanförnum árum
hefur yfirvöldum borist fjöldi til-
kynninga frá fólki sem telur sig hafa
séð snjómanninn. Talið er að allt að
30 vísindamenn í Rússlandi vinni að
rannsóknum á þessum tilkynning-
um og er vonast til þess að þeir vinni
saman hjá hinni nýju stofnun.
Samkvæmt þjóðsögum á snjó-
maðurinn rætur sínar að rekja
til Himalajafjalla en innfæddir í
Kemerovo-héraði eru á öðru máli.
Á hverju ári er haldinn dagur sem
er tileinkaður snjómanninum. Í ár
verður til að mynda keppt um hver
býr til flottustu íshöggmyndina af
skepnunni ógurlegu.
Dmitry Medvedev fékk kærkomna heimsókn frá Deep Purple:
Medvedev hitti hetjur sínar
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands,
hefur löngum rembst eins og rjúpan
við staurinn við að búa til viðkunn-
anlegri ímynd af sjálfum sér meðal
Rússa. Er hann iðulega talinn kald-
lyndur og litlaus stjórnmálamaður
og lítið annað en strengjabrúða for-
sætisráðherrans, Vladimirs Pútín.
Einn liður í baráttu Medvedevs hef-
ur verið að láta í ljós aðdáun sína á
rokktónlist, en hann hitti meðal ann-
ars Paul Hewson, betur þekktan sem
Bono í hljómsveitinni U2, í fyrra. Á
dögunum rættist langþráður draum-
ur Medvedevs þegar hann hitti
æskuhetjur sínar í bresku þunga-
rokkshljómsveitinni Deep Purple.
Íslandsvinirnir í Deep Purple
brostu þegar þeir hittu Medvedev og
hlustuðu af athygli þegar forsetinn
lýsti yfir aðdáun sinni. Sagði Medve-
dev frá því að hann hefði spilað tón-
list sveitarinnar í sífellu þegar hann
reyndi fyrir sér sem plötusnúður í
framhaldsskóla. „Þau voru nokkuð
sérstök diskótekin á þeim tíma, þar
sem vinsælasta tónlistin sem var
spiluð var þungarokk,“ sagði hann.
Þetta var á tímum Sovétríkjanna
sálugu og þurfti Medvedev í þá tíð
að gefa fulltrúa Kommúnistaflokks-
ins hljóðsnældu með þeim lögum
sem hann hugðist spila, til að ganga
úr skugga um að lögin væru ekki of
pólitísk.
Medvedev tók á móti Deep
Purple í forsetabústaðnum í Gorkí-
garði og sýndi Ian Gillian og félögum
meðal annars plötusafnið sitt. Urðu
þeir ekki fyrir vonbrigðum þegar í
ljós kom að Medvedev hafði safnað
vel flestum plötum sem Deep Purple
hefur gefið út á ferlinum. „Þegar ég
hóf að hlusta á Deep Purple grun-
aði mig aldrei að ég ætti eftir að sitja
við sama borð og þið sisvona,“ sagði
Medvedev við hinar öldnu rokk-
stjörnur. Ian Paice, trommuleikari
sveitarinnar, ákvað að gefa Medve-
dev áritaða trommukjuða að launum
fyrir skjallið, sem forsetinn þáði með
þökkum.
Fékk trommukjuða Trommuleikarinn Ian Paice, trommuleikari, gaf Medvedev áritaða
trommukjuða. Söngvarinn Ian Gillian fylgist með.
Loftárásir bandamanna á Líbíu
halda áfram og aðfaranótt
fimmtudags var gerð árás á dval-
arstað MuammarS al-Gaddafi,
leiðtoga Líbíu, en hann hafði sett
upp tjaldbúðir við al-Azizyia í
norðvesturhluta Líbíu. Þrátt fyrir
að leiðtogar vesturvelda hafi gefið
þá yfirlýsingu að ætlun þeirra sé
ekki að koma Gaddafi fyrir kattar-
nef, mætti álykta annað miðað við
skotmörk loftárásanna sem hófust
síðastliðinn laugardag. Að koma
Gaddafi fyrir kattarnef er þó hæg-
ara sagt en gert, ekki síst vegna líf-
varða hans – sem eru vægast sagt
auðþekkjanlegir. Lífverðir Gadda-
fis eru nefnilega konur, sem ganga
ævinlega um í háhæluðum skóm,
með rauðan varalit – samkvæmt
óskum einræðisherrans. En það
er ekki hver sem er sem verður
þess heiðurs aðnjótandi að kom-
ast í lífvarðarsveit Gaddafis.
Áralöng þjálfun nauðsynleg
Gaddafi stofnaði Kvennaskólann
í hernaðarlistum í Trípólí árið
1979. Ástæðuna sagði hann vera
þá að hann vildi auka hag líbískra
kvenna. „Ég lofaði móður minni
að ég myndi bæta stöðu kvenna,“
mun Gaddafi hafa sagt við það
tækifæri. Móðir hans lifði alla
tíð hirðingjalífi bedúína og lærði
aldrei að lesa.
Þær konur sem eru svo „heppn-
ar“ að komast á annað borð í her-
skólann þurfa svo sannarlega að
hafa fyrir hlutunum. Námið tekur
þrjú ár og í því felst nám í flestum
sviðum hernaðarlistar. Nemend-
urnir vakna klukkan 4.30 árdegis
og hefja dag sinn ávallt með því að
skokka í einn og hálfan tíma. Eftir
morgunverð taka kennslustund-
irnar við, en þar læra nemendur
bardagalistir, meðferð skotvopna,
að fljúga herþotum og að skjóta
upp sprengjuflaugum.
Tilbúnar að deyja
Í skólanum eru 100 konur nem-
endur hverju sinni, en þær láta
sig allar dreyma um að verða
einn góðan veðurdag hluti af líf-
varðasveit Gaddafis. Í hana kom-
ast aðeins bestu nemendurnir en
sveitin er ávallt skipuð 40 konum.
Þær konur sem komast í lífvarða-
sveitina þurfa að sverja þess eið
að helga Gaddafi líf sitt. Þær þurfa
að vera svo trúar honum að þær
verða að vera skírlífar – eini mað-
urinn í þeirra lífi er Gaddafi.
„Án leiðtogans væru konur í
Líbíu einskis virði,“ sagði Fatia,
27 ára lífvörður Gaddafis, í viðtali
við kanadísku blaðakonuna Jane
Kokan. „Hann gaf okkur líf. Ég
er tilbúin til að deyja fyrir hann.
Hann er faðir, bróðir og vinur sem
þú getur treyst. Þú hefur enga
hugmynd um hversu auðmjúkur
hann er.“
Gaddafi slapp, þökk sé lífverði
Að minnsta kosti einu sinni hefur
gerst að kona úr lífvarðasveitinni
fórnaði lífi sínu fyrir Gaddafi. Árið
1998 var gert umsátur um bílalest
leiðtogans þar sem öfgafullir mús-
limar gerðu tilraun til þess að ráða
hann af dögum. Kúlnahríð dundi á
bifreið Gaddafis en lífverðir hans
köstuðu sér fyrir byssukúlurnar
hver af annarri. Ein þeirra, Aisha,
lét lífið en hún féll eftir að hafa hlot-
ið tugi skotsára. Tvær aðrar konur í
lífvarðasveitinni særðust alvarlega,
væntanlega ánægðar með að hafa
sinnt skyldu sinni.
Hreinar
meyjar
Gaddafis
n Bandamenn halda sprengjuárásum á Líbíu áfram og hafa nú tvisvar
gert árás á tjaldbúðir Gaddafis n Hann nýtur ætíð verndar 40 lífvarða,
sem allir eru konur n Þær þurfa að vera hreinar meyjar og ganga ætíð í
háhæluðum skóm n Eftirsótt staða sem krefst áralangrar þjálfunar„Hann gaf okkur líf.
Ég er tilbúin til að
deyja fyrir hann. Hann er
faðir, bróðir og vinur sem
þú getur treyst.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Gaddafi og lífverðirnir
Á ráðstefnu í París. Í bak-
grunni má sjá þrjár konur úr
lífvarðasveit leiðtogans.
Ávallt með rauðan
varalit Ónafngreind
stúlka í lífvarðasveitinni.